Morgunblaðið - 09.11.2016, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2016
✝ Búi Snæbjörns-son fæddist í
Reykjavík 9. ágúst
1929. Hann lést á
heimili sínu að
Hrafnistu í Reykja-
vík 2. október
2016.
Foreldrar hans
voru hjónin Sigríð-
ur Dýrleif Jóns-
dóttir og Snæbjörn
Eyjólfsson. Systk-
ini Búa voru Eyjólfur og Ellen
Þóra, en þau eru bæði látin.
Eiginkona Búa var Áslaug
Jónsdóttir, f. 3.4. 1928, d. 2.9.
2008 frá Akureyri, en foreldrar
hennar voru þau Guðný Ólöf
Magnúsdóttir og Jón Benedikts-
son.
Börn Búa og Áslaugar eru
þrjú; 1) Sigríður, gift Áskeli
Mássyni. Synir þeirra eru Jósep
Georg Adessa, sem er látinn, og
Davíð Thor Adessa. Börn Dav-
íðs Thors eru Ísar Leó og Dög-
un Líf. 2) Auður, en dætur
hennar eru a) Áslaug Sif gift
Anurag Rai. Börn þeirra eru
Rúben Búi og Míra. b) Sara
Hrund gift Finni Thorlacius.
Dætur þeirra eru
Auður Krista og
Ása Sólveig. 3) Jón
giftur Immaculada
Morales. Dóttir
Jóns er Svava
María, gift Krist-
jáni Árna Knúts-
syni.
Búi ólst upp í
miðbæ Reykjavík-
ur, fyrst á Lauga-
vegi 51b og síðar á
Rauðarárstíg 19. Hann gekk í
Austurbæjarskólann og lauk
gagnfræðaprófi frá Gagnfræða-
skóla Austurbæjar. Tvítugur að
aldri sigldi hann með Trölla-
fossi til náms í flugvirkjun í
Cal-Aero í Glendale í Kali-
forníu. Námið tók eitt ár, en
hann réðst svo til starfa sem
flugvirki og flugvélstjóri hjá
Flugfélagi Íslands, síðar Loft-
leiðum, Flugleiðum og loks Ice-
landair, og vann þar óslitið til
67 ára aldurs. Búi var meðal
stofnfélaga Flugvirkjafélags Ís-
lands, og var í hópi brautryðj-
enda þeirrar fagstéttar.
Útförin hefur farið fram í
kyrrþey að ósk hins látna.
Þá er elsku besti afi okkar
farinn í sína hinstu ferð, á vit
nýrra ævintýra með ömmu Ásu.
Afi gaf besta faðmlagið, hélt
þéttingsfast í hönd okkar þegar
á þurfti að halda, var alltaf til
staðar, boðinn og búinn að
veita aðstoð og gefa góð ráð.
Hann hafði einstaka nærveru,
hann var hlýr, rólegur, yfirveg-
aður og hnyttinn í tilsvörum.
Laginn var hann, einstaklega
natinn og nákvæmur, féll aldrei
verk úr hendi.
Þetta átti nú líka við eldhús-
og heimilisstörfin sem hann víl-
aði ekki fyrir sér að ganga í
þrátt fyrir að það hefði nú e.t.v.
ekki verið algengt hjá mönnum
af hans kynslóð.
Afi gerði besta steikta fisk-
inn og síldarsalatið hans var
engu líkt.
Afi og amma Ása ferðuðust
mikið jafnt innanlands sem ut-
an, einnig á framandi slóðir og
bar heimili þeirra þess glöggt
merki.
Uppstoppuð dýr, framandi
styttur, myndir og annað sem
var gríðarlega spennandi fyrir
okkur barnabörnin og jafnvel
langafabörnin að fá að alast
upp við og fá meira að segja
stundum að leika með.
Afi var einstaklega natinn og
góður við langafabörn sín sem
nutu þeirrar gæfu að fá að
kynnast honum og skapa marg-
ar góðar minningar með afa.
Tónlist skipaði stóran sess í
lífi afa allt fram á síðasta dag,
hann var óþrjótandi að kynna
okkur fyrir mismunandi
straumum og stefnum og út-
varpið skildi hann varla við sig.
