Morgunblaðið - 09.11.2016, Síða 41

Morgunblaðið - 09.11.2016, Síða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2016 „Okkur þykir mjög vænt um þessi verðlaun,“ segir Anton Máni Svans- son, framleiðandi Hjartasteins í leikstjórn Guðmundar Arnars Guð- mundssonar, en kvikmyndin hlaut nýverið áhorfendaverðlaun Politi- ken á CPH:PIX kvikmyndahátíð- inni í Kaupmannahöfn. Alls kepptu tólf alþjóðlegar kvik- myndir um áhorfendaverðlaun CPH:PIX. Í frétt um málið á vef há- tíðarinnar er á það bent að Guð- mundur er þriðji íslenski leikstjór- inn sem vinnur áhorfendaverð- launin á jafnmörgum árum. Fyrst vann Benedikt Erlingsson með Hross í oss og síðan Dagur Kári Pétursson með Fúsa. Danska dagblaðið Politiken er bakhjarl verðlaunanna, en þeim fylgir dreifingarstyrkur og kynn- ing í Danmörku. „Verðlaunin eru mjög mikilvæg fyrir myndina og munu hjálpa okkur, því það er ekki sjálfgefið að íslensk mynd fái al- mennilega dreifingu í Danmörku,“ segir Anton Máni og bendir á að meðframleiðandi myndarinnar sé SF Studios í Danmörku. „Ég held að óhætt sé að segja að það sé ís- lensk bylgja í kvikmyndagerð, sem er frábært. Þetta á ekki bara við í Danmörku heldur víðar um heim.“ Hjartasteinn hefur sópað að sér verðlaunum á kvikmyndahátíðum erlendis að undanförnu, en kvöldið eftir að myndin vann í Kaupmanna- höfn vann hún aðalverðlaun 58. Norrænu kvikmyndahátíðarinnar í Lübeck og fetaði þar í fótspor myndar Baldvins Z, Vonarstrætis, sem hlaut sömu verðlaun árið 2014. Hjartasteinn hefur því samtals hlot- ið tíu alþjóðleg verðlaun til þessa. Framleiðendur Jesper Morthorst og Lise Orheim Stender frá SF Studios. Hjartasteinn heillar Leikarinn, skemmtikraft- urinn og söngv- arinn Þórhallur Sigurðsson, betur þekktur sem Laddi, fagnar 70 ára afmæli sínu 20. janúar á næsta ári. „Af því tilefni verður blásið til stórglæsilegra ferilstónleika þann 21. janúar í Eld- borg Hörpu,“ segir í tilkynningu frá Senu. Sala á tónleikana hefst á morg- un á vefnum harpa.is. Á síðustu vik- um hafa farið í spilun tvö ný lög frá Ladda, annars vegar „Lúxuslíf“ og hins vegar „Hér er ég“. Laddi sjötugur Þórhallur Sigurðsson Who’s the Daddy! munvera þriðja og síðastauppistandssýningin íþríleik leikhópsins Pörupilta um samskipti kynjanna, sem frumsýndur er á um fimm ára tímabili. Í uppistandssýningunni Homo erectus ræddu þeir opinskátt um tengslin við hitt kynið, í fram- haldinu stóðu þeir fyrir kynfræðslu fyrir unglinga og nú er komið að af- leiðingum ástalífsins því Dóri Maack (Sólveig Guðmundsdóttir) er orðinn pabbi. Hann skuldar þrjá mánuði í meðlag með kornungri dóttur sinni og grípur til þess ráðs til tekjuöfl- unar að standa fyrir feðrafræðslu í Tjarnarbíói í anda allra þeirra fyrir- lestra sem þeir félagar hafa sótt hjá Vinnumálastofnun í gegnum tíðina. Ætlun Dóra Maack er að ræða lykilspurningar á borð við hver skeindi síðast, hvort allar barns- mæður séu snarklikkaðar, hvernig senda má börnum skýr skilaboð sem og rök með og á móti meðlags- greiðslum, en fljótlega er hann hins vegar farinn að rifja upp sambandið við barnsmóður sína frá því þau kynntust og allt þar til hún henti honum út. Allt er þetta kryddað kveðskap Dóra sem