Morgunblaðið - 23.11.2016, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.11.2016, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2016 ✝ Hrefna Guð-björg Odd- geirsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 1. ágúst 1931. Hún lést 16. nóvember 2016. Foreldrar henn- ar voru Oddgeir Kristjánsson, f. 16.11. 1911, d. 18.2. 1966, og Svava Guðjóns- dóttir, f. 8.2. 1911, d. 10.11. 1991. Hrefna átti tvö systkini: Kristján, f. 1938, d. 1947, og Hildi Kristjönu, f. 1951. Fyrri eiginmaður Hrefnu var Hafsteinn Ágústsson. Dæt- ur þeirra eru 1. Sara, f. 1952, gift Þórólfi Guðnasyni, f. 1953. Dísu Guðjónsdóttur. Dætur þeirra eru: a) Hafdís, f. 1996, og Hrafnhildur, f. 2006. Árið 1966 giftist Hrefna Marteini Hunger Friðrikssyni. Þau slitu samvistir. Eftir hefðbundið skólnám í Vestmannaeyjum dvaldi Hrefna þrjá vetur í Reykjavík. Þar lærði hún á píanó og nam tónfræði hjá Róberti A. Ott- óssyni. Hún vann lengst af á símstöðinni í Vestmannaeyjum en árið 1961 tók hún við starfi organista í Landakirkju og gegndi því starfi í tvö ár. Jafn- framt kenndi hún tónfræði og á píanó við Tónlistarskóla Vestmannaeyja. Hún hélt áfram þeirri kennslu við Há- teigskirkju eftir að hún flutti til Reykjavíkur árið 1970. Hún vann síðan á símstöðinni við Austurvöll og á Borgarbóka- safni Reykjavíkur. Útför Hrefnu fer fram frá Háteigskirkju í dag, 23. nóv- ember 2016, klukkan 15. Synir þeirra eru a) Hafsteinn, f. 1977, í sambúð með Mar- teini Arnari Olsen Heimissyni, b) Svavar, f. 1986, í sambúð með Miri- am Petru Ómars- dóttur Awad. 2. Svava, f. 1953, gift Ólafi H. Sigurjóns- syni, f. 1950. Börn þeirra eru: a) Anna, f. 1971, gift Haraldi Hannessyni. Þau eiga þrjá syni. b) Andri, f. 1982, í sam- búð með Tinnu Hrund Krist- insdóttur Schram. Hann á tvo syni. Sonur Hrefnu og Eysteins Þorvaldssonar, 3. Oddgeir, f. 1960, í sambúð með Aðalbjörgu Í dag kveðjum við elskulega tengdamóður mína hana Búddu eins og hún var kölluð innan fjöl- skyldunnar en af öðrum gekk hún undir nafninu Bússa. Persónueiginleiki Búddu var fjölskrúðugur og litríkur. Í grunn- inn var hún hjartahlý, réttlát hreinskiptin og tók alltaf málstað þeirra sem minna mega sín. Um margt var hún þó full af andstæð- um þar sem hún gat eina stundina verið barnaleg og einföld en þá næstu djúpvitur og heimspekileg. Hún var alltaf hrókur alls fagn- aðar hvar sem hún kom en leið hins vegar ekkert allt of vel í margmenni og var á margan hátt óframfærin og þoldi illa sviðsljós- ið. Hún var að öllu jöfnu róleg, umburðarlynd og yfirveguð en gat einnig rokið upp ef sá gállinn var á henni. Hún var vel vinstrisinnuð í pólitík og lá ekki á skoðunum sín- um þegar svo bar undir. Tónlist var Búddu í blóð borin og var hún um tíma organisti í Landakirkju í Vestmannaeyjum og kennari í Tónlistarskóla Vestmannaeyja. Þá var hún einnig mikill áhuga- maður um bókmenntir, var víðles- in og trúrækin. Mér er minnisstætt þegar ég á níunda ári flutti til Vestmannaeyja frá Eskifirði. Á vegi mínum á sím- stöðinni í Vestmannaeyjum varð kona sem gaf sig að mér, brosti hlýlega og spjallaði. Mér fannst þetta hið undarlegasta því ekki var algengt á þeim tíma að full- orðnir gæfu sig að ókunnugum börnum. Þetta var Búdda og þannig var hún alla tíð, gaf sig að fólki með alúð hvort