Morgunblaðið - 09.11.2016, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2016
✝ Stefán Stef-ánsson fæddist
í Reykjavík 9. jan-
úar 1936. Hann
lést á heimili sínu
4. nóvember 2016.
Stefán var sonur
Árnýjar Jónu Páls-
dóttur, f. 12. jan-
úar 1907, d. 27. júlí
1987, og Stefáns
Íslandi, f. 6. októ-
ber 1907, d. 1. jan-
úar 1993. Stefán kvæntist
Ólöfu Helgu Sveinsdóttur, f. 17.
október 1935, d. 7. júní 2016,
þann 13. apríl 1957. Ólöf var
dóttir hjónanna Hólmfríðar J.
Þorbjörnsdóttur, f. 16. febrúar
1915, d. 3. júní 1999, og Sveins
Óskars Ólafssonar, f. 26. mars
1913, d. 21. maí 1995. Þau
bjuggu fyrstu hjúskaparárin
sín á Hjallavegi 14, Reykjavík,
þar til þau fluttu í Kópavog ár-
ið 1957. Árið 1959 byggðu þau
hús með foreldrum Ólafar að
Lyngbrekku 7, Kópavogi. Stef-
án og Ólöf eignuðust sex börn,
en þau eru Stefán Óskar, f. 21.
júlí 1955, d. 23. desember 1999,
en hann og kona hans, Margrét
Elín Ragnheiðardóttir, eign-
uðust þrjá syni: Stefán Helgi, f.
1973, en hann á tvö börn, Arn-
ar, f. 1982, og Brynjar, f. 1985,
hann á tvo syni og einn stjúp-
son. Þorbjörn Helgi, f. 8. jan-
úar 1957, á hann þrjú börn og
eina stjúpdóttur með fyrri
konu sinni, Kristínu Ein-
arsdóttur, en þau eru Una,
stjúpdóttir, f. 1975, hún á tvo
syni, Ólöf Helga, f.
1977, hún á þrjú
börn, Sædís, f.
1983, á hún þrjú
börn, og Sveinn
Óskar, f. 1985, og
á hann eina dóttur.
Kristín Anna, f.
1959, hún og mað-
ur hennar, Guðjón
Bachmann, eiga
þrjú börn, Þórhildi
Kristínu, f. 1985,
og á hún einn son, Bjarni, f.
1993, og Hjördís, f. 1993.
Hanna Dóra, f. 1961, og á hún
eina dóttur, Hólmfríði Jóhönnu,
f. 1988, á hún einn son. Árný
Jóna, f. 1966, hún á þrjú börn
með sambýlismanni sínum,
Loga Dýrfjörð, þau eru Arna,
f. 1992, Óskar Páll, f. 1996, og
Íris Ösp, f. 1998. Hólmar Þór, f.
1967, hann eignaðist fjögur
börn með fyrri konu sinni,
Þóru Viðarsdóttur, þau eru
Jóna Dóra, f. 1994, Viðar
Magnús, f. 14. apríl 1995, d. 15.
apríl 1995, Adda Margrét, f.
1996, og Stefán Óskar, f. 2000,
hann á þrjú stjúpbörn með
seinni konu sinni, Guðrúnu
Þorláksdóttur.
Stefán lærði bifreiðasmíði og
vann í mörg ár hjá Volvo eða
þar til hann hóf kennslu við
Iðnskólann í Reykjavík 1977.
Hann kenndi bílasmíði þar til
hann fór á eftirlaun og naut
hann sín vel við kennsluna.
Útför Stefáns fer fram frá
Kópavogskirkju í dag, 9. nóv-
ember 2016, kl. 11.
Pabbi minn og afi barnanna
minna er farinn í draumalandið
að hitta sína heitelskuðu til
rúmlega 60 ára enda ekki nema
rúmir fimm mánuðir síðan við
kvöddum bestu mömmu í heimi.
Lýsingarorðin eru ófá sem
lýsa pabba mínum, einstaklega
orðheppinn, kátur, tryggur,
söngelskur o.s.frv. Ég er ein-
staklega heppinn með pabba,
hann var alltaf til í allt, hjálp-
samur og til í sprell. Pabbi og
mamma voru alltaf innan seil-
ingar þegar eitthvað gekk á í
blíðu eða stríðu. Allt sem hann
tók sér fyrir hendur var ein-
staklega vandað, hann smíðaði
bíla og gerði við bíla sem við
systkinin „óvart“ skemmdum,
smíðaði hús utan um fjölskyld-
una í Lyngbrekku og sá um við-
haldið, smíðaði sumarbústað,
stundum pirraði það mig hve
vandvirkur hann var, en þau
vinnubrögð hef ég reynt að til-
einka mér og vonandi næ ég því
einn daginn.
