Morgunblaðið - 12.11.2016, Qupperneq 30
30 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2016
Samtök fyrirtækja í
sjávarútvegi (SFS) og
VM – Félag vélstjóra
og málmtæknimanna
undirrituðu nýjan
kjarasamning á
fimmtudag. Það er
fagnaðarefni. Við-
ræður stóðu einnig
yfir við verkalýðs-
félög sjómanna og
miðaði þeim vel.
Skömmu fyrir boðað
verkfall kl. 23 á fimmtudagskvöld
ákvað forysta sjómanna hins veg-
ar að slíta viðræðum. Eðli máls
samkvæmt er spurt hvers vegna
vélstjórar hafið samið en sjó-
mannafélögin kosið að slíta við-
ræðum um klukkustund áður en
verkfall átti að hefjast?
Séu sjómenn ósáttir við kjör sín
er það lögbundinn réttur þeirra að
leggja niður störf. Vegna þess
mikla tjóns sem verkföll geta
valdið er hins vegar mikil ábyrgð
á herðum samningsaðila að reyna
til þrautar að ná samningum.
Verkfall á að vera neyðarúrræði.
Þrátt fyrir að samningsaðila hafi
greint á um einstaka þætti skal
staðfest að viðræður gengu lengst
af vel, þar sem aðilar sýndu gagn-
kvæmt tillit og reyndu í góðri trú
að forða því að þúsundir manna í
sjávarútvegi, hvort heldur á sjó
eða landi, legðu niður störf. Því
miður tókst ekki að afstýra því.
Um hvað var samið?
Í þeim kjarasamningi sem SFS
og VM undirrituðu aðfaranótt
föstudags er óumdeilt að aðilar
sættust á veigamikla þætti í
kröfugerð VM. Sú kröfugerð var
að mestu leyti sambærileg kröfu-
gerð sjómannafélaganna.
Í fyrsta lagi náðu aðilar saman
um fiskverðsmál; málefni sem
ágreiningur hefur staðið um til
margra ára. Sú meginregla hefur
verið sett að í viðskiptum á milli
skyldra aðila, þ.e. útgerðar og
vinnslu í eigu sömu aðila, skuli
fiskverð að jafnaði taka mið af
80% markaðsverði á fiskmarkaði.
Að því er viðskipti með uppsjáv-
arfisk varðar hefur gagnsæi verið
aukið, samskipti útgerða og
áhafna vegna fiskverðssamninga
verið styrkt og upplýsingagjöf til
eftirlitsaðila verið formfest.
Með aukinni tæknivæðingu og
betri skipum hefur fækkað í áhöfn
þeirra. Sjómenn hafa á það bent
að fækkun kunni í einhverjum til-
vikum að hafa verið of mikil,
þannig að öryggi sjómanna sé
stefnt í hættu og reglur um hvíld-
artíma séu ekki virtar. Áhyggjur
þessa efnis ber að taka alvarlega,
enda eru það sameiginlegir hags-
munir útgerðar og sjómanna að
vel og rétt sé búið að öryggi og
heilsu sjómanna. Af þessum sök-
um var í öðru lagi um það samið
að hraðað skyldi óháðri úttekt á
þessum þáttum.
Í þriðja lagi var samið um
hækkun kauptryggingar, í fjórða
lagi var samið um aukinn orlofs-
rétt, í fimmta lagi var samþykkt
56% aukning á fjármunum til
kaupa á hlífðarfötum og í sjötta
lagi voru greiðslur í endur-
menntunarsjóð vélstjóra auknar.
Í sjöunda lagi urðu aðilar ásátt-
ir um að svokallað nýsmíðaákvæði
yrði tímabundið frá 1. desember
2023. Mikilvægt er að átta sig á að
enda þótt skiptapró-
senta geti lækkað
tímabundið við kaup á
nýju skipi er ekki þar
með sagt að laun sjó-
manna lækki. Þvert á
móti hafa þau að jafn-
aði hækkað. Þetta
ákvæði byggist á því
að viðkomandi skip sé
yfir meðal-
aflaverðmæti á út-
haldsdag í sínum
flokki. Þannig eru
25% af tekjulægstu
skipunum í
viðmiðunarflokki skipsins undan-
skilin. Af þessum sökum fer fjarri
að öll ný skip uppfylli skilyrði
ákvæðisins og gróflega má áætla
að nýsmíðaákvæðið hafi aðeins
tekið til rúmlega 200 stöðugilda á
sjó umliðin ár. Því skal til haga
haldið að skip sem hafa uppfyllt
skilyrði ákvæðisins eru að jafnaði
tekjuhæstu skip íslenska fiski-
skipaflotans og laun áhafna á þeim
því með því besta sem gerist í ís-
lenskum sjávarútvegi. Sem dæmi
má nefna að hásetahlutur á
uppsjávarskipi sem uppfyllti skil-
yrði ákvæðisins árið 2015 var tæp-
ar 35 m.kr., eða rúmlega 218
þús.kr. á hvern sjódag. Til við-
bótar við laun þessi bætast
greiðslur í lífeyrissjóð.
