Morgunblaðið - 23.11.2016, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.11.2016, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2016 Hvernig er best að yf-irvinna ótta sinn? Þettaer lykilspurning í leik-ritinu Lofthræddi örn- inn Örvar eftir Stalle Ahrreman og Peter Engkvist sem byggist á sam- nefndri sögu eftir Lars Klinting. Leikritið fjallar, líkt og titill verks- ins gefur til kynna, um lofthrædda örninn Örvar. Honum finnst dásam- legt að fljúga, en er of lofthræddur til að fljúga tignarlega um uppi í blámanum líkt og bróðir hans. Í staðinn flýgur hann rétt fyrir ofan yfirborð jarðar svo krækiberja- lyngið kitlar magann. Dag einn kynnist hann músar- rindlinum Eðvarði. Þegar Eðvarð kemst að því hversu leiður Örvar er yfir lofthræðslu sinni fær hann hug- mynd að því hvernig hann geti hjálpað erninum, en Örvar efast um gagnsemina, því hvernig á minnsti fugl skógarins að geta hjálpað þeim stærsta? Líkt og músin í dæmisögu Esóps um músina og ljónið sannar músarrindillinn hins vegar að hug- vitið ræðst hvorki af líkamlegum styrk né stærð. Oddur Júlíusson leikur einleikinn og bregður sér í hlutverk fuglanna tveggja sem og sögumanns. Hann hefur mikinn sviðssjarma og tókst strax að fá salinn á sitt band. Í upp- hafi sýningar bauð hann leikhús- gesti velkomna og kynnti þá fyrir ýmsum græjum úr dótakassa leik- hússins. Eftir stutta kynningu brá hann sér bak við fleka þar sem áhorfendur máttu heyra hann ræða við Eðvarð og Örvar áður en hann birtist aftur á sviðið leiðandi ósýni- legu vinina tvo. Í framhaldinu stökk Oddur áreynslulaust milli persóna og var ávallt afskaplega skýr í öllum hreyf- ingum og afstöðu. Undir stjórn Björns Inga Hilmarssonar leik- stjóra sýnir Oddur einstakt vald á líkamsmálinu sem notað er til að túlka persónur verksins. Þó að sýn- ingin láti þannig ekki mikið yfir sér er hún leiktæknilega afar krefjandi, en Oddur leysir það listavel. Sem dæmi er óborganlegt að fylgjast með útfærslu hans á því þegar Örv- ar flýgur á stein og hvernig hann dúar á trjágrein. Mestu kátínu áhorfenda vakti það þegar Oddur sýndi ótrúlegar kúnstir við að láta Örvar príla upp á trjástubb. Oddur rappaði eigin tónsmíðar í verkinu og gerði vel. Á köflum varð undirleikurinn hins vegar of hávær þannig að prýðisgóðir textar Odds heyrðust illa. Rám röddin sem hann notaði til að túlka óöryggi Örvars hjálpaði honum heldur ekki að láta textann berast aftur á aftasta bekk. Umgjörð sýningarinnar er einföld og þjónar efniviðnum ágætlega auk þess að gera sýninguna ferðavæna, en Þjóðleikhúsið er rúmlega hálfnað í hringferð sinni um landið. Lofthræddi örninn Örvar er fal- leg saga sem á jafnmikið erindi við leikhúsgesti núna og fyrir rúmum tuttugu árum þegar Björn Ingi lék einleikinn undir leikstjórn Peters Engkvist. Þetta er sagan um mik- ilvægi þess að hafa kjark til að orða ótta sinn, þora að þiggja aðstoð úr óvæntri átt og gefast ekki upp fyrir hindrunum lífsins. Síðast en ekki síst