Morgunblaðið - 12.11.2016, Qupperneq 15
DAGLEGT LÍF 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2016
Handsmíðaðar Perlurnar eru að öllu leyti handsmíðaðar úr mismunandi glerstöngum og efnum sem Nadine vinnur með á ótal vegu í 800°C heitum loga.
unaráráttu. „Það er mikil ná-
kvæmnisvinna og krefst gríðarlegar
æfingar og þolinmæði að móta gler-
ið í kúlu, eða annað form ef því er
að skipta, í 800°C heitum loga og
enn meiri að gera mynstur í perluna
í loganum.“
Eftir tvö ár lét Nadine loks
tilleiðast – og þá fyrir
áeggjan og með aðstoð
eiginmannsins – að
koma glerlistmunum
sínum fyrir sjónir
almennings á sýn-
ingunni Handverk
og hönnun, þar
sem hún hefur síð-
an sýnt á hverju
ári, og víðar.
Tennur og gler
Nadine sem hafði
starfað sem tannsmiður í
Frakklandi og einnig hér á landi
lagði tannsmíðarnar á hilluna og
einbeitti sér að glerlistinni. Spurð
hvort eitthvað sé líkt með þessu
tvennu, tannsmíðum og gler-
smíðum, segir hún hvort tveggja
snúast um að vinna við opinn eld og
með form og liti. Tannsmíða-
námið, sem foreldrum
hennar þótti á sínum
tíma heillavænlegra
fyrir dóttur sína
en listnám, hefur
því komið
Nadine
til
góða með öðruvísi og óvæntari
hætti en ætla mátti í upphafi.
Sá er þó munurinn að tann-
smíðarnar bjóða augljóslega ekki
upp á að nota viðlíka hugmyndaflug
og glerlistin. „Innblásturinn kemur
um leið og ég byrja að vinna og úti-
loka allt annað í umhverfinu. Þá fer
ég að leika mér með liti, form og
mynstur og nýjar aðferðir og eitt
leiðir af öðru. Mér finnst skemmti-
legast að gera afar smágerð og oft
erfið samhverf mynstur,“ segir
Nadine og upplýsir að þegar
mynstrin séu hvað fínlegust geti
tekið allt að þrjár klukkustundir að
búa til eina perlu.
Hjónin í bláa húsinu eru
hvort með sitt borð í sameigin-
legri vinnustofu á fremur litlu
plássi. Hann situr við tölvu, hún
við gaslogann. Hennar umráða-
svæði er óneitanlega öllu líflegra,
hráefnið enda litríkt; fjöldi gler-
stanga, sem minna á handprjóna, í
öllum mögulegum litum. Og birtan
frá logsuðutækinu skemmir ekki
fyrir.
Perla verður til
„Margir átta sig ekki á að perl-
urnar eru að öllu leyti handsmíð-
aðar í gasloga,“ segir Nadine og lýs-
ir ferlinu í stuttu máli: „Glerstöngin
er hituð í 800°C heitum loga þar til
hún er orðin seigfljótandi, en þá er
henni vafið upp á stálstöng og
mynduð kúla eða annað form.
Mynstrið er svo gert í glóandi heita
perluna og henni snúið á meðan til
að halda henni jafnheitri allan
hringinn. Loks er henni skellt í
495°C heitan ofn þar sem hún er
kæld niður í þrepum á fjórum
klukkustundum og þannig hert um
leið. Að því búnu er perlan tekin úr
ofninum og af járnstönginni. Eftir
það get ég hafist handa við að gera
úr henni hálsmen eða annað sem
mér dettur í hug.“
Nadine flytur sjálf inn gler-
stangirnar sem framleiddar eru á
Ítalíu og í Þýskalandi. Stundum
þarf hún líka að sérpanta verkfæri
og hráefni af öðrum toga, til dæmis
næfurþunn gull- eða silfurblöð til að
skapa „görótt mynstur“ eins og seg-
ir á fyrrnefndri vefsíðu. Ekkert ger-
ist af sjálfu sér og ljóst að glersmíð-
arnar kalla á ýmiss konar umsýslu
og útsjónarsemi, viðskiptavit jafn-
vel. Og nú er Nadine komin í hóp
tíu listamanna, hönnuða og hand-
verksfólks sem selja hönnun sína í
listagalleríinu Skúmaskoti við
Skólavörðustíg. Glermunir Nadine
bjóðast þó áfram til kaups á netinu
og vinnustofu í bláasta húsinu í
Kópavogi.
