Morgunblaðið - 09.11.2016, Page 26
26 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2016
Fréttablaðið birti
frétt á dögunum und-
ir fyrirsöginni
„Tveggja ára gæsa-
skytta fékk fjórar í
fyrstu ferð“. Í grein-
inni er m.a. komist á
eftirfarandi hátt að
orði: Stúlkan (tveggja
ára barn) sat róleg og
lék sér með boltann
sinn, þegar gæsahóp-
urinn flaug yfir og náðu foreldr-
arnir fjórum fuglum. „Veiðar eru
frábært fjölskyldusport og fannst
henni (barninu) ótrúlega gaman,“
sagði Karen (móðirin)“. Marvin
(faðirinn) tjáði sig um þetta í grein-
inni m.a. með þessu orðalagi „…
þetta er líka krúttlegt fjöl-
skyldusport“.
Undirrituðum, sem hefur lengi
fylgst með dýrum og kynnt sér þau,
er mjög annt um þau öll og ber
mikla virðingu fyrir þeim, blöskrar
þetta framferði foreldranna – þess-
ar uppeldisaðferðir – og framsetn-
ing fréttamanns á þessu framferði.
Gæsirnar eru miklar fjölskyldu-
og samfélagsverur, sem para sig
varfærnislega strax á fyrsta vetri
ævi sinnar, en bíða átekta saman í
eitt til tvö sumur áður en þær eign-
ast unga saman. Gæsaparið er síð-
an hvort öðru trútt og lifir saman
sem „hjón“ alla ævi. Sem getur ver-
ið 16-18 ár. Gæsahjónin eru hvort
öðru náin og er elska þeirra mikil.
Ungarnir eru teknir inn í þennan
nána fjölskylduhóp framan af.
Gæsafjölskyldur mynda síðan með
sér sambönd og lifa og ferðast um
sín verusvæði saman. Skipulegt
oddaflug þeirra er þekkt. Villigæsin
er næm og háþróuð félagsvera.
Það hefði verið nær að foreldr-
arnir, Karen og Marvin, hefðu
reynt að upplýsa tveggja ára dóttur
sína um hinn heillandi heim gæs-
anna og margra annarra dýra og
kenna henni að virða og elska dýrin
í stað þess að kenna henni að
murka lífið úr þessum
fallegu og merkilegu,
en varnarlausu og sak-
lausu verum, og það að
gamni sínu. Spyrja má
líka, hvort hjónin hafi
skotið fuglana fjóra
með haglabyssu, en ef
svo er, er líklegt að
margar aðrar gæsir
hafi særst, tærst upp
og dáið hörmung-
ardauða síðar.
Fyrr á tímum urðu
Íslendingar að veiða sér til matar
til að komast af í harðbýlu landi.
Aðrar þjóðir voru margar hverjar í
sömu sporum. Við þessu var ekkert
að segja. Þetta var hluti af lífsbar-
áttu manna. Nú til dags eru hins
vegar fáir eða engir hér háðir slík-
um veiðum með sína lífsafkomu.
Þeir sem hafa gleði og fá frið-
þægingu af að elta, særa, níða niður
og drepa saklausar og varnarlausar
skepnur og splundra fjölskyldum
þeirra og samfélagi, vilja nú kalla
þetta sport. Slíkt er í mínum huga
mikið rangnefni. Fyrir mér væri
rétta nafngiftin hér dýraníð.
Dýr til lands og sjávar, lítil og
stór, grös og plöntur, gróður og tré,
loft og vatn – náttúran í öllum sín-
um skrúða og fjölbreytileika – eru
ein aðalgjöf og gæði þessa heims,
sem menn verða að læra að virða,
elska, hlú að og vernda.
Það er nóg komið af misnotkun,
spillingu, útrýmingu og eyðilegg-
ingu sköpunarverksins.
Furðulegar
uppeldisaðferðir
og fréttaflutningur
Eftir Óla Anton
Bieltvedt
Ole Anton Bieltvedt
»Nær hefði verið að
foreldrarnir hefðu
kennt tveggja ára dótt-
ur sinni að virða og
elska dýrin í stað þess
að kenna henni að
murka lífið úr þeim.
Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslu-
maður og stjórnmálarýnir.
Fæstir hefðu trúað
að þetta væri hægt, en
henni tókst það þó!
Þrír mánuðir nægðu
Oddnýju formanni
með sérstakri hern-
aðaráætlun til að
skera þrefalt niður
þingmannatöluna!
