Morgunblaðið - 12.11.2016, Qupperneq 1
L A U G A R D A G U R 1 2. N Ó V E M B E R 2 0 1 6
Stofnað 1913 266. tölublað 104. árgangur
FÓR ÚR
TANNSMÍÐUM
Í GLERSMÍÐAR
SÆKIR
INNBLÁSTUR
Í ÆVINTÝRI
RÚNA SÝNIR VERK SÍN 46PERLA Í BLÁU HÚSI 14
hluti af
ÞÚ ÞARFT
um helgar
Frábært
afmælistilboð
Nánar á síðu 13
Hjörtur J. Guðmundsson
Agnes Bragadóttir
Vinnuhópar frá Sjálfstæðisflokki,
Viðreisn og Bjartri framtíð munu
hefja vinnu við gerð stjórnarsáttmála
ríkisstjórnar þessara flokka um
helgina. Bjarni Benediktsson, for-
maður Sjálfstæðisflokksins, segir for-
mennina sammála um að láta vinnuna
ganga hratt fyrir sig og kveðst vonast
til að það liggi fyrir um miðja næstu
viku hvort hægt sé að ná saman.
Formenn flokkanna þriggja
ákváðu í gær að hefja formlegar
stjórnarmyndunarviðræður. „Við
ætlum að láta reyna á stjórnarsátt-
mála núna og teljum að þessi samtöl
hafi leitt það í ljós að það séu nægi-
lega margir samstarfsfletir,“ sagði
Bjarni eftir fund formannanna og
þingflokksfund og bætti því við að
hann væri ágætlega bjartsýnn á að
það tækist vel.
Benedikt Jóhannesson, formaður
Viðreisnar, sagði eftir þingflokksfund
að þar væri vilji til að láta reyna á
samstarf með Sjálfstæðisflokki og
Bjartri framtíð.
Ekki gætir mikillar bjartsýni um
að þessi tilraun takist, samkvæmt
samtölum við þingmenn og stuðn-
ingsmenn flokkanna, en þó virðast
margir telja hana þess virði.
Byrjað á sáttmála um helgina
Morgunblaðið/Eggert
Valhöll Bjarni Benediktsson kynnti ákvörðun formanna flokkanna um að ganga til formlegra stjórnarmyndunarviðræðna á þingflokksfundi.
Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Björt framtíð reyna að mynda ríkisstjórn
MFormlegar viðræður hefjast »6
Jón Þórisson
Guðni Einarsson
Verkfall sjómanna getur haft alvar-
leg áhrif á markaði fyrir íslenskan
fisk, sérstaklega fyrir ferskan fisk
nú fyrir jólin. Það er mat stjórnenda
útgerðarfyrirtækja.
Fiskiskipin hífðu inn veiðarfæri í
fyrrakvöld þegar vinnustöðvun Sjó-
mannasambands Íslands, Sjómanna-
félags Íslands og Verkalýðsfélags
Vestfirðinga tók gildi. Skipin héldu
til hafnar og voru byrjuð að tínast
inn í gær. Það tekur togarana sem
eru í Barentshafi hins vegar viku að
sigla heim.
Lítið bar í milli
Heiðrún Lind Marteinsdóttir,
framkvæmdastjóri Samtaka fyrir-
tækja í sjávarútvegi, telur að lítið
hafi borið á milli deiluaðila þegar sjó-
menn slitu viðræðum á ögurstundu í
fyrrakvöld vegna ágreinings um
mönnunarmál á uppsjávarskipum og
ísfisktogurum. Segir hún að þá hafi
verið búið að fallast á allar megin-
kröfur sjómanna. Samninganefnd
sjómanna telur að of langt hafi verið
gengið í fækkun í áhöfnum skipanna.
Valmundur Valmundsson, formaður
Sjómannasambandsins, segir að þeir
hafi boðið að lágmarksmönnun á
uppsjávarskipun yrði 9 menn, sem er
fjölgun um einn, á meðan unnið væri
að rannsókn á því hvað þyrfti marga
til að manna þessi skip.