Eftir lát ömmu Ásu varði
hann sífellt meiri tíma í sum-
arbústað mömmu okkar, þar
var hann á heimavelli, fór í
göngur, umgekkst dýr og naut
þess að eiga samverustundir
með fjölskyldunni og góðum
vinum í sveitinni.
Nú er komið að öðrum að
njóta fallega brossins hans afa.
Við yljum okkur við allar góðu
minningarnar sem þessi ein-
staki maður, sá allra besti afi
sem nokkur hefði getað óskað
sér, sá um að búa til með okk-
ur.
Við erum þakklátar fyrir all-
ar þær góðu stundir og þann
langa tíma sem við höfðum
elsku afa Búa hjá okkur.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson.)
Láttu nú ljósið þitt
loga við rúmið mitt.
Hafðu þar sess og sæti,
signaði Jesús mæti.
(Höf. ók.)
Með ástarkveðju,
Áslaug Sif og Sara Hrund.
Búi Snæbjörnsson
Kveðja frá Leik-
skólanum
Álfheimum
Ásgeir byrjaði í
Álfheimum haustið 2007 ásamt
tvíburasystur sinni, Guðrúnu
Katrínu. Það var strax ljóst að
Ásgeir var einstakur drengur.
Hann var glaðvær og félagslynd-
ur sem bræddi hvers manns
hjarta með brosi sínu og útgeisl-
un. Hann sýndi einstakan kjark
og dugnað í daglegu lífi. Ásgeiri
þótti sérstaklega gaman að koma
við í eldhúsinu á gönguferðum
sínum til þess að athuga hvernig
gengi með matargerðina. Söngur
og hreyfing í salnum auk útiver-
unnar var í miklu uppáhaldi hjá
Ásgeir Lýðsson
✝ Ásgeir Lýðssonfæddist 31. jan-
úar 2006. Hann lést
13. október 2016.
Útför Ásgeirs
fór fram 24. októ-
ber 2016.
honum. Hann eign-
aðist góða leikfélaga
og vini í leikskólan-
um sem spurðu um
hann og hugsuðu til
hans þá daga sem
hann kom ekki. Ás-
geir hafði mjög góða
nærveru og kenndi
okkur öllum svo ótal
margt um lífið og til-
veruna. Við erum
þakklát fyrir að hafa
fengið að kynnast honum og fjöl-
skyldu hans.
Ó, faðir, gjör mig ljúflingslag,
sem lífgar hug og sál
og vekur sól og sumardag,
en svæfir storm og bál.
(Matthías Jochumsson.)
Ágústa, Lýður og börn, megi
allir góðir vættir styrkja ykkur
og styðja.
F.h. starfsfólks Leikskólans
Álfheima,
Lísbet Nílsdóttir.
✝ Sverrir Ketillvar fæddur
27. mars 1999 á
hjúkrunarheimil-
inu á Höfn í
Hornafirði. Hann
lést af slysförum
30. október 2016.
Sverrir lætur
eftir sig foreldr-
ana Gunnar Pál
Halldórsson og
Helgu Guðbjörgu
Þorvarðardóttur,
systkinin Guðbjart
Frey og Guðrúnu
Ósk Gunnarsbörn
og fjölda annarra
vina og vanda-
manna.
Útförin fer
fram frá Hafnar-
kirkju í dag, 9.
nóvember 2016,
klukkan 14.
Við spyrjum drottin særð, hvers vegna
hann hafi það dularfulla verkalag
að kalla svona vænan vinnumann
af velli heim á bæ um miðjan dag.
Og þó, með trega og sorg, skal á það
sæst,
að sá með rétti snemma hvílast megi
í friði, er hafði, fyrr en sól reis hæst,
fundið svo til, að nægði löngum degi.
(Jóhann S. Hannesson)
Elsku Sverrir vinur minn. Þú
varst svo góður og hjartahreinn,
það skipti ekki máli hvað var
langt síðan maður hitti þig, þegar
við byrjuðum að tala þá var eins
og við hefðum aldrei verið í burtu
hvort frá öðru.
