Morgunblaðið - 12.11.2016, Síða 47
kemur inn í öðrum hlutanum, af-
skaplega „íslenskur“ í þessum eyr-
um alltént (og á undarlegan hátt því
afar róandi. Eitthvað heimilislegt
við hann). Þriðji hlutinn er líklega
hvað áhrifamestur en þar setur
Kjartan sitt fangamark á með af-
gerandi hætti. Meginmelódían sem
er kynnt í upphafi, kvikmyndaleg
nokk, er afar hrífandi, melankólísk
og hjartatosandi. Kór og hljómsveit
koma svo saman í lokahlutanum,
framvinda öll hæg, örugg og ákveð-
in sem fyrr og áhrifin eftir því.
Í eyrum virkar þetta því af-
skaplega vel og tónlistin stendur
keik og klár utan heildarverksins.
Einhverjir væru kannski til í að
slægjast eftir vísbendingum um
bakgrunn Kjartans sem einn af
meðlimum Sigur Rósar en þær eru
varla þarna, ef þá að neinu marki.
Og í raun fer lítt fyrir popparfleifð-
inni, nema hugsanlega að mel-
ódíunæmi Kjartans hafi grætt eitt-
hvað á því.
Það má líka vel taka þessar
spurningar lengra og hlusta á tón-
listina sem „viljandi ýkta“ enda var
það upplegg sýningarinnar sem
fæddi tónlistina af sér. Anna Jóa,
myndlistarrýnir Morgunblaðsins,
sagði á sínum tíma að með Der
Klang der Offenbarung des Gött-
lichen væri verið að „varpa fram
ögrandi spurningum en af einlægni,
sem þó er krydduð spaugi“, og er
það nokkuð nösk lýsing. Sjálfur
sagði Kjartan, og ég sé hann svo vel
fyrir mér, að tónlistin væri „svona
poppmúsík með strengjasveit og
kór, og smá glimmeri“. En í hinu
stóra samhengi skiptir þetta allt
litlu. Tónlistin stendur einfaldlega,
hún virkar, ýfir upp gæsahúð og þá
er tilganginum, eða a.m.k. vissum
tilgangi, náð.
»Einhverjir værukannski til í að
slægjast eftir vísbend-
ingum um bakgrunn
Kjartans sem einn af
meðlimum Sigur Rósar
en þær eru varla þarna,
ef þá að neinu marki.
Fallegur Kjartan Sveinsson tónskáld stígur
fram sem sólólistamaður með áhrifamiklu verki.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2016
Leikritið Ævisaga einhvers verður
frumsýnt í Tjarnarbíói í kvöld kl.
20.30. Það er sjálfstæði leikhópurinn
Kriðpleir sem segir sögur af venju-
legum Íslendingum.
Leikhópurinn samanstendur af
þeim Árna Vilhjálmssyni, Friðgeiri
Einarssyni, Ragnari Ísleifi Braga-
syni og Bjarna Jónssyni. Í sýning-
unni sér Guðmundur Vignir Karls-
son um vídeó og hljóðmynd.
Kriðpleir hefur áður sett á svið
fjórar sýningar sem þóttu mjög góð-
ar og hafa þeir hlotið þrjár tilnefn-
ingar til Grímunnar. Sýningar á
Ævisögu einhvers verða fjórar, sú
síðasta 23. nóvember.
Merkingarlaust nafn
Leikhópurinn Kriðpleir hefur
starfað saman í nokkur ár. „Upphaf-
ið má rekja til sýningarinnar Blokk
sem ég setti upp heima hjá mér, þar
vorum við að vinna saman, ég, Ragn-
ar og Bjarni,“ segir Friðgeir sem
lærði fræði og framkvæmd í Lista-
háskólanum. „Ég byrjaði fljótlega
eftir útskrift að starfa með leik-
hópum og vinnum við oft handrit og
sýningu samhliða,“ segir Friðgeir.
Spurður um nafn leikhópsins segir
hann það ekki merkja neitt. „Alger
merkingarleysa og þýðir ekki neitt,
var einhvern tímann afbökun á nafn-
inu Friðgeir.“
Að segja ævisögu hvers sem er
Í sýningunni fjalla þeir um ís-
lenska ævisagnahefð og freista þess
að segja sögur venjulegra Íslend-
inga, fólksins sem ekki hefur þótt
taka að skrifa bækur um.
