Morgunblaðið - 12.11.2016, Page 6

Morgunblaðið - 12.11.2016, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2016 Kæli- og frystibúnaður í allar gerðir sendi- og flutningabíla Funahöfða 7, 110 Reykjavík, s. 577 6666 FRÉTTASKÝRING Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Formenn Viðreisnar, Benedikt Jó- hannesson, og Bjartrar framtíðar, Óttarr Proppé, komu til stutts fundar við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, í fjármálaráðu- neytinu kl. 15 í gær. Niðurstaða þess fundar varð sú að formennirnir ákváðu að hefja í dag formlegar stjórnarmyndunarviðræður. Ekki gætir mikillar bjartsýni í garð þessar tilraunar, samkvæmt samtöl- um við þingmenn og stuðningsmenn flokkanna þriggja, en þó virðast margir telja að það sé þess virði að láta með formlegum hætti reyna á hvort hún geti tekist. Send var út fréttatilkynning um kl. 17 í gær, um ákvörðunina um að hefja formlegar viðræður flokkanna þriggja. Þegar í dag munu flokkarnir þrír setja í gang vinnuhópa til þess að vinna að gerð stjórnarsáttmála. Bjarni Benediktsson gekk á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Ís- lands, kl. 16.45 og kl. 17.15 fundaði hann með þingflokki Sjálfstæðis- flokksins og kynnti stöðu mála. Líkt og fram kom í Morgunblaðinu í gær var stærsta ágreiningsefnið um mögulega þjóðaratkvæðagreiðslu vegna aðildarumsóknar að Evrópu- sambandinu. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins kom það skýrt fram í máli Bjarna, þegar hann ræddi við þá Benedikt og Óttarr, að Sjálfstæðis- flokkurinn myndi ekki skuldbinda sig fyrirfram til nokkurs hlutar í þeim efnum. Hann hefði jafnframt lýst því yfir að flokkurinn vildi gjarnan að það mál yrði tekið fyrir og afgreitt á Alþingi fyrir lok kjörtímabilsins. Það yrði þannig mál Alþingis en ekki ríkisstjórnarinnar og ef niðurstaða Alþingis yrði sú að vilja efna til þjóð- aratkvæðagreiðslu, þá myndi Sjálf- stæðisflokkurinn lúta vilja þingmeiri- hluta á Alþingi. Sjálfstæðismenn pirra Viðreisn Stuðningsmenn Viðreisnar sögðu í gær að neikvæð skilaboð og neikvætt viðhorf frá stórum hluta þingflokks Sjálfstæðisflokksins væri farið að pirra Viðreisn verulega. „Það er ein- faldlega heilmikill pirringur og fýla í Sjálfstæðismönnum,“ sagði stuðn- ingsmaður Viðreisnar. Hann bætti við að heyrst hefði úr herbúðum Sjálf- stæðismanna að Benedikt Jóhannes- son, væri „mikill þverhaus“. Hann hafnaði þeirri lýsingu, og sagði að hann hefði bæði verið „skýr og mál- efnalegur“ í sínum málflutningi. Formaður Viðreisnar gírugur Úr þingflokki Sjálfstæðisflokksins má vissulega heyra mikinn pirring, jafnvel óþol, í garð Viðreisnar og þá ekki síst í garð formannsins, Bene- dikts Jóhannessonar. Þingmenn lýsa framkomu hans sem yfirlætis- og hrokafullri. Hann setji fram skilyrði. Þá hafi það spurst út að Benedikt sé þegar farinn að máta sig alvarlega í stól frænda síns, Bjarna Benedikts- sonar fjármálaráðherra. Einn þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins orðaði þetta svo í gær: „Bensi er bara svo frekur og gírugur að þetta á allt eftir að reynast mjög erfitt. Það er til marks um yfirganginn í Benedikt að hann hefur þegar sett fram kröfu um að fá að verða fjármálaráðherra. Er það nú tímabært að koma með slíka kröfu áður en formlegar viðræð- ur eru hafnar? Þetta er í mínum huga súrrealískt dæmi um frekju.“ Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur blaðamanni ekki tekist alla vikuna að ná í Benedikt, til þess að heyra við- brögð hans við þeirri hörðu gagnrýni sem fram hefur komið á hann frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Betri umsagnir um Bjarta Af samtölum við þingmenn Sjálf- stæðisflokksins að dæma njóta þing- menn Bjartrar framtíðar mun já- kvæðari umsagna en þingmenn Viðreisnar. Þeir eru sagðir málefna- legir og sanngjarnir. Formlegar viðræður hefjast í dag  Starfshópar um málaflokka skipaðir í dag af Sjálfstæðisflokki, Viðreisn og Bjartri framtíð  Sjálf- stæðisflokkur fellst á að atkvæðagreiðsla á Alþingi um