Þegar samkomur voru haldn-
ar þá elskaði hann söng, söng
manna hæst og hafði alveg
skoðun á því hvernig söngvari
viðkomandi var.
Taktviss með eindæmum og
kunni svo sannarlega að dansa
samkvæmisdansa, að fá að
dansa við pabba var snilld, því
hann kunni svo sannarlega réttu
taktana. Þolinmæði hafði hann
mikla og gat miðlað frá sér, ófá-
ir nemendur hans pabba komu
til hans og okkar systkina,
þökkuðu fyrir frábæra kennslu
enda var hann kennari af lífi og
sál við Iðnskóla Reykjavíkur og
síðar Borgarholtsskóla.
Margar minningar komu upp
við það að hugsa um pabba og
mömmu, um verslunarmanna-
helgina 2015 þá héldum við litla
þjóðhátíð í Fljótshlíðinni og
djömmuðum stíft, sungum og
dönsuðum.
Þessi helgi er mér svo fersk í
minni, því þau töluðu um að þau
hefðu ekki vakað svona lengi í
mörg ár og gleymt sér við söng
og tónlist.
Á mínum yngri árum þegar
mamma þurfti að bregða sér af
bæ, þá sá pabbi um matseldina
og það var ekki flókið, pylsur,
pylsur og stundum bjúgu. Þetta
var borðað út í eitt, en hann sá
til þess að við systkinin urðum
aldrei svöng en ofsalega urðum
við ánægð þegar mamma kom
til baka því þá var eitthvað ann-
að á boðstólum. Síðar varð ég
einstaklega heppin þegar börn-
in mín fæddust því þá gerðist
mamma dagmamma þeirra og
pabbi aðstoðarmaður hennar,
það sem dekrað var við þau og
brallað var með ólíkindum.
Ég öfundaði oft börnin mín
því það voru ótrúlegir hlutir
sem þau gerðu saman, fóru m.a.
í Kolaportið, skoðuðu bíla/báta
og endalausir göngutúrar.
Börnin mín koma til með að
sakna þín alveg ótrúlega mikið,
en í sumar náðum við að lagfæra
sumarbústaðinn í Fljótshlíð
með þér og Hönnu Dóru systur.
Þú gast endalaust hlegið að
óförum okkar við þær fram-
kvæmdir, t.d. málningarfatan
sem við ákváðum að yrði bara á
milli okkar. Það verður skrýtið
að geta ekki leitað til þín og
spjallað en minningum um ein-
stakan pabba verður haldið á
lofti.
Elsku pabbi minn, ég kem til
með að sakna þín óendanlega
mikið
Árný Jóna Stefánsdóttir.
Árið 2016 er búið að vera erf-
itt ár, mamma lést 7. júní sl., og
pabbi lést 4. nóvember. Við and-
lát pabba skapast nú mikið
tómarúm hjá mér, því nú eru
mínir bestu félagar og vinir
bæði farin.
Pabbi vann alla tíð hörðum
höndum og hann þurfti svo
sannarlega að hafa sjálfur fyrir
hlutunum.
Hans helsta áhugamál var
sumarbústaðurinn en fyrst
eignuðust þau bústað í Hvera-
gerði, síðan í Borgarfirði og
enduðu svo í Fljótshlíðinni.
Pabbi elskaði að vinna við gróð-
urinn, dytta að bústaðnum eða
bara hlusta á fuglasönginn í
kyrrðinni.
Hann var með vandvirkari
mönnum, alveg sama hvað hann
tók sér fyrir hendur, allt varð að
vera óaðfinnanlegt og oft hristi
ég hausinn yfir því.
Hann hefur aðstoðað mig við
kaup á öllum mínum bílum sem
ég hef eignast og ég hef aldrei
verið svikin af þeim bílakaup-
um. Pabbi hafði mjög ákveðnar
skoðanir á hlutum og ekki þýddi
að reyna að tala hann ofan af
neinu því sem hann var búinn að
mynda sér skoðun á.
Pabbi var mikill snyrtipinni
og fór aldrei út úr húsi nema
hann væri búinn að fara vel yfir
útlitið enda var hann alltaf mun
lengur að hafa sig til en
mamma.
Við höfum eitt ófáum stund-
um saman undanfarin ár til að
spjalla um hvað þyrfti að gera í
sumarbústaðnum og hvernig,
oft urðum við sammála en ekki
alltaf.
