Morgunblaðið - 12.11.2016, Side 31
UMRÆÐAN 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2016
Isavia ohf. annast
rekstur flugvalla
landsins og flug-
leiðsöguþjónustu
ásamt tilheyrandi bún-
aði. Félagið er í hópi
stærstu fyrirtækja
landsins með um 1.100
starfsmenn á launa-
skrá. Þótt Isavia sé
ungt að árum (stofnað
árið 2010) liggja rætur
þess dýpra og um þessar mundir
minnist félagið merkra tímamót í
sögu sem spannar rúma sjö áratugi.
Laugardaginn 6. júlí árið 1946 af-
hentu Bretar Íslendingum Reykja-
víkurflugvöll formlega til eignar og
umráða við hátíðlega athöfn sem
haldin var vestan við gamla flug-
turninn. Var allmörgum gestum
boðið til athafnarinnar, þar á meðal
íslenskum embættismönnum og
sendiherrum erlendra ríkja og al-
menningi gafst kostur á að sækja
viðburðinn. Athöfninni var einnig
útvarpað um land allt, sem segir
sitthvað um þýðingu hennar. Bretar
hófu gerð flugvallarins haustið 1940
og þjónaði hann mikilvægu hlut-
verki í baráttunni um Norður-
Atlantshaf. Þegar á stríðsárunum
var flugvöllurinn einnig orðinn mið-
stöð innanlandsflugs og um árabil
var hann vettvangur millilandaflugs
Flugfélags Íslands og Loftleiða.
70 ár síðan Íslendingar tóku
við Keflavíkurflugvelli
Síðar sama ár, hinn 25. október
1946, afhentu Bandaríkjamenn Ís-
lendingum Keflavíkurflugvöll við
hátíðlega athöfn. Á þessu ári eru því
liðin 70 ár síðan Íslendingar tóku
við þessum miklu flugvallarmann-
virkjum sem bandamenn reistu á
stríðsárunum. Eins og kunnugt er
hefur Keflavíkurflugvöllur alla tíð
síðan verið aðalmillilandaflugvöllur
landsins jafnframt því að vera mið-
stöð Bandaríkjahers á landinu þar
til varnarliðið hvarf af landi brott
30. september 2006. Á þessu 60 ára
tímabili hvíldi rekstur flugvallarins
að mestu leyti á herðum hersins en
Íslendingar önnuðust þjónustuna
við borgaralega flugið. Við brott-
hvarf varnarliðsins fyrir tíu árum
yfirtóku Íslendingar að fullu rekst-
ur flugvallarins. Tók Keflavík-
urflugvöllur ohf. við sameinuðum
rekstri flugvallarins og Flugstöðvar
Leifs Eiríkssonar 1. janúar 2009.
Um og upp úr miðri síðustu öld
voru sjóflugvélar mikið notaðar í
innanlandsflugi enda flestir flug-
vellir landsins einungis
náttúrulegir lending-
arstaðir og því afar
ófullkomnir. Hinn 13.
nóvember 1946 urðu
merk tímamót á þessu
sviði þegar Vest-
mannaeyjaflugvöllur
var formlega tekinn í
notkun. Var mál
manna að flugvöllurinn
yrði stórkostleg sam-
göngubót fyrir Eyja-
menn og er óhætt að
segja að sú hafi orðið
raunin. Danska verktakafyrirtækið
Höjgaard & Schultz A/S, sem var
umsvifamikið í framkvæmdum hér-
lendis, sá um gerð flugvallarins og
má kalla hann fyrsta stórvirki í
flugvallagerð sem Íslendingar stóðu
fyrir.
Íslenska flugstjórnarsvæðið
eitt hið stærsta í heimi
Skömmu áður en Bretar afhentu
Reykjavíkurflugvöll, eða 5. maí
1946, tóku Íslendingar við flugum-
ferðarstjórn á flugvellinum undir
handleiðslu Breta og 1. nóvember
sama ár tóku Íslendingar einnig við
flugleiðsöguþjónustu fyrir alþjóða-
flug á stóru hafsvæði umhverfis
landið. Kom í hlut Flugmálastjórnar
Íslands (stofnuð árið 1945) að ann-
ast þessi málefni ásamt Landssím-
anum, sem veitti fjarskiptaþjón-
ustu, og Veðurstofu Íslands, sem sá
um flugveðurþjónustu. Rekstur ís-
lenska flugstjórnarsvæðisins komst
í fastar skorður með fjölþjóðlegu
samkomulagi í Genf í Sviss árið
1948 fyrir milligöngu Alþjóðaflug-
málastofnunarinnar. Fól sam-
komulagið í sér að þær þjóðir sem
einkum nytu góðs af flugleiðsögu-
þjónustunni kostuðu rekstur henn-
ar. Er íslenska flugstjórnarsvæðið
eitt hið stærsta í heimi, um 5,4 millj-
ónir ferkílómetra. Hefur starf-
ræksla þess ekki einungis aflað
landinu gjaldeyris heldur einnig
skapað fjölmörg vellaunuð störf og
verið uppspretta margvíslegrar
tækniþekkingar sem íslensk flug-
mál hafa notið góðs af í heild sinni.
