Morgunblaðið - 09.11.2016, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.11.2016, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2016 ✝ Þórir Sigur-björnsson fæddist í Gamla Lundi á Akureyri 26. október 1945. Hann lést 29. október 2016. Foreldrar hans voru Margrét Pét- ursdóttir, f. 1924, d. 2005, og Helgi Hallsson, f. 1926, d. 2003. Kjörfaðir Þóris var Sigurbjörn Yngvi Þórisson, f. 1923, d. 1981. Systkini Þóris sammæðra: Pétur Sigurbjörnsson, f. 1948, d. 2013, Agnar Hólm Krist- insson, f. 1951, d. 1971, Anna Fríða Kristinsdóttir, f. 1953, Baldur Hólm Kristinsson, f. 1954, Gullveig Ósk Kristins- dóttir, f. 1958, Snorri Viðar Kristinsson, f. 1964. Systkini Þóris samfeðra: Hallur Helga- son, f. 1950, Jón Karl Helga- og mannlífi. Þau fluttu til Reykjavíkur 1991 þar sem Þórir hóf störf við Laugarnes- skóla og kenndi þar til ársins 2006. Þórir og Sigrún eignuðust þrjú börn: Halldór Má, f. 1964, Grétar Hall, f. 1966, og Helgu Björk, f. 1972. Halldór Már er kvæntur Vilborgu Arnarsdóttur, saman eiga þau tvíburana Þóri Garibalda og Elísu Vilborgu, fyrir átti Hall- dór Andra Má og Birgittu Björk. Fyrir átti Vilborg Ragnar Vestfjörð (lést 2001) og Sindra Vestfjörð. Vilborg og Halldór eiga þrjú barna- börn. Grétar Hallur er kvænt- ur Ólöfu Önnu Gísladóttur, saman eiga þau Gísla Jóhann, Sigrúnu Maríu, Elínu Ösp, Þóreyju Öglu og Jóhönnu Björt. Grétar og Ollý eiga fimm barnabörn. Helga Björk er gift Ágústi Guðmundssyni og saman eiga þau Ísak Mána og Magdalenu Maríu. Fyrir átti Helga Björk Bjart Haf- þórsson. Útför Þóris fer fram frá Fella- og Hólakirkju í dag, 9. nóvember 2016, klukkan 13. son, f. 1955, Ragn- heiður Signý Helgadóttir, f. 1958, og Helgi Helgason, f. 1962. Þórir ólst upp á Akureyri til 17 ára aldurs en fór þaðan til náms í Íþróttakennara- skólann á Laugar- vatni veturinn 1963-1964. Hann tók við stöðu íþróttakennara og sundlaugarvarðar í Nes- kaupstað og flutti þangað haustið 1964 ásamt eftirlif- andi eiginkonu sinni, Sigrúnu Maríu Gísladóttur, f. 1943, frá Grund í Súðavík. Þau giftu sig í Akureyrarkirkju 3. júlí 1965. Ásamt því að vera kennari við Nesskóla vann Þórir meðal annars við sjúkraflutninga og köfun, auk þess var hann mjög virkur í félagsstörfum Elsku Þórir minn. Það er svo sárt að sjá á eftir þér, en samt svo sanngjarnt að þú fáir þína hvíld eftir öll þessi erfiðu veikindi sem þú barðist svo hetju- lega við, en líkaminn þolir ekki endalausa og ósanngjarna árás en hugurinn var alltaf til staðar. Ég man svo vel þegar ég dvaldi þrjú sumur í Neskaupstað sem barn hjá þér og Sigrúnu, þá voru erfiðleikar heima fyrir en hjá ykkur fann ég ást og umhyggju og öryggi, ég hef alltaf sagt að hjá ykkur á ég bestu minningar úr minni æsku. Þú varst svo mikill viskubrunnur og hafðir einstak- lega skemmtilegan frásagnar- hæfileika, þú gerðir leiðinlegar sögur skemmtilegar og ómerki- legar sögur merkilegar, það var einfaldlega bara gaman að hlusta á þig, vissir svo mikið um svo margt. Þú leiddir mig þegar ég var barn og þurfti á því að halda, þú leiddir mig upp að altarinu þegar ég gifti mig á sínum tíma, ég þakka fyrir að hafa fengið að leiða þig síðustu daga þína í þessu lífi. Þú varst og verður alltaf hetj- an mín, þín verður sárt saknað, elsku bróðir. Þín Gullveig. Þórir Sigurbjörnsson, vinur okkar, mágur og svili, er kvaddur. Eftir lifa minningar um ein- staklega umhyggjusaman mann, hjartahlýjan og hjálpfúsan, hrein- skiptinn, rökfastan og hnyttinn. Þórir var óþrjótandi fróðleiks- brunnur