Þó þú sért farinn, þá verðurðu
alltaf hjá okkur í hjörtum okkar
og við munum aldrei hætta að
elska þig.
Þín vinkona,
Agnes.
Ungur frá æsku
ertu burtu genginn,
blómið úr fríðri blómafjöld;
snemma var sofnað,
snemma var kallað,
snemma var þinnar sólar kvöld.
Títt falla tárin,
titrar sorg á vanga —
faðir og móðir þreyja þig;
fingurnir stirðir,
fögur þögnuð röddin,
og fuglinn litli felur sig.
(Benedikt Gröndal Sveinbjarnarson)
„Eins og köld hönd gripi um
hjartað.“ Þessa lýsingu hef ég
oft rekist á í skáldsögum en
aldrei upplifað fyrr en sunnu-
dagsmorguninn sem mér barst
fréttin um að Sverrir Ketill, ná-
granni minn til margra ára, væri
látinn. Í gegnum hugann flaug
myndin af síðasta skiptinu sem
ég sá hann, við beygðum bæði
inn í okkar innkeyrslur á sama
tíma. Ég að koma einhvers stað-
ar frá og hann greinilega að
koma með mömmu sinni úr búð-
inni. Þegar við stigum út úr bíl-
unum litum við hvort á annað yf-
ir leikvöllinn og kinkuðum kolli
áður en við fórum inn. Algerlega
eðlileg og venjuleg samskipti
milli nágranna.
Það er ekki sjálfgefið að eiga
góða nágranna, en betra ná-
grenni en Miðtúnið á Höfn er
vandfundið, elskulegt fólk og
skemmtileg samrýmd börn.
Þannig eru flestar minningar
mínar um Sverri. Þegar ég
hugsa um þessar minningar
renna þær dálítið saman í eina,
af litlum gormi með snoðaðan
koll í sólskini, sem skoppar inn
um opnar garðdyrnar hjá mér
og spyr dálítið rámri barns-
röddu: „Gulla, áttu ís?“ Um leið
dúkka upp í dyrunum kollarnir á
Guðrúnu systur hans og Agnesi
minni og ég skamma þær létt
fyrir að senda alltaf Sverri til að
sníkja fyrir sig, hlæ innra með
mér og næ í ísinn. Þau skoppa
síðan með ísinn sinn út í sól-
skinið.
Við Sverrir áttum fyrstu árin í
svona sambandi, ég var mamma
Agnesar og þau voru vinir. Á
tímabilum voru þau óaðskiljan-
leg þessi þrjú, Guðrún elst, svo
Agnes og Sverrir, stundum voru
aðrir krakkar úr hverfinu með
og stundum leið nokkur tími þar
sem ég sá systkinin við hliðina
lítið. Agnes og Sverrir voru sam-
an í bekk í skólanum og komu oft
saman heim, stundum voru fleiri
með. Með aldrinum komu svo
nýir vinir en sambandið þeirra á
milli var alltaf jafn sterkt. Síðan
eltust þau og komu í unglinga-
deildina þar sem ég tók við þeim
sem kennari og á tímabili um-
sjónarkennari Sverris. Hann var
þá orðinn djúpt þenkjandi ung-
lingur sem leið ekki alltaf vel og
tók sínar unglingasveiflur. Þá
áttum við oft svona kennara –
nemanda spjall um lífið og til-
veruna, tilganginn og framtíð-
ina. Síðan óx hann enn meir,
kláraði grunnskólann og var nú
orðinn ungi maðurinn í næsta
húsi. Í stað ljósa snoðkollsins var
komið sítt aflitað hár og djúp
rödd en augun breyttust aldrei, í
þeim var alltaf þessi góðlega
kyrrð sem einkenndi hann.
Þegar við kinkuðum kolli
hvort til annars yfir leikvöllinn
viku áður en þessi skelfilega
frétt barst okkur, hefði engan
grunað að nokkuð jafn hræðilegt
gæti skekið okkar litla samfélag.