Þess má geta að síðar í þessum
mánuði fer fram vígsla nýrrar við-
byggingar við flugstjórnarmiðstöð-
ina á Reykjavíkurflugvelli en þaðan
er flugumferð á íslenska flugstjórn-
arsvæðinu stjórnað.
Fullyrt að stöðin væri of stór
Á vori komanda, nánar tiltekið
14. apríl 2017, verða liðin 30 ár frá
því Flugstöð Leifs Eiríkssonar á
Keflavíkurflugvelli var tekin í notk-
un. Kom hún í stað flugstöðvar sem
byggð var árið 1949 og var orðin
alltof lítil. Með tilkomu nýju flug-
stöðvarinnar varð loks fullur að-
skilnaður milli borgaralegrar og
hernaðarlegrar flugstarfsemi á
flugvellinum. Bandaríkjamenn kost-
uðu að mestu leyti gerð nýju flug-
stöðvarinnar og varð þátttaka
þeirra í verkefninu tilefni harðra
pólitískra deilna á Alþingi og í þjóð-
félaginu almennt. Var meðal annars
fullyrt að flugstöðin væri alltof stór
en annað kom á daginn. Á und-
anförnum fimmtán árum hefur stöð-
in verið stækkuð og endurbætt í
nokkrum áföngum og innan tíðar
verður tekin í gagnið nýjasta við-
byggingin. Þar með verður heildar-
flatarmál flugstöðvarinnar 72.000
fermetrar en var í upphafi 22.000
fermetrar.
Þáttaskil
Á nýársdag árið 2007 urðu þátta-
skil í sögu íslenskra flugmála þegar
rekstur flugvalla og flugleiðsögu-
þjónustu var skilinn frá starfsemi
Flugmálastjórnar Íslands og falinn
nýju fyrirtæki, Flugstoðum ohf.
Sinnti Flugmálastjórn áfram eft-
irliti og skráningu en nú hefur
stofnunin verið lögð niður og verk-
efnin færð til Samgöngustofu. Hinn
1. maí 2010 tók Isavia við samein-
uðum rekstri Flugstoða og Kefla-
víkurflugvallar. Í aðdraganda sam-
runans hófst eldgos í Eyjafjallajökli
og setti það flugstarfsemi við Norð-
ur-Atlantshaf og víðar úr skorðum
eins og frægt varð. En elds-
umbrotin vöktu líka mikla athygli á
Íslandi og hefur hún ásamt viða-
miklu kynningarstarfi aukið mjög
ferðamannastraum til landsins. Af
þeim sökum hefur umferð um
Keflavíkurflugvöll vaxið gríðarlega
á undanförnum árum og gera áætl-
anir ráð fyrir áframhaldandi mikl-
um vexti í nánustu framtíð.
Í tilefni þeirra mörgu tímamóta
sem hér hefur verið tæpt á ákvað
stjórn Isavia að ráðst í ritun á sögu
flugvalla og flugleiðsöguþjónustu
Íslands. Ráðgert er að ritið komi út
á næsta ári.
Merk tímamót á starfsvett-
vangi Isavia 2016 og 2017
Eftir Arnþór
Gunnarsson » Þótt Isavia sé ungt
að árum liggja rætur
þess dýpra og um þess-
ar mundir minnist félag-
ið merkra tímamót í
sögu sem spannar rúma
sjö áratugi.
Arnþór Gunnarsson
Höfundur er sagnfræðingur.
Ljósmynd/Ljósmyndasafn Vestmannaeyja.
Glitfaxi Douglas Dakota-flugvél Flugfélags Íslands TF-ISG, Glitfaxi, á flugvellinum í Eyjum með Helgafell og
gömlu „flugstöðina“ í baksýn. Farþegar og áhöfn fyrir framan vélina.
Rússneskur máls-
háttur segir að hinn
hyggni læri af mistök-
um annarra, hinn
heimski af eigin mis-
tökum. Það fylgir ekki
sögunni hvað Rússar
kalla þann sem ekkert
lærir, hvorki af óförum
annarra né sínum eig-
in.
Seðlabanki Íslands
býr núna við stöðugt innstreymi
gjaldeyris líkt og var í síðustu upp-
sveiflu og flestum uppsveiflum þar á
undan. Eini munurinn frá síðustu
uppsveiflu er að nú er afgangur af
viðskiptum við útlönd og erlend fjár-
festing sem stýrir mestu um inn-
streymi gjaldeyris en ekki erlend
skuldsetning íslenskra aðila. Það
breytir því ekki að þegar fram í sækir
þarf að greiða til baka, auk vaxta, það
sem nú hleðst upp í Seðlabankanum.
Seðlabanki Íslands viðheldur
gríðarlegum vaxtamun við útlönd,
sem er um 5%. Þegar gjaldeyrisforði
Seðlabankans vex þá þýðir það mik-
inn kostnað fyrir bankann, en þeir
sem njóta þess munar eru erlendir
fjárfestar enda sækja þeir æ meira í
íslenskar krónur, sem kemur fram í
því að metvöxtur er í hverjum mánuði
á gjaldeyrisforða bankans, 50 millj-
arðar í október. Bankinn skuldar
krónur sem bera ríflega 5% vexti og
eignast erlendar myntir sem litla sem
enga vexta bera.
Hreinn gjaldeyrisforði, sem hefur
tvöfaldast frá áramótum, upp á 540
milljarða þýðir vaxtatap Seðlabank-
ans upp á 27 milljarða á 12 mánuðum.
Styrking íslensku krónunnar á móti
erlendum myntum upp á 15% þýðir
81 milljarðs tap í gengismun á ári.
Þetta tap Seðlabankans er speg-
ilmynd þess hagnaðar sem þeir njóta
sem selja gjaldeyri fyrir íslenskar
krónur á gengi sem er undir sann-
virði þar sem Seðlabankinn hefur
reynt að halda því niðri með inn-
gripum. Seðlabankinn er svo með um
250 milljarða útistandandi af erlend-
um lánum, á mun hærri vöxtum en
hann nær að ávaxta fjármagnið á,
sem mætti áætla að myndaði tap upp
á yfir 5 milljarða á ári. Samandregið
eru því heildaráhrifin yfir 113 millj-
arðar í mínus.
Eigið fé Seðlabank-
ans var undir 80 millj-
örðum króna við síðustu
áramót.
Seðlabankinn heldur
því fram að afkoma af
gjaldeyrisforða sé ein-
faldlega reiknaður liður
og skipti ekki máli í
samhengi hlutanna. Það
er eins og að segja „við
seldum fullt af krónum á
175 á móti evru, en þó að
gengið sé núna 120 þá
skiptir það engu máli“.
Ég er þessu eðlilega ósammála. AGS
hefur ítrekað fjallað um það á síðustu
áratugum hvernig fer fyrir litlum
seðlabönkum sem ekki hafa jákvætt
eigið fé og núverandi stjórnendum
Seðlabankans, sem voru arkitektar
peningastefnunnar fyrir hrun, ætti að
vera minnisstætt hvernig fór fyrir
stjórnendum Seðlabankans sem
þurftu að axla ábyrgð á þeirri pen-
ingastefnu síðast þegar eigið fé
Seðlabankans þvarr.
Seðlabankinn fór í aflandskrónuút-
boð í sumar og innleysti þá 25 millj-
arða afgang í þeim viðskiptum, keypti
krónur í júní fyrir 72 milljarða en
greiddi 47 milljarða í gjaldeyri fyrir.
Eins er Seðlabankinn að selja eignir
frá því í hruninu, svo sem eignarhlut í
Kaupþingi (án útboðs) með vænt-
anlega 8 milljarða afgangi frá bók-
færðu virði. Þetta eru liðir sem koma
ekki aftur inn í reikninga Seðlabank-
ans en skila núna 33 milljarða plús í
bækurnar.
Ef Seðlabankinn ætlar ekki að
breyta út af hávaxtastefnu sinni mun
krónan styrkjast áfram og tap af
gjaldeyrisforða og vaxtamun aukast
enn frekar. Þetta er ekkert nýtt og
bankinn hefur brennt sig á þessu áð-
ur. Hvenær ætlar Seðlabankinn að
sjá að sér og læra af eigin mistökum?
Seðlabankinn tapar
öllu eigin fé – og
lætur sem ekkert sé
Eftir Heiðar
Guðjónsson
Heiðar Guðjónsson
»Ef Seðlabankinn ætl-
ar ekki að breyta út
af hávaxtastefnu sinni
mun krónan styrkjast
áfram og tap af gjald-
eyrisforða og vaxtamun
aukast enn frekar.
Höfundur er hagfræðingur.
Hvernig stendur á því að flestir
auglýstir dagskrárliðir hjá RÚV
standast ekki? Hvers vegna kvart-
ar fólk ekki? Hefur fólk ekki tíma
til að kvarta?
Endalaus er afsökun hjá frétta-
mönnum að dagskrá sé komin fram
úr auglýstum tíma. Hvernig er
hægt að bjóða fólki þetta enda-
laust? Ég hef hvergi í heiminum
kynnst slíku. Allar sjónvarps-
stöðvar virðast hafa þann metnað
að hafa fréttir sem annað á réttum
tíma, þá meina ég upp á sekúndu.
Hjá RÚV virðist þetta ekki skipta
máli.
Hvernig er hægt t.d. að stilla á
upptöku ákveðins efnis, þegar út-
sendingu getur seinkað um jafnvel
tugi mínútna, sem fer eftir þeirra
eigin geðþótta. Telur RÚV sig yfir
aðra hafna að hegðan? Að stundvísi
sé eitthvað sem þá eina varðar?
Takið ykkur saman og sýnið
kúnnum ykkar þá kurteisi að hafa
útsendingar á nákvæmlega rétt
auglýstum tíma.
Svanur Jóhannsson.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
Óreglulegar útsendingar