Morgunblaðið - 04.11.2016, Side 86
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Hér fer allt í hringi nefnist sýning
sem Hulda Hákon myndlistarkona
opnar í listhúsinu Tveimur hröfnum
að Baldursgötu 12 klukkan 17 í dag.
Þótt hún kenni sýninguna við hringi
hefur Hulda verið á fleygiferð beint
áfram í vinnu sinni á árinu og haft
mikið að gera; þetta er þriðja einka-
sýningin. Hún var líka með sýningu í
Safnasafninu í Eyjafirði í sumar og
sumarsýningu í Hallgrímskirkju.
„Sýninguna í kirkjunni kallaði ég
Pétur. Titilverkið er lágmynd af læri-
sveininum Pétri sem er að taka
skrefið út á vatnið, klæddur sjó-
mannagalla og með öryggishjálm.“
Í verkunum í kirkjunni birtust líka
náttúrukraftar eins og eldur.
„Já, hann er svo nálægt okkur
mönnunum, er eyðingarkraftur og
lífskraftur í senn. Mér fannst fallegt
að í sumar sást hvar einn útlending-
urinn sem kom í kirkjuna gekk rak-
leitt að eldinum og signdi sig. Hann
hefur haldið þetta vera íkon …
Svo var ég með Faxasker í kirkj-
unni en það hefur verið mér mjög
hugleikið. Ég er með vinnustofu í
Vestmannaeyjum og hef hrifist af
Faxaskeri, finnst það svo fallegt og á
því er rammgert hús sem var byggt
eftir slys á skerinu árið 1950. Konur í
Eykyndli, kvennadeild björgunar-
sveitarinnar í Eyjum, höfðu veg og
vanda af byggingu þess. Þær vildu
sjá til þess að aldrei myndu sjómenn
krókna aftur á skerinu. Ég ræddi við
konur í félaginu þegar ég vann að
verkinu en sem betur fer hefur húsið
aldrei verið notað.“
Hulda hefur gert nokkrar myndir
af Faxaskeri og þær hafa farið
stækkandi. Sú stærsta var í Hall-
grímskirkju. „Nú er þetta orðið að
þráhyggju, kannski enda ég á því að
gera verk jafnstórt skerinu!“
Næsta bylting fullkomin
Á sýningunni í Safnasafninu sýndi
Hulda meðal annars minni útgáfu af
Faxaskeri og Kolbeinsey í sömu hlut-
föllum. „Þetta eru tveir útverðir og
eyjarnar báðar með mannvirkjum á,
því á myndinni sem ég studdist við af
Kolbeinsey sást enn þyrlupallurinn
sem þar var gerður.
Fyrir norðan sýndi ég líka stóra
mynd af sjómanni sem ég hafði sýnt í
Hollandi í fyrra. Á hjálminum hans
er texti sem segir að næsta bylting
verði fullkomin. Verðum við ekki að
halda alltaf í vonina?“
Á sýningunni sem verður opnuð í
Tveimur hröfnum í dag getur meðal
anars að líta tvær stórar lágmyndir.
„Önnur byggist á verki sem ég sýndi
á tvíæringnum í Sydney árið 1990, er
í eigu safns í Finnlandi en hefur aldr-
ei komið til Íslands. Þá er ég með
stóra mynd af gæsum, á henni er
texti sem fjallar um veðrið sem far-
fuglarnir hreppa á leiðinni, og annað
er um illa byggt hús en ég hef áður
gert verk út frá
þeirri hugmynd. Á því er texti sem
fjallar um að arkitektinn, verktakinn,
verkfræðingurinn og allir sem koma
að byggingunni kenni hver öðrum
um það sem illa fer. Hver bendir á
annan. Húsin okkar eru ekki nógu
vel byggð, í eiginlegri og óeiginlegri
merkingu. Ég gerði einu sinni stórt
bronsverk út frá þessu efni, sem
stórt fasteignafyrirtæki í New York
keypti og er með í höfuðstöðvunum.
Það fannst mér skemmtilegt því
verkið er á réttum stað.“
Eitt verk kviknar af öðru
Lítur Hulda á einhvern hátt á
verkin sín sem eina heild?
„Ja, sýningarnar tengjast yfirleitt
eitthvað. Ég lít aftur á móti sem fer-
ilinn sem eina heild. Eitt verk kvikn-
ar alltaf af öðru. Svo
hef ég einstaklega gaman af sam-
skiptum við fólk sem veit eitthvað
sem ég veit ekkert um. Til dæmis
finnst mér mjög gaman að tala við
sjómenn í Eyjum, þeir lifa einhverju
lífi sem ég þekki ekki og finnst vera
mjög dularfullt. Mér finnst gaman að
læra eitthvað nýtt, og oft um ómerki-
lega hluti. Ætli ég sé ekki bara svona
forvitin.“
Og það seytlar í verkin.
„Alveg tvímælalaust. Það þykkir
verkin, eins og sögurnar um Faxa-
sker sem ég heyrði.“
Yfirlitssýning ekki möguleg
Verk Huldu hafa dreifst víða gegn-
um árin. Þau eru í eigu einstaklinga,
safna, stofnana og fyrirtækja, hér
heima og erlendis. „Ég get því aldrei
haldið yfirlitssýningu,“ segir hún.
„Mörg lykilverka minna
eru erlendis.
