Morgunblaðið - 12.11.2016, Side 52
LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 317. DAGUR ÁRSINS 2016
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í LAUSASÖLU 888 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR.
VEÐUR » 8 www.mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. Munaði 100 þúsundum að kaupa …
2. Starfsmönnum Debenhams sagt upp
3. „Lifað í hræðslu í eitt og hálft ár“
4. Í sinni fimmtu eggjagjöf
Góðgerðarsýning verður á fjöl-
skyldusýningunni Hvítt í Hafnarhús-
inu í dag, laugardag, kl. 13. Allur
ágóði rennur til UNICEF á Íslandi til
styrktar börnum í Sýrlandi. Guðni Th.
Jóhannessson, forseti Íslands, er sér-
stakur heiðursgestur sýningarinnar,
sem hlotið hefur afar góðar viðtökur.
Leikstjóri er Gunnar Helgason.
Ljósmynd/Dagur Gunnarsson
Hvítt sýnd til styrktar
börnum í Sýrlandi
Svo vítt um
heim sem sólin
fer er yfirskrift
tónleika í Krists-
kirkju í Landakoti
mánudagskvöldið
14. nóvember kl.
20. Þar flytur
Hamrahlíðarkór-
inn íslenska lof-
söngva og friðarbænir. Meðal þeirra
sem eiga verk á efnisskránni eru Jón
Nordal, Þorkell Sigurbjörnsson, Hugi
Guðmundsson og Páll Ísólfsson.
Stjórnandi er Þorgerður Ingólfs-
dóttir.
Hamrahlíðarkórinn
syngur í Kristskirkju
Hanna Dóra Sturludóttir messó-
sópran og Gerrit Schuuil píanóleik-
ari halda ljóðatónleika í
Kaldalóni Hörpu á
morgun, sunnudag,
kl. 17. Á efnisskránni
er ljóðaflokkurinn
Söngvasveigur opus
39 eftir Robert Schu-
mann og Söngvar föru-
sveins eftir Gustav
Mahler.
Ljóðatónleikar í
Kaldalóni á morgun
FÓLK Í FRÉTTUM
VEÐURÍÞRÓTTIR
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vestan og suðvestan 10-18 m/s, hvassast suðaustantil og með
norðurströndinni. Smá skúrir eða él, en léttir til austanlands. Hiti 0 til 5 stig.
Á sunnudag Sunnan- og suðvestan 13-18 m/s og rigning, einkum sunnan- og vestantil
og hiti 5 til 10 stig. Hvessir með skúrum eða slydduéljum um kvöldið, léttir til eystra og
kólnar talsvert. Á mánudag Suðvestan 10-15 m/s og skúrir eða él, en bjartviðri norð-
austantil. Hvessir með slyddu eða rigningu sunnan- og vestantil um kvöldið. Hiti 0-5 stig.
„Hún er liðsmaður. Er hörkuskytta
og mjög góður varnarmaður en
þekkir um leið takmörk sín. Hún er
skynsamur leikmaður og kom upp
úr starfi yngri flokka í Keflavík,“
segir Sverrir Þór Sverrisson, þjálf-
ari kvennaliðs Keflavíkur í körfu-
knattleik, um Ernu Hákonardóttur,
sem kom til liðsins í sumar og hef-
ur leikið vel á leiktíðinni. »2
Hörkuskytta og góður
varnarmaður
Stjarnan styrkti stöðu sína
á toppi Domino’s-deildar
karla í körfubolta í gær-
kvöldi með sigri á Þór á úti-
velli í Þorlákshöfn. Lokatöl-
ur, 99:74. Stjarnan hefur
þar með áfram tveggja
stiga forskot á KR. Þá ráku
Haukar af sér slyðruorðið
með sigri á ÍR á
heimavelli og lyftu
sér af botnsvæð-
inu. »2-3
Stjarnan vann
í Þorlákshöfn
„Við munum alveg eftir þessum velli
og þessu kvöldi fyrir þremur árum.
Maður kom inn í klefann eftir leik og
ég held að enginn hafi sagt orð í
svona 20 mínútur. Þann-
ig var það bara og von-
andi komum við inn í
klefann að þessu sinni í
annars konar
stemningu,“ segir
Gylfi Þór Sigurðs-
son, en hann leikur
í dag með íslenska
landsliðinu gegn
Króötum á Maksim-
ir-leikvanginn í Zag-
reb í undankeppni
HM. »1
Vonandi önnur stemn-
ing eftir leikinn núna
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Körfuknattleikssamband Evrópu
hefur samþykkt tillögu Hannesar S.