Í töflu um hrap
flokksins í Reykjavík-
urkjördæmum í
Fréttablaðinu 31. október kemur
fram, að 2009 fekk hann samanlagt
23.235 atkvæði í þeim báðum, en féll
niður í 10.001 atkvæði árið 2013 eftir
sín Icesave-, ESB-, skjaldborgar-,
árnapáls- og stjórnlagaráðs-
ævintýri, en datt síðan ofan í 3.766
atkvæði sl. laugardag, og fauk þar
hausinn jafnvel af sjálfum
Evrópusambands-taglhnýtingnum
bráðfyndna, en oft illa tímasetta
Össuri Skarphéðinssyni. Er hann nú
kominn í ónáð í Brussel – eða þann-
ig.
Fréttin af þessari „fylgisþróun frá
2009“ nefnist að yfirskrift: Oddný
ætlar ekki að segja af sér for-
mennsku. En „yesterdays news“ –
þið vitið – það er oft lítil ending í
þeim!
Samfylkingin hefur
misst tengslin við upp-
haflega undirstöðu Al-
þýðuflokksins gamla:
verkalýðshreyfinguna,
vanrækt kjaramál al-
mennings og orðið æ
meira á valdi femínism-
ans. Einnig hefur hún
lagt sig mikið eftir að
ná stuðningi
minnihlutahópa, m.a.
múslima og andstæð-
inga Ísraels, en svo var
hún jafnvel svipt einkarétti á ýmsum
sínum heitu réttlætismálum á þeim
sviðum, sbr. hvernig síðasti lands-
fundur Sjálfstæðisflokksins tók af
skarið um, að hann myndi sækja enn
frekar fram í „hinseginmálum“ og
jafnvel í því kappsmáli fem-
ínistakrata að herja á lífsrétt
ófæddra barna!
Eftir situr svo Samfylkingin með
sárt ennið og reynir að ráða gátuna,
fyrir hvað henni var refsað.
Ótrúlegur árangur
Samfylkingar
Eftir Jón Val
Jensson
Jón Valur Jensson
» Samfylkingin hefur
misst tengslin við ís-
lenzka undirstöðu sína.
Höfundur er guðfræðingur
og fæst við skrif.
Undanfarnar vikur
hef ég fylgst með
nokkurri eftirvænt-
ingu með aðdraganda
kosninga, allt frá því
að tilkynnt var í her-
búðum ríkisstjórnar
að sitjandi stjórn færi
frá völdum og myndi
boða til kosninga.
Það er ætíð spenn-
andi að fylgjast með
framvindu stjórnmála okkar Ís-
lendinga, enda má segja að við
séum jafn mörg lénsríki og íbúar
landsins eru margir. Hver hefur
sína vel ígrunduðu skoðun og um-
ræður eru oft bæði heitar og lit-
skrúðugar.
Sérstaklega hafa stjórnmál okk-
ar verið áhugaverð síðustu átta
árin, eða allt frá því að hrunið
æddi af stað haustið 2008, með öll-
um þeim afleiðingum, atburðum,
og flokkadráttum – og fangels-
isdómum – sem fylgt hafa í kjöl-
farið.
Mörg smáframboð hafa komið
fram. Sum lifðu ekki af sínar
fyrstu kosningar, önnur komust á
þing en leystust þó upp, enn önn-
ur þreyttu sundið til næstu kosn-
inga, og umræður bæði í fjöl-
miðlum og á samfélagsmiðlum
ærið heitar. Þá hefur hinn svo-
nefndi fjórflokkur, eða valdablokk
Sjálfstæðisflokks, Framsóknar,
Samfylkingar og Vinstri grænna,
riðlast allverulega.
Nokkrar sveiflur hafa verið í
fylgi flokkanna, bæði til og frá og
í dag er staðan sú að fullyrða
mætti að allir þessir fjórir flokkar
hafi klofnað, þó mismikið. Nýlega
heyrði ég því fleygt að fjórflokk-
urinn væri orðinn sjöflokkur, en
þó meira í gríni en alvöru.
Frá því Alþingi samþykkti
bráðabirgðaviðauka við stjórn-
arskrá lýðveldisins sumarið 2013,
og þáverandi forseti, Ólafur Ragn-
ar, samþykkti þau lög, hef ég
haldið því fram – með rýni í
stjórnarskrána sjálfa – að fráfar-
andi Alþingi ásamt forseta hafi
ógilt stjórnarskrána og að í merk-
ingarfræðilegum og siðferðilegum
skilningi sé ógilt það
stjórnkerfi sem á
henni hvílir, ásamt
lögum sínum og dóm-
um.
Þeir sem rýnt hafa
í rök mín fyrir þess-
ari rýni eru mér all-
flestir sammála en
oftar en ekki hefur
mér fundist að þessi
gjörningur – ef svo
má kalla – sé líkari
nýju fötum keisarans
en lagalegri og menn-
ingarlegri rýni, því fólk kann ekki
við að taka undir.
Rétt eins og ég hafi vogað mér
að sitja í musterinu forðum daga,
meðan aðrir voru við krossfest-
inguna, og séð þegar fortjaldið
rifnaði og vogað mér að benda á
að sáttmálsörkin væri ekki þar
fyrir innan. Sumt er ýmist of flók-
ið eða of djarft.
Hér er ég einmitt kominn að
ástæðu þess að ég hripa saman
þessi orð, því oft hefur mig langað
að setja saman línur um þetta efni
og senda lesendum blaðsins, en þó
ég sé orðhvatur á mínum eigin
vefmiðlum, þá þarf að tala varlega
í fermingar- og skírnarveislum.
Því aðgát skal höfð.
Gjörningurinn þegar stjórn-
arskráin var felld úr gildi er ein-
faldur. Skráin tekur skýrt fram að
sé við hana bætt grein eða við-
auka eða tímabundinni grein, skuli
leysa upp þing og kjósa nýtt þing.
Þar skuli klára umræðuna og
staðfesta. Nú er hins vegar komið
nýtt þing, og umræðan um nýjar
greinar við stjórnarskrána sem til
stóð að klára fyrir kosningar árið
2017 er ókláruð.
Fyrir um ári var rætt op-
inberlega um fjórar nýjar greinar
en í 1. umræðu á Alþingi (mál 841)
nú í haust voru þær komnar niður
í þrjár. Ekki veit ég hvernig mál-
inu mun farnast í vetur en fróð-
legt verður framhaldið.
Í sjálfu sér skiptir mig minna
máli hvað verður í greinunum, eða
hvort þær enda í skjalinu sjálfu,
heldur málsmeðferðin og þá sér-
staklega samfélagssamræðan. Ef
fara má með stofnsamning félags-
ins „Lýðveldið Ísland“ eftir því
sem mönnum sýnist og ef ekki er
hægt að ræða hvort meðferðin sé
samkvæmt virðingu við lög og sið-
ferði eða hvort hún sé vanvirðing-
argjörningur, þá hlýt ég að spyrja
hvar við sem þjóð séum stödd.
Hvarvetna er hrópað, ýmist eft-
ir nýrri stjórnarskrá eða upp-
skurði þeirrar sem nú er í (ó)gildi,
en fæstir virðast hafa lesið gjörn-
inginn frá 2012 eða skjalið frá
1944. Hvernig getur þjóð krafist
endurskoðunar á stofnsamningi fé-
lagsins sem við nefnum „Íslenska
ríkið“ ef hún þekkir ekki samning-
inn og er létt um hvernig með sé
farið?
Þess vegna fylgdist ég með af
mikilli forvitni hvernig færi um
kosningarnar 29. október síðastlið-
inn og var á einhvern hátt undr-
andi hvernig þær fóru. Langt mál
væri að tíunda undrun mína, með
tilsjón með gengi sumra ónefndra
flokka í skoðanakönnunum síðustu
þrjú árin. Í raun festi ég ekki í
fljótu bragði hugarhönd á því hvar
undrun mín kemur að landi.
Síðustu daga hef ég margrætt
þetta við félaga mína í Úlfahópn-
um og þá sem koma að umræðum
hópsins. Fáir hafa heyrt um Úlfa-
hópinn en hann var stofnaður dag-
inn eftir téðar kosningar, til að
ræða stjórn- og samfélagsmál á
breiðum grunni til lengri tíma.
Nær allir sem ég ræði við segja
það sama. Fólk er undrandi á
þessum kosningum en festir ekki
hughönd á hvar hnífurinn stendur
í kúnni. Allir virðast þó sammála
um að ný hugsun sé tímabær.
Þetta er í grófum dráttum spurn-
ingin sem sjálfstæðir úlfar, sem
veiða í hópum, ætla sér að svara á
næstu misserum. Er undirritaður
opinn fyrir ábendingum og leið-
réttingum í þessa veru.
Úlfar og kosningar
Eftir Guðjón E.
Hreinberg
Guðjón E. Hreinberg
» Örstutt hugleiðing
um stöðuna eftir ný-
liðnar haustkosningar
með tilliti til umræðunn-
ar um stjórnarskrá.
Höfundur er heimspekingur.