kitlaði sann- arlega hláturtaugarnar. Framan af sér Dóri Maack einn um fræðsluna með aðstoð Powerpoint-myndasýningar meðan Nonni Bö (Alexía Björg Jóhann- esdóttir) og Hermann Gunnarsson eða Hemmi Gunn (María Pálsdóttir) passa litla krílið utan sviðs. En líkt og allt sem þessir gaurar taka sér fyrir hendur klúðrast það, því Nonni Bö og Hemmi Gunn lenda í stökustu vandræðum með barnið þegar það vaknar og krefst þess að því sé sinnt. Sýningin hófst af miklum krafti með dansatriði áður en brast á með fyrirlestrinum sem var best heppn- aði hluti sýningarinnar. Þar mæðir mest á Sólveigu sem er sannkallað kamelljón og virðist ekkert hafa fyr- ir því að stökkva inn í hlutverk hins seinheppna lúða sem Dóri Maack er. Aðeins eru tæpir tveir mánuðir síð- an Sólveig frumsýndi á sama sviði Sóleyju Rós ræstitækni og miðlaði átakanlegri reynslu af barnsmissi. Umbreytingin á leikkonunni, jafnt í útliti, líkamstjáningu og raddbeit- ingu, er alveg hreint ótrúleg enda fantagóður leikari sem óskiljanlegt er að stóru atvinnuleikhúsin í borg- inni leiti ekki oftar til. Eftir innkomu Nonna Bö og Hemma Gumm tók við heilmikið plott sem var um margt sniðugt en gekk samt ekki fyllilega upp í asa sínum og hefði þurft ítarlegri yfir- legu og efnismeiri úrvinnslu. Þrátt fyrir ágætis spretti í handritinu var eins og lopinn væri of oft teygður og á stundum var hreinlega erfitt að greina hvort um væri að ræða vand- ræðagang Pörupilta sjálfra eða skapara þeirra. Líkt og Sólveig eru María og Alexía sannfærandi í gervum sínum og töktum sem Hemmi Gunn og Nonni Bö, þó undirrituð eigi erfitt með að skilja kvenhylli þess síðar- nefnda sem virðist ítrekað koma honum í vandræði. Heilt yfir er sýn- ingin býsna fyndin og skemmtilegt að fá tækifæri til að sjá heiminn með gleraugum Pörupilta. Á stundum virtust þeir félagar hins vegar búa yfir aðeins of miklu innsæi og skiln- ingi eins og t.d. þegar umráðarétt kvenna yfir eigin líkama bar á góma sem aftur dró úr trúverðugleika þeirra. Fyndin „Heilt yfir er sýningin býsna fyndin og skemmtilegt að fá tækifæri til að sjá heiminn með gleraugum Pöru- pilta,“ segir um uppistandssýninguna Who’s the Daddy! sem sýnd er í Tjarnarbíói. Leikkonurnar Alexía Björg Jó- hannesdóttir, Sólveig Guðmundsdóttir og María Pálsdóttir í hlutverkum sínum sem Pörupiltar með ónefnt barn. Og svo kom barn! Tjarnarbíó Who’s the Daddy! bbbnn Eftir Pörupilta, þ.e. Dóra Maack, Nonna Bö og Hemma Gunn. Leikarar: Sólveig Guðmundsdóttir, Alexía Björg Jóhann- esdóttir og María Pálsdóttir. Frumsýn- ing í Tjarnarbíói föstudaginn 4. nóv- ember 2016, en rýnt í aðra sýningu 5. nóvember. SILJA BJÖRK HULDUDÓTTIR LEIKLIST Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Kolibri trönur í miklu úrvali, gæða- vara á góðu verði Kolibri penslar Handgerðir þýskir penslar í hæsta gæðaflokki á afar hagstæðu verði Ennþá meira úrval af listavörum WorkPlus Strigar frá kr. 195 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar HACKSAW RIDGE 5.30, 8, 10.45 (P) DR. STRANGE 3D 8, 10.30 TRÖLL 2D ÍSL.TAL 6 BRIDGET JONES’S BABY 5.30, 8, 10.25 POWERSÝNING KL. 22.45 Miðasala og nánari upplýsingar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.