um málefnin sem föng- uðu huga hans og átti auðvelt með að segja frá og hrífa aðra með sér. Dimm en mjúk röddin og hlátur- inn hans verður ljóslifandi í þess- um skrifuðum orðum. Tækifæri okkar til að njóta mannkosta Þóris hafa í gegnum tíðina verið ríkuleg. Meðan Þórir og Didda bjuggu í Neskaupstað gistu þau jafnan á heimili okkar þegar þau komu til Reykjavíkur. Að sama skapi nut- um við gestrisni þeirra hjóna í Neskaupstað. Dvalir með Þóri og Diddu á Grund í Súðavík eru margar og eftirminnilegar, einnig samvistirnar í félagsskapnum Laufið. Gangan mikla með Þóri og Diddu út Þorskafjörð, um Teigsskóg og fyrir Hallsteinsnes- ið árið 2011, er glitrandi perla á minningabandinu. Þórir ræktaði garðinn sinn vel. Hann átti vini í konu sinni, börn- um og barnabörnum. Hann sinnti móður og systkinum af alúð. Margir minna skyldir og óskyldir nutu umhyggju hans og hjálp- semi. Kæra fjölskylda, Didda, Hall- dór Már, Grétar Hallur, Helga Björk, makar og barnabörnin öll: Við vottum ykkur dýpstu samúð. Halldór og Rannveig. Okkar góði vinur er fallinn frá, það er erfitt að sætta sig við að þannig sé komið. Kynni okkar hófust þegar hann réði sig til kennslu við Laugarnesskóla árið 1991. Þórir kenndi í Neskaupstað áð- ur en hann kom að Laugarnes- skóla. Við höfðum heyrt um kennslu hans í náttúrufræðum sem hann var að vinna með þar, sem var framúrstefnuleg og skemmtileg, meðfram kennslunni hafði hann stundað köfun, fjall- göngur og sjúkraflutninga. Þegar hann kom í Laugarnesskóla kenndi hann íþróttir, ásamt bekkjarkennslu, en honum var margt til lista lagt, og síðar tók hann að sér að vinna á skólasafni skólans. Þar leiddi hann frábært starf og til gamans má geta þess að honum líkaði ekki nafnið bóka- vörður, honum fannst nafnið vörður benda til þess að starfs- maðurinn ætti að verja bækurnar svo þær væru ekki eins aðgengi- legar fyrir nemendur! En svo hófst tölvuvæðing skól- anna og þá var hann strax kominn í forustu á þeim vettvangi, hann var ótrúlega naskur á að kynnast því nýjasta í tölvumálunum og koma með það í skólastarfið. Það var gott að nýta færni hans þegar endalaust var verið að innleiða ný kerfi og þá kynnti hann sér þau og sá um verkefni þeim tengd. Hann var alltaf fljótastur að til- einka sér nýungarnar og leiða okkur hin áfram í þeim. En fljótlega eftir að hann kom til starfa við skólann kom fram veikleiki í lifur sem hann þurfti sí- fellt að vera að berjast við og sem sigraði hann svo að lokum. Eftir hverja veikindalotu kom hann til baka ótrúlega öflugur og lét aldr- ei bera á því að hann væri ekki fullhraustur. Það var með ólíkind- um hvað hann var fljótur að ná sér, kominn til vinnu og farinn að synda einn til tvo kílómetra og hlaupa á fjöll. Við hjónin höfum margs að minnast frá góðum samveru- stundum með Þóri og Sigrúnu. Við vorum saman í hjónaklúbbn- um Laufinu og sóttum þar dans- leiki og ferðalög. Við áttum fasta miða í leikhúsi og nutum þess að fá okkur hressingu eftir leiksýn- ingar og ræða upplifun leikverk- anna. Við fórum líka tvisvar í skemmtisiglingu og ógleyman- legt er þegar þau Þórir og Sigrún heimsóttu okkur í sumarhúsið okkar á Látrum. Þórir starfaði í Félagi eldri borgara í Reykjavík og var um tíma gjaldkeri í dans- nefnd sem sá um danskennslu á vegum félagsins. Glæsilegra reikningshald er vandfundið þar sem ársskýrslum var skilað með mikilli nákvæmni. Þórir kynnti sér gamlar sagnir um ævaforna viðburði sem tengd- ust náttúrufyrirbærum og las út úr þeim vísbendingar og heimild- ir