Elsku Helga, Gunnar Páll, Guð-
bjartur Freyr og Guðrún Ósk,
engin orð geta lýst þeirri sorg né
þeirri samúð sem fyllir hjarta
mitt. Megi ljós minninganna lýsa
ykkur veginn í gegnum þann
sorta sem nú hvílir yfir.
Guðlaug Úlfarsdóttir.
Napur sunnudagur að hausti.
Fjöllin grá niður í miðjar hlíðar
og síðustu laufin fokin af trjám í
görðum. Veturinn á næsta leiti
með myrkur og kulda. Fréttin
berst um hræðilegt slys. Ungur
maður, í lífsins blóma, er tekinn
frá okkur. Eftir standa aðstand-
endur og vinir í djúpri sorg og
syrgja Sverri Ketil Gunnarsson.
Minningar um ljúfan og
greindan dreng sækja á hugann.
Fyrstu árin í skólanum í Nesjum
ásamt fjörugum hópi barna úr
árgangi 1999. Seinna í Hafnar-
skóla og svo í Heppunni. Þar fór
ekki mest fyrir Sverri Katli en
hann pjakkaðist með. Alltaf
kurteis og hugulsamur. Spark-
andi fótbolta, í alls kyns vafstri
með vinum og meistari í tölvu-
leikjum. Á hugann sækja góðar
minningar um ferðalög, skemmt-
anir og ýmsar uppákomur í leik
og námi. Minningar um samtöl,
þar sem djúpar og heimspeki-
legar vangaveltur leitandi ung-
lingsstráks ber hæst. Minningar
um samveru í ferðalagi lífsins
með fallegum dreng.
Starfsfólk grunnskólans send-
ir Helgu, Gunnari, Guðrúnu Ósk,
Guðbjarti Frey og öðrum að-
standendum innilegar samúðar-
kveðjur. Blessuð sé minning
Sverris Ketils Gunnarsonar.
Ég á eitt leiði langt frá manna glaumi
þar liggur nokkuð undir sem ég missti
því dauðans vindur dýran blómknapp
hristi
og hreif hann burt úr lífsins geisla-
draumi.
Þar sit ég stundum, andinn minn hinn
aumi
í endurminning fram um tímann líður
því tíminn var svo tignarlega blíður
og tárið rann með beiskum harma-
straumi.
Því þú ert horfin, þú ert ekki lengur
sem þrýsti ég að vörmu föðurhjarta
og ljósið mitt er liðið burt af jörðu.
Í harmi slitnar hörpu minnar strengur,
þar hjálpar ekki neitt um það að
kvarta,
þú lifir samt þig ljóssins englar vörðu.
(Benedikt Gröndal)
Fyrir hönd starfsfólks Grunn-
skóla Hornafjarðar,
Sæmundur Helgason.
Sverrir Ketill
Gunnarsson
Í dag kveð ég Jó-
hann, mág minn,
með sorg í hjarta og
vil þakka honum allt
sem hann hefur gert fyrir okkur á
sinni lífsleið. Þeir greiðar eru
óteljandi og af öllu tagi.
Hann var með afbrigðum góður
og hjálpsamur maður sem vildi
öllum gott gera og var að því fram
á síðustu stund. Það verkefni varð
að klárast áður en kallið kæmi, þó
að þrekið væri í raun löngu búið og
tíminn að renna út. Hann vissi að
dagar hans voru taldir.
Jóhann vann lengst af við pípu-
Jóhann Lúthersson
✝ Jóhann Lúth-ersson fæddist
9. janúar 1934.
Hann lést 23. októ-
ber 2016.
Útför Jóhanns
fór fram 31. októ-
ber 2016.
lagnir og var mjög
vandvirkur og lag-
hendur. Um tíma
hékk flott mynd uppi
á mælingastofu pípu-
lagningamanna af
verki sem hann vann
í húsi í Garðabæ fyrir
mörgum árum.
Hann lagði í mörg
þekkt hús í Reykja-
vík, meðal annars
Austurbæjarbíó og
Landspítalann . Þegar vatnið kom
í Kópavog lagði hann heim í húsin
frá flestum götum Kópavogs.
Hann lagði í Kópavogskirkju og
gaf þá vinnu til styrktar kirkjunni.
