Morgunblaðið - 09.11.2016, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.11.2016, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2016 E-60 Stólar Klassísk hönnun frá 1960 Hægt að velja um lit og áferð að eigin vali Verð frá kr. 28.400 Íslensk hönnun og framleiðsla Lífstíðarábyrgðá grind og tréverki Gylfaflöt 16-18 •112 Reykjavík • Sími 553 5200 • solo.is ÍSLENSKA KÍSILSTEINEFNIÐ FRÁ GEOSILICA INNIHELDUR HREINAN JARÐHITAKÍSIL *Rannsóknir hafa sýnt fram á þessi áhrif, kísilvatnið er fæðubótarefni og kemur ekki í staðinn fyrir lyf. Nánari upplýsingar má finna á www.geosilica.is GeoSilica kísilvatnið fæst í Heilsuhúsinu, öllum helstu apótekum og í Hagkaup Kringlunni, Hagkaup Smáralind og Hagkaup Garðabæ. ANNA GUÐMUNDSDÓTTIR „Ég mjaðmargrindarbrotnaði illa fyrir tíu mánuðum, ég hef verið að taka kísilinn ykkar núna í u.þ.b. 8 mánuði og eftir tveggja til þriggja mánaða inntöku varð ég strax vör við mikinn mun. Í dag finn ég varla fyrir því að hafa brotnað.“ • Styrkir bandvefinn* • Stuðlar að þéttleika í beinum* • Styrkir hár og neglur* • Stuðlar að betri myndun kollagens fyrir sléttari og fallegri húð* Ólafur Fáfnir Sigurgeirsson olafur@mbl.is Viðskiptaráð Íslands hefur birt út- tekt á heimasíðu sinni á þeim frum- vörpum sem fráfarandi ríkisstjórn lagði fram og urðu að lögum. Þetta er gert til að meta efnahags- leg áhrif þeirra. Að mati ráðsins þá höfðu laga- breytingar ríkis- tjórnarinnar í heild jákvæð áhrif á efnahagslífið. Jákvæðustu áhrifin höfðu frumvörp um losun hafta en nei- kvæðustu áhrifin höfðu frumvörp um húsnæðismál. „Vandinn við núverandi stuðning stjórnvalda á húsnæðismarkaði er að hann ýtir undir aukna eftirspurn á markaðnum,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur Viðskipta- ráðs Íslands, í samtali við Morgun- blaðið. Stuðningskerfi séu afmörkuð „Stuðningskerfin eru almenn og ná til breiðs hóps sem leiðir til hækk- unar á íbúðaverði. Þannig grafa stjórnvöld undan eigin markmiðum með kerfunum,“ segir Björn. Viðskiptaráð hefur kallað eftir því að þessi stuðningskerfi séu betur af- mörkuð. „Þau nái til þeirra hópa sem sannarlega þurfi á þeim að halda og hafi því bæði minni áhrif til verð- hækkana og skili sér betur til þess- ara hópa,“ segir Björn. Að hans mati fóru stjórnvöld öfuga leið í þessum málum, eins og með hækkun húsnæðisbóta, nýju stuðn- ingskerfi við kaup á fyrstu fasteign og svo með almennri niðurgreiðslu á fasteignalánum með hinni svokölluðu leiðréttingu. Losun hafta hafði jákvæð áhrif „Við teljum erfitt að leggja nógu mikla áherslu á það hversu miklum árangri ríkisstjórnin náði í haftamál- unum,“ segir Björn. „Þau hjuggu á risastórann hnút sem voru slitabúin, með mjög vel heppnuðum aðgerðum. Það sést meðal annars í hækkandi lánshæfismati ríkissjóðs. Þau juku einnig fjárfestingarheimildir lífeyris- sjóða sem geta nú fjárfest erlendis.“ Ekki síður mikilvægt skref var að losa um höft á einstaklinga og fyr- irtæki, að mati Björns. „Íslensk fyr- irtæki geta því byggt upp alþjóðleg- an rekstur eins og eðlilegt er. Hagvöxtur á Íslandi og bætt lífskjör munu velta á því hve mikið af alþjóð- lega samkeppnishæfum fyrirtækjum koma til með að starfa hér á Íslandi.“ Björn telur að í skattamálum hafi fjármálaráðherra lyft grettistaki þegar kemur að neyslusköttum. Vörugjöld voru afnumin af 630 vöru- tegundum, tollar afnumdir af öllu nema matvælum og virðisaukaskatt- sþrepin voru færð nær hvort öðru. „Þetta hefur leitt til verulegra verð- lækkana í fjölmörgum vöruflokkum og var mikið framfaraskref fyrir neytendur og verslun á Íslandi,“ seg- ir Björn að lokum. Telja aðgerðir leiða til hærra húsnæðisverðs  Stuðningur olli aukinni eftirspurn að mati Viðskiptaráðs Morgunblaðið/Eggert Ríkisstjórnin Lagabreytingar voru í heild jákvæðar að mati VÍ. Mismunandi áhrif frumvarpa » Viðskiptaráð gefur frum- vörpum einkunn á bilinu -10 til +10 eftir umfangi efnahags- legra áhrifa. » 43 lagafrumvörp höfðu já- kvæð efnahagsleg áhrif. » 29 lagafrumvörp höfðu nei- kvæð efnahagsleg áhrif. » Flest frumvörpin sem