sem hann bar saman við ís- lenska náttúru. Einnig lagði hann sig eftir margvíslegum eigindum vatns. Hann tók virkan þátt í Félagi musterisriddara „Heklu“, sótti þar fundi og hélt erindi um rann- sóknir sínar og starfaði í nefnd- um. Það er erfitt að sætta sig við að þessi glaðlyndi, hjálpsami og hressi vinur sé horfinn, en minn- ingar um hann eru allar góðar og tengdar margskonar upplifun. Ef við vorum í vandræðum með að láta tölvuna okkar vinna eins og við vildum, var alltaf fyrsta hugs- unin „við verðum að spyrja Þóri“ og hann kom að vörmu spori hvernig sem á stóð og leiðbeindi okkur. En að lokum viljum við flytja Sigrúnu aðdáun okkar á hve vel hún annaðist Þóri í öllum veikind- um hans og stóð alltaf sterk við hlið hans. Við vottum henni og fjölskyldu hennar samúð og biðjum þeim blessunar. Jón Freyr Þórarinsson. Nú er skarð fyrir skildi. Fallinn er í valinn yngsti menningarvíkingurinn og sam- starfsmaður okkur um árabil. Það er gaman að segja frá því að við Þórir, Reynir og Oddur erum allir fæddir á 500 metra radíus á Ak- ureyri, ef við rekum niður staur við innganginn á Sjallanum á Ak- ureyri sem við komum stundum í. Þórir er síðasta barnið sem fædd- ist í Gamla-Lundi á Oddeyri áður en það var gert að vélsmiðju, en við Reynir og Oddur erum fæddir í Brekkugötunni. Samfélagið og manngildið sem við ólumst upp við gerði það að verkum að við urðum hugsjónamenn og komum hreinskilnislega og heiðarlega fram. Samvinna okkar um menn- inguna hefur varað í áratugi. Þór- ir átti mörg áhugamál og ræddum við oft saman, gömlu víkingarnir, og fengum ýmsar hugmyndir hver frá öðrum sem við nýttum í störfum okkar, bæði hjá ORG og í lífinu, því að allt byggist þetta á að tala saman persónulega og að virða skoðanir hver annars og mættu aðrir taka það sér til fyr- irmyndar. Það er sár söknuður okkar fé- laganna, en við sjáum fram á að það eru til yngri víkingar og val- kyrjur sem halda áfram okkar verki. Þóris er sárt saknað, en svona er gangur lífsins. Fyrir hönd ORG, gömlu víkingarnir, Reynir og Oddur. Við fráfall Þóris, vinar míns, opnaðist fyrir ljúfan og stóran minningasjóð. Því verður ekki hjá komist að grípa til stílvopnsins. Í upphafi langar mig að votta Sig- rúnu og börnum mína dýpstu samúð við fráfall Þóris. Við Þórir kynntumst sem sam- kennarar við Laugarnesskóla fyr- ir mörgum árum. Hann sem um- sjónarmaður við bókasafn skólans og tölvusnillingur með meiru og ég sem tónlistarkennari. Við urðum strax góðir kunningj- ar, sem þróaðist yfir einlæga vin- áttu sem hélst þar til yfir lauk. Þórir hafði mjög breitt áhuga- svið, allt frá því að hafa skoðanir á upphafi alheimsins og endalokum hans og upphafi Íslandbyggðar og þar til henni mun ljúka. Saga þessara atburða er það löng að hún verður ekki rakin í stuttri minningargrein en gaman var að hlusta á framsögumanninn segja frá og rökstyðja mál sitt fyrir op- inmynntum hlustanda. Þórir átti í rauninni við lang- varandi veikindi að stríða þó síð- asta árið hafi verið það erfiðasta. Nú veit ég að Þórir situr í góðu yf- irlæti á „eyjunni bláu“ og lætur fara vel um sig, um leið og hann slær sér á lær, brosir kankvíslega til mín og segir: „Ég vissi þetta alltaf og sagði þér það, Stebbi minn.