Morgunblaðið - 09.11.2016, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 09.11.2016, Qupperneq 4
Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Samkvæmt lögum um almannavarn- ir er það hlutverk almannavarna- nefnda að vinna að gerð hættumats og viðbragðsáætlana í samvinnu við ríkislögreglustjóra. Stjórn Slökkvi- liðsins á höfuðborgarsvæðinu (SHS) fjallaði nýverið um verkáætlun fyrir rýmingar á höfuðborgarsvæðinu og samþykkti ákveðinn verkferil í þeim efnum. Jón Viðar Matthíasson slökkviliðs- stjóri er jafnfram framkvæmdastjóri almannavarnanefndar höfuðborgar- svæðisins. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að á síðasta fundi stjórnar SHS, þann 28. október sl. hefði verkáætlun um rýmingu verið til umfjöllunar og hún samþykkt. „Framkvæmd áætlunar um rým- ingu er á ábyrgð okkar hjá almanna- varnanefnd höfuðborgarsvæðisins. Það sem við erum að ræða núna er viðbragðsáætlun þegar upp kemur sú staða að rýma þurfi ákveðin svæði í borginni, götur, hverfi o.s.frv. Ég nefni sem dæmi til hvaða aðgerða við þurftum að grípa þegar kviknaði í Hringrás. Þá fluttum við fjölda ein- staklinga í næsta nágrenni til Rauða krossins. Við höfum nokkrum sinn- um þurft að rýma götur og hús en höfum ekki verið með skriflega rým- ingaráætlun. Við erum bara að njörva þetta niður með skriflegri áætlun um verkferla, þegar og ef svona aðstæður koma upp. Segja má að við séum að setja niður á blað með skipulegum hætti það sem við höfum framkvæmt í gegnum árin,“ sagði Jón Viðar. Hvaða atvik eða vá sem er Fram kemur í minnisblaði um verkáætlun að hún nái ekki yfir til- teknar sviðsmyndir, eða ákveðna vá, heldur geti hún verið virkjuð vegna hvaða atviks eða vár sem er. Fyrirhugað sé að vinna rýmingar- kort líkt og gert hafi verið víða um heim; áætlað sé að vinna einfalda við- bragðsáætlun sem byggi á þremur mismunandi stöðum sem fólk sé flutt til komi til rýmingar. Staðirn- ir eru Laugardalshöll/aðrar fjölda- hjálparstöðvar, Smáralind/Egilshöll og Kórinn í Kópavogi. Upplýsingamiðlun þurfi að vera skýr og fyrir fram skilgreind og muni hún fylgja áætluninni. Með rýmingaráætlun fylgi upplýsinga- áætlun í myndformi sem lýsi aðferð- arfræði þess hvernig eigi að upplýsa þá sem þurfi að rýma. Áætlunin á að vera tilbúin til kynn- ingar í næsta mánuði og að því stefnt að hún verði lögð fyrir almanna- varnanefnd höfuðborgarsvæðisins í janúar 2017. Morgunblaðið/Júlíus Hringrás Þegar eldur kviknaði í dekkjum við Hringrás í Klettagörðum 2011 var virkjuð sérstök rýmingaráætlun hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.  Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins vinnur að rýmingaráætlun í samvinnu við stjórn Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu  Áætlunin á að vera tilbúin til kynningar í janúar á næsta ári Rýmingaráætlun í vinnslu hjá ASH 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2016 SVIÐSLJÓS Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Áform eru uppi um byggingu baðlóns og hótels á Efri-Reykjum í Bisk- upstungum, um miðja vegu á milli Laugarvatns og Úthlíðar. Hugmynd- irnar voru kynntar á fundi sveit- arstjórnar Bláskógabyggðar á dög- unum og samþykkt að gera ráð fyrir þeim í endurskoðun á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Samkvæmt fundargerð sveit- arstjórnar er fyrirhugað að byggja um tvö þúsund fermetra baðlón/laug í landi Efri-Reykja, rétt við Brúará, Reykjaveg og Laugarvatnsveg, ásamt þjónustubyggingu og 100 her- bergja hóteli, aðstöðuhúsi fyrir starfsmenn og möguleika á stækkun hótelsins. Þjónustubyggingin yrði 3.500-4.000 fermetrar, hótelið 5.500- 6.000 fermetrar og stækkunarmögu- leikar á 3.000-4.000 fermetrum. Að- stöðuhús fyrir starfsmenn yrði 400- 500 fermetrar að flatarmáli, ef af þeim framkvæmdum verður. Áhersla á umhverfismálin „Í ljósi umfangs og staðsetningar framkvæmdanna telur sveitarstjórn Bláskógabyggðar að huga þurfi sér- staklega vel að umhverfisáhrifum m.a. fráveitu. Skipulagsnefnd vísaði málinu til umræðu í sveitarstjórn. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi hugmyndir og samþykkir að gera ráð fyrir þessari uppbyggingu í endur- skoðuðu aðalskipulagi Bláskóga- byggðar. Sveitarstjórn leggur áherslu á að framkvæmdaaðilar hugi vel að umhverfisáhrifum m.a. fráveitu og fjarlægð frá Brúará,“ segir í fund- argerð sveitarstjórnar. Þróunarfélagið Reykir ehf. er með þessi áform. Forsvarsmenn félagsins mættu til fundar við sveitarstjórn og kynntu verkefnið; þeir Kristján B. Ólafsson rekstrarhagfræðingur, Rúnar Gunnarsson á Efri-Reykjum, Örn Jóhannsson, Orri Árnason, arki- tekt hjá Zeppelin, og Jóhannes Lofts- son, byggingarverkfræðingur hjá Verkís. Reynir Kristinsson hjá REK- ráðgjöf hefur unnið fyrir þróun- arfélagið. Hann segir hugmyndir um frekari nýtingu jarðhitans á Efri- Reykjum hafa verið uppi í mörg ár. Um sé að ræða eitt stærsta lág- hitasvæði landsins, með mikla nýting- armöguleika. Vatnið sem kemur upp úr jörðinni er um 140 gráðu heitt. Reynir segir hugmyndirnar á seinni árum hafa þróast út í baðlón og hótel, ásamt tilheyrandi þjónustu við ferðamenn. Svæðið sé við alfaraleið á Gullna hringnum svonefnda, mitt á milli Þingvalla og Geysis, og bjóði upp á gríðarleg tækifæri. Aðspurður segir Reynir að verk- efnið geti tekið einhver ár. Fyrst þurfi að huga að skipulagsmálum og fá samþykki sveitarfélagsins, en breyta þarf bæði aðal- og deiliskipu- lagi. Þörf á meiri afþreyingu Fjármögnun meðal innlendra fjár- festa er hafin, en að sögn Reynis er heildarfjárfesting verkefnisins áætl- uð 5-6 milljarðar króna. Starfsemin á Efri-Reykjum gæti skapað 70-100 störf. „Það er búið að huga mjög vel að fráveitumálum og öðrum umhverfis- málum. Þarna er góður aðgangur að heitu vatni og reiknað er með að það fari í hringrás. Við munum leggja mikla áherslu á það, í samráði við Bláskógabyggð, að huga vel að um- hverfisáhrifunum,“ segir Reynir. Hann telur að miðað við umferð á svæðinu, fjölda sumarhúsa og fjölgun ferðamanna á næstu árum sé gott pláss á markaðnum fyrir baðlón og hótel á þessum stað. Þörf sé á frekari afþreyingu við Gullna hringinn, þann- ig að öll umferðin beinist ekki ein- göngu til Geysis og Gullfoss. Að sögn Reynis verður verkefnið unnið í áföngum, fyrst byrjað á bað- lóninu og tilheyrandi aðstöðu og síðan ráðist í byggingu hótelsins. Lón og hótel fyrir milljarða  Þróunarfélagið Reykir ehf. áformar byggingu baðlóns og 100 herbergja hótels á Efri-Reykjum í Biskupstungum  Rétt við Gullna hringinn  Skapar 70-100 störf Heilsulind Ferðamenn munu geta slakað á í baðlóninu á Efri-Reykjum. Teikningar/Zeppelin arkitektar Efri-Reykir Svona gæti svæðið litið út á Efri-Reykjum þegar búið er að byggja hótel og baðlón, ásamt þjónustubygg- ingu og aðstöðuhúsi, og koma upp gróðri. Hér er horft upp Biskupstungur til norðurs, í átt að Geysi og Gullfossi. Hótel Fyrstu teikningar sýna hótelið lágreist og fellur það vel í landslagið. Framkvæmdum við nýja bolfisk- vinnslu HB Granda á Vopnafirði miðar ágætlega. Á vef HB Granda er haft eftir Bárði Jónassyni, tækni- stjóra félagsins á Vopnafirði, að bol- fiskvinnsla ætti að geta hafist í næsta mánuði gangi allt að óskum en framkvæmdum seinkaði aðeins vegna skorts á iðnaðarmönnum. „Það er þó komin góð mynd á þetta og við ættum að geta hafið hér bolfiskvinnslu í næsta mánuði að öllu forfallalausu. Boðað verkfall sjó- manna ræður það mestu og gæti sett strik í reikninginn komi það til fram- kvæmda,“ segir hann. Gert er ráð fyrir að 35-40 manns starfi í vinnsl- unni þegar vinna í uppsjávarfrysti- húsi HB Granda liggur niðri á Vopnafirði. Vinnsla hefst í desember Frestur ríkisins til að taka afstöðu til nýtingar forkaupsréttar á jörð- inni Felli við Jökulsárlón hefur ver- ið framlengdur til 10. janúar nk. Sýslumaðurinn á Suðurlandi tók ákvörðunina. Hinn 4. nóvember sl. tók sýslu- maður tilboði Fögrusala ehf. í Fell. Tilboðið hljóðar upp á 1,5 milljarða króna. Hluti landeigenda áskildi sér þó rétt til að bera ákvörðun sýslumanns undir dómstóla. Hafa einhverjir þeirra gert athugasemd- ir við málsmeðferðina og telja þeir að hægt sé að skipta jörðinni. Íslenska ríkið á forkaupsrétt og var gefinn frestur til 11. nóvember til að taka ákvörðun um nýtingu hans. Í svari fjármálaráðuneytisins við fyrirspurn mbl.is kemur fram að, líkt og áður segir, frestur ríkisins hafi verið framlengdur til 10. jan- úar 2017. Forkaups- réttur fram- lengdur  Sýslumaður gefur ríkinu lengri frest Morgunblaðið/Ómar Jökulsárlón Ríkið getur nýtt for- kaupsrétt á Jökulsárlónsjörðinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.