Ég kem til með að sakna þess
að geta ekki heimsótt þau í Ár-
salina en pabbi átti allt gott skil-
ið frá mér því hann og mamma
reyndust mér ofboðslega vel
þegar Hólmfríður mín var
yngri, enda sagði mamma oft við
hana „æ, hann pabbi þinn“, enda
reyndist hann henni eins og
besti pabbi.
Ég veit að þú ert ánægður
með það að hafa hitt mömmu
aftur og að nú ert þú heill
heilsu.
Elsku pabbi minn, þín er sárt
saknað.
Þín dóttir,
Hanna Dóra.
„Áfram veginn í vagninum ek ég.“
Tengdapabbi minn og afi
barnanna minna hann Stefán
Stefánsson kvaddi þennan heim
á heimili sínu síðastliðinn föstu-
dag eftir erfið veikindi.
Ég segi afi barnanna minna
vegna þess að það sannarlega
var hann, þau litu öll mikið upp
til afa síns og ömmu og dýrkuðu.
Öll voru þau í pössun hjá
þeim ömmu og afa sem litlir
krakkar og mynduðu mikil
tengsl við þau sem héldust allan
tímann og styrktust eftir sem
tíminn leið. Óskar Páll lærði allt
um bíla hjá afa sínum og alveg
síðan þá er hann með óbilandi
bíladellu, það tókst ekkert hjá
mér að rökræða við Óskar um
bíla, hann vissi alltaf betur
vegna þess að afi sagði það.
Fyrir næstum 30 árum
kynntist ég konunni minni,
laugardaginn 8. nóvember 1987,
og nokkrum dögum síðar hitti
ég Stefán og eftir það urðum við
mestu mátar og miklir vinir þó
stundum hefðum við rökrætt
heilmikið, en það jók vinskapinn
og í raun þroskaði vinskap okk-
ar alltaf betur og ég sá hversu
ákveðinn og réttsýnan mann
hann hafði að geyma.
Útivera í sumarbústað og að
vera tengdur við náttúruna var
órjúfanlegur þáttur alla tíð,
hans líf og yndi. Áttum við
margar stundir saman, fyrst á
Mýrum í Borgarfirði og svo í
Fljótshlíð og síðast nú í sumar.
Og það sem við gerðum og
ræddum um verslunarmanna-
helgina 2015 mun ég alltaf
geyma á góðum stað í hjartanu.
Eitt það síðasta sem Stefán
gerði í þessu lífi var að fá dætur
sínar tvær og son í smá bíltúr og
fóru þau þá í Fljótshlíðina í síð-
asta sinn svona bara til horfa yf-
ir dagsverkið og kveðja.
Núna í sumar fórum við í fjöl-
skyldu- og vinnuhelgi í Fljóts-
hlíðina til að klára að klæða og
mála húsið, þó Stefán tæki ekki
mikinn þátt í handavinnunni þá
var allt gert undir styrkri verk-
stjórn hans og glöggu auga, það
mátti ekki gera neitt fúsk, allt
yrði að vera fagmannlega unnið.
Þannig maður var hann alla tíð,
mjög nákvæmur og vandvirkur
sama hvað var unnið.
Nú er söngurinn hljóður og horfinn,
aðeins hljómar frá bjöllunnar klið.
Allt er hljótt yfir langferða leiðum
þess er leitar að óminni og frið.
Logi Dýrfjörð.
Það er ótrúlega skrítið að
hugsa til þess að eiga ekki leng-
ur afa og ömmu í Ársölum. Nú
er Stebbi afi farinn í drauma-
landið til hennar ömmu og vakir
yfir okkur.
Það eru fáir sem hafa átt jafn
skemmtilegan afa og við. Það
var stutt í grínið, og aulabrand-
ararnir hans ófáir. Jafnvel eftir
að amma féll frá, þá gat hann
grínast í okkur og notið lífsins.
Við áttum svo góðar stundir
með afa í sumar í Fljótshlíðinni,
sem munu fylgja okkur að ei-
lífu.
Elsku afi minn,
svo sár er söknuðurinn.
Í Fljótshlíðardalnum,
í hljómsveitarsalnum,
þú varst með mér alla leið.
Lyngbrekkan svo full af lífi,
þú gerðir allt að sönglífi.
Með þér var allt svo miklu betra,
líkt og snjórinn kemur ávallt þegar
vetrar.
Minningarnar eru svo ótal margar,
við vorum öll ægilegir vargar.
Þú sýndir alltaf þolinmæði,
takk fyrir að vera æði.
(Íris Ösp Dýrfjörð)
Stebbi afi og Ólöf amma hafa
sett svip sinn á líf okkar allra og
skilja eftir sig ótrúlega dýr-
mætar minningar.