“ Stefán Þ. Stephensen. Elsku Þórir og fjölskylda. Það voru góðar og ánægjulegar stundir sem við áttum saman og eins og ávallt þegar hugsað er til baka hefðu þær mátt vera enn fleiri. En við svo sannarlega nut- um þeirra. Frásagnargáfa þín var einstök og gaman að hlusta á allar sögurnar sem þú hafðir að segja og svo varstu mikill fræðimaður, á óvenjulegum og skemmtilegum sviðum. Það var gott að vera í ná- vist þinni. Við tökum svo sannarlega und- ir með þér, elsku Þórir, þegar þú kvaddir okkur með þeim orðum að það hefði verið yndislegt að við skyldum hafa fengið tækifæri til að kynnast. Okkur er bæði heið- urinn og ánægjan. Elsku Sigrún og fjölskylda, við sendum ykkur innilegar samúð- arkveðjur og elsku Þórir, eins og segir á leiði pabba okkar: Minn- ing þín lifir. Jón Karl, Signý og Helgi. Öðlingur, traustur, kærleikur, viska – er það sem kemur í hug- ann þegar ég hugsa til Þóris Sig- urbjörnssonar. Við Þórir kynntumst í sund- lauginni. Við vorum í hópi þeirra sem tóku daginn snemma og syntu í dagrenningu. Að loknu sundi var oft spjallað og það var gaman að ræða og fylgjast með öllu því sem Þórir var að velta fyrir sér hverju sinni. Sameigin- legur áhugi á hinum ýmsu heim- spekilegu málefnum átti síðar eft- ir að tengja okkur á margvíslegan hátt þar sem við nutum margra góðra samverustunda yfir hugð- arefnum okkar. Þórir var enda- laus uppspretta fróðleiks og visku og það var auðvelt að gleyma sér þegar hann fór á flug. Það var Þórir sem vakti áhuga minn á qigong á sínum tíma. Fyr- ir hans tilstilli hóf ég að iðka qi- gong og ástunduðum við það síðar reglulega í hóp með fleirum þrisv- ar í viku. En það fannst okkur þó ekki nóg, því við vildum læra meira og kynnast fræðunum að baki. Ásamt Sigfúsi Sverrissyni tók- um við að hittast reglulega, horfa á kennslumyndbönd og ræða mál- in. Þegar Þríeykið kom saman voru klukkustundirnar fljótar að fjúka. En þetta var langt í frá eina áhugamál Þóris. Hann sökkti sér á kaf í hugðarefnin, alls kyns rannsóknir og fræðimennsku á ýmsum málum, sem unun var að fylgjast með. Hann gerði þetta allt svo vel. Það var gaman að fara með Þóri austur á Hvolsvöll og hlýða á fyrirlestur hans um Þríhyrning. Hann hreif alla með sem á hlýddu. Erindi hans um vatnið flutti hann einnig víða og vakti mikinn áhuga. Það eru forréttindi að hafa fengið að kynnast Þóri. Hann var einstakur. Minningin um kæran vin lifir. Innilegar samúðarkveðjur sendi ég til Sigrúnar og ástvina allra. Það er við hæfi að kveðja að hætti Þóris: „Blessi þig.“ Þín vinkona, Þóra Halldórsdóttir. Vinur minn, Þórir Sigur- björnsson, er látinn, liðlega sjö- tugur að aldri. Um langt árabil vorum við samstarfsmenn við Nesskóla í Neskaupstað. Góð og gefandi ár í byggðarlagi sem ávallt hefur lagt metnað í menntun og framþróun í skólamálum. Þórir var íþrótta- kennari að mennt og sinnti kennslu á því sviði en færði sig smám saman yfir í bókleg fræði, einkum er laut að líffræði og tölv- unarfræðum. Með sjálfsnámi og yfirlegu náði hann frábærum tök- um á þeim greinum og var leið- andi í skólanum á þeim sviðum. Þannig var Þórir gerður. Ein- beittur og kappsamur ef verkefni tengdust áhugasviðum hans. Hann var góður og samvisku- samur kennari og naut vinsælda í störfum sínum. Utan hins hefð- bundna skólastarfs var hann nemendum innan handar við ým- is verkefni, ekki síst við skipulag íþróttamóta og undirbúning árs- hátíða. Hann setti sterkan svip á skólastarfið, var þægilegur í samstarfi og úrræðagóður, ræð- inn og fjörmikill. Í félagsmálum var hann ákafamaður og nutu mörg félagasamtök í Neskaup- stað krafta hans; Rauði krossinn, björgunarsveitin og Lions, svo fátt eitt sé nefnt, og gjarnan var hann í forystu. Þegar hann og Sigrún eiginkona hans fluttu til Reykjavíkur hóf hann störf við