minnir leikritið leikhúsgesti á að æfingin skapar meistarann. Æfingin skapar meistarann Leikni „Undir stjórn Björns Inga leikstjóra sýnir Oddur einstakt vald á lík- amsmálinu sem notað er til að túlka persónur verksins,“ segir í rýni. Þjóðleikhúsið Lofthræddi örninn Örvar bbbbn Eftir Stalle Ahrreman og Peter Eng- kvist, byggt á sögu eftir Lars Klinting. Íslensk þýðing: Anton Helgi Jónsson. Leikstjórn: Björn Ingi Hilmarsson. Tón- list: Oddur Júlíusson. Leikmynd: Björn Ingi Hilmarsson. Búningar: Berglind Einarsdóttir. Lýsing: Hermann Karl Björnsson Leikari: Oddur Júlíusson. Frumsýnt í Vestmannaeyjum 6. október 2016, en rýnt í fyrstu sýninguna sem sýnd var í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu laug- ardaginn 19. nóvember. SILJA BJÖRK HULDUDÓTTIR LEIKLIST Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Þýska rokkhljómsveitin Rammstein heldur tónleika hér á landi hinn 20. maí nk. Tónleikarnir fara fram í Kórnum í Kópavogi og um 13.000 miðar verða í boði fyrir íslenska aðdá- endur. Einnig er búist við miklum fjölda tónleikagesta frá Þýskalandi. Rammstein hélt tvenna eft- irminnilega tónleika hér á landi í Laugardalshöll fyrir 15 árum, eða 2001. Á tónleikunum tilkynnti hljóm- sveitin að hún elskaði Ísland og myndi koma aftur í bráð. Nú er sá tími runn- inn upp. Síðan þá hefur hljómsveitin haslað sér völl sem ein stærsta rokk- hljómsveit heims. Tónleikarnir sem hér fóru fram á sínum tíma falla í skugga þess sem Till Lindemann og félagar í Rammstein bjóða upp á í dag. Þeir eru þekktir fyrir magnað sjónarspil á tónleikum sínum og til að mynda munu þeir flytja inn fimmtán gáma af búnaði, þrefalt hljóðkerfi, eldvörpur og viðamikinn ljósabúnað með sér í Kórinn er útskýrt í tilkynn- ingu. „Hljómsveitin mun mæta með stærstu útgáfu sýningar sinnar og næsta víst að annað eins mun aldrei hafa sést hérlendis,“ segir ennfremur. Nánar verður tilkynnt á næstu dög- um um fyrirkomulag miðasölu en hún mun þó fara fram á tix.is og hefst 1. desember. Rammstein með tónleika á vordögum  Ein stærsta rokkhljómsveit heims mætir aftur til Íslands Eldfimir Félagarnir eru þekktir fyrir að leika sér með eldvörpur og ýmsan búnað á sviði. Það verður spennandi að sjá hverju þeir taka upp á hér. Ljósmyndir/Bryan Adams Rammstein Paul Landers, Oliver „Ollie“ Riedel, Christian „Flake“ Lorenz, Till Lindemann, Christoph „Doom“ Schneider og Richard Z. Kruspe. MAMMA MIA! (Stóra sviðið) Fim 24/11 kl. 20:00 121.s Lau 3/12 kl. 20:00 127.s Fim 15/12 kl. 20:00 133. s Fös 25/11 kl. 20:00 122.s Sun 4/12 kl. 20:00 128. s Fös 16/12 kl. 20:00 134. s Lau 26/11 kl. 20:00 123.s Fim 8/12 kl. 20:00 129. s Lau 17/12 kl. 20:00 135. s Sun 27/11 kl. 20:00 124.s Fös 9/12 kl. 20:00 130. s Sun 18/12 kl. 20:00 136. s Fim 1/12 kl. 20:00 125.s Lau 10/12 kl. 20:00 131. s Mán 26/12 kl. 20:00 137. s Fös 2/12 kl. 20:00 126.s Sun 11/12 kl. 20:00 132. s Fös 6/1 kl. 20:00 138. s Gleðisprengjan heldur áfram! Blái hnötturinn (Stóra