Það er skemmtilegt en á tímabili
seldi ég mjög lítið hér heima og þá
fannst mér stundum dapurlegt að
vera að senda stór verk til útlanda,
kannski þrjú á ári. En vissulega hafa
einstaklingar líka keypt af mér hér
heima og mér þykir vænt um það.“
Það er mikil byggingarvinna og
verkfræði að baki mörgum verka
Huldu, skúlptúrum og lágmyndum.
„Mér finnst mjög gaman að vinna í
tré og búa til mót. Mér finnst gaman
að finna lausnir. Nú er ég til dæmis
með pöntun frá Bandaríkjunum á
verki með logandi ramma, eins og ég
gerði fyrir mörgum árum. Það var
hrikaleg vinna þá og ég hef í nokkra
mánuði velt fyrir mér hvernig ég eigi
að leysa þetta með einfaldari hætti.
En ég trúi því að undirmeðvitundin
sé að grufla í þessu fyrir mig, að
lausnin birtist ein góðan veðurdag á
þessum eldramma …
Mér finnst oft skemmtilegra að
móta og smíða verkin heldur en að
mála, þótt ég geri líka hreinræktuð
málverk. Mér finnst svo gaman að
fara inn í efni og ná tökum á því. Ég
vil horfa til barokktímans þegar allt
var svo djúpt skorið og farið vel ofan í
flötinn. Listamaðurinn á að ráða yfir
efninu en efnið ekki yfir honum, það
finnst mér mikilvægt.
Sjálf vinn ég á mjög klassískum
nótum, ég er ekkert annað en dæmi-
gerður málara-myndhöggvari.“
Og það eru sögur og ævintýri í
verkunum.
„Það hefur alltaf hrifið mig.
Þrennt mótaði mig mikið. Sem
krakki fór ég oft á Þjóðminjasafnið
að skoða gömlu útskornu altaristöfl-
urnar og það mótaði mig. Í nýlista-
deild MHÍ lærði ég ákveðið „Flúxus-
attitút“, að upphefja ekki listina, og
svo var það þegar ég vann á sínum
tíma í PS1-safninu í New York og sat
í mánuð yfir myndlistarsýningu frá
Mexíkó. Þar hreifst ég af litlum
helgimyndum sem sýndu kraftaverk
og ég lærði sýninguna hreinlega utan
að. Það held ég að hafi komið mér af
stað með lágmyndir með textum;
maður stekkur ekki bara fullskap-
aður fram.“
Morgunblaðið/Golli
Sögukona „Listamaðurinn á að ráða yfir efninu en efnið ekki yfir honum, það finnst mér mikilvægt,“ segir Hulda
Hákon. Hún er hér við verkin á sýningunni í Tveimur hröfnum listhúsi sem verður opnuð í dag.
„Stekkur ekki fullskapaður fram“
Hulda Hákon opnar sýningu í Tveimur hröfnum listhúsi í dag Þriðja einkasýningin á árinu
„Ég er ekkert annað en dæmigerður málara-myndhöggvari,“ segir Hulda um verklag sitt
Faxasker eftir Huldu Hákon.
86 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2016
JÓLAKAFFIÐ
ER KOMIÐ
Í VERSLANIR
Hacksaw Ridge
Sannsöguleg mynd um hermanninn
Desmond T. Doss (Andrew Gar-
field) sem talinn er hafa bjargað
a.m.k. 75 mannslífum í orrustunni
sem kennd er við Okinawa. Leik-
stjóri er Mel Gibson.
Metacritic: 69/100
The Accountant
Spennumynd sem fjallar um
Christian Wolff (Ben Affleck) sem
vinnur við að hvítþvo peninga
hættulegustu glæpasamtaka heims.
Leikstjóri er Gavin O’Connor.
Metacritic: 51/100
Sjöundi dvergurinn
Teiknimynd sem sækir sér inn-
blástur í ævintýri sem allir þekkja.
Einn dverganna sjö verður þess
valdandi að Rósa prinsessa stingur
sig á snældu og fellur í 100 ára dá-
svefn. Hann þarf því að bjarga mál-
um ásamt bræðrum sínum. Leik-
stjóri íslensku talsetningarinnar er
Rósa Guðný Þórsdóttir.
Metacritic: 20/100
Max Steel
Ævintýramynd sem sameinar vís-
indaskáldskap og ofurmennasögur.
Max McGrath (Ben Winchell) kemst
óvænt að því að hann býr yfir dular-
fullri orku og þegar hann hittir
fljúgandi vélmennið Steel áttar
hann sig á því að saman geti þeir
myndað hinn ósigrandi orkubolta
Max Steel. Leikstjóri er Stewart
Hendler.
Metacritic: 69/100
The Girl With All the Gifts
Hryllingsmynd um vísindakonu
(Glenn Close) og kennslukonu
(Gemma Arterton) sem búa í dy-
stópískri framtíð og reyna að lifa af
með hjálp lítillar sérstakrar stúlku,
Melanie (Sennia Nanua). Handritið
er eftir M.R. Carey sem byggði það
á samnefndri skáldsögu sem naut
mikilla vinsælda. Leikstjóri er
Colm McCarthy.
Metacritic: 73/100
Bíófrumsýningar
Hermenn, dvergar
og framtíðartryllir
Stríðshetja Andrew Garfield í hlut-
verki sínu sem Desmond T. Doss.