Morgunblaðið - 09.11.2016, Page 12

Morgunblaðið - 09.11.2016, Page 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2016 Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Formaður HSÍ Einar Þorvarðarson með kvenna- og karlabolta í hönd. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is N okkur umræða hefur skapast undanfarið vegna misræmis á milli þess sem dóm- arar í körfuknattleik og knattspyrnu fá greitt fyrir störf sín eftir því hvort þeir eru að dæma hjá körlum eða konum. Öðruvísi er því farið hjá Hand- knattleikssambandi Íslands (HSÍ) þar sem tekin var ákvörðun um það fyrir um áratug að greiða dómurum jafnt hvort sem dæmt var í karla- eða kvennaflokki. Um- hverfið í handknattleik er svipað því sem er í körfubolta þar sem félögin sjá um greiðslur til dóm- ara en Knattspyrnusamband Ís- lands (KSÍ) sér um greiðslur til handa dómurum. Allt í jafnréttisátt Einar Þorvarðarson, fram- kvæmdastjóri HSÍ, segir það ekk- ert launungarmál að auðveldara sé að afla tekna í handknattleik karla. Hins vegar hafi ákvörðun um að greiða dómurum það sama hvort kynið sem um hafi verið að ræða í leik hafi verið jafnrétt- isákvörðun sem sambandið sé stolt af. Það snúi þó ekki eingöngu að dómgæslunni. „Við breyttum öllu okkar umhverfi í jafnréttisátt fyr- ir um tíu árum. Við jöfnuðum líka árangurstengdar greiðslur til fé- laganna þannig að það sama er greitt fyrir Íslands-, bikar- og deildarmeistaratitla. Þá greiðum við landsliðunum dagpeninga og þær greiðslur voru jafnaðar á þeim tíma líka,“ segir Einar. Jafnréttisákvörðun sem við erum stolt af Ólíkt því sem er í tveimur öðrum stærstu boltaíþróttunum var tekin ákvörðun hjá HSÍ um það að greiða dómurum sömu laun fyrir vinnu sína við dómgæslu á handboltaleikjum karla og kvenna. Einar Þorvarðarson, formaður HSÍ, segir að ákvörðunin hafi verið tekin fyrir um áratug. Hann segir að tekjuöflun í kringum karlalandsleiki sé notuð til að halda uppi kvennahluta rekstursins. Ólíkt mörgum öðrum vefsíðum sem reyna að koma upplýsingum á framfæri á sem knappastan máta er hægt að nálgast mikið magn fróðlegra greina og myndbanda á vefsíðunni allday.com. Á vefsíðunni vinna sjö blaðamenn og ritstjórar sem að eigin sögn setja sér það markmið að framreiða fróðlegt efni á innihaldsríkan og frumlegan máta. Óhætt er að segja að nokkuð vel hafi tekist til og hefur vefsíðan m.a. ítrekað verið nefnd meðal þeirra bestu á árinu 2016. Fróðleiknum er skipt í sjö flokka, sagnfræði, ferðalög, vísindi, mat- argerð, heimsmálin, menning og skemmtiefni. Bæði er reynt að höfða til þeirra sem hafa áhuga á léttmeti sem og þeirra sem vilja fræðast nánar um tiltekin málefni, bæði úr samtíð og fortíð. Vefsíðan www.allday.com Allday Vefsíðan er með um 20 milljónir fylgjenda á twitter og svipað á Face- book. Hefur hún verið valin meðal bestu vefsíðna heims af ýmsum skríbentum. Skemmtilegur fróðleikur Rithöfundurinn og sagnamaðurinn Einar Kárason mun segja hetjusögur í Sagnakaffi sem fram fer í Menn- ingarhúsi Gerðubergi. Í tilkynningu segir að Einar sé þrælskemmtilegur og líflegur sagnamaður. Gestir kvöldsins fá einnig að koma fram og spreyta sig undir stjórn Ólafar Sverrisdóttur leikkonu sem staðið hefur fyrir námskeiðum í sagna- mennsku hjá Borgarbókasafninu. Sagnakaffið fer fram í kaffihúsinu í Gerðubergi og geta gestir fengið sér kaffi og með því á meðan á dag- skrá stendur. Gestir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Húsið verður opnað klukkan 20 og er aðgangur ókeypis. Gestir fá að spreyta sig í sagnamennsku Hetjusögur Einars Kárasonar í Menningarhúsi Gerðubergi Morgunblaðið/Ómar Sagnamaður Einar Kárason segir hetjusögur í Gerðubergi í kvöld. Í kvöld fer fram námskeið Birnu G. Ásbjörnsdóttur næringarlæknisfræð- ings þar sem hún fjallar um hvernig fæðið sem við veljum okkur getur stuðlað að bólgum í líkama. Í tilkynn- ingu segir að farið verði yfir hvernig hægt er að nota fæðið til að draga úr bólgum og koma í veg fyrir langvinna sjúkdóma og hvernig meltingarveg- urinn spilar stórt hlutverk í þessu samhengi. Rannsóknir sýna fram á samhengi neyslu ákveðinna fæðuteg- unda og auknum líkum á bólgum. Rannsóknir sýna einnig fram á að marga af þeim langvinnu sjúkdómum sem eru að hrjá okkur í dag má tengja við langvinnar bólgur. Lífsstíll okkar ræður því miklu um hvort við þróum með okkur bólgur og lang- vinna sjúkdóma. Síðastliðna tvo ára- tugi hefur Birna unnið við ein- staklingsráðgjöf hérlendis og erlendis ásamt því að veita reglulega fræðslu fyrir fagfólk og almenning. Birna hefur einnig ritað fjölda fræði- greina og verið pistlahöfundur hjá RÚV. Birna heldur úti heimasíðunni jorth.is. Námskeiðið stendur frá kl. 19-23 og er á Gló í Fákafeni 11. Nám- skeiðið kostar 6.900 krónur. Birna G. Ásbjörnsdóttir heldur fyrirlestur á Gló Námskeið um næringu, bólgur og langvinna sjúkdóma Næring Birna G. Ásbjörnsdóttir heldur fyrirlestur um mikilvægi næringar fyrir meltingarveginn á Gló í Fákafeni í kvöld. Verð á fyrirlesturinn er 6.900. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.