Morgunblaðið - 12.11.2016, Page 22

Morgunblaðið - 12.11.2016, Page 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2016 flísar fyrir vandláta PORCELANOSA Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á FRÉTTASKÝRING Jón Þórisson Stefán Einar Stefánsson „Þó að ekki sé skylt að notast við lög um opinber innkaup við sölu ríkis- eigna, þá eru þau sá vettvangur sem notast hefur verið við þar sem finna má þá formfestu og það stranga verklag sem tryggir gagnsæi og jafnræði milli bjóðenda.“ Þetta segir Halldór Ó. Sigurðsson, forstjóri Rík- iskaupa, spurður út í hvaða viðmið hið opinbera hafi til að tryggja að rétt sé staðið að sölu ríkiseigna. Lögmenn sem Morgunblaðið hef- ur rætt við í kjölfar umfjöllunar blaðsins um framkvæmd sölu hlutar ríkisins í Klakka benda einnig á að sérstök og brýn rök þurfi að liggja til grundvallar ef þær meginreglur sem gilda um innkaup hins opinbera eigi ekki að gilda um sölu ríkiseigna. Bjóðendur í hlut ríkisins í félagið Klakka, sem á fjármálafyrirtækið Lýsingu, hafa gagnrýnt harkalega hvernig staðið var að söluferlinu. Þannig var Steinari Þór Guðgeirs- syni, lögmanni og stjórnarmanni í Klakka, falið að taka við tilboðum í eignarhlut ríkisins í gegnum tölvu- póst. Var það gert á tölvupóstfang sem vistað er á lögmannsstofu Stein- ars Þórs, sem nefnist Íslög. Þar mun ekki hafa verið tryggt að seljandi hlutarins hefði ekki aðgang að inni- haldi framlagðra tilboða fyrr en til- boðsfrestur var liðinn. Líkt og lesa má í ramma hér til hliðar er gengið út frá því að slíkt sé tryggt í útboðum sem ríkið stendur að á vettvangi Rík- iskaupa. Skortir á sérstakt hæfi Eins og greint var frá í Morgun- blaðinu í gær og fyrradag var Stein- ar Þór Guðgeirsson stjórnarmaður í Klakka þegar eigandi félagsins, Lindarhvoll, fól honum að annast sölu þess. Í stjórnsýslulögum eru ákvæði um sérstakt hæfi. Segir þar að starfs- maður eða nefndarmaður sé vanhæf- ur til meðferðar máls ef hann er aðili þess, fyrirsvarsmaður eða umboðs- maður aðila. Þá segir einnig að mað- ur teljist vanhæfur séu fyrir hendi þær aðstæður sem fallnar eru til að draga óhlutlægni hans í efa með réttu. Umboðsmaður á sama máli Álit umboðsmanns Alþingis í fjöl- mörgum málum hníga í sömu átt. Í skýrslu umboðsmanns fyrir árið 2015 segir: „Það er þó eitt málefni sem óhjákvæmilega fylgir opinberri starfsemi, hvort sem það er hjá ríki eða sveitarfélögum, þar sem ég finn fyrir því að það gætir oft tregðu til þess að fylgja stjórnsýslureglum við meðferð valds og ákvarðanatöku. Það er við ráðstöfun opinberra eigna. Þetta gerist þrátt fyrir að Hæstiréttur Íslands hafi í dómi frá 23. mars 2000 í máli nr. 407/1999 sagt: „Þegar stjórnvald ráðstafar eigum ríkisins gilda um þá ákvörðun reglur stjórnsýsluréttar. Um kaup- samninginn annars gilda almennar reglur um fasteignakaup eftir því sem við getur átt.““ Eins og blaðið hefur áður greint frá veitti Alþingi fjármálaráðherra heimild til stofnunar félags til að annast umsýslu svonefndra stöðug- leikaeigna. Það félag hlaut síðar nafnið Lindarhvoll ehf. Í upphaflegu frumvarpi til laganna var sérstak- lega kveðið á um það að stjórnsýslu- lög giltu ekki um ákvarðanir sem teknar væru af hálfu félagsins. Við þinglega meðferð frumvarpsins var hins vegar fellt út að stjórnsýslulög tækju ekki til félagsins. Það var gert með breytingartillögu meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar við aðra umræðu. Í nefndaráliti meiri- hlutans var áréttað að ákvæði stjórn- sýslulaga og upplýsingalaga skyldu lögð til grundallar starfsemi félags- ins eftir því sem við ætti og mælt væri fyrir um í hlutaðeigandi lögum. Stjórnsýslulög gildi um söluna Lögmenn sem Morgunblaðið hef- ur rætt við vegna málsins benda á að ekki verði með góðu móti annað séð en að stjórnsýslulögin gildi um ákvörðun Lindarhvols um sölu á eignum sem félaginu hefur verið fal- ið að hafa í umsýslu en almennar einkaréttarlegar reglur gildi svo um samningsgerðina sjálfa í tengslum við sölu á slíkum eignum. Þá segja þeir að ekki verði heldur annað séð en að stjórnsýslureglur gildi jafn- framt um fleiri ákvarðanir Lindar- hvols fram að samningagerð og að stjórnvöldum, beint eða óbeint, beri að fara eftir óskráðum meginreglum stjórnsýsluréttar og jafnræðisreglu 65. greinar stjórnarskrárinnar við ákvarðanatökur sínar. Þá ber þeim lögmönnum sem blað- ið ræddi við saman um að óumdeilt sé af þessu að lagaumgjörð Lindar- hvols sé ófullkomin um hvar reglum stjórnsýsluréttarins sleppir. Það séu þó sterk rök fyrir því að í þeim til- vikum þar sem um vafa er að ræða leiði slíkur réttmætur vafi til þess að almennar stjórnsýslureglur gildi um málsmeðferð og ákvarðanatöku í starfsemi Lindarhvols. Enda væru þær reglur til verndar borgunum en ekki stjórnvöldum. Gengið á svig við megin- reglur við sölu ríkiseignar Morgunblaðið/Árni Sæberg Sala Lögmannsstofan Íslög hefur séð um sölu ríkiseigna að undanförnu.  Forstjóri Ríkiskaupa segir að líta beri til laga um opinber innkaup við sölu ríkiseigna ● Mest hækkun varð á bréfum Ice- landair Group í Kauphöll í gær eða 3,17%. Viðskipti með bréf félagsins námu ríflega 850 milljónum króna. Næstmest varð hækkunin hjá Marel eða 2,94% í ríflega 530 milljóna við- skiptum. Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,55% en hefur lækkað um 8,62% frá áramótum. Icelandair og Marel hækkuðu mest í gær 12. nóvember 2016 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 111.78 112.32 112.05 Sterlingspund 138.43 139.11 138.77 Kanadadalur 83.22 83.7 83.46 Dönsk króna 16.361 16.457 16.409 Norsk króna 13.47 13.55 13.51 Sænsk króna 12.344 12.416 12.38 Svissn. franki 113.09 113.73 113.41 Japanskt jen 1.0494 1.0556 1.0525 SDR 153.25 154.17 153.71 Evra 121.76 122.44 122.1 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 151.9767 Hrávöruverð Gull 1255.65 ($/únsa) Ál 1772.5 ($/tonn) LME Hráolía 46.36 ($/fatið) Brent Með tilkomu nýrra keppi- nauta og nýrrar tækni er ein leið til þess að auka samkeppnis- hæfni að setja upp vefverslun sem gerir við- skiptavinum kleift að kaupa vörur og þjón- ustu hvenær dags sem er. Þetta var meðal þess sem fram kom á morgunverðarfundi Advania í gær um öflugri vopn í auk- inni samkeppni. Það sé algengur misskilningur að vefverslanir stuðli að fækkun stöðugilda, þegar raunin sé sú að vefverslanir breyta hlut- verki sölumanna og gera þeim kleift að verja meiri tíma við að veita þjón- ustu. Samkeppni mætt með vefverslun Netið Vefverslun svar við samkeppni. ● Greiningar- deildir bankanna eru ekki á einu máli hvort stýri- vöxtum Seðla- banka Íslands verði breytt en bankinn tilkynnir nætu vaxtaákvörðun á miðvikudaginn kemur. Arion banki metur það svo að stýri- vextir komi til með að verða óbreyttir en helstu rökin fyrir því eru þau að peningastefnunefnd muni vísa í ýmis merki um töluverða spennu í hagkerf- inu og því þurfi að viðhalda aðhaldi peningastefnunnar. Landsbankinn og Íslandsbanki telja hins vegar að lækkun vaxta sé í kort- unum á þessu ári um 0,25%. Helsta ástæða þess sé sterkara gengi íslensku krónunnar sem haldið hefur aftur af verðbólgu en krónan hefur styrkst um 3,9% frá síðasta vaxtaákvörðunarfundi. Greiningardeildirnar hallast að vaxtalækkun Bankar Spá stýri- vöxtum óbreyttum. STUTT Í lögum um opinber innkaup er sérstaklega fjallað um á hvaða formi til- boð skuli berast og hvernig haga skuli samskiptum kaupanda og selj- enda. Þar segir meðal annars í 68. grein: „Auk þess skal tryggt að nafn- leynd tilboða eða tilkynninga um þátttöku sé ekki rofin og kaupandi geti aðeins kynnt sér efni tilboða eða þátttökutilkynninga eftir að tilboðs- frestur eða frestur til að leggja fram þátttökutilkynningu er liðinn.“ Í sömu grein er allur vafi tekinn af um að upplýsingar sem tengist tilboðs- gjöf séu dulkóðuð með búnaði sem fullnægi kröfum sem fram koma í til- skipun sem íslenska ríkið hefur innleitt. Spurður út í framkvæmd rafrænna útboða segir Halldór Ó. Sigurðsson, forstjóri Ríkiskaupa, að stofnunin muni hafa viðeigandi búnað til umráða frá og með apríl næstkomandi en fram að því standi stofnunin ekki fyrir rafrænum útboðum þar sem ekki séu fullnægjandi kerfi til dulkóðunar til staðar. Tilboð með rafrænum hætti GÖGN HALDIST DULKÓÐUÐ FRAM YFIR ÚTBOÐSFREST

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.