höfðu jákvæð áhrif komu frá fjár- mála- og efnahagsráðuneytinu. Björn Brynjúlfur Björnsson Hagnaður Eikar fasteignafélags nam 963 milljónum króna á þriðja ársfjórðungi, en hann var 1.541 millj- ón króna á sama fjórðungi í fyrra. Munar þar mestu að matsbreyting fjárfestingareignar var mun minni í ár en í fyrra, en hún nam 607 millj- ónum króna í ár í samanburði við 1.667 milljónir á þriðja fjórðungi 2015. Rekstrarhagnaður Eikar fyrir matsbreytingu og afskriftir nam hins vegar 1.299 milljónum króna á þriðja ársfjórðungi en var 1.096 milljónir á sama fjórðungi í fyrra. Rekstrar- tekjur námu 1.822 og jukust um 336 milljónir króna á milli ára. Hagnaður Eikar á fyrstu níu mán- uðum ársins nam 2,4 milljörðum króna en hann var 3,1 milljarður yfir sama tímabil í fyrra. Rekstrartekjur námu 5,0 milljörðum króna og jukust um 14% á milli ára. Þar af voru leigu- tekjur 4,2 milljarðar króna og tekjur vegna hótelrekstrar liðlega 0,5 millj- arðar. Rekstrarhagnaður fyrir mats- breytingu og afskriftir nam 3,4 millj- örðum króna frá janúar til septem- ber í ár en hann var tæplega 3,1 milljarður yfir sama tímabil í fyrra. Matsbreytingar námu hins vegar 1,7 milljörðum í samanburði við 3,1 millj- arð í fyrra. Rekstrarhagnaður fyrir mats- breytingu, afskriftir og einskiptisliði sem hlutfall af leigutekjum – svokall- að NOI hlutfall – nam 76,3% á fyrstu níu mánuðum ársins, en það var 76,6% á sama tímabili í fyrra. Heildareignir Eikar námu 78,6 milljörðum króna í lok september, þar af námu fjárfestingareignir 70,8 milljörðum og eignir til eigin nota 3,7 milljörðum. Hótel 1919 er fært sem eigin eign þar sem í fasteigninni er annar rekstur en útleiga fasteigna. Eigið fé félagsins nam 25,1 milljarði króna í lok september og var eigin- fjárhlutfall 31,9%. Hagnaður Eikar 963 millj- ónir á þriðja ársfjórðungi  Rekstrarhagnaður eykst en dregur úr matsbreytingum Morgunblaðið/Jim Smart 1919 Tekjur Eikar af hótelrekstri náum 513 milljónum fyrstu 9 mánuðina. ● Gamma hóf í gær starfsemi á nýjum sérhæfðum alþjóðlegum fjár- festingarsjóði, Gamma Global Invest, en hann hefur fengið stað- festingu frá Fjár- málaeftirlitinu. Sjóðurinn er op- inn almennum fjár- festum og stofnanafjárfestum og er haft eftir Gísla Haukssyni, forstjóri Gamma, í tilkynningu að undirbúningur að starf- semi sjóðsins hafi staðið yfir í tvö ár. Sjóðurinn verður skráður í evrum og hefur heimild til fjárfestinga erlendis í samræmi við ný lög um afnám gjald- eyrishafta. Samkvæmt þeim hafa fjár- festar 30 milljóna króna fjárfestingar- heimild í erlendum eignum og hækkar sú fjárhæð í 100 milljónir króna um áramót. Fjárfest verður í erlendum verðbréfa- sjóðum og sérhæfðum sjóðum, þar sem undirliggjandi eignir geta meðal annars verið hlutabréf, skuldabréf, fasteignir og sérhæfðar fjárfestingar. Auk þess hefur sjóðurinn heimild til beinna fjárfestinga, m.a. í erlendum hlutabréfum og skulda- bréfum. Gamma setur á flot nýjan alþjóðlegan sjóð Gísli Hauksson ● Farþegum með Wow air fjölgaði um nær 140% í október síðast- liðnum frá sama mánuði í fyrra. Alls flutti félagið 175.222 farþega til og frá landinu í síð- asta mánuði og var sætanýting 86%. Hélst hún svipuð á milli ára, þrátt fyrir 151% meira sæta- framboð. Framboðnum sætakílómetrum til og frá Norður-Ameríku fjölgaði um354% á milli ára, en Wow air mun fljúga sitt fyrsta flug til New York hinn 23. nóv- ember næstkomandi. Flug Mikill vöxtur er hjá Wow air. Mikil fjölgun farþega í október hjá Wow air STUTT 9. nóvember 2016 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 110.85 111.37 111.11 Sterlingspund 137.58 138.24 137.91 Kanadadalur 82.9 83.38 83.14 Dönsk króna 16.447 16.543 16.495 Norsk króna 13.472 13.552 13.512 Sænsk króna 12.34 12.412 12.376 Svissn. franki 113.5 114.14 113.82 Japanskt jen 1.0597 1.0659 1.0628 SDR 152.9 153.82 153.36 Evra 122.41 123.09 122.75 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 152.6518 Hrávöruverð Gull 1284.0 ($/únsa) Ál 1716.0 ($/tonn) LME Hráolía 45.7 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.