Morgunblaðið - 12.11.2016, Síða 16

Morgunblaðið - 12.11.2016, Síða 16
VIÐTAL Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Mér finnst þetta glæsilegt dæmi um það hvernig menn mættu erfiðleikum í atvinnu- rekstri. Þegar brestur varð í markaði sauða- sölunnar undir lok nítjándu aldar duttu bænd- ur ofan á þá lausn að reyna sölu á smjöri til útlanda,“ segir Bjarni Guðmundsson, fyrrver- andi prófessor við Landbúnaðarháskóla Ís- lands á Hvanneyri og verkefnisstjóri Land- búnaðarsafns Íslands. Hann hefur sent frá sér bók um sögu Mjólkurskólans á Hvanneyri og Hvítárvöllum. Skoðun Bjarna á þessari sögu leiðir ým- islegt fleira athyglisvert í ljós. Hann nefnir að í þessu tilviki hafi verið ákveðið að fjárfesta í þekkingu áður en farið var að byggja upp framleiðsluna. Það er ekki algengt í sögunni. Meðferð mjólkur breyttist Mjólkurskólinn hóf starfsemi haustið 1900. Var fenginn maður frá Danmörku, Hans Grön- feldt Jepsen, til að koma honum á fót og stýra. Skólinn var síðan fluttur til Hvítárvalla, eftir að hús hans brann á Hvanneyri. Þar starfaði hann í tengslum við rjómabú bænda í Andakíl og nærsveitum fram um 1920 þegar starfsemin fjaraði út vegna þess að ekki var lengur eft- irspurn eftir náminu. „Margt breyttist í fyrra stríði. Markaðurinn brast og erfiðara varð að fá vinnuafl til sveitastarfa.“ - En hver voru áhrif starfsins í Mjólkurskól- anum? „Teknir voru upp nýir hættir við meðferð og vinnslu mjólkur sem smituðust út í sveitirnar með breyttum verkháttum þótt nemendurnir yrðu ekki nema um 200 í heildina. Mjólk- urskólinn breytti einnig stöðu kvenna. Var ein af fyrstu starfsmenntabrautum sem konur áttu kost á. Margar þeirra tóku við forystu rjómabúa og það opnaði þeim leið til meiri ábyrgðarstarfa,“ segir Bjarni, en titill bók- arinnar vísar til þessa, „Konur breyttu búhátt- um“. Bjarni bætir því við að þótt ekki hafi verið lengur þörf fyrir þessa kennslu hafi kunnáttan verið áfram til staðar og hægt að grípa til hennar þegar mjólkuriðnaðurinn hófst til þess vegs sem hann er á í dag. Þegar rætt er um áhrif starfsins í Mjólk- urskólanum nefnir Bjarni einnig að í stað sjálfsþurftarbúskaparins hafi bændur þurft að vinna saman við stofnun og rekstur rjómabúa. Stofna félög, reka fyrirtæki, selja afurðir, deila hagnaði eða tapi og svo framvegis. Það sé ein af rótum samvinnufélagsskapar við afurðasölu. Smjörframleiðslan í rjómabúunum varð síð- an til þess að bændur fengu tekjur til að taka á móti tæknibreytingum, svo sem með kaupum á vélum eða byggingu húsa. Bjarni hefur gefið út bækur um tæknivæð- ingu landbúnaðarins, meðal annars vinsælar bækur um dráttarvélar. Ástæðan fyrir því að saga mjólkurskólans varð viðfangsefni hans í mörg ár er persónuleg. Amma hans sótti skólann „Það var vegna ömmu minnar [Guðmundu Maríu Guðmundsdóttur frá Kirkjubóli í Dýra- firði] sem var í þessum skóla. Frá henni varð- veittust forvitnileg gögn. Þegar ég fór að skoða þau varð mér ljóst að Mjólkurskólinn var miklu merkilegri stofnun en ég hafði gert mér grein fyrir. Annars eru sögulegar heim- ildir um skólann fátæklegar, ef til vill