Minningin um frábæran afa
lifir í hjörtum okkar.
Þín barnabörn,
Arna Dýrfjörð, Óskar
Páll Dýrfjörð og
Íris Ösp Dýrfjörð.
Ótal margar minningar koma
upp í hugann þessa dagana og
get ég með sanni sagt að ég
hugsa um lítið annað. Þið amma
voruð mér allt og tilhugsunin
um að þurfa að kveðja ykkur
með svo stuttu millibili; ég er
full söknuðar. Ég hugga mig þó
við það að nú eruð þið saman á
ný.
Þegar ég hugsa til baka kem-
ur fyrst upp í hugann þegar ég
fékk að skottast um á verkstæð-
inu og narta í kremkex uppi á
kaffistofu. Toppurinn á tilver-
unni var samt þegar þú komst
að sækja mig í skólann á Lapp-
anum, ég var sennilega í 1. eða
2. bekk, og fannst öllum ég eiga
flottasta afann.
Enda bara flottir afar sem
keyra um á svona tryllitæki. Ég
þarf þó ekki að hugsa langt til
baka til að finna góðar minn-
ingar.
Fyrir ekki svo mörgum dög-
um fékk ég heila viku með þér
sem ég met mikils.
Það er samt ekki bara ég sem
á eftir að sakna þín, en Hólmar
yngri sá ekki sólina fyrir þér.
Þið gátuð eytt klukkustundum
saman í geymslunni, bæði í Ár-
sölunum og uppi í bústað. Fyrir
honum varst þú afi sem kann
allt, „afi lagar þetta bara“ var
vinsælasta setningin. Kannski
ekki skrítið, enda ófá leikföngin
sem enduðu á leikfangaverk-
stæðinu þínu.
Það er skrítið að hugsa til
þess hvernig lífið verður án þín,
án ykkar.
Ég veit samt að núna líður
þér vel og amma hefur tekið vel
á móti þér.
Takk fyrir allt, elsku afi, ég
veit að þú skilar kveðju til
ömmu og kyssir hana á bakvið
eyrað frá okkur.
Hólmfríður.
Stefán Stefánsson
Elsku móðir okkar, amma, langamma og
langalangamma,
GUÐFINNA INGIMARSDÓTTIR FOX
sjúkraliði,
Miðbraut 19, Seltjarnarnesi,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Grund við
Hringbraut 29. október.
Útför fer fram frá Vídalínskirkju, Kirkjulundi 3, Garðabæ,
föstudaginn 11. nóvember klukkan 13.
.
Guðrún Kolbrún Thomas,
Gordon Fox,
barnabörn, barnabarnabörn,
langalangömmubarn.
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
GUÐMUNDUR JÓNASSON
búfræðingur,
fyrrverandi útibússtjóri Kaupfélags
Eyfirðinga á Siglufirði,
lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð
föstudaginn 4. nóvember. Útförin fer fram frá Siglufjarðarkirkju
laugardaginn 12. nóvember klukkan 14.
.
Jónas Guðmundsson, Anh-Dao Tran,
Arnfríður Guðmundsdóttir, Gunnar Rúnar Matthíasson
og barnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
KRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR,
Aðalstræti 9, Reykjavík,
er látin. Útför hennar fer fram frá
Dómkirkjunni mánudaginn 14. nóvember
og hefst athöfnin klukkan 13.
.
Lars Emil Árnason,
Erla Árnadóttir,
tengdabörn og barnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
SIGRÍÐUR ÞORLÁKSDÓTTIR,
Norðurbrún 1,
áður Guðrúnargötu 5,
lést á Landspítalanum 29. október.
Útförin verður frá Fossvogskirkju í dag,
9. nóvember, klukkan 13. Þeim sem vildu minnast hennar er
bent á Barnaspítala Hringsins.
.
Kristjana Aðalsteinsdóttir,
Þorsteinn Aðalsteinsson,
Tryggvi Aðalsteinsson, Aðalbjörg Þorvarðardóttir,
Sólveig Aðalsteinsdóttir,
Málfríður Aðalsteinsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og
systir,
GUÐRÍÐUR ÓSK JÓHANNESDÓTTIR,
Þorrasölum 2, Kópavogi,
lést á líknardeild Landspítalans Kópavogi
síðastliðinn föstudag.
Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju
föstudaginn 11. nóvember klukkan 15.
.
Jaap de Wagt
Sientje Sólbjört Nína de Wagt
Alex Matthías Dagur de Wagt
Sigurður Ingvar Geirsson Viðar Geirsson
Hannes Geirsson Anton Jóhannesson
Guðjón Jóhannesson