Laugarnesskóla og hafði þar ásamt kennslu yfirumsjón með tölvumálum skólans og kom ekki á óvart og þá ekki síður rík þörf hans fyrir þátttöku í félagsmál- um. Hann kom víða við á því sviði í Reykjavík og hélt ótrauður áfram þrátt fyrir erfið veikindi sem hann glímdi við síðustu árin. Örlögum sínum tók hann af aðdá- unarverðu æðruleysi. Hann eyddi ekki púðri í sjúkdómssögu sína en ræddi af ákafa hugðarefni sín sem tengdust tölvuverkefn- um eða því sem hann hafði lesið og leitað svara við um hinstu rök tilverunnar. Með Þóri er góður maður genginn. Hann var fjöl- skyldumaður í bestu merkingu þess orðs og þar ríkir sorg og söknuður. En öll él birtir upp um síðir og minningin um góðan mann lifir. Við Óla færum Sig- rúnu og fjölskyldu okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Gísli Steinar Sighvatsson. Einstakur heiðursmaður er fallinn frá. Mín kynni af Þóri eru ef til vill ekki löng mæld í árum. Í gæðum hafa þessi ár gefið mikið. Það sem skiptir öllu þegar litið er til samskipta, sama hve lengi þau hafa staðið, er hvað þau hafa gef- ið. Ég kynntist Þóri fyrst er hann gekk til liðs við Reglu musteris- riddara árið 2006. Það kom fljótt í ljós hve gegnheill hann var og hve áhugi hans á andlegum mál- efnum var mikill. Hann leitaði víða fanga og var ætíð tilbúinn til að deila vitneskju sinni til okkar bræðranna. Hans er nú sárt saknað. Þórir var óþreytandi við að leita fanga í leit sinni eftir ræð- um og greinum stofnanda Regl- unnar Jóns Árnasonar. Þórir vann að þessu áhugamáli sínu fram á síðasta dag. Hann skilur eftir sig myndarlegt magn verka Jóns, nánast tilbúin til útgáfu. Þannig var Þórir, vinnandi að áhugamálum sínum, mjög veikur, vitandi hvað beið handan við hornið en ætíð horfandi fram á veginn. Þórir var heiðarlegur og sann- ur maður, sönn fyrirmynd öllum sem honum kynntust. Við Musterisriddarar sendum Sigrúnu og aðstandendum öllum okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Sveinn H. Skúlason. Hann Þórir var svo hlýr, hann var svo traustur, hann var alltaf svo góður og innilegur. Mér leið alltaf vel þegar ég hitti hann. Ég trúi því ekki að ég eigi ekki eftir að heyra þessa djúpu og fallegu rödd hans aftur. Dóttir mín hefði ekki getað átt betri afa en hann og ég syrgi það að barnabörnin mín hafi ekki náð lengri tíma með honum. Innilegar samúðaróskir til ykkar allra, Sigrún mín. Lilja, Bjarki og fjölskylda. Þórir Sigurbjörnsson Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ERLA ÁSGEIRSDÓTTIR, Borgarhrauni 10, Hveragerði, lést 3. nóvember. Útförin fer fram frá Kotstrandarkirkju laugardaginn 12. nóvember klukkan 14. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. . Ólafur Pétursson Magnús Bjarkason Guðlaug Pálmadóttir Hólmfríður Bjarkadóttir Páll Ólason Anna Elín Bjarkadóttir Pétur Már Ólafsson Aðalheiður L. Guðmundsd. Eva María Ólafsdóttir Bragi Konráðsson ömmu- og langömmubörn. Okkar elskulega eiginkona, móðir, tengdamóðir, dóttir, systir og mágkona, DAGMAR HRÖNN GUÐNADÓTTIR, Sóleyjarima 9, Reykjavík, lést á deild E6 á Landspítalanum í Fossvogi 3. nóvember 2016. Jarðarförin fer fram frá Grafarvogskirkju 14. nóvember 2016 klukkan 11. Þeim sem vilja minnast hennar er vinsamlegast bent á Styrktar- og líknarsjóð Oddfellowa. . Guðmundur Eiríksson, Guðni Eiríkur Guðmundsson, Hanna Björg Sigurðard., Guðni Arnberg Þorsteinsson, Hallgerður Þórðardóttir, Þorsteinn Arnberg Guðnason, Ingigerður Þórðardóttir og aðrir aðstendendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.