Hér hefur verið tæpt á því
helsta sem um var samið og stað-
reynd málsins er sú að aðilar hafa
náð góðri sátt um stærstu kröfur
vélstjóra.
Um hvað var ekki samið?
Eins og áður var vikið að tókust
ekki samningar á milli SFS og
sjómanna. Það er miður. Sú
ástæða sem forysta sjómanna hef-
ur gefið fyrir því að slíta við-
ræðum við SFS varðar mönn-
unarmál. Telur forystan að með
átta manna áhöfn á uppsjáv-
arskipum og 13 manna áhöfn á ís-
fisktogurum séu brotin lög og
reglur um hvíldartíma. Um þetta
greinir aðila á, en eins og áður var
vikið að höfðu SFS og sjómenn
áður sammælst um að láta fram-
kvæma óháða úttekt þessara mála
og að vinnu þeirrar úttektar yrði
hraðað. Af þessum sökum er erfitt
að finna rök þess að láta samn-
ingaviðræður steyta á því skeri.
Bæði SFS og sjómenn höfðu
lýst því opinberlega umliðna daga
að viðræðum miðaði vel áfram. Á
síðustu metrunum áður en verkfall
skall á mátti raunar ætla að vinna
og góður vilji umliðna daga gætu
skilað samningi sem vel væri við
unað. Þrátt fyrir að verkfall sé nú
staðreynd leysa aðilar sig ekki
undan þeirri ábyrgð að þeim beri í
lengstu lög að forða verulegu tjóni
og áframhaldandi verkfalli. Sem
fyrr mun SFS ekki liggja á liði
sínu í þeirri vegferð. Þegar öllu er
á botninn hvolft eru útgerðir og
sjómenn samstarfsaðilar með ríka
sameiginlega hagsmuni. Því má
ekki gleyma.
Kjarasamningar
í sjávarútvegi
Eftir Heiðrúnu Lind
Marteinsdóttur
» Þrátt fyrir að verk-
fall sé nú staðreynd
leysa aðilar sig ekki
undan þeirri ábyrgð
að afstýra verulegu
tjóni og áframhald-
andi verkfalli.
Heiðrún Lind
Marteinsdóttir
Höfundur er framkvæmdastjóri SFS.
Fyrsta einvígisskák norskaheimsmeistarans Magn-úsar Carlsen og RússansSergei Karjakin hófst í
New York í gær kl. 19 að íslensk-
um tíma. Skákinni var ekki lokið
þegar þetta var ritað í gærkvöldi
en hér að neðan birtist viðureignin
fram að þeim tíma en jafntefli
blasti þá við. Þetta kemur ekki á
óvart því í fyrstu skák margra
slíkra er eins og keppendur séu að
þreifa fyrir sér og venjast að-
stæðum.
Strax í byrjun reyndi Magnús að
koma Karjakin á óvart með því að
velja byrjunarleið sem þótti minna
á sigurvegara bandarísku forseta-
kosninganna, Trompovsky- byrjun.
Hann kom ekki að tómum kofanum
hjá andstæðingi sínum sem jafnaði
taflið án teljandi erfiðleika en
reyndi ekki að nýta sér þau færi
sem buðust og var greinilega sáttur
við jafntefli. Magnús náði forskoti á
skákklukkunni en eftir drottning-
aruppskipti og enn meiri uppskipti
virtist ekki eftir miklu að slægjast.
Skákinni var ekki lokið þegar
greinarhöfundur skildi við þá fé-
laga.
Þeir munu tefla 12 skákir og
verði þá jafnt verður gripið til
skáka með styttri umhugsunartíma.
Tímamörk eru 100 mínútur á mann
fyrir fyrstu 40 leikina, 50 mínútur
fyrir næstu 20 leiki og eftir það 15
mínútur á skákina allt til loka, 30
sekúndur bætast við tímann eftir
hvern einasta leik. Önnur einvígis-
skákin fer fram í dag og hefst kl.
19 að íslenskum tíma, frí á morgun
og svo eru tefldar tvær skákir, aft-
ur frídagur og svo tvær skákir og
þannig koll af kolli. 12. skákin er á
dagskrá þann 28. nóvember.