Eitt sinn fór hann á Hellissand til
að leggja í eitt hús en var þar í 5 ár
og lagði í 51 hús á Hellissandi og í
Ólafsvík.
Annað sinn ætlaði hann að
prufa að fara í einn túr á togara,
sem urðu 10 ár á sjónum, lengst af
á togaranum Surprise, og var
hann á honum þegar hann strand-
aði 1968 á Landeyjasandi. Þetta
var á þeim árum sem vöruúrval
var lítið og gjaldeyrir af skornum
skammti. Sjómenn fengu gjald-
eyri fyrir hvern túr og kom Jó-
hann heim með dýrmæta hluti,
ferð eftir ferð, sem hann gaf bróð-
ur sínum sem var að byrja að búa
og átti ekki mikið til. Þannig mað-
ur var Jóhann.
Jóhann var frábær tafl- og
bridsmaður og tók þátt í mörgum
mótum og vann til fjölda verð-
launa. Hann var einn af stofn-
félögum skátafélagsins og Breið-
bliks í Kópavogi. Hann las mikið
og átti stórt safn af úrvalsbókum
og gat talað af dýpt um flest mál-
efni. Hann hafði stálminni.
Hann var með sannkallaða bíla-
dellu alla sína tíð og hafði yndi af
fallegum og góðum bílum. Aldrei
sást blettur né skráma á bílunum
hans.
Þannig maður var Jóhann;
þrautseigur, sterkur og æðrulaus,
sem ætlaðist aldrei til neins af öðr-
um en alltaf boðinn og búinn að
rétta öðrum hjálparhönd.
Hann barðist eins og hetja við
ólæknandi voðasjúkdóm og fór
sáttur við Guð sinn og menn.
Börn mín og barnabörn í Kali-
forníu senda samúðarkveðjur.
Þeim þótti mikið vænt um frænda
sinn „uncle Jói,“ eins og þau köll-
uðu hann.
Innilegar samúðarkveðjur til
ættingja og vina.
Þakka þér samfylgdina, góði
vinur.
Sveinn Þórðarson.
Innilegar þakkir fyrir samúð, vináttu og
hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærrar
eiginkonu, dóttur, móður, tengdamóður og
ömmu,
SOFFÍU WEDHOLM
GUNNARSDÓTTUR,
sem lést miðvikudaginn 26. október.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
krabbameins- og líknardeildar Landspítalans.
.
Helgi Björnsson
Jóna Jóhannesdóttir Wedholm
Gunnar Wedholm Helgason Þóra Björk Eysteinsdóttir
Ólöf Helgadóttir Guðmundur J. Kristjánsson
Erlen Björk Helgadóttir Kristinn Ottason
Elsku afi minn.
Það er sorglegt að
þurfa að kveðja þig
því þú varst alltaf
svo góður við mig
og alla sem nærri þér voru. Ég
elska allar þær minningar sem
ég hef upplifað með þér. Það var
alltaf svo gott að heimsækja þig
og ömmu og vera í kringum þig,
þú gafst ást og hlýju frá þér og
breyttir því ekkert þó að þú
værir orðinn mjög veikur. Það
var gott að geta farið síðustu
ferðina með þér og ömmu í sum-
Leifur Friðleifsson
✝ Leifur Frið-leifsson fædd-
ist 12. desember
1929. Hann lést 10.
október 2016. Útför
Leifs fór fram í
kyrrþey.
arbústaðinn í Borg-
arfirðinum í júní.
Ég mun aldrei
gleyma þeim góðu
stundum sem við
áttum saman, þeg-
ar þú fórst að hlæja
að góðum brandara
eða þegar þú leyst-
ir vind og kenndir
ömmu um það, já
þá var gaman hjá
okkur. Ég vona
innilega að þú hvílir í friði þar
sem þú ert núna, sjáumst
seinna, afi minn. Hafðu það gott
og guð blessi þig. Megi góður
guð styðja og styrkja ömmu í
hennar miklu sorg, hún er svo
einmana núna, það vantar þig.
Kveðja,
Laufey Guðrún
Vilhjálmsdóttir.