Friðgeir segir þá alla fjóra hafa
samið verkið en þrír þeirra koma
fram á sviðinu.
„Við leggjum allir til efni og hug-
myndir. Bjarni, sem er yfirleitt leik-
skáld, tekur svo textann og raðar
honum upp,“ segir hann.
„Hugmyndin var upphaflega að
fjalla um þennan gífurlega áhuga
sem Íslendingar hafa á ævisögum.
Manni líður stundum eins og hver
einasti Íslendingur gefi út ævisögu
sína. Okkur langaði að segja ævi-
sögu hvers sem er. Við tókum viðtöl
við fullt af fólki og byggjum þessa
sýningu á þessum viðtölum. Við mið-
um ekki endilega á stóru atburðina
heldur frekar á litlu atriðin,“ segir
hann. Hittu þeir fjölda manns til að
viða að sér efni. „Við misstum töluna
en það voru tekin um hundrað viðtöl.
Við vorum að reyna að kortleggja
ævi fólks með spurningum eins og
hver er fyrsta minningin, hvernig
finnst þér pabbi þinn, hvað er mikil-
vægasti hlutur sem þú átt, hvað ger-
ir þú fyrst á morgnana,“ útskýrir
Friðgeir. „Sumt notuðum við sem
innblástur og annað sem beinan
texta.“
Að upphefja það venjulega
Hvernig er hægt að gera
skemmtilegt leikrit úr leiðinlegum
hversdagslegum atburðum?
„Já, einmitt, það var einmitt
ákveðið vandamál sem sýningin fer
að snúast s volítið um. Það er ekkert
áhugavert við það sem er hversdags-
legt. Við beitum ýmsum ráðum til að
reyna að upphefja það,“ segir Frið-
geir. Hann segir húmorinn ekki
langt undan.
„Þetta er fyndið en ekkert endi-
lega hugsað sem farsi. Allar okkar
sýningar hafa þótt nokkuð fyndnar
og við höfum stundum viljandi reynt
að vera fyndnir og þessi sýning er
mjög húmorísk. En okkur finnst hún
hafa einhvern undirtón. Hún fjallar
um vegferðina í gegnum lífið og þá
kannski okkar vegferð. Og hún
fjallar um upphafningu hins hvers-
dagslega,“ segir hann.
„Í sýningunni er sögð undirliggj-
andi saga en hún byggist á brota-
kenndum samsetningum. Það er
sýnt aðeins inn í ferlið um gerð sýn-
ingarinnar og sagan er einhvers
konar tilfinningalegt ferðalag,“ segir
Friðgeir. „Hin dæmigerða ævi fer að
flækjast fyrir okkur, lífið er alltaf ei-
líft stúss.“ asdis@mbl.is
Lífið er eilíft stúss
Nýtt leikrit leikhópsins Kriðpleir frumsýnt í kvöld
Ævisaga einhvers segir ævisögur venjulega fólksins
Morgunblaðið/Ásdís
Ævisaga Frið-
geir Einarsson,
Bjarni Jónsson,
Ragnar Ísleifur
Bragason og
Guðmundur
Vignir Karlsson í
Tjarnarbíói.
AUGLÝSING ÁRSINS – ★★★★ – M.G. Fbl.
MAMMA MIA! (Stóra sviðið)
Lau 12/11 kl. 20:00 115. s. Fim 24/11 kl. 20:00 121.s Lau 3/12 kl. 20:00 127.s
Sun 13/11 kl. 20:00 116.s Fös 25/11 kl. 20:00 122.s Sun 4/12 kl. 20:00 128. s
Fim 17/11 kl. 20:00 117.s Lau 26/11 kl. 20:00 123.s Fim 8/12 kl. 20:00 129. s
Fös 18/11 kl. 20:00 118.s Sun 27/11 kl. 20:00 124.s Fös 9/12 kl. 20:00 130. s
Lau 19/11 kl. 20:00 119.s Fim 1/12 kl. 20:00 125.s Lau 10/12 kl. 20:00 131. s
Sun 20/11 kl. 20:00 120.s Fös 2/12 kl. 20:00 126.s
Gleðisprengjan heldur áfram!
Blái hnötturinn (Stóra sviðið)
Lau 12/11 kl. 13:00 13.sýn Lau 26/11 kl. 13:00 16.sýn Sun 4/12 kl. 13:00 19.sýn
Sun 13/11 kl. 13:00 14.sýn Sun 27/11 kl. 13:00 17.sýn Lau 10/12 kl. 13:00 20.sýn
Sun 20/11 kl. 13:00 15.sýn Lau 3/12 kl. 13:00 18.sýn
Nýr fjölskyldusöngleikur byggður á verðlaunasögu Andra Snæs Magnasonar
Njála (Stóra sviðið)
Mið 16/11 kl. 20:00 Mið 23/11 kl. 20:00 Mið 7/12 kl. 20:00
Njáluhátíð í forsal frá kl. 18:45. Kjötsúpa og fyrirlestur. Síðustu sýningar.
Extravaganza (Nýja svið )
Sun 13/11 kl. 20:00 8. sýn Fös 18/11 kl. 20:00 9.sýn
Mið 16/11 kl. 20:00 auka. Lau 19/11 kl. 20:00 10.sýn
Nýtt verk eftir Sölku Guðmundsdóttur - síðustu sýningar
Jólaflækja (Litla svið)
Lau 26/11 kl. 13:00 Frums Lau 3/12 kl. 13:00 3. sýn Sun 11/12 kl. 13:00 6. sýn
Sun 27/11 kl. 13:00 2. sýn Sun 4/12 kl. 13:00 4. sýn
Sun 27/11 kl. 15:00 aukas. Lau 10/12 kl. 13:00 5. sýn
Bráðfyndin jólasýning fyrir börn
Brot úr hjónabandi (Litla sviðið)
Lau 12/11 kl. 20:00 5.sýn Sun 20/11 kl. 20:00 10.sýn Mið 30/11 kl. 20:00 aukas.
Sun 13/11 kl. 20:00 6.sýn Fim 24/11 kl. 20:00 aukas. Lau 3/12 kl. 20:00 14.sýn
Fim 17/11 kl. 20:00 7.sýn Fös 25/11 kl. 20:00 11.sýn Sun 4/12 kl. 20:00 aukas.
Fös 18/11 kl. 20:00 8.sýn Lau 26/11 kl. 20:00 12.sýn Þri 6/12 kl. 20:00 15.sýn
Lau 19/11 kl. 20:00 9.sýn Sun 27/11 kl. 20:00 13.sýn Mið 7/12 kl. 20:00 16. sýn
Aðeins þessar sýningar. Ósóttir miðar seldir samdægurs.
Jesús litli (Litli svið )
Fim 1/12 kl. 20:00 2. sýn Fim 8/12 kl. 20:00 4. sýn Lau 10/12 kl. 20:00 aukas.
Fös 2/12 kl. 20:00 3. sýn Fös 9/12 kl. 20:00 5. sýn Sun 11/12 kl. 20:00 6. sýn
Margverðlaunuð jólasýning
Salka Valka (Stóra svið)
Fös 30/12 kl. 20:00 Frums. Mið 18/1 kl. 20:00 5. sýn Mið 25/1 kl. 20:00 9. sýn
Fim 5/1 kl. 20:00 2. sýn Fim 19/1 kl. 20:00 6. sýn Fös 27/1 kl. 20:00 10.sýn
Fös 13/1 kl. 20:00 3. sýn Fös 20/1 kl. 20:00 7. sýn
Þri 17/1 kl. 20:00 4. sýn Þri 24/1 kl. 20:00 8. sýn
Þegar öllu er á botninn hvolft þá er lífið þó umfram allt saltfiskur...
Da Da Dans (Nýja svið )
Lau 12/11 kl. 20:00 Frums. Sun 20/11 kl. 20:00 3.sýn Sun 27/11 kl. 20:00 5.sýn
Fim 17/11 kl. 20:00 2.sýn Fim 24/11 kl. 20:00 4.sýn
Íslenski dansflokkurinn
Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til
að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
Djöflaeyjan (Stóra sviðið)
Lau 12/11 kl. 19:30 23.sýn Lau 26/11 kl. 19:30 26.sýn Lau 3/12 kl. 19:30 29.sýn
Fim 17/11 kl. 19:30 24.sýn Sun 27/11 kl. 19:30 27.sýn Lau 10/12 kl. 19:30 30.sýn
Fös 18/11 kl. 19:30 25.sýn Fös 2/12 kl. 19:30 28.sýn Sun 11/12 kl. 19:30 31.sýn
Kraftmikill söngleikur um skrautlegt mannlíf í braggahverfum Reykjavíkur!
Maður sem heitir Ove (Kassinn)
Lau 12/11 kl. 19:30 23.sýn Fös 25/11 kl. 19:30 27.sýn Sun 4/12 kl. 19:30 31.sýn
Fim 17/11 kl. 19:30 24.sýn Lau 26/11 kl. 19:30 28.sýn Lau 10/12 kl. 19:30 32.sýn
Lau 19/11 kl. 19:30 25.sýn Sun 27/11 kl. 19:30 29.sýn Sun 11/12 kl. 19:30 33.sýn
Sun 20/11 kl. 19:30 26.sýn Lau 3/12 kl. 19:30 30.sýn
Siggi Sigurjóns og Bjarni Haukur sameina krafta sína í bráðfyndnum einleik!
Horft frá brúnni (Stóra sviðið)
Lau 19/11 kl. 19:30 11.sýn Fös 25/11 kl. 19:30 13.sýn
Sun 20/11 kl. 19:30 12.sýn Sun 4/12 kl. 19:30 14.sýn
Sýningum lýkur í desember
Íslenski fíllinn (Brúðuloftið)
Lau 12/11 kl. 13:00 Lau 19/11 kl. 13:00 Sun 20/11 kl. 13:00
Lau 12/11 kl. 15:00 Lau 19/11 kl. 15:00 Sun 20/11 kl. 15:00
Sýningum lýkur í nóvember!
Óþelló (Stóra sviðið)
Fim 22/12 kl. 19:30 Frums Lau 7/1 kl. 19:30 3.sýn Lau 28/1 kl. 19:30 6.sýn
Mán 26/12 kl. 19:30
Hátíðarsýning
Lau 14/1 kl. 19:30 4.sýn Fim 2/2 kl. 19:30 7.sýn
Fim 29/12 kl. 19:30 2.sýn Fös 27/1 kl. 19:30 5.sýn Fös 3/2 kl. 19:30 8.sýn
Vesturport tekst á nýjan leik á við Shakespeare!
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 16/11 kl. 20:00 Mið 23/11 kl. 20:00 Mið 30/11 kl. 20:00
Fös 18/11 kl. 20:00 Fös 25/11 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
Yfir til þín - Spaugstofan (Stóra sviðið)
Sun 13/11 kl. 19:30 33.sýn Fim 24/11 kl. 19:30 34.sýn Fim 1/12 kl. 19:30 35.sýn
Sprellfjörug gleðisýning fyrir alla fjölskylduna!
Lofthræddi örninn Örvar (Kúlan)
Lau 19/11 kl. 15:00 Þri 22/11 kl. 11:00 Keflavík Fim 24/11 kl. 10:00
Sandgerði
Mán 21/11 kl. 13:00
Keflavík
Mið 23/11 kl. 9:00
Grindavík
Lau 26/11 kl. 13:00
Þri 22/11 kl. 9:00 Keflavík Mið 23/11 kl. 10:30
Grindavík
Lau 26/11 kl. 15:00
Hrífandi einleikur fyrir börn um hugrekki.
Fjarskaland (Stóra sviðið)
Sun 22/1 kl. 13:00 Frums Sun 5/2 kl. 13:00 3.sýn
Sun 29/1 kl. 13:00 2.sýn Sun 12/2 kl. 13:00 4.sýn
Nýtt íslenskt barnaleikrit eftir Góa!
Leitin að jólunum (Þjóðleikhúsið)
Lau 26/11 kl. 11:00 Sun 4/12 kl. 11:00 Lau 17/12 kl. 11:00
Lau 26/11 kl. 13:00 Sun 4/12 kl. 13:00 Lau 17/12 kl. 13:00
Sun 27/11 kl. 11:00 Lau 10/12 kl. 11:00 Sun 18/12 kl. 11:00
Sun 27/11 kl. 13:00 Lau 10/12 kl. 13:00 Sun 18/12 kl. 13:00
Lau 3/12 kl. 11:00 Sun 11/12 kl. 11:00
Lau 3/12 kl. 13:00 Sun 11/12 kl. 13:00
Sívinsælt aðventuævintýri Þjóðleikhússins komið í sölu 11 leikárið í röð.