sem hún þekkti það eða ekki. Fræg er sag- an af Búddu þegar hún vatt sér að Björk Guðmundsdóttur í verslun og klappaði henni á kinnina án nokkurs aðdraganda og lét hlý orð falla. Búdda hefur spilað stórt hlut- verk í mínu lífi sl. 50 ár og fyrir það vil ég þakka. Minningin um þessa margbrotnu konu mun lifa. Þórólfur Guðnason. Opnar ég sá dyr að draumi: dyr inn í bláinn og hljóp í ofvæni hlaðbrekkuna þá til fundar við ástleitið auglit: það hló við mér álengdar, hvar sem ég stóð og braut sér leið inn í ljóð sem talið verður framvegis fjalla um allt já, allt, allt, allt annað … Með þessu ljóði Þorsteins frá Hamri kveð ég tengdamóður mína, hana Búddu. Nú er hún á nýjum stað, í nýju ljóði. Ég þykist vita að henni líði vel, enda var hún í meira og betra sambandi við al- mættið en flestir sem ég þekki. Hún tók mér vel er ég kom inn í fjölskylduna með Geira, tók sér tíma í að sjá hvort ég stæði mig ekki, sem gat alveg reynt á, en við slípuðumst saman í gegnum árin. Hún stóð þétt við bakið á okkur alla tíð og var mjög umhugað um sonardæturnar tvær. Hjarta mitt er fullt af þakklæti og góðum minningum af litríkri, fróðri og skemmtilegri konu. Dreymi þig vel, mín kæra, Dísa Guðjónsdóttir. Í dag kveð ég elsku ömmu mína, ömmu Búddu eins og ég kallaði hana alltaf. Samband okk- ar var náið og mjög gott. Ég var fyrsta barnabarn hennar og hún var ung eða 40 ára þegar ég fædd- ist. Ég var mjög ákveðin lítil stúlka og tók reglulega skæð frekjuköst er mér sagt. En hún sagði mér oft frá því að þegar ég fór með henni í búð og langaði í eitthvað gotterí, þá þurfti ég ekki nema að kreista á henni höndina svo hún skildi. Og auðvitað lét hún það eftir mér. Hún vildi alla tíð allt fyrir mig gera. Þegar ég stundaði mitt háskólanám, bjó ég ein í Reykjavík í fjögur ár. Ég kom til hennar í kvöldmat næstum dag- lega þessi fjögur ár. Ekki var djammið að flækjast fyrir mér á þessum árum og eyddum við mörgum laugardagskvöldum saman, röltum á vídeóleiguna og sóttum okkur góða „ræmu“ og gotterí. Þetta voru miklar gæða- stundir. Þegar ég eignaðist dreng- ina mína var hún mætt til mín, áð- ur en þeir fæddust og hjálpaði til á heimilinu fyrstu vikurnar. Þetta var algjörlega ómetanleg hjálp og svo dýrmætar stundir. Hún tók oft vel til hendinni, gerði auka hreingerningar, straujaði allt (annað en ég) og fór líka í garðinn en hún hafði sérstaklega gaman af því. Svo fannst okkur báðum mjög gott að verðlauna okkur af og til með einum köldum eftir annasam- an dag. Ég man ekki eftir að við höfum nokkurn tímann rifist, en stundum var Anna litla pirruð með lítið barn en hún tók aldrei nærri sér þó það bitnaði eitthvað á henni. Strákarnir mínir elskuðu hana, að hafa hana hjá okkur í kjallaranum reglulega var svo dýrmætt fyrir þá. Þar sem langt var á milli okkar voru símtölin okkar á milli mörg. Hún vildi vita hvernig heilsan væri hjá öllum, hvað strákarnir væru að gera, hvernig garðurinn væri og hvort ég passaði ekki vel upp á sjálfa mig. Mér fannst gott að leita ráða hjá henni og ef eitthvað hvíldi þungt á mér sagði hún mér alltaf að setja það í bænirnar mínar og hún myndi líka setja það í sínar bænir. Hún amma mín var bæn- heit kona og var í góðu sambandi við Guð. Mitt kristilega uppeldi kemur frá henni og hún bað með mér