ESB-aðildarumsókn fari fram í lok kjörtímabils Morgunblaðið/Eggert Samtaka Formenn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar vinna saman. Morgunblaðið/Eggert Ákvörðun Bjarni Benediktsson sagði frá ákvörðun sinni um að ganga til viðræðna við Viðreisn og Bjarta framtíð, í samtölum við blaðamenn fyrir þingflokksfund sjálfstæðismanna í Valhöll. Hann kom beint þangað af fundi forseta. „Menn eru ánægðir með að við séum komnir á þennan stað,“ sagði Bjarni Benediktsson eftir fund með þingflokki Sjálfstæðismanna og hélt áfram: „Það eru allir sammála um að við eigum að láta reyna á þennan valkost. Línur hafa skýrst frá kosningum og smám saman hefur staðan þrengst niður í það að það var í raun og veru bara einn kostur eftir og við viljum láta reyna á hann.“ Spurður um lausn á mismunandi stefnu flokkanna í afstöðunni til um- sóknar um aðild að Evrópusambandinu sagði Bjarni: „Við erum ekki búnir að ljúka því máli en það er eitt af þeim málum, já, sem við höfum þurft að gefa okkur tíma til þess að fjalla um og það er ljóst að það ber talsvert á milli flokkanna í afstöðunni til Evrópusambandsins en ég tel að með því að við leggjum málið frekar inn til þingsins með einhverjum hætti þá finnist nú lausn á því.“ hjortur@mbl.is Viljum láta reyna á þennan kost BJARNI BENEDIKTSSON, FORMAÐUR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu grunnskóla- kennara og sveitarfélaga á mánu- dag eftir hádegi. „Þetta er fyrsti fundur í kjara- deilunni eftir að henni var vísað til ríkissáttasemjara,“ segir Ólafur Loftsson, formaður Félags grunn- skólakennara, en kennarar hafa undanfarið í tvígang fellt kjara- samninga og eru ósáttir bæði með kaup og kjör og jók nýlegur úr- skurður kjararáðs um laun þjóð- kjörinna fulltrúa enn á óánægju þeirra. „Við leggjum áherslu á að ná fram meiri launahækkunum en voru í felldum samningum ásamt breytingu á vinnutíma og umhverfi kennara.“ Kennarar og sveitarfélög funda á mánudag Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Þjóðvegur 1 í gegnum Borgarnes verður áfram á sama stað, sam- kvæmt ákvörðun sveitarstjórnar Borgarbyggðar. Lengi hefur staðið til að leggja veg frá Borgarfjarðar- brúnni upp með bakka Hvítár um svonefnda Sandvík og þaðan svo áfram inn á núverandi þjóðveg rétt ofan við bæinn. Gert hefur verið ráð fyrir þessu á aðalskipulagi sveitar- félagsins en nú verður undið ofan af því til samræmis við ákvörðun sem sveitarstjórn tók nú í vikunni. „Vegur á þessum slóðum myndi að okkar mati skapa fleiri vandamál en hann myndi leysa,“ segir Geir- laug Jóhannsdóttir, fulltrúi í sveit- arstjórn og formaður byggðaráðs Borgarbyggðar. „Umhverfisáhrifin yrðu mikil og útsýni íbúa í Sandvík og Bjargslandi yrði skert verulega með nokkurra metra háu vegstæði. Áætlað var að þessi framkvæmd myndi kosta 1,4 milljarða króna, það eru miklir fjármunir sem við teljum að betur sé varið til annarra fram- kvæmda í vegamálum hér í Borgar- firði. Ekki er heldur vanþörf á að bæta vegina hér í Borgarbyggð, sem eru um 800 km en innan við 40% þeirra eru með bundnu slit- lagi.“ Bæta umferðaröryggi Í stað þess að flytja hringveginn út fyrir Borgarnes vill sveitar- stjórnin að gerðar verði ýmsar bragarbætur í þágu umferðar- öryggis. Nefnt er að útbúa þurfi göng undir þjóðveginn í Borgarnesi sem tengja myndi íbúðahverfi betur saman við til dæmis leik- og grunn- skóla auk íþróttasvæðis. Einnig þarf, segir Geirlaug Jó- hannsdóttir, að bæta umferðar- öryggi við innkomu í Borgarnes, enda myndi slíkt bæta umferð- arflæði og draga úr hættu á fjölförn- um gatnamótum. Þá þurfi að fara í mikla endurbætur á vegum og brúm í Borgarfirði svo sem uppsveitum og dölum – og vestur á Mýrum. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Borgarnes Þjóðvegurinn þverar bæinn og það verður óbreytt samkvæmt ákvörðun sem sveitarstjórn Borgarbyggðar tók á fundi sínum nú í vikunni. Þjóðvegurinn verður áfram í gegnum Borgarnes  Aðalskipulag- inu verður breytt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.