„Þrátt fyrir að verkfall sé nú stað-
reynd leysa aðilar sig ekki undan
þeirri ábyrgð að þeim beri í lengstu
lög að afstýra verulegu tjóni og
áframhaldandi verkfalli,“ segir
Heiðrún í aðsendri grein í blaðinu í
dag.
Leita annað eftir fiski
Pétur Hafsteinn Pálsson, forstjóri
Vísis í Grindavík, segir að verkfallið
nú geti orðið miklu skaðlegra en
fyrri verkföll. „Saltfiskmarkaðir eru
ekki að vaxa og mjög fáir markaðir
eru góðir fyrir ferskan fisk. Frakk-
landsmarkaður er sennilega okkar
verðmætasti markaður núna og
þetta er allt sett í uppnám. Markaðs-
aðilar þar bíða ekkert eftir að þetta
verkfall klárist, frekar en annars
staðar. Þeir leita bara annað eftir
vörunni og við höfum ekki leyfi,
hvorki við né sjómenn, til að láta það
gerast,“ segir Pétur.
Kristján Vilhelmsson, fram-
kvæmdastjóri útgerðarsviðs Sam-
herja, segir að markaðurinn leiti í
aðra vöru og þegar ferskfiskur ber-
ist á markað á ný sé undir hælinn
lagt hvort markaðurinn verði enn til
staðar.
Alvarleg áhrif
á fiskmörkuðum
Ber að afstýra verulegu tjóni, segir framkvæmdastjóri SFS
MVerkfall sjómanna »4 og 30
Morgunblaðið/Golli
Löndun Sjómenn mega einvörð-
ungu sigla heim og landa í verkfalli.
Formenn lögreglusambanda allra
landa á Norðurlöndum vara við
þeirri þróun sem verið hefur í lög-
gæslu á undanförnum árum, í ákalli
sem birt er í Morgunblaðinu í dag.
Sagt er að öryggi, traust og ná-
lægð við almenning heyri brátt sög-
unni til. Vilja þeir að forgangsraðað
verði í þágu trausts, nálægðar og
fagmennsku. Að öðrum kosti muni
kreppan innan lögreglunnar
versna. »27
Öryggi, traust og
nálægð að hverfa
Norski heimsmeistarinn Magnús
Carlsen og Rússinn Sergei Karjakin
settust að tafli í fyrstu skákinni í ein-
vígi um heimsmeistaratitilinn í New
York í gærkvöldi. Skákinni lauk með
jafntefli eftir 42. leiki.
„Strax í byrjun reyndi Magnús að
koma Karjakin á óvart með því að
velja byrjunarleið sem þótti minna á
sigurvegara bandarísku forseta-
kosninganna, Trompovsky-byrjun.
Hann kom ekki að tómum kofanum
hjá andstæðingi sínum sem jafnaði
taflið án teljandi erfiðleika,“ skrifar
Helgi Ólafsson skákskýrandi. »30
AFP
Einvígi Meistarinn Magnús Carlsen
að tafli gegn Sergei Karjakin.
Jafntefli í
fyrstu skák
Ökumaður vörubifreiðar sem ók
inn í aurskriðu í Berufirði í gær-
kvöldi kenndi sér meins og var
fluttur á sjúkrahúsið í Neskaupstað
til skoðunar og aðhlynningar. Aur-
skriða féll upp úr klukkan 19 á
hringveginn rétt norðan við bæinn
Núp. Hún var 20-30 metra breið og
upp undir metri á þykkt. Úrhellis-
rigning var á svæðinu.
Bíllinn lenti á skriðunni og var
kominn langleiðina yfir hana þegar
hann stöðvaðist. Björgunarsveit og
lögregla komu á staðinn og hjóla-
skófla frá Vegagerðinni opnaði
veginn eftir tæpa þrjá klukkutíma.
Vörubíll
lenti á
aurskriðu