bænir þegar ég gisti hjá henni þegar ég var yngri. Hún kvaddi alltaf með orðunum „Guð geymi þig“ og það var gott að heyra. Í síðustu heimsókn hennar til okkar í sumarbústaðinn sem var um síðustu páska sagði hún við mig að þetta væri orðinn ansi langur afkomendalisti og mörg nöfn að muna, sem hún þuldi upp á hverju kvöldi í bænum sínum. Því við vorum öll í bænum hennar, alltaf. Ég á eftir að sakna hennar sárt, en góðu minningarnar og þakk- lætið eru sorginni yfirsterkari. Elsku amma, takk fyrir allt, Guð geymi þig. Anna. Ef ekki væri fyrir Búddu, þá væri ég ekki hér. Þegar ég var tveggja ára gam- all hljóp ég út í sundlaug og sökk niður á botn. Á eftir kom Búdda, í öllum fötunum, og bjargaði mér. Búdda amma hefur verið hluti af lífi mínu frá því að ég fæddist og hefur hún spilað eitt af stærstu að- alhlutverkunum í að halda ADHD-einstaklingnum, mér, á lífi, ásamt því að móta mig sem manneskju. Hún var athvarfið þar sem ég mátti allt, komst upp með allt, fékk að grallarast sem mest, róta sem mest í skúffum og mér var ávallt tekið með ást og opnum örmum. Hún var ein af fáum manneskjum sem ég hef þorað, og viljað, spila á gítar fyrir framan. Tónlistin var okkar sameiginlega tungumál sem við deildum, og það skipti lítið máli hverrar tegundar tónlistin var, okkur fannst bara gaman að hlusta, spila og tala saman um hana. Í gegnum líf mitt hafa fylgt mér tveir hlutir. Gjafir frá Búddu. Þeir sem þekkja mig vita að ég á það til að týna hlutum mjög auðveldlega, en ég hef séð til þess að þessir hlutir eigi sér rótfestu í minni för. Flísteppi sem ég fékk í jólagjöf, og græn Mikka Mús taska sem ég fékk sem sundtösku þegar ég byrjaði að læra að synda. Þetta er íþróttataskan mín í dag, og þetta brúna og hvíta flísteppi, hefur flutt milli ýmissa staða í miðborg Reykjavíkur ásamt því að fylgja með í öllum útilegum, ferðalögum, þjóðhátíðum o.s.frv. „Fullorðins“ öryggisteppið mitt! Þetta teppi lætur mér líða eins og Búdda lét mér líða. Í hvert skipti sem ég hitti Búddu skipti nefnilega engu máli hversu gamall líkamlega ég er, með henni var ég andlega litli strákurinn hennar sem fékk að vera forvitinn, ofvirk- ur, mistækur, mannlegur, skap- andi, sí-malandi, en hún leyfði mér fyrst og fremst, að vera ég sjálfur. Búdda var alltaf jákvæð, bros- andi, glettin og hlátursmild, og það besta við þessa eiginleika er að þeir voru smitandi í návist hennar. Hún kenndi mér að mæta lífinu með bjartsýni og jákvæðni, ásamt því að sjá fegurðina í öllum aðstæðum. Hún var sagnameist- ari og kunni ótrúlegustu ljóð og sögur utan að, hvað ég dáðist að minni hennar og var hún ein sú snjallasta manneskja sem ég hef kynnst, en á sama tíma var hún hógværðin uppmáluð. Búdda var fyrir mér upp- spretta ástar og hlýju. Ég gat allt- af leitað til hennar, sama hvað, og mér var mætt með ást og sam- þykki ásamt opnum huga. Fyrir mér var hún hin fullkomna mann- eskja hvað varðar hugarfar og við- horf gagnvart lífinu og öðrum manneskjum, dýrum og náttúru. Nú er líkamleg tilvist þín farin, en eftir situr það gígantíska spor sem þú hefur markað í líf mitt, og allra þeirra sem á vegi þínum voru. Þú munt lifa áfram í sögum, hugum og framferði þeirra sem þú hafðir viðkomu hjá í lífi þínu, og er það mér heiður að hafa fengið að hafa verið litli strákurinn þinn í 30 ár. Það eina sem ég veit er að ég mun ávallt geta átt samtal við þig í gegnum gítarinn, tekið þig með mér í ferðalög og út um allan heiminn með töskunni og átt kvöldstundir með hlýjunni þinni í flísteppinu þegar vetrar að. Þangað til næst, elsku Búdda amma mín. Svavar Þórólfsson. „Mávahlíð 1, Reykjahlíðarmeg- in“ – þannig hljómar ein af fyrstu ferðaminningum mínum. Setning sem iðulega fylgdi í kjölfar þess að við mamma settumst inn í leigubíl annaðhvort á Ránargötunni, þar sem amma Svava átti heima, eða á Reykjarvíkurflugvelli nýkomin með flugi frá Vestmannaeyjum. Búdda átti heima í Mávahlíðinni. Ég á tvenns konar söfn minn- inga um Búddu. Það fyrra frá því að ég var barn og einkennist það af einfaldari hlutum eins og Padd- ington-hattinum og kápunni, heimsókn á Borgarbókasafnið í Þingholtunum, píanóinu í stofunni sem ég mátti alltaf spreyta mig á, urrinu í dyrasímanum sem alltaf varði góða stund eftir að maður var kominn inn og eplasafanum sem alltaf var til í ísskápnum. Það seinna byggðist upp eftir að ég flutti frá Vestmannaeyjum og hóf nám við Háskóla Íslands. Þá umgekkst ég Búddu mun meira en áður og kynntist henni betur á allan hátt. Utan óteljandi símtala og heimsókna fórum við í verslunarleiðangra fyrir jólin, leikhúsferðir, sinfóníutónleika, spjölluðum á kaffihúsum og fórum út að borða. Einu þurfti þó að huga að þegar kom að því að ræsa Búddu í ein- hverja uppákomu, en það var að gefa henni góðan fyrirvara, nokk- uð sem varð meira áberandi þegar árin færðust yfir. Ef eitthvað var á dagskrá hjá henni, komst fátt ann- að að. Það var í ófá skipti sem ég heyrði í henni með það í huga að heimsækja hana og það stóð „ekki vel á“, en eftir stundarfjórðungs spjall á léttu nótunum sagði hún: „Ætlaðirðu að kíkja á mig? Æi komdu, þú ert búinn að koma mér í stuð.“ Eins hafði ég sérstaklega gam- an af því þegar öll stórfjölskyldan var samankomin úti á landi í tilefni af stórafmæli hennar. Hún greip fyrstu ferð úr teitinu „eftir kaffi“ þar sem það var húsfundur á dag- skrá daginn eftir. Við þetta tilefni varð til fjölskyldumáltækið „það er fátt sem toppar góðan hús- fund,“ eitt af mörgum slíkum. Þegar ég hugsa um Búddu sé ég hana alltaf fyrir mér með hend- ur á lofti til að undirstrika og leggja áherslu á það sem hún er að segja frá. Hún var alltaf svo lifandi og myndræn í tjáningu. Að sama skapi er mér ofarlega í huga hversu umhugað henni var um að mér og mínum liði vel og hvernig hún sýndi það bæði með orðum og svipbrigðum sem og góðum hugs- unum og bænum þegar svo bar undir. Það var alltaf gott, gaman og gefandi að tala við Búddu, allt eftir því hvert umræðuefnið var og við áttum gott skap og húmor saman. Ég get því ekki lýst hversu mikið ég mun sakna stundanna við eld- húsborðið í Mávahlíðinni né hversu þakklátur ég er fyrir að hafa haft Búddu í mínu lífi. Búdda var nefnilega ekki bara frænka mín, eða amma eftir að amma Svava dó, hún var vinur minn. Einn sá allra besti. Hvíldu í góðum friði, Búdda mín. Þinn nafni, Birgir Hrafn. Geislahafið umlék hana alla tíð. Glæsileg, fögur og henni fylgdi fögnuður og leikgleði. Það sama á við hana sem sagt er um Guðrúnu náttsól í Njálu: „Hún var kvenna fegurst og kurteisust.