Leitað eftir aðstoð Microsoft
Þó að Magnús Carlsen sé talinn
mun sigurstranglegri eru fræði-
menn ýmsir fljótir að benda á
nokkur einvígi í sögu
heimsmeistarakeppninnar þar sem
„minnipokamaðurinn“ hefur staðið
uppi sem sigurvegari. Helsta von
Karjakins liggur á sviði byrjana en
þar þykir hann beittari en Carlsen
sem gerir sér far um að sneiða hjá
alfaraleiðum.
Sálfræðiþátt þessarar baráttu má
ekki vanmeta og Rússarnir kunna
ýmislegt fyrir sér á því sviði. Gam-
all vinur Magnúsar, rússneski stór-
meistarinn Jan Nepomniahctchi,
sigurvegari á minningarmótinu um
Tal á dögunum, var í liði heims-
meistarans í Sochi fyrir tveim ár-
um en er að sögn kominn yfir í
herbúðir Karjakin. Á blaðamanna-
fundi sl. fimmtudag kvaðst Magnús
ekki hafa áhyggjur af vistaskiptum
Nepo. Hann hefur hinsvegar leitað
eftir aðstoð hjá Microsoft til að
girða fyrir þann möguleika að
Rússarnir komist yfir gögn sem
varða undirbúning hans fyrir ein-
vígið. Tortryggni vegna ólöglegrar
notkunar á hugbúnaði á meðan
skák stendur yfir komst í hámæli
þegar Topalov og Kramnik háðu
heimsmeistaraeinvígi sitt í Elista í
Kalmykíu árið 2006. Í dag mega
skákmenn ekki koma með snjall-
síma á skákstað og armbandsúr
eru líka á bannlista. Fjölmörg
svindlmál hafa komið upp und-
anfarið og FIDE hefur neyðst til
að auka mikið við regluverk sitt.
New York hefur áður verið vett-
vangur heimsmeistaraeinvígis;
Kasparov og Anand tefldu um
PCA-heimsmeistaratitilinn á 107.
hæð World trade center haustið
1995. Einvígið fer nú fram í Ful-
ton-Market byggingunni á Man-
hattan í grennd við Wall Street og
steinsnar frá Brooklyn-brúnni sem
liggur yfir í þann hluta heimsborg-
arinnar sem ól upp frægasta skák-
mann Bandaríkjanna, Bobby
Fischer.
Aðalskipuleggjandi einvígisins í
New York er Agon, fyrirtæki sem
staðið hefur fyrir skákviðburðum á
borð við heimsmeistarakeppnina í
hraðskák og atskák. Agon mun
láta reyna á einkarétt sinn vegna
útsendinga frá einvíginu og kynnir
nýjar lausnir þar sem áskrifendur
eru mataðir með ólíklegustu upp-
lýsingum til viðbótar við útreikn-
inga „skákvélanna“. Skákmeist-
ararnir eru jafnframt í nærmynd
meðan á hverri viðureign stendur.
Skákin í gær gekk þannig fyrir
sig:
HM-einvígið New York 2016; 1.
einvígisskák:
Magnús Carlsen – Sergei Kar-
jakin
Trompowsky-byrjun
1. d4 Rf6 2. Bg5 d5 3. e3 c5 4.
Bxf6 gxf6 5. dxc5 Rc6
(Kramnik lék 5. …e6 gegn
Magnúsi á minningarmótinu um
Tal árið 2013.)
6. Bb5 e6 7. c4 dxc4 8. Rd2
Bxc5 9. Rgf3 0-0 10. 0-0 Ra5 11.
Hc1 Be7 12. Dc2 Bd7?!
(Hvassara var 12. …a6 og svarta
staðan er síst lakari.)
13. Bxd7 Dxd7 14. Dc3 Dd5 15.
Rxc4 Rxc4 16. Dxc4 Dxc4 17.
Hxc4 Hfc8 18. Hfc1 Hxc4 19.
Hxc4 Hd8 20. g3
(Bíður áttekta. Flestir áttu von
20. g4 eða 20. Kf1.)
20. … Hd7 21. Kf1 f5 22. Ke2
Bf6 23. b3 Kf8 24. h3 h6 25. Re1
(Riddarinn er á leið til d3 þar
sem hann stendur vel.)
25. …Ke7 26. Rd3 Kd8 27. f4 h5
28. a4 Hd5
Þetta var staðan eftir þriggja
klst. taflmennsku. Karjakin átti
ekki að vera í neinum vandræðum
að ná jafntefli.
Líkur á jafntefli í fyrstu ein-
vígiskák Carlsen og Karjakin
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
AFP
Heimsmeistaraeinvígi Magnús Carlsen (til vinstri) og Rússinn Sergei Kar-
jakin tefla fyrstu einvígisskákina í New York. Önnur skákin fer fram í dag.
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS