Morgunblaðið - 12.11.2016, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 12.11.2016, Qupperneq 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2016 ✝ Bjarni Jónsson,prófessor emeritus í stærð- fræði við Vander- bilt-háskólann í Nashville í Banda- ríkjunum, fæddist á Draghálsi í Svína- dal 15. febrúar 1920. Hann lést í Cincinnati í Ohio, 96 ára að aldri, 30. september 2016. Foreldar hans voru hjónin Jón Pétursson, f. 23. mars 1887, bóndi þar og svo hreppstjóri á Geitabergi í Svínadal, d. 22. september 1969, og Steinunn Bjarnadóttir, f. 17. mars 1895, húsmóðir á Geitabergi, d. 27. desember 1972. Bjarni fór til afa síns og ömmu á Geitabergi þeg- ar hann var á fyrsta ári en árið 1929 fluttist hann til foreldra sinna og ólst upp hjá þeim á Draghálsi og á Geitabergi í stórum systkinahópi. Systkini Bjarna voru Sigríður, f. 1916, d. 1986, Pétur, f. 1918, d. 2003, Einar, f. 1921, d. 2009, Halldóra, f. 1923 d. 1923, Halldóra, f. 1925, d. 2014, Erna, f. 1927, d. 2014, Haukur, f. 1929, d. 1991, Pálmi, f. 1932, d. 1956, og Elísa, f. 1939, d. 1986. Bjarni var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Amy Spraque forníu í Bandaríkjunum 1943 og doktorsprófi þar 1946. Bjarni var merkur vísindamaður, frumkvöðull í stærðfræði og virtur í heimi algebrunnar en mörg hugtök í greininni eru tengd við hann. Eftir að Bjarni hóf störf við Vanderbilt-háskól- ann 1966 var hann lykilmaður í því að koma þar á framhalds- deild í stærðfræði og er hún nú talin meðal hinna bestu í Banda- ríkjunum. Hann kom þar á fót rannsóknarhópi í algebru sem hefur laðað til sín stærðfræð- inga víðs vegar að úr heiminum. Hann ritaði margar vísinda- greinar um algebru í virt fagrit auk þess sem hann var í rit- stjórnum margra stærðfræði- tímarita. Bjarni var sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við Há- skóla Íslands árið 1986 og sæmdur stórriddarakrossi hinn- ar íslensku fálkaorðu 1991. Í til- efni af sjötugsafmæli hans árið 1990 var haldið málþing á Laug- arvatni honum til heiðurs. Hann hlaut ýmsar viðurkenningar í heimi stærðfræðinnar og var tekinn inn í það sem kalla má frægðarsetur stærðfræðinga í Bandaríkjunum árið 2012. Bjarni bjó síðustu æviárin í Cincinnati í Ohio í næsta ná- grenni við Kristínu dóttur sína og fjölskyldu hennar. Útför hans verður gerð í Nashville í Tennessee í Banda- ríkjunum í dag, 12. nóvember 2016. Jónsson, f. 11. sept- ember 1929, d. 30. apríl 1988. Þau skildu. Börn þeirra eru: a) Eric Mars- hall, f. 27. ágúst 1951, maki Sandra Kaye Woollard, f. 23. apríl 1942, þeirra dóttir er El- isabeth Steinunn, f. 11. janúar 1976. El- isabeth er gift Ter- rence Lee Winslow Jr. b) Meryl Steinunn, f. 25. nóvember 1953, maki Michael Runion, d. 13. maí 1986, þeirra sonur David Sky- ler, f. 26. febrúar 1981. Seinni maður Meryl er Bob Rose, f. 29. október 1948. Seinni kona Bjarna var Harriet Parkes Jóns- son, f. 14. apríl 1930, d. 19. des- ember 2014. Þeirra dóttir er Mary Kristín, f. 4. ágúst 1971, maki Rick Porotsky, f. 10. októ- ber 1970. Þeirra börn eru Brent, f. 14. febrúar 1999, Gena, f. 1. mars 2001, Aaron, f. 10. apríl 2003, William, f. 20. mars 2006, og Cole, f. 6. maí 2011. Bjarni ólst upp á Geitabergi við hefðbundin sveitastörf en fór ungur að heiman til náms við Menntaskólann í Reykjavík og tók þar stúdentspróf 1939. BA- prófi í stærðfræði lauk hann frá háskólanum í Berkeley í Kali- Í dag verður jarðsettur, í Nas- hville í Tennessee, Bjarni Jónsson stærðfræðingur, við hlið eigin- konu sinnar, Harriet, sem lést ár- ið 2014. Bjarni var sonur hjónanna Steinunnar Bjarnadótt- ur og Jóns Péturssonar, einn 10 systkina. Vegna barnafjöldans var ákveðið að Bjarni myndi búa hjá afa sínum og ömmu, þeim Bjarna Bjarnasyni hreppstjóra og Sigríði Einarsdóttur á Geita- bergi í Svínadal. Amma mín, Björg, var yngst Geitabergs- systkinanna. Hún og Bjarni ólust að hluta til upp saman og amma var alla tíð mjög stolt af Badda sínum. Afi Bjarna og Jón faðir hans munu snemma hafa séð að Bjarni litli hafði góðan skilning á tölum. Þegar Bjarni hreppstjóri lá fyrir dauðanum bað hann son sinn Bjarna lækni um að koma Bjarna til mennta. Eftir stúdents- próf sigldi Bjarni til Bandaríkj- anna, þar sem honum hafði verið boðin skólavist í Harvard og Berkeley. Bjarni valdi Berkeley og hóf þar nám árið 1941. Þá var nýlega kominn til starfa hinn þekkti stærðfræðingur Alfred Tarski frá Póllandi. Skv. ævisögu Tarskis fékk Bjarni, sem þá var enn í grunnnámi, það verkefni að yfir- fara Hausdorff-sannanir og varð Tarski yfir sig spenntur þegar Bjarni fann villu í einni slíkri. Bjarni varð síðar fyrsti doktors- nemi Tarskis í BNA. Eftir dokt- orsnám kenndi Bjarni og vann við vísindastörf, m.a. við Ivy League- skólann Brown, en lengst af við Vanderbilt-háskólann í Tennes- see þar sem hann byggði upp framhaldsnámsdeild sem nú þyk- ir meðal þeirra bestu í BNA. Við fjölskyldan erum afar þakklát fyrir að hafa átt vináttu Bjarna þau 10 ár sem við höfum verið í BNA. Við heimsóttum þau hjónin bæði til Cincinnati, þar sem þau eyddu ævikvöldinu, og í paradísina þeirra, bústaðinn í Minnesota. Við hlið bústaðsins í Minnesota var Bjarni með lítinn kofa sem hann notaði til vísinda- starfa á sumrin. Skv. nágrönnun- um var Bjarni með gríðarlanga pappírsörk sem hann byrjaði á að festa á veggina allan hringinn. Þegar leið á sumarið og útreikn- ingurinn varð lengri og lengri kom örkin út um gluggann. Minni Bjarna var með ólíkindum. Við urðum orðlaus þegar hann þuldi upp ljóð eftir Björgu ömmu mína sem höfðu verið lesin upp fyrir hann, einu sinni, 25 árum áður. Bjarni lét sér annt um nám og starf Eddu dóttur minnar, sem einnig er stærðfræðingur, ráð- lagði henni varðandi framhalds- nám, skrifaði meðmælabréf og fylgdist með framgangi hennar af áhuga. Sem dæmi um hógværð Bjarna hafði hann sagt börnunum sínum að hann var með slaka ein- kunn þegar hann tók inntökupróf í menntaskóla en nefndi ekki að hann var langyngstur, einungis 12 ára gamall. Hann hafði heldur ekki flíkað viðurkenningum sínum við neinn og þannig kom t.d. nýverið í ljós að Bjarni hafði verið sæmdur Stórriddarakrossi hinnar ís- lensku fálkaorðu. Bjarni hafði svo góða nærveru, það var stutt í hláturinn og hann var sérstaklega ljúfur. Orðið snill- ingur er ofnotað í daglegu tali en það er fullljóst að Bjarni Jónsson var snillingur í eiginlegri merk- ingu þess orðs. Við munum sakna Bjarna frænda mikið og sendum börnum hans og fjölskyldum samúðar- kveðjur. Meira: mbl.is/minningar Björg Guðmundsdóttir. Þegar ég var yngri heyrði ég stundum sögur af Bjarna frænda mínum, stærðfræðingi sem bjó í Bandaríkjunum. Hann var þekkt- ur rökfræðingur og eftir honum hafa verið nefndar stærðfræði- reglur eins og til dæmis Jonsson- algebrurnar. Ég hitti Bjarna fyrst eftir að ég var sjálf flutt til Banda- ríkjanna og var byrjuð að feta í fótspor hans í háskólanámi í stærðfræði. Í nærveru Bjarna var maður fljótur að finna að hann var enginn venjulegur maður. Bjarni var snillingur með meira minni en flestar tölvur og mjög hlýr. Hann var alltaf tilbúinn að hjálpa mér og hafði alltaf áhuga á því sem ég var að læra meðan ég var í skóla og svo seinna á því sem ég var að gera í vinnunni. Á vinnustað mín- um hefur sú hefð þróast að nefna tölvur eftir stórmennum stærð- fræðinnar, þar á meðal Bjarna Jónssyni. Ég held því áfram að vinna með Bjarna hér eftir sem hingað til. Bjarna verður sárt saknað og ég er þakklát að hafa fengið að kynnast honum. Edda Lind Styrmisdóttir. Göfugur er sá maður, sem gefur sitt eina pund. Í gröfina fer holdið og sálin á drottins fund. En þó líkami mannsins sé þakinn mold og leir, þá er eftir minning sem aldrei deyr. (Björg Bjarnadóttir frá Geitabergi) Hvíl í friði, kæri frændi. Við er- um þakklát fyrir þann tíma sem við höfum haft saman í Bandaríkj- unum undanfarin ár. Edda Bergljót og Guðmundur. Þegar Bjarni Jónsson frá Geitabergi sigldi vestur um haf árið 1941, varð hann, í breyttum heimi, fyrstur Íslendinga til að leggja fyrir sig stærðfræði í þeirri álfu. Lærifaðir hans til doktorsprófs í háskólanum í Berkeley í Kali- forníu, Pólverjinn Alfred Tarski, var einn höfuðsnillingur meðal rökfræðinga aldarinnar, og var Bjarni fyrsti stúdentinn, sem hann leiddi til slíks prófs þar vestra. Samstarf þeirra varð lang- varandi og heilladrjúgt, og er markverð setning í þeirra fræð- um við þá kennd og einnig hugtök en seinna var mörg önnur stærð- fræðileg hugarsmíð kennd við Bjarna einan. Meginstarf Bjarna var á sviði algebru og á mörkum algebru og rökfræði og hafa verk hans verið mjög frumleg og reynzt drjúg uppspretta rannsókna annarra. Tvær ritsmíðar á sjötta áratugn- um urðu undirstaða blómlegrar sérgreinar í líkanafræði en þá fyrri vann hann að miklu leyti þann eina vetur, sem hann starf- aði í Háskóla Íslands. Á sviði grindafræði og í allsherjaral- gebru var Bjarni talinn í allra fremstu röð. Hann gegndi lengstum emb- ætti svokallaðs tignarprófessors við Vanderbilt-háskólann í Nas- hville í Tennessee, hinu fyrsta þar af því tagi, en til þess var hann kallaður árið 1966. Þar var svo ár- ið 1995 efnt til verðlauna, sem bera nafn hans, og eru þau veitt árlega fyrir afburði í stærðfræði- rannsóknum. Í tilefni sextugsafmælis Bjarna var alþjóðlegt málþing haldið honum til heiðurs í Nashville en áratug síðar var slíkt þing haldið á Laugarvatni. Hér stóðu Íslenzka stærð- fræðafélagið og Háskóli Íslands að því ásamt þremur bandarísk- um háskólum og var fjallað um helztu fræðasvið Bjarna, grinda- fræði, rökfræði og algebru. Ánægjulegt var að kynnast því af hinum erlendu stærðfræðingum, sem hingað komu, hversu vel virður Bjarni var í þann hóp, og kom það ekki sízt fram í lokahóf- inu, sem var í rauninni síðbúin af- mælisveizla. Að þinginu hér loknu fóru margir gestanna í dagsferð um Kaldadal og Borgarfjörð og var á suðurleið farið um Svínadal, bernskustöðvar Bjarna. Bar þá svo til, að í Kornahlíð sátu fyrir ferðalöngunum tvö systkina hans ásamt mökum sínum. Buðu þau af rausn öllum til stofu á Geitabergi og voru reiddar fram nýbakaðar pönnukökur með rjóma og rabar- barasultu. Gerðu gestirnir sextíu veitingunum hin beztu skil og tóku þessu óvænta heimboði með miklum fögnuði. Þökkuðu menn fyrir sig með því að taka upp þann keðjusöng, sem hafði verið sam- inn á Laugarvatni og frumfluttur var lokakvöldið. Var það hylling til Bjarna, algebrunnar og Ís- lands. Tók nú undir í þéttskipuð- um stofunum á Geitabergi, enda þrískiptur keðjusöngurinn þá æfður til fulls, og var hann end- urtekinn svo oft sem menn höfðu þrek til. Þetta urðu minnisstæðar lyktir á málþinginu. Glaður var Bjarni þarna heima í sveitinni sinni. Og þær mæðgur, Harriet og Kristín, glöddust með honum í þessari Íslandsferð allri. Bjarni Jónsson var hógvær maður og ljúfur í samskiptum. Að honum gengnum er bjart yfir minningunni um kynni, sem hóf- ust fyrir hartnær hálfri öld, en vissulega stóðu þau með stopulum hætti. Jón Ragnar Stefánsson. Bjarni Jónsson Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Útfarar- og lögfræðiþjónusta Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Við önnumst alla þætti undir- búnings og framkvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Guðmundur Baldvinsson Harpa Heimisdóttir Útfararstjóri Hrafnhildur Scheving Útfararþjónusta Kirkjulundur 19  210 Garðabær sími 842 0204  www.harpautfor.is Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, BERGLJÓT EIRÍKSDÓTTIR fyrrv. skrifstofustjóri Ríkissaksóknara, sem lést 28. október á Hjúkrunarheimilinu Ísafold, verður jarðsungin mánudaginn 14. nóvember frá Fossvogskapellu klukkan 15. . Auður Jóhannesdóttir Þorsteinn Jóhannsson Eiríkur Baldur Þorsteinsson Telma Tryggvadóttir Lóa Bergljót Þorsteinsdóttir Jóhanna Margrét Þorsteinsdóttir og langömmubörn. Yndisleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG HELGA ÓSKARSDÓTTIR hjúkrunarfræðingur, lést á Sóltúni 8. nóvember. Útförin fer fram frá Digraneskirkju miðvikudaginn 16. nóvember klukkan 15. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarfélög. . Alfreð S. Jóhannsson Magdalena Sigurðardóttir Ingibjörg Ósk Jónsdóttir Ólafur Gunnarsson Eiríkur Jónsson Oddný Sigurðardóttir Ferdinand Jónsson Ishaiga Jalloh barnabörn og barnabarnabörn. Systir mín, SIGURBJÖRG RANNVEIG GUÐNADÓTTIR, sem lést á dvalarheimilinu Hraunbúðum 2. nóvember síðastliðinn, verður jarðsungin frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 19. nóvember klukkan 14. Blóm afþökkuð en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Slysavarnafélagið Eykyndil. . Gylfi Guðnason og aðrir vandamenn. Ástkær móðir okkar, tengdamamma, amma og langamma, RAGNHEIÐUR KJARTANSDÓTTIR BUSK, Ási, Hveragerði, lést 7. nóvember. Jarðarförin fer fram frá Hveragerðiskirkju miðvikudaginn 16. nóvember klukkan 14. . María Busk Guðmundur Ingi Gunnlaugsson Kjartan Rúnar Busk Gunhild Windstad Ragnheiður Elsa Busk Steinar Logi Hilmarsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, LÚÐVÍK BJÖRNSSON, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, lést þriðjudaginn 8. nóvember. Útförin fer fram frá Akraneskirkju mið- vikudaginn 16. nóvember klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Höfða eða Krabbameinsfélag Akraness og nágrennis. . Björn Lúðvíksson, Jenna Gottlieb, Fjóla Lúðvíksdóttir, Jóhann Þór Sigurðsson, Þorsteinn Jóhannesson og afabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.