“ Hún var eitt af náttúruljóðum Vestmanna- eyja og mikið hef ég alltaf verið montinn af henni. Hrefna Oddgeirsdóttir var ein af Eyjastelpunum, hlaðin lífsgleði og léttleika, hafði gaman af öllu, mikill húmoristi, mátti ekkert aumt sjá og talaði aldrei illt orð um nokkurn mann, jafnvel þótt það væri eitthvert ódó. Hún var músíkölsk fram í fingurgóma, pí- anóleikari með meiru og hvar- vetna þar sem hún átti leið skóp hún hlýju og vinarþel. Hún hafði alltaf hnyttnar sögur á takteinum af samferðamönnum úr hversdagslífinu. Síðasta sagan sem hún sagði mér var um Siggu Völu í Stórhöfða: Sigga Vala var sérstakur persónuleiki, svolítið ör, einfaldaði hluti og óð þá á súðum. Sigga Vala kom í miðbæ Vest- mannaeyja að gegna erindum og fór mikinn. Hún þurfti náttúrlega að segja fréttir sunnan úr Höfða og það var helst tíðinda að: „Hann Árni í Höfðanum er svo mikið veikur,“ sagði Sigga Vala, „að hann liggur milli himins og jarðar. Og ekki nóg með það, hann kemur ekki upp nema öðru hverju orði.“ Hrefna gegndi þremur nöfnum, skírnarnafni sínu, og gælunöfnun- um Búdda og Bússa. Búddunafnið hlaut hún barn að aldri vegna þess að hún þótti minna á búddalík- neski, en þegar hún fór að vinna á símanum á símstöðinni kölluðu stelpurnar hana Bússu. Bússa speglaði yndi beggja for- eldra sinna, Svövu og Oddgeirs Kristjánssonar tónskálds. Lög Oddgeirs, sem eru á heimsmæli- kvarða, búa yfir sérstökum blæ, blíðu og fegurð sem snertir hjarta- rætur. Þannig var Bússa einnig með sitt melódíska fas og fram- komu. Megi góður Guð vernda hana og ástvini hennar og stíl ættar hennar sem er hlunnindi fyrir samfélagið. Bússu er sárt saknað. Þegar Bússa mætir á hátorg ei- lífðarinnar munu Oddgeirslögin hljóma úr græjum Herra vors þegar glæsileg kona og kurteis gengur í garð umvafin geislahaf- inu. Árni Johnsen. Þau eru orðin mörg árin síðan við Hrefna kynntumst, tæp 40. Vorum við samstarfskonur í Borg- arbókasafni um 20 ára skeið. Ég hafði verið í fríi þegar hún hóf störf en þegar ég kom til baka sat þessi pæja við símann í þröngum gallabuxum, með þvertopp og reykjandi sígarettu, en með Biblíu við hönd. Biblían var aldrei langt undan. Við urðum strax vinkonur. Í símaklefanum voru leyndarmál- in rædd og lífsgátan leyst. Hrefna var fædd og uppalin í Vestmanna- eyjum og margar voru þær skondnar sögurnar um menn og málefni í Eyjum. Hún las mikið, spilaði á píanó og var alltaf til í söng, enda frá mikilvirkri tónlist- arfjölskyldu. En sársaukinn var ekki langt undan. Af börnum hennar þremur var það Geiri sem ég kynntist eitthvað að ráði, en hann var enn í heimahúsum og við vorum nágrannar. Þegar ég varð svo fyrir mikilli sorg, er ég missti yngsta barnabarn mitt, Sunnu, í hræðilegu bílslysi, þá var það dótt- ir Geira, elskan hún Hafdís, sem teiknaði svo fallega mynd og gaf mér. Það var mynd af Esjunni í allri sinni dýrð, með blómum í fjallshlíðinni, fiðrildum fljúgandi allt um kring og fuglum syndandi á sjónum. Fimm stór hjörtu teikn- uð á bakhlið og undir stóð: Frá Hafdísi. Myndina geymi ég enn. Það var svo gott að koma til Hrefnu á þessum tíma, fá að tala og fá huggun. Nú síðustu tvö til þrjú árin var minnið farið að bila hjá vinkonu minni, en þegar ég hringdi til hennar tókst mér alltaf að fá hana til að leggja símann á skellihlæj- andi. Ég kveð Hrefnu með