Morgunblaðið - 23.11.2016, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.11.2016, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2016 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. „Auðvitað er það jákvætt að ekki skipti máli lengur hver uppruni tekn- anna er varðandi frítekjumarkið en það er allsendis óviðunandi hvað það er lágt,“ segir Haukur Ingibergsson, formaður LEB, en 25.000 kr. frí- tekjumark á m.a. atvinnutekjur sé ekki atvinnuhvetjandi. „Næsta stóra baráttumál okkar er að frítekjumarkið verði hækkað og samsvari lægstu launum. Þannig verði staða eldri borgara á vinnu- markaði jöfnuð við aðra launþega,“ bætir hann við, en þjóðfélagið þurfi á kröftum eldri borgara að halda. LEB bíður þess nú að ná tali af næstu ríkisstjórn, sem enn er ómynduð. Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is „Þetta er kerfisbreyting og hugsunin með því er að koma til móts við þá sem eru með lágar eða litlar aðrar tekjur en almannatryggingar. Þeir sem eru með háar aðrar tekjur úr líf- eyrissjóðum munu þá ekki fá sam- bærilegan stuðning eins og áður, en langflestir koma mun betur út við breytinguna,“ segir Eygló Harðar- dóttir, húsnæðis- og félagsmálaráð- herra, en nýlegar breytingar á al- mannatrygginga- og lífeyriskerfi hafa valdið áhyggjum meðal ellilífeyris- þega á vinnumarkaði og kallað fram gagnrýni, m.a. í aðsendum grein- um í Morgun- blaðinu, þar sem breytingarnar eru sagðar atvinnu- letjandi fyrir eldri borgara. Vísað er sérstaklega til þess að frí- tekjumark at- vinnutekna hafi verið lækkað úr 109 þús. kr. í 25 þús. krónur, eða um 84 þúsund kr. Landssamband eldri borgara (LEB) tekur undir þá gagnrýni sem snýr að lækkun frítekjumarksins. „Það eru gerðar þarna tvær breytingar, annars vegar er sett inn ný regla fyrir það hvernig tekjur hafa áhrif á bætur almannatrygginga, þ.e. 45% skerðingarhlutfallið, en til við- bótar við það ákvað þingið að setja inn 25.000 kr. frítekjumark á allar tekjur. Það eru því báðar þessar regl- ur sem gilda,“ segir Eygló og telur að því eigi ekki að taka frítekjumarkið út fyrir sviga í þessu samhengi. Þá skerða lífeyrissjóðstekjur ekki lengur grunnlífeyrinn og því verður aðeins til einn lífeyrir, ellilífeyrir. Einnig var lögfest svokölluð samanburðarregla til að standa vörð um þá sem eru með lægri tekjur. Frítekjumark lækkar um 84 þúsund  Aldraðir á vinnumarkaði áhyggjufullir  Ráðherra segir flesta koma betur út úr breyttu lífeyriskerfi  Ekki sé hægt að taka frítekjumarkið út fyrir sviga Eygló Harðardóttir Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Ofþungi á vörubíl og dráttarvagni hans sem ekið var yfir brúna á Vatns- dalsá við Grímstungu í Austur- Húnavatnssýslu er meginástæða þess að brúin lét undan þunga. Óhappið varð 18. ágúst á síðasta ári, en talið er að samanlögð þyngd bíls, vagns og malarfarms sem á var hafi verið rúm- lega 57 tonn. Brúin er þó ekki talin hafa borið meira en 40 tonn, auk held- ur sem skemmd í þrýstistöng skerti burðargetu hennar verulega. Þetta er niðurstaða skýrslu Rann- sóknarnefndar samgönguslysa sem gerði úttekt á málavöxtum. Leggur nefndin til að Vegagerðin kanni ástand eldri brúa sem enn eru í notk- un víða um landið. Óhapp þetta varð þegar unnið var að vegaframkvæmdum vestanvert í Vatnsdal. Möl var sótt í námu austan Vatnsdalsár. Á leiðinni þaðan var ekið yfir brúna, sem hrundi harkalega undan vörubílnum, sem þarna var í 28. ferðinni af 200 fyrirhuguðum. Heppni er talin hafa ráðið því að bíll og vagn ultu ekki í ána. Þessi tvö tæki, sem vógu 17,7 tonn, máttu flytja 22 tonna farm. Farmurinn var hins vegar 57 tonn. Brúin yfir Vatnsdalsá var byggð árið 1953 og var í ágætu lagi, sam- kvæmt mati Vegagerðarinnar. Þó er, sem fyrr segir, vikið að þrýstistöng- inni og skemmdum á henni, en þær hafa áhrif á svörun stálgrindar og auka álag. Sjónarvottar sögðu raunar að fyrir slysið hefði brúin sveiflast verulega við þungaumferð. Þá segir í rannsóknarskýrslunni að öryggi burðarþols brúarinnar hafi verið ábótavant. Þá hefði ekki átt að leyfa 40 tonna álagsflutning yfir brúna, þannig að hún væri jafnsett öðrum brúm hvað varðar öryggismál. Huga að ástandi brúa Rannsóknarskýrslan um Vatns- dalsbrú hefur að undanförnu verið til skoðunar hjá Vegagerðinni, að sögn G. Péturs Matthíassonar, upplýsinga- fulltrúa stofnunarinnar. Ábending- arnar sem þar koma fram verða tekn- ar alvarlega og til greina kemur að skerpa á vinnureglum, svo sem um flutning efnis frá gryfjum að verk- stað. Einnig verði að huga að ástandi brúa, til dæmis í dreifbýlinu, sem margar séu komnar til ára sinna. Gamla brúin bar ekki þunga vörubílsins  Ábendingar í skoðun  Hugsanleg- ar breytingar á reglum Vegagerðar Vatnsdalur Brúin og bíllinn í ánni. Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær vekja áform VG um stórfelldar skattahækkanir ekki ýkja mikla hrifningu í baklandi Viðreisnar, en flokkurinn sækir mikið af stuðningi sínum til atvinnulífsins, ekki síst þess hluta sem áfjáður er í að Ísland sæki um aðild að Evrópusamband- inu. Þannig sagði áhrifamaður úr bak- landi Viðreisnar í gær, í samtali við Morgunblaðið: „Ég hef nú ekki mikla trú á því að djúp sannfæring búi að baki þessum málatilbúnaði VG um að viðhalda hátekjuskattsþrepi, þvert á ákvarðanir fráfarandi ríkis- stjórnar, taka upp auðlegðarskatt á nýjan leik og hækka fjármagns- tekjuskatt til jafns við tekjuskatt.“ Hann bætti við að þó gæti verið til í dæminu að VG héldi þessum áform- um sínum til streitu, enda hefði það löngum verið ær og kýr þeirra í VG að hækka skatta út í það óendanlega. Óvissa um tilraunina Þegar leið á eftirmiðdaginn í gær lá engan veginn fyrir hvort tilraunir VG til þess að fá flokkana fimm til þess að hefja gerð stjórnarsáttmála myndu ganga eftir eða ekki. Einn fulltrúi í viðræðuhópunum sagði síðdegis að of snemmt væri að segja til um það hvernig þessi tilraun færi. Hann spáði því að línur myndu skýrast um miðjan dag í dag, þannig að Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, gæti þá hugsanlega gefið það út hvort reynt yrði til þrautar, með því að semja málefnasamninga, eða hún skellti sér einfaldlega til Bessastaða og skilaði umboði sínu. Samkvæmt því sem fram kom í samtölum í gær virðist vera ágætis samstaða meðal flokkanna fimm um nauðsyn þess að auka fjárveitingar til velferðar- og heilbrigðismála, en enn er nokkur áherslumunur um hvernig beri að gera það og hversu stórtækur ríkissjóður geti verið í þeim efnum. Viðmælendur í gær sögðu að svo virtist sem þverpólitísk samstaða væri um það, og þá út fyrir raðir flokkanna fimm sem reyna stjórnar- myndun, að lykilatriði væri að ná sátt í jöfnun lífeyrisréttinda á almennum og opinber- um markaði, fyrir ára- mót. Þar undir væri hvorki meira né minna en friður á vinnumark- aðnum í húfi. Það yrði einfaldlega að ljúka af- greiðslu málsins á þessu ári, alveg burtséð frá því hvort búið yrði að mynda ríkisstjórn eða ekki. Morgunblaðið/Golli Viðræður Lilja Rafney Magnúsdóttir úr VG, fyrir miðju, hefur leitt umræður flokkanna fimm um atvinnuvegamál. Línur gætu skýrst í stjórnarmyndun í dag  Viðreisn tekur þunglega í áform VG um skattahækkanir „Heilt yfir hefur vinnan verið fín. Nú liggur fyrir málefna- áhersla hvers og eins og í framhaldinu að draga þetta betur saman,“ segir Þorsteinn. Hann segir ekkert launungar- mál að útgjaldahlið ríkisfjár- málanna sé til umræðu. „Það er viðfangsefni morgundagsins [í dag]. Sér í lagi þessir stóru póstar sem tengjast velferðar- málum. Það eru mjög ólíkar áherslur hjá flokkunum hvað varðar útgjaldahliðina og menn eru að reyna að átta sig á hvar menn ná saman í megin- áherslum,“ segir Þorsteinn. Hann segir ekki tímabært að segja til um hvaða skatt- stofnar það séu sem helst sé deilt um. „Það þarf að byrja á réttum enda, s.s. hvaða útgjöld verið er að tala um. Útgjaldaáherslur eru ólíkar,“ segir Þor- steinn. vidar@mbl.is Þarf að átta sig á útgjöldum ÞORSTEINN VÍGLUNDSSON Þorsteinn Víglundsson Ef tekið er dæmi úr reiknivél á vef Tryggingastofnunar, þar sem allir þættir breytinganna eru teknir með, sést að ein- staklingur sem býr einn og er með 100 þús. kr. í atvinnutekjur á mánuði fær í dag um 303 þús- und kr. í heildartekjur. En eftir breytingarnar fær hann um 337 þús. kr. í heildartekjur. Sé ein- staklingur í sambúð endar hann einnig með hærri heildartekjur. Tekjurnar gætu aukist DÆMI ÚR REIKNIVÉL TR Af alls 605 bókum sem eru í Bóka- tíðindum Félags íslenskra bókaút- gefenda 2016, sem nú er komið út, eru 272, eða 45%, prentaðar innan- lands. Þetta er fækkun um 62 bókartitla frá fyrra ári, en þá voru 52% prentuð hér heima. Á síðasta ári voru í Bókatíðindum 645 titlar og er fækkunin frá fyrra ári því 65. Þetta kemur fram í könnun sem Bókasamband Íslands hefur látið gera. Skoðað var hvert hlutfall prent- unar innanlands og erlendis var eft- ir flokkum. Þar kemur fram að 52% fræðibóka og rita almenns efnis eru prentuð erlendis, 78% barnabóka og 64% rita um sögu og ættfræði og handbækur ýmiss konar. Alls 68% skáldverka, íslenskra sem þýddra, eru hins vegar prentuð hér heima. Meirihluti jólabóka prentaður í útlöndum Prentun Þar sem bókvitið blómstrar. Morgunblaðið/Styrmir Kári

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.