Morgunblaðið - 23.11.2016, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 23.11.2016, Blaðsíða 36
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 328. DAGUR ÁRSINS 2016 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR. 1. VG vill stórfelldar skattahækkanir 2. Ljósmyndari sakaður um nauðgun 3. Sólveig Kára og Dhani að skilja 4. Ævintýralegt rán á hraðbrautinni »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Transatlantic Tríó leikur á tón- leikum Múlans á Björtuloftum í Hörpu í kvöld kl. 21. Tríóið stofnaði danski gítarleikarinn Peter Tinning 2013, en með honum spila Þorgrímur Jónsson á bassa og Scott McLemore á trommur. Tónlist Tinning er lýst sem lagrænni og hlýrri, uppfullri af norrænu andrúmslofti. Transatlantic Tríó á Múlanum  Sveinn Yngvi Egilsson, prófess- or í íslenskum bókmenntum, fjallar í kvöld kl. 20 á Bókakaffi í Gerðubergi um hafið, siglingar, sjómenn og birt- ingarmyndir þeirra í völdum skáldverkum; allt frá Agli Skallagrímssyni og Ódysseifi, til Einars Benediktssonar og dægur- lagatexta okkar daga. Fjallar um hafið og siglingar í skáldskap  Heiða – fjalldalabóndinn nefnist ný bók eftir Steinunni Sigurðardóttur sem skrifuð er í orðastað Heiðu Guð- nýjar á Ljótarstöðum í Skaftártungu. Heiða og Steinunn lesa úr bókinni á Suðurlandi næstu daga. Annað kvöld kl. 20 á Bókakaffinu á Selfossi, sunnudaginn 27. nóvember í Kötlu- setrinu í Vík kl. 17 og í Hofgarði í Öræf- um sama kvöld kl. 20. Mánudaginn 28. nóvember er komið að Hala í Suðursveit og Nýheimum á Höfn. Upplestrar um Suðurland þvert Á fimmtudag Sunnan- og suðvestan 10-18 m/s. Talsverð rigning sunnan- og vestan til. Úrkomulítið NA-lands fram á kvöld. Hiti víða 4 til 8 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vaxandi suðlæg átt og hlýnandi veður síð- degis með snjókomu eða slyddu. 8-15 m/s um landið vestanvert í kvöld og rigning syðra. VEÐUR Flest bendir til þess að Dag- ur Sigurðsson taki við þjálf- un japanska karlalandsliðs- ins í handknattleik þegar hann lýkur störfum hjá Evr- ópumeisturum Þjóðverja snemma á næsta ári. Hann gefur þó ekkert upp um áform sín. Það væri hins vegar ekki í fyrsta sinn sem Dagur yfirgefur Þýskaland til þess að taka við ögrandi starfi í landi hinnar rísandi sólar. »1 Vendir Dagur sínu kvæði í kross? Íslenska karlalandsliðið í körfuknatt- leik er í geysilega sterkum riðli í loka- keppni Evrópumótsins 2017, en dreg- ið var í gær. Frakkar, Grikkir, Finnar, Slóvenar og Pólverjar verða andstæð- ingarnir í Helsinki næsta haust, en allt eru þetta þjóðir sem hafa náð langt á stór- mótum. Ísland hefur þó unnið þrjár þeirra. »2-3 Geysisterkur riðill Íslands á EM í Helsinki Sumir eru farnir að líkja þýska knatt- spyrnuliðinu RB Leipzig við enska lið- ið Leicester City, enda er það öllum að óvörum á toppnum í Þýskalandi. RB Leipzig var í fimmtu deild fyrir sjö árum en er nú fyrir ofan Bayern München og Dortmund. Hins vegar eru óvinsældir liðsins umtalsverðar og sumir líta á það sem ógnun við þýska knattspyrnu. »4 Þýska Leicester er ekki sérlega vinsælt ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Félagar í gönguhópnum Alviðru gengu sína þúsundustu göngu saman nýverið. Þeir eru nær allir jafnaldrar í kringum áttrætt en flestir eru samstúdentar úr Menntaskólanum í Reykjavík frá 1956 auk nokkurra maka. Meðalfjöldinn í hverri göngu Al- viðru nú er á milli átta og níu tals- ins og er gengið þrjá daga vik- unnar allar vikur ársins, að sögn Sigurðar Þorvaldssonar, félaga í Alviðru. Það var Ólafur Gíslason verk- fræðingur sem átti frumkvæðið að stofnun gönguhópsins, en fyrsta ganga var farin 14. ágúst 2007 og sú þúsundasta 14. nóvember síðastliðinn. Samtals hafa þátttak- endur gengið um 29.300 km í þessum göngum Alviðru á rúmum níu árum. Þeir tíu sem oftast hafa gengið hafa að baki rúmlega 200 göngur og allt upp í 930 göngur. Ganga nánast einvörðungu í Elliðaárdalnum Að sögn Sigurðar ganga félagar í Alviðru í öllum veðrum eins og nafnið gefur til kynna; hvorki rigning, snjókoma né stormur koma í veg fyrir að gengin sé hefðbundin ganga. „Fyrstu mánuðina var gengið á ýmsum stöðum en hin síðari ár hefur nær einvörðungu verið gengið í Elliðaárdalnum. Þar er fallegt og skjólgott umhverfi. Dýralíf felst í margvíslegum fugla- tegundum ofan og neðan við Ár- bæjarstíflu auk kanína sem mörg- um finnst nú orðnar heldur margar. Trjágróður og jurtalíf er einnig býsna fjölskrúðugt og gam- an að fylgjast með breytileikanum með árstíðunum,“ segir Sigurður. „Yfirleitt er gengið frá Sprengi- sandi á horni Reykjanesbrautar og Bústaðavegar og farinn hring- ur um Elliðaárdalinn, sunnan- megin upp að Árbæjarstíflu, yfir hana og til baka Rafstöðvarveg, um 4,4 km leið. Að þessu búnu er farið í kaffi hjá Bakarameistar- anum í Austurveri,“ bætir hann við. Sigurður segir að það þurfi þó orðið að passa sig á hjólreiðafólk- inu á gönguleiðinni. „Göngustígurinn er einnig ætl- aður hjólreiðafólki og þar er þörf á varkárni og nauðsyn að hraða sé stillt í hóf þegar akandi fólk mætir eða fer fram úr gangandi. Einhver óhöpp hafa orðið í þessu sambandi og einnig óhöpp tengd kanínum á þessari leið,“ segir Sigurður að lokum. Ganga dalinn í öllum veðrum  Samstúdentar úr MR ganga sam- an þrisvar í viku Alviðra Jónas Elíasson, Ólafur Gíslason, Kristín Bjarnadóttir, Hólmgeir Pálsson, Svava Ágústsdóttir, Ólafur Sig- urðsson, Ragnheiður Torfadóttir, Sigurður Briem, Egill Sigurðsson, Helgi Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir og Sig- urður E. Þorvaldsson á göngu í Elliðaárdalnum, en þau ganga þar saman þrisvar í viku allar vikur ársins. Morgunblaðið/Ómar Elliðaárdalur Gangandi og hjólandi verða að vinna þar vel saman.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.