að ein- hverju leyti vegna þess að fólki hefur ekki þótt hann merkilegur. Kannski er það óbeinn mæli- kvarði á stöðu kvenna á þessum tíma,“ segir Bjarni. Þrátt fyrri þennan útúrdúr hefur Bjarni enn mikinn áhuga á heyskap. Hann er nú að draga saman gögn í yfirlit um breytingar á heyskap á 20. öld og vonast til að geta miðlað því efni á næstu árum. Þekkingin smitaðist út í sveitirnar  Saga Mjólkurskólans á Hvanneyri og Hvítárvöllum komin út á bók  Var meðal fyrstu starfs- menntabrauta sem stóð konum til boða  Fjárfest í þekkingu áður en farið var í framleiðslu 16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2016 MAGNOLIA OFFICINALIS Fæst í apótekum, Heilsuhúsið, Hagkaup, Fjarðarkaup, Orkusetrið, Lifandi Markaður, Heilsuver, Heilsuhornið Blómaval, Heilsulausn.is, Heimkaup og Iceland Engilhjalla. Hrafnhildur Ólafsdóttir starfar við sjálboðavinnu í Rauða Kross búðinni „Ég vil alls ekki nota lyfseðilsskyld svefnlyf og ákvað því að prófa Magnolia. Ég tek 2 hylki á kvöldin um klukkustund fyrir svefn og hef ekki sofið betur í mörg ár.“ SVEFNVANDI – KVÍÐI – DEPURÐ balsam.is Bætt heilsa og betri líðan með Natural Health Labs 100% náttúruleg bætiefni Hefur verið notað við svefnvandamálum, kvíða og depurð í yfir 2000 ár í Asíu Unnið er að því þessa dagana að brjóta niður hluta af landgangi Flug- stöðvar Leifs Eiríkssonar á Kefla- víkurflugvelli, það er tenginguna frá aðalhúsi að svonefndri suðurbygg- ingu þar sem er vegabréfaeftirlit á mörkum Schengen-svæðisins svo- nefnda. Segja má að sífellt standi yfir ein- hverjar breytingar í Leifsstöð vegna sífellt meiri flugumferðar og fleiri farþega þar. Þannig hefur í suður- endanum nú verið reist stór stál- grind sem klætt verður yfir og þar með skapast meira pláss fyrir landa- mæraafgreiðslu, sem mikil þörf hef- ur verið á. Vegna þessa þarf að brjóta niður hluti landgangsins gamla, en það mannvirki er frá upp- hafsdögum flugstöðvarinnar sem tekin var í notkun snemma árinu 1987. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Framkvæmdir Hluti gamla landgangsins er rifinn og er það hluti af breyt- ingum og stækkun flugstöðvarinnar vegna meiri umferðar þar í gegn. Rýmra um Scheng- en-afgreiðsluna  Landgangur við Leifsstöð rifinn Bókin „Konur breyttu búháttum“ er í litlu broti en óhætt er að segja að þar sé mikil saga á lítilli bók. Það er ekki tilviljun, að sögn Bjarna Guðmundssonar. Bókaútgáfan Opna mótaði formið. Brotið er það sama og var á „Leiðarvísi um meðferð mjólkur“ sem Grönfeldt gaf út og fleiri kennslubókum sem notaðar voru í Mjólkurskólanum, og á leiðarvísi Ólafs Olaviusar um smjör- og ostagerð, sem kom út árið 1780. Með formi bók- arinnar er verið að heiðra þá sem komu skólanum upp og enn frekar konunum sem sóttu námið. Mikil saga á lítilli bók SAMA BROT OG KENNSLUBÆKURNAR Sagan Bjarni Guðmundsson, fv. prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Morgunblaðið/Rósa Braga Rjómabú Kristjana Jónatansdóttir var lengi rjómabústýra á Hvanneyri. Hér er hún við vél- knúna skilvindu búsins þar. Ljósmynd/Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.