Morgunblaðið - 09.11.2016, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2016
Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.isFuruvöllum 3 • Akureyri • 461 2288
Alhliða þjónusta fyrir vökvadælur
og vökvamótora
Sala - varahlutir - viðgerðir
Kjararáð felldi úrskurð á kjör-dag um laun þingmanna og
slíkra. Hefðbundin reiði blossaði
upp. Þingmaður Pírata heimtaði
að hækkunin yrði afnumin og laun-
in látin fylgja vísitölu almennra
launa. En Vef-þjóðviljinn bendir á:
Ef Jóni Þór verð-ur að þeirri
ósk sinni að fyrri
ákvarðanir Kjara-
ráðs verði felldar
úr gildi og þing-
fararkaup látið
fylgja almennri
launaþróun frá
árinu 2006 má vera
ljóst að þeir sem setið hafa á þingi
undanfarinn áratug eiga von á um
10 milljónum króna í eingreiðslu
til að bæta þeim upp að hafa dreg-
ist svo aftur úr hinni almennu þró-
un kjaramála á vinnumarkaði sem
lög um kjararáð mæla fyrir um að
þeir eigi að fylgja.
Því má hins vegar fagna í þessusamhengi að Jón Þór Ólafsson
alþingismaður skuli hafi mótað sér
ákveðna afstöðu þessa máls. Hann
náði nefnilega þeim einstæða ár-
angri á síðasta þingi að sitja hjá í
75% þeirra atkvæðagreiðslna þar
sem hann var á annað borð mættur
í þingsal. Alls sat Jón Þór hjá 1.224
sinnum en tók afstöðu í 391 skipti
á þeim rúmu tveimur árum sem
hann sat á þingi.
Ef þingfararkaupi hans á síð-asta kjörtímabili er skipt nið-
ur á þessa iðju þá fékk hann um 5
milljónir króna fyrir að kynna sér
málin og taka afstöðu en 15 millj-
ónir króna fyrir að mæna út í loft-
ið.
Það fer því kannski bara best áþví eins og hér hefur áður
verið nefnt að þingmenn fái engin
laun fyrir störf sín og þingið komi
saman í tvo mánuði á tveggja ára
fresti.
Jón Þór Ólafsson
Á að hækka meira?
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 8.11., kl. 18.00
Reykjavík 4 skúrir
Bolungarvík 4 súld
Akureyri 6 léttskýjað
Nuuk -4 léttskýjað
Þórshöfn 6 rigning
Ósló 14 heiðskírt
Kaupmannahöfn -2 skýjað
Stokkhólmur -3 snjókoma
Helsinki -6 snjókoma
Lúxemborg 4 léttskýjað
Brussel 5 léttskýjað
Dublin 8 rigning
Glasgow 4 rigning
London 5 heiðskírt
París 6 rigning
Amsterdam 4 skúrir
Hamborg 0 snjókoma
Berlín 4 rigning
Vín 4 rigning
Moskva 1 snjókoma
Algarve 19 heiðskírt
Madríd 11 léttskýjað
Barcelona 15 léttskýjað
Mallorca 15 léttskýjað
Róm 12 rigning
Aþena 23 léttskýjað
Winnipeg 3 léttskýjað
Montreal 7 léttskýjað
New York 12 rigning
Chicago 13 rigning
Orlando 26 þoka
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
9. nóvember Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 9:39 16:45
ÍSAFJÖRÐUR 10:01 16:34
SIGLUFJÖRÐUR 9:44 16:16
DJÚPIVOGUR 9:13 16:11
Reykjavíkurborg
mun fjárfesta fyr-
ir rúmlega 14
milljarða króna á
næsta ári skv.
frumvarpi að
fjárhagsáætlun
borgarinnar fyrir
2017.
Í fréttatilkynn-
ingu frá Reykja-
víkurborg kemur
fram að borgin muni leggja fimm og
hálfan milljarð króna í ýmsar gatna-
framkvæmdir á árinu. Þar af verður
1,8 milljörðum króna varið til gatna-
framkvæmda í nýjum hverfum borg-
arinnar eins og Hlíðarenda, Kirkju-
sandi, Vesturbugt og Úlfarsárdal.
Þá verða lagðar 1.750 milljónir
króna í nýjan skóla og menningar-
hús í Úlfarsárdal sem er stærsta ein-
staka fjárfestingaverkefnið.
Alls fjárfestir borgin í nýbygg-
ingum fyrir 6,2 milljarða króna sam-
kvæmt frumvarpi að fjárhagsáætl-
uninni.
Þá verður 770 milljónum króna
varið til þess að klára útilaug Sund-
hallar Reykjavíkur og 300 milljónum
til að gera frjálsíþróttavöll hjá ÍR.
Milljarðar í
gatnafram-
kvæmdir
Fjárfesta á fyrir 14
milljarða árið 2017
Götur Ráðist verð-
ur í framkvæmdir.
Viðhörfskönnun leiðir í ljós að meiri-
hluti aðspurðra, eða 59%, vill að
flugstarfsemi verði áfram í Vatns-
mýrinni í Reykjavík. 27% vildu flytja
starfsemina annað en 14% voru hlut-
laus.
Fyrirtækið Landráð sf. fram-
kvæmdi þessa könnun fyrir Vega-
gerðina síðasta vetur og var hún
kynnt á rannsóknarráðstefnu Vega-
gerðarinnar í Hörpu nýverið. Um
var að ræða netkönnun sem MMR
framkvæmdi og svöruðu um 950
manns stöðluðum spurningalista.
Aðeins hefur dregið úr stuðningi
við flugvöllinn en í sambærilegri
könnun sem gerð var árið 2014 vildu
62% hafa hann áfram í Vatnsmýri.
Yfirgnæfandi stuðningur var við
flugvöllinn á landsbyggðinni, eða
88%. Stuðningur á höfuðborgar-
svæðinu við að flugvöllurinn verði
áfram á sínum stað var 47%. Ef ein-
göngu er litið á afstöðu íbúa ná-
grannasveitarfélaga Reykjavíkur
vilja 55% ekki flytja flugvöllinn úr
Vatnsmýrinni. Minnstur var stuðn-
ingur við flugvöllinn meðal íbúa í
Reykjavík vestan Kringlumýr-
arbrautar, eða 38%. Það er athygl-
isvert því samkvæmt könnuninni
áttu einmitt flestir farþegar í innan-
landsflugi erindi þangað, eða 43%.
Þegar síðasta könnun var fram-
kvæmd áttu 37% farþega í innan-
landsflugi erindi í Miðbæinn.
Því er um fjölgun að ræða frá fyrri
könnun. sisi@mbl.is
Vilja flugvöllinn áfram í Vatnsmýri
Stuðningur á landsbyggðinni er 88% Stuðningur á höfuðborgarsvæði 47%
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Vatnsmýri Vilja flugvöllinn áfram.