þakk- læti og vona að við hittumst síðar. Sif Aðils. Nú hefur hún Búdda mín kvatt okkur. Hún hét Hrefna en var yf- irleitt kölluð Búdda eða Bússa. Það á víst rætur að rekja til þess að hún þótti minna á Búdda þegar hún var lítil. Ég hef þekkt hana alla mína ævi. Hildur systir henn- ar er jafngömul mér og við höfum verið vinkonur frá fæðingu eins og reyndar dætur Hrefnu, þær Sara og Svava (Ögga). Við áttum heima á Heiðarveginum í Vestmannaeyj- um en þar bjó Búdda hjá foreldr- um sínum eftir að hún skildi. Í næsta húsi bjuggu amma hennar og afi Elín og Kristján. Elín var í Betelsöfnuðinum og hafði tölu- verð áhrif á Búddu í trúmálum. Á hinum endanum voru svo allir sósíalistarnir í vina- og frænd- garðinum. Búdda vann á Síman- um og það þótti afar fínt að vera símamær. Mér er minnisstætt að hafa fylgst með henni þegar hún var að búa sig í vinnuna. Hún var alltaf í pilsi eins og konur klædd- ust á þeim árum, í peysu og með hálsklút. Lokahnykkurinn var svo ilmvatn, sennilega Channel 5. Búdda var líka píanóleikari, lærði hjá Róbert Abraham Ottóssyni sem var vinur hennar ásamt Guð- ríði konu hans. Ég man eftir því þegar hún spilaði í leiksýningum, t.d. í Þremur skálkum og Ævin- týri á gönguför. Um tíma var hún organisti í Landakirkju en það breyttist þegar Martin Hunger kom frá Austur-Þýskalandi og tók við af henni. Þau felldu hugi sam- an, bjuggu um skeið í Vestmanna- eyjum en fluttu svo til Reykjavík- ur með Geira sem hún eignaðist 1960. Fjölskylda mín flutti frá Eyjum 1968 en Búdda og Martin árið eftir. Þá stóðu yfir mikil verk- föll og þau fengu búslóðina sína eftir dúk og disk. Þau urðu að sitja á skúffum í eldhúsinu og mamma lánaði þeim það helsta sem til þurfti til að þau gætu eldað mat og borðað. Þar kom að Búdda og Martin skildu en það var ákaflega sárt. Eftir það fór hún að vinna á Borgarbókasafninu sem henni lík- aði vel. Hún var mikill lestrarhestur auk þess að vera tónlistarunnandi. Ég verð að nefna bók sem hún kynnti fyrir mér en það var Sigurboginn eftir Erich Maria Remarque. Hún fjallar um flóttafólk í Frakklandi sem flýði nasismann í Þýskalandi. Aðalpersónurnar drukku einhver ósköp af Calvados meðan sögunni vatt fram. Því var það að þegar við fórum saman til Frakklands haustið 2008, í hrunvikunni, bauð ég henni auðvitað upp á Calvados í minningu þessarar áhrifamiklu sögu. Það er hægt að rifja svo margt upp enda eru þær margar stundirnar sem fjölskyldur okkar áttu saman á sumardögum í Eyj- um, í afmælum, þorrablótum, ára- mótaboðum og í saumklúbbnum sem við Eyjakonurnar reyndum að starfrækja. Hann leystist upp þegar náfrændi Búddu úr Grinda- vík kom í heimsókn og klúbburinn lenti á kenndiríi með miklum póli- tískum deilum. Á síðari árum var það Búdda sem mundi allt, texta og sögur. Sumt af því var tekið upp á band en eins og verða vill glatast margt með hverri mann- eskju sem kveður þetta jarðlíf. Að lokum þakka ég henni Búddu minni fyrir allt og allt og sendi Söru, Öggu, Geira og Hildi og öll- um í fjölskyldunni mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Okkar er að halda minningunum lifandi. Kristín Ástgeirsdóttir. Hrefna Guðbjörg Oddgeirsdóttir  Fleiri minningargreinar um Hrefnu Guðbjörgu Odd- geirsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.