sviðið) Lau 26/11 kl. 13:00 16.sýn Sun 4/12 kl. 13:00 19.sýn Lau 17/12 kl. 13:00 22.sýn Sun 27/11 kl. 13:00 17.sýn Lau 10/12 kl. 13:00 20.sýn Sun 18/12 kl. 13:00 23.sýn Lau 3/12 kl. 13:00 18.sýn Sun 11/12 kl. 13:00 21.sýn Mán 26/12 kl. 13:00 24.sýn Nýr fjölskyldusöngleikur byggður á verðlaunasögu Andra Snæs Magnasonar Njála (Stóra sviðið) Mið 23/11 kl. 20:00 Mið 7/12 kl. 20:00 Njáluhátíð í forsal frá kl. 18:45. Kjötsúpa og fyrirlestur. Síðustu sýningar. Jólaflækja (Litla svið) Lau 26/11 kl. 13:00 Frums Lau 3/12 kl. 13:00 3. sýn Sun 11/12 kl. 13:00 6. sýn Sun 27/11 kl. 13:00 2. sýn Sun 4/12 kl. 13:00 4. sýn Sun 27/11 kl. 15:00 aukas. Lau 10/12 kl. 13:00 5. sýn Bráðfyndin jólasýning fyrir börn Brot úr hjónabandi (Litla sviðið) Fim 24/11 kl. 20:00 aukas. Sun 27/11 kl. 20:00 13.sýn Sun 4/12 kl. 20:00 aukas. Fös 25/11 kl. 20:00 11.sýn Mið 30/11 kl. 20:00 aukas. Þri 6/12 kl. 20:00 15.sýn Lau 26/11 kl. 20:00 12.sýn Lau 3/12 kl. 20:00 14.sýn Mið 7/12 kl. 20:00 16. sýn Aðeins þessar sýningar. Ósóttir miðar seldir samdægurs. Jesús litli (Litli svið ) Fim 1/12 kl. 20:00 2. sýn Fös 9/12 kl. 20:00 5. sýn Fim 15/12 kl. 20:00 7. sýn Fös 2/12 kl. 20:00 3. sýn Lau 10/12 kl. 20:00 aukas. Lau 17/12 kl. 20:00 8. sýn Fim 8/12 kl. 20:00 4. sýn Sun 11/12 kl. 20:00 6. sýn Sun 18/12 kl. 20:00 9. sýn Margverðlaunuð jólasýning Salka Valka (Stóra svið) Fös 30/12 kl. 20:00 Frums. Fim 19/1 kl. 20:00 6. sýn Mið 1/2 kl. 20:00 11. sýn Fim 5/1 kl. 20:00 2. sýn Fös 20/1 kl. 20:00 7. sýn Fim 2/2 kl. 20:00 12. sýn Fös 13/1 kl. 20:00 3. sýn Þri 24/1 kl. 20:00 8. sýn Sun 5/2 kl. 20:00 13. sýn Þri 17/1 kl. 20:00 4. sýn Mið 25/1 kl. 20:00 9. sýn Mið 18/1 kl. 20:00 5. sýn Fös 27/1 kl. 20:00 10.sýn Ein ástsælasta saga þjóðarinnar í leikstjórn verðlaunaleikstjórans Yönu Ross Da Da Dans (Nýja svið ) Fim 24/11 kl. 20:00 4.sýn Sun 27/11 kl. 20:00 5.sýn Íslenski dansflokkurinn Óður og Flexa halda afmæli (Nýja sviðið) Sun 27/11 kl. 13:00 Sun 4/12 kl. 13:00 Sun 11/12 kl. 13:00 5 stjörnu barnaverk frá Íslenska dansflokknum Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 Djöflaeyjan (Stóra sviðið) Lau 26/11 kl. 19:30 26.sýn Fös 2/12 kl. 19:30 28.sýn Lau 10/12 kl. 19:30 30.sýn Sun 27/11 kl. 19:30 27.sýn Lau 3/12 kl. 19:30 29.sýn Fös 30/12 kl. 19:30 32.sýn Kraftmikill söngleikur um skrautlegt mannlíf í braggahverfum Reykjavíkur! Maður sem heitir Ove (Kassinn) Fös 25/11 kl. 19:30 27.sýn Lau 3/12 kl. 19:30 30.sýn Sun 11/12 kl. 19:30 33.sýn Lau 26/11 kl. 19:30 28.sýn Sun 4/12 kl. 19:30 31.sýn Sun 27/11 kl. 19:30 29.sýn Lau 10/12 kl. 19:30 32.sýn Siggi Sigurjóns og Bjarni Haukur sameina krafta sína í bráðfyndnum einleik! Horft frá brúnni (Stóra sviðið) Fös 25/11 kl. 19:30 13.sýn Sun 4/12 kl. 19:30 Lokasýn Sun 11/12 kl. 19:30 aukasýn Sýningum lýkur í desember Óþelló (Stóra sviðið) Fim 22/12 kl. 19:30 Frums Fös 13/1 kl. 19:30 4.sýn Fim 2/2 kl. 19:30 8.sýn Mán 26/12 kl. 19:30 Hátíðarsýning Lau 14/1 kl. 19:30 5.sýn Fös 3/2 kl. