Morgunblaðið - 12.11.2016, Page 28

Morgunblaðið - 12.11.2016, Page 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2016 Haustið er tími tungunnar. Þá koma nýju bækurnar ogDagur íslenskrar tungu er haldinn á fæðingardegiJónasar Hallgrímssonar, hinn 16. nóvember. Jónasbreytti málstefnunni með því að sækja sér stílfyr- irmyndir í alþýðlegt tungutak og forna málið fremur en í hið uppskrúfaða orðfæri næstu kynslóða menntamanna á undan honum. Á morgun, sunnudaginn 13. nóvember, verður haldið upp á afmæli Árna Magnússonar í Hofi og 15. nóvember er boð- að málræktarþing í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins þar sem Ari Páll Kristinsson segir frá vefnum málið punktur is með fræðslu og leiðbeiningum um íslenskt mál. Stjórnvöld eru nú loksins að setja af stað skipulega vinnu við að koma íslenskunni upp að hlið nágrannamálanna í máltækni fyrir tölvur en til þess að svo megi verða þurfa mál- og tölvufræðingar að setja saman gagnagrunna á borð við Beygingarlýsingu íslensks nútímamáls (bin.arnastofnun.is) sem Kristín Bjarnadóttir hefur haft forystu um í áraraðir, og nýjasta vefinn í þessari flóru: Íslenskt orðanet (ordanet.arnastofnun.is) eftir Jón Hilmar Jónsson. Því neti er ætlað að hjálpa fólki að orða hlutina útfrá óljósri hugmynd um hvað það hyggst segja. Vefurinn tengir saman orð og orðasambönd eftir hugtökum og merkingarsviðum þannig að hægt er að veiða nákvæmlega rétta orðið. Það er því vonandi bjartara framundan hjá íslenskri tungu en hjá móður Tryggva Emilssonar sem skrifaði eina eftirminnileg- ustu sögu tungunnar af þrautagöngu móður sinnar Þuríðar Gísladóttur hinn 9. maí 1906 þegar þau Emil bjuggu í Hamar- koti þar sem nú er Ásvegur rétt fyrir ofan Þórunnarstræti á Ak- ureyri. Þennan dag hafði Emil farið snemma í vinnu hjá Gránu neðarlega á Eyrinni en Þuríður sótt fisk í soðið ofan á Torf- unefsbryggju. Þegar hún hafði matreitt fiskinn bjó hún um hann á diski og hellti heitu kaffi á glerflösku sem hún klæddi í vett- ling og sokk áður en hún lagði af stað með matinn handa mann- inum sínum, komin á steypirinn, og skildi börnin eftir heima nema Tryggva, þriggja ára. Emil fannst hins vegar ekki í Gránu heldur hafði hann fengið vinnu inn á Höephnersbryggju og þangað fóru þau mæðgin í krapanum og fundu hann undir nón. Þar sofnaði barnið á poka- hrúgu og Þuríður sneri við með Tryggva á bakinu í frosti og fjúki, hvíldi sig á Barði og komst undir kvöld að sinna börnunum heima áður en hún lagði sig og vaknaði daginn eftir til að ala sitt áttunda barn. Um haustið fékk Emil lungnabólgu og þegar leið að jólum bönkuðu sendimenn uppá til að hirða kúna Skjöldu, rétt óborna, upp í matarskuld – og svo bar hún í fjósi kaupmannsins. Þessi píslarganga og sorgasaga úr Fátæku fólki, jólabók ársins 1978, ætti að vera okkur ævarandi áminning um mikilvægi þess að laun vinnandi fólks í landinu dugi fjölskyldum til framfærslu og að til sé velferðarkerfi sem grípi þau sem geta ekki unnið fyrir sér. Þrautagangur „sorga stirði“ Tungutak Gísli Sigurðsson gislisi@hi.is Tvísaga Ásdísar Höllu Bragadóttur er áhrifa-mikil en jafnframt átakanleg saga. Hún er af-ar vel skrifuð, lýsir nánast ótrúlegum örlög-um fólks og verkar stundum á lesandann, eins og skáldsaga. En Tvísaga er ekki skáldsaga. Hún lýsir hlutskipti þriggja kynslóða sömu fjölskyldu á okk- ar tímum. Sumir verða undir í lífinu, fangavist kemur við sögu en bókarhöfundur „lifir af“ og brýtur af sér fjötra fortíðar. Til þess þarf sterk bein og það þarf mikið hugrekki í okkar fámenna samfélagi til þess að segja þessa sögu. En kannski verður bókin til þess að létta fargi af mörgum þeirra sem við sögu koma. Þeir geta horfzt í augu við umhverfi sitt með öðrum hætti en áður. Þótt bókin fjalli um líf móður Ásdísar Höllu og að hluta til móðurömmu hennar og leit hennar sjálfrar á síðari árum að raunverulegum föður sínum finnst mér hún um leið vera saga ákveðinna þjóðfélagshópa af minni kynslóð – saga um fátækt fólk og hlutskipti þess. Það var áreiðanlega mikil stétta- skipting hér fram eftir 20.öldinni. Fordómar og dómharka í garð ann- arra réð ferðinni sem um leið ein- kenndist af hræsni. Höfðaborgin kemur við sögu í bók Ásdísar Höllu. Mér er minnisstætt, þegar ég og mínir félagar fórum í strætó á milli Laugarnesskólans og miðbæj- arins og keyrðum fram hjá Höfðaborg. Við gátum varla litið í áttina að þeim húsum og ekki kom til mála að þekkja nokkurn sem þar átti heima. Raunar átti hið sama við um Kamp Knox, sem var í næsta nágrenni okkar, sem áttum heima á Melunum á þeim tíma. Þetta var á þeim árum, þegar börn, sem töldust „óskilgetin“, þ.e. foreldrar þeirra voru ekki gift, voru litin hornauga. Nokkrum áratugum áður þekktist það að barnshafandi konur voru sendar til Kaupmanna- hafnar til þess að eignast börnin ef það hentaði hags- munum feðranna. Lýsingar í bókinni á „heimsóknunum“ í Höfðaborg eru erfiðar fyrir lesandann. Í raun og veru var verið að beita það fátæka fólk sem þar bjó, ofbeldi. Um var að ræða heimsóknir frá Barnaverndarnefnd Reykjavíkur. Börnin sjálf upplifðu þær heimsóknir sem ógnun – sem varð að veruleika. Bræður voru teknir frá móður sinni. Nú á tímum vitum við að tæpast er hægt að gera barni neitt verra en það að taka það frá móður sinni. Það þarf mikið að gerast til þess að það geti talizt rétt- lætanlegt. „Strákarnir læddust báðir upp í svefnsófann til mömmu sinnar og Sonny tók þéttingsfast um hálsinn á henni, augljóslega dauðhræddur við konuna, sem reglulega ruddist inn á heimilið með yfirlæti og hroka. Litli drengurinn hafði ekki þroska til að segja hug sinn en líkamstjáningin sagði allt sem segja þurfti…Ég er hræddur. Ekki láta hana taka okkur. Ég vil vera hjá þér, mamma…“ Á svipuðum tíma og móðir Ásdísar Höllu var að fá slíkar heimsóknir var ég varamaður í Barnavernd- arnefnd Reykjavíkur í krafti þess að vera varaborg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og kom þar stöku sinnum á fundi. Það er mál út af fyrir sig að stráklingur með takmarkaða lífsreynslu átti þangað ekkert erindi en um leið var það í sjálfu sér ómetanleg lífsreynsla að sækja þá fundi. Þeir hafa sótt á mig á síðari árum eftir að í ljós kom hvað gerðist á heimilum fyrir „vandræða“-börn og -unglinga út á landi, sem oft voru til umræðu á þessum fundum. Lýsing Ásdísar Höllu á „heimsóknunum“ í Höfða- borg var jafn erfiður lestur og lýsing skólabróður míns, Ragnars Stefánssonar, jarðskjálftafræðings, í ævisögu hans, á stéttaskiptingunni á leikvellinum í Laugarnesskóla í okkar tíð. Fátækt er óþolandi hvar sem er. En sú fátækt sem blasir við okkur frá degi til dags er óbærileg. Fyrir nokkrum áratugum var hana að finna í Höfðaborg og í braggahverf- um. Núna er hana að finna í Breið- holti, skv. skýrslum, og áleitin spurning hvort og þá hvar aðrar höfðaborgir samtím- ans eru. Tvísaga Ásdísar Höllu á að verða okkur hvatning til að finna þær og útrýma þeim. Enn í dag er farið með fátækt og vandamál fátæks fólks ýmist sem „tabú“ eða jaðarmál. Þegar Rauði krossinn birti á dögunum skýrslu um fátæk börn í Breiðholti fóru þær umræður allt í einu að snúast um hækkandi fasteignaverð í því borgarhverfi. Þegar tveimur unglingspiltum tókst að smygla sér til Íslands hófust hefðbundin átök í „kerfinu“ þar sem hver vísaði á annan. En þessi bók á líka að vekja okkur til vitundar um nauðsyn þess að gjörbylta velferðarkerfi okkar, sem enn tekur of mikið mið af samfélagi liðins tíma. Upp- haf alls eru börnin. Það sem gerist í lífi okkar á barns- og unglingsárum mótar líf okkar allt til góðs eða ills. Þetta sjáum við betur og betur og það hefur verið staðfest með rannsóknum. Börn sem búa við erfiðar aðstæður í bernsku og síð- ar á æsku- og unglingsárum bíða þess yfirleitt ekki bætur. Fáeinum einstaklingum tekst að brjótast út úr þessari prísund, flestir þegja og lifa með óhamingju sinni en svo eru aðrir sem verða á fullorðinsárum verkefni velferðarkerfisins eða heilbrigðiskerfisins eða fangelsanna. Þess vegna á að snúa velferðarkerfinu við og leggja alla áherzlu á að takast á við vandamálin, sem upp koma á fyrstu árum ævinnar strax en ekki seinna. Þótt Ásdís Halla hafi kannski haft önnur markmið með þessari bók hefur hún í raun skrifað sögu, sem ásamt mörgu öðru getur orðið grundvöllur að nýrri stefnumörkun í velferðarmálum á 21.öldinni. Það er tímabært að hefjast handa við það verkefni nú þegar. Áhrifamikil en átakanleg Tvísaga Það er óþolandi að litið sé á hlutskipti fátæks fólks sem „tabú“ eða jaðarmál. Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Hér hefur verið bent á, að fyrirþingkosningar 2009 sprakk kosningasprengja framan í Sjálf- stæðisflokkinn: Hann hefði árið 2006 fengið 30 milljón króna styrk frá FL Group. Samfylkingin flýtti sér þá að upplýsa (í Fréttablaðinu 11. apríl), að árið 2006 hefði hún fengið samtals 36 milljónir í styrki hærri en 500 þúsund frá fyrirtækjum. Með þessar upplýsingar fór fólk inn í kjörklef- ann og veitti Sjálfstæðisflokknum ærlega ráðningu, en Samfylkingin vann glæsilegan kosningasigur. Í ljós kom, þegar Ríkisendurskoðun fór yfir þetta, að Samfylkingin hafði ekki sagt rétt frá. Hún fékk samtals 102 milljónir frá fyrirtækjum árið 2006 (og Sjálfstæðisflokkurinn 104 milljónir). Hvað skýrir þetta mikla misræmi? Samfylkingin á sér síðan tvo fjár- hagslega bakhjarla, Sigfúsarsjóð og Alþýðuhús Reykjavíkur ehf. Sam- kvæmt ársreikningi fyrir 2014 átti Sigfúsarsjóður 109 milljónir króna og hafði 6 milljónir í hreinar tekjur. Hver fer með þessar rösku hundrað milljónir og í þágu hvers? Alþýðuhús Reykjavíkur seldi árið 2002 Alþýðuhúsið við Ingólfsstræti fyrir að núvirði 478 milljónir. Engar upplýsingar fást um félagið, nema hvað það á tvö dótturfélög, Fjalar og Fjölni, skráð erlendis. Hver fer með þetta mikla fé og í þágu hvers? Ég beindi þessum spurningum op- inberlega til eina aðilans, sem getur svarað þeim öllum: Margrét S. Björnsdóttir var formaður fram- kvæmdastjórnar Samfylkingarinnar 2009-2013 og starfar með mér í stjórnmálafræðideild. Margrét hef- ur einmitt talað fyrir auknu gagnsæi. Í Morgunblaðinu 20. júlí 2002 taldi hún nauðsynlegt að „út- víkka“ lýðræðið og „auka gagnsæi þess“. Í Morgunblaðinu 12. janúar 2006 varaði hún við framlögum fyr- irtækja til stjórnmálaflokka: „Það getur verið hætta á að orðtakið; æ sér gjöf til gjalda, eigi við í ein- hverjum tilvikum og því mikilvægt að öll stærri framlög séu opinber.“ Ég fékk loks svar um ellefuleytið að morgni 14. október 2016. Ég var þá að ganga út úr kaffistofunni í Odda, þar sem stjórnmálafræðideild er til húsa, en inn stikaði Margrét S. Björnsdóttir í þungum þönkum og horfði niður fyrir sig. Ég heilsa jafn- an öllum vingjarnlega og sagði: „Sæl.“ Hún sagði: „Blessaður.“ Síð- an leit hún upp og sá, hver maðurinn var. Í þeim svifum er ég var að fara, heyrði ég hana segja á eftir mér: „Ég tek þetta aftur, því að ég heilsa þér ekki.“ Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Svar Margrétar S. Björnsdóttur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.