Nadine býr ekki aðeins til skart-
gripi úr glerperlum, heldur einn-
ig ýmsa nytjamuni úr gleri. Til
dæmis mynstruð sköft á bús-
áhöld; hnífa, skeiðar og gaffla í
ýmsum stærðum og gerðum.
Hún hefur hannað og smíðað
búsáhaldastand og í samvinnu
við Ernu Jónsdóttur, leir-
litakonu, ostabakka.
Á vefsíðu Nadine er einn grip-
ur sem ekki er eftir hana –
bókamerki úr stáli sem eig-
inmaðurinn, Ingimundur Þór,
hannaði. Á umbúðunum stendur
eftirfarandi: „Þetta bókamerki
ber nafnið „Húslestur“. Það er
sýn okkar að húslestur nú-
tímans megi leiða okkur til betri
vegar á hverjum degi. Valið
lestrarefni og gagnrýnin hugs-
un gefur af sér þekkingu sem
ber ávöxt. Njótið vel!“
Búsáhöld
og Húslestur
NYTJAMUNIR
Húslestur Bókamerki úr stáli.
Stúdíó Gerðar verður opnað í dag í
Gerðarsafni en það er nýtt fræðslu-
rými og tilraunastofa þar sem hægt
er að gera eigin listaverk innblásin
af sýningum safnsins og listaverk-
um Gerðar Helgadóttur.
Haldið verður upp á opnunina í
dag á milli kl. 13 og 15 þar sem fjöl-
skyldur geta tekið þátt í listasmiðj-
um en þær verða ókeypis fyrir alla.
Hildur Steinþórsdóttir arkitekt og
Rúna Thors vöruhönnuður verða
með fjölskyldusmiðju kl. 13 þar sem
reynt verður að byggja heim úr
óvæntum efnum. Kynntir verða einn-
ig teiknileikir undir heitinu Kvik
strik eftir Eddu Mac myndlist-
armann. Þá mun Linda Björklund
myndlistarmaður leiða teiknismiðju
kl. 14 í anda Kvik strik, þar sem
gerðar verða skemmtilegar teiknit-
ilraunir í Gerðarsafni og Nátt-
úrufræðistofu Kópavogs.
Í sölum Gerðarsafns verður einnig
sýningin Þá opin bæði gestum og
gangandi. Garðskálinn verður einnig
opinn á neðri hæð safnsins en þar
fást hádegisverður og kaffiveitingar.
Stúdíó Gerðar hefur einnig fengið
nýtt útlit með sérhönnuðum hús-
gögnum eftir Hildi Steinþórsdóttur
og Rúnu Thors.
Listasmiðjurnar í Stúdíói Gerðar
eru hluti af fjölskyldustundum í
Menningarhúsum Kópavogs, sem
haldnar verða á laugardögum í allan
vetur. Gerðarsafn, Bókasafn Kópa-
vogs, Héraðsskjalasafn Kópavogs,
Náttúrufræðistofa Kópavogs og Sal-
urinn ljúka upp dyrum sínum og
bjóða upp á fjölbreytta dagskrá sem
er gestum að kostnaðarlausu.
Fræðslurými og tilraunastofa í Gerðarsafni
Nýtt Stúdíó Gerðar hefur nú fengið nýtt útlit með sérhönnuðum húsgögnum.
Fjölskyldustund í Stúdíói Gerðar
Við trúum því að fegurðin sé lifandi,
sköpuð úr tilfinningum og fulll af lífi.
Alveg eins og náttúran sjálf. Til að
viðhalda æskuljóma húðar þinnar
höfum við tínt saman immortelle,
blómið frá Korsíku sem aldrei fölnar.
Divine Cream fegrar svipbrigði þín og
hjálpar við að lagfæra helstu ummerki
öldrunar. Húðin virðist sléttari,
*Ánægja prófuð hjá
95 konum í 6 mánuði.
Húðin virðist unglegri
Mimi Thorisson er
franskur matarbloggari.
Divine Cream með Immortelle blómum
HÚÐUMHIRÐA SKÖPUÐ
FYRIR LIFANDI FEGURÐ
Kringlan 4-12 | s. 577-7040
L’Occitane en Provence - Ísland