Morgunblaðið - 09.11.2016, Side 13
Spurður hvað honum finnist
um fyrirkomulagið í körfuknatt-
leik og knattspyrnu, þá hefur Ein-
ar á því skilning. „Það verður að
segjast eins og er að sala í kring-
um kvennalandsliðið er minni en
við náðum að tengja þetta saman
og stórir samstarfsaðilar eins og
t.d. Arion banki komu að því að
þetta var allt samræmt. Þetta
tókst vel en aðgöngumiða- og aug-
lýsingasala á kvennalandsleiki er
miklu minni og ekki hægt að líkja
því saman. Það er ljóst að hluti
tekna karlalandsliðsins fer yfir til
kvennalandsliðsins. Í þessu sam-
hengi má líka benda á árangur.
Karlarnir hafa verið á 19 stórmót-
um síðan árið 2000 meðan kvenna-
landsliðið hefur komist inn á þrjú
stórmót á sama tímabili og hefur
það áhrif á tekjuöflun. Í dag erum
við að horfa til lengri tíma og er-
um m.a. að samræma enn betur
afreksumhverfi okkar þannig að
landsliðsþjálfarar karla og kvenna
vinna mikið saman og eru með
sömu stefnu. Við höfum náð frá-
bærum árangri hjá körlunum og
vonumst eftir að okkur takist að
gera það sama hjá konunum og þá
eru spennandi tímar framundan í
handboltanum,“ segir Einar.
Aðspurður hvort eitthvað
meira sé hægt að gera í átt að
jafnrétti innan handboltahreyfing-
arinnar segir Einar að erfitt sé að
svara því. „Auðvitað skiptir máli
að kvennahandboltinn sé inni á
stórmótum í framtíðinni. Það
myndi auðvelda okkur mikið
reksturinn í kringum kvenna-
landsliðið en við erum ánægðir
með að hafa samræmt þessi mál
fyrir svona löngu,“ segir Einar.
Finnst þér réttlætanlegt hjá
körfuknattleiks- og knattspyrnu-
sambandinu að greiða dómurum
ólíkt eftir því hvaða kyn keppir?
„Ég ætla ekki að svara því. Það
sem ég get sagt er að þetta er
jafnréttisákvörðun sem við tókum
hjá HSÍ fyrir rúmum 10 árum og
til að mynda er kvennahandbolti á
mjög háu stigi í Skandinavíu og í
sumum tilvikum fá leikmenn betur
borgað hjá kvennaliðum en karla-
liðum. Norska kvennalandsliðið
hefur t.a.m. dregið vagninn í Nor-
egi og þar hefur verið mjög haldið
á öllu því sem snýr að jafnrétti,“
segir Einar.
Greiða þarf jafnt óháð kyni
Hann segir þó ljóst að ef
menn ætli í jafnréttisátt þá þurfi
að greiða dómurum það sama
hvort sem um sé að ræða karla-
eða kvennaleik. Þannig megi
tryggja að bestu dómarapörin
dæmi hjá báðum kynjum.
Morgunblaðið/Eggert
Í varnarvegg Leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í varnarvegg í leik gegn Svartfjallalandi.
Tekin var ákvörðun um það hjá HSÍ fyrir um áratug að jafna greiðslur landsliðanna.
Morgunblaðið/Eggert
Ísland Leikmenn karlalandsliðsins þakka fyrir stuðninginn eftir leik við Portúgal í Laugardals-
höll. Landsliðið hefur tekið þátt í 19 stórmótum frá árinu 2000 en kvennaliðið þrívegis.
Við breyttum öllu okkar
umhverfi í jafnréttisátt
fyrir um tíu árum. Við
jöfnuðum líka árangurs-
tengdar greiðslur til fé-
laganna.
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2016
Nokkur umræða skapaðist eftir að í ljós kom að tals-
verður munur var á því hvað dómarar fengu greitt fyrir
að dæma karla- og kvennaleiki í körfuknattleik í meist-
araflokki. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, sagði ný-
lega að til stæði að jafna greiðslur til dómara. Svipaðar
aðstæður eru uppi hjá KSÍ þar sem meira er greitt fyrir
karla- en kvennaleiki. Ekkert bendir til þess að því verði
breytt.
„Körfuknattleiksumhverfið er mjög líkt því sem gerist
í handbolta. Knattspyrnan er hins vegar á allt öðru stigi
hvað rekstrartekjur varðar,“ segir Einar.
UMRÆÐA UM JAFNRÉTTI
Hannes S.
Jónsson
Mun breytast í körfunni
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
Hverfakosning 2016 er hafin á vefnum kosning.reykjavik.is.
Þar getur þú valið milli allskyns hugmynda að endurbótum fyrir þitt hverfi sem fram komu
í hugmyndasöfnun borgarbúa í vor. Veldu þínar uppáhaldshugmyndir fyrir 17. nóvember.
Hvað kýst þú
fyrir hverfið þitt?
Hverfiðmitt
Kosning 2016