Jónssonar, formanns Körfuknatt-
leikssambands Íslands, um að kynn-
ir fylgi hverju liði í úrslitakeppni
Evrópumótsins í körfubolta, Euro-
Basket 2017, rétt eins og gert var á
Evrópumótinu í knattspyrnu í
Frakklandi á liðnu sumri. Þar var
Páll Sævar Guðjónsson kynnir á
leikjum Íslands og gegnir hann
sama hlutverki á leikjum Íslands í
Finnlandi í september á næsta ári.
„Öllum sem hlut eiga að máli þótti
sniðugt að fara þessa leið og tillögu
Hannesar var því sérlega vel tekið,“
segir Páll, sem að fenginni reynslu
kom hugmyndinni á framfæri við
Hannes. Að sögn Páls er hugmyndin
að hafa skipulagið á EM í sumar til
fyrirmyndar á EM á næsta ári. Rætt
hafi verið um að kynnirinn gegni
svipuðu hlutverki og í NBA-
deildinni í Norður-Ameríku, tilkynni
til dæmis hver skori, hver fái villu og
hvað viðkomandi sé kominn með
margar villur, þótt þessar upplýs-
ingar birtist jafnóðum á skjá á vell-
inum. „Hugsunin er að kynnirinn sé
í beinu sambandi við áhorfendur,
komi upplýsingum á framfæri til
þeirra og geri þannig leikinn og upp-
lifunina skemmtilegri,“ segir Páll.
Byrjaði í körfunni
Páll hefur verið „röddin“ í íslensk-
um fótbolta í um aldarfjórðung.
Hann byrjaði sem kynnir á heima-
leikjum KR í körfubolta 1988 en
tveimur árum síðar tók hann að sér
sambærilegt starf á heimaleikjum
KR í fótbolta og hefur verið á hvor-
um tveggja vígstöðvum síðan. Hann
hefur verið kynnir á heimaleikjum
karlalandsliðsins frá 2000 auk þess
sem hann hefur sinnt starfinu á
kvennalandsleikjum, leikjum yngri
landsliða og í bikarúrslitum karla og
kvenna.
Þegar KSÍ bauð Páli að vera
kynnir á leikjum Íslands í Frakk-
landi þurfti hann ekki að hugsa sig
um tvisvar. „Upplifunin var engu lík,
þetta er það skemmtilegasta sem ég
hef gert og þegar ég heyri söng
mótsins fer sæluhrollur um mig,“
rifjar Páll upp. „Ég hugsa stöðugt
um þetta ævintýri, sem stóð yfir í
einn mánuð, að vera mættur þremur
tímum fyrir leik, koma upplýsingum
til áhorfenda og finna gleðina og
ánægjuna. Þetta er engu líkt. Eftir
fyrsta leikinn á móti Portúgal sögðu
strákarnir við mig: „Palli, það var
frábært að heyra í þér í kerfinu.“
Þeir sögðu að það hefði gefið þeim
ákveðinn kraft auk þess sem ég fann
fyrir þakklæti úr öllum áttum. Það
var hárrétt ákvörðun hjá UEFA að
gera þetta með þessum hætti og
ánægjulegt að FIBA Europe fari
sömu leið.“
Návígið við fótboltastjörnurnar er
Páli ofarlega í huga. Hann segir
eftirminnilegt að hafa fylgst með
Ronaldo fyrir leik Íslands og Portú-
gals. „Leikmennirnir fara alltaf
saman inn á völlinn en Ronaldo bað
sína menn um að bíða í nokkrar sek-
úndur á meðan hann baðaði sig einn
í sviðsljósinu inni á vellinum.“
Hugsanleg skörun
Körfuboltalandslið Íslands og
Finnlands mætast í Helsinki laugar-
daginn 2. september og fótbolta-
landslið þjóðanna í Tampere um
kvöldið. Þriðjudaginn 5. september
tekur Ísland á móti Króatíu á
Laugardalsvelli og skarast sá leikur
hugsanlega við leik körfuboltalands-
liðsins í Finnlandi. „Ég verð kynnir
á leikjunum í Finnlandi og ef leikur-
inn við Kósóvó sker úr um hvort Ís-
land fer á HM í Rússlandi verð ég að
sjálfsögðu líka í Laugardalnum, en
þetta á allt eftir að koma í ljós,“ seg-
ir Páll, sem eins og margir Íslend-
ingar horfir á fótboltalandsleik Kró-
atíu og Íslands í Zagreb í HM 2018 í
beinni útsendingu sjónvarps í dag.
Páll kynnir á EM í körfubolta
Körfuknattleikssamband Evrópu samþykkti tillögu KKÍ og Hannesar
Á EM í Frakklandi Páll Guðjónsson var vallarkynnir Knattspyrnusambands Evrópu á leikjum Íslands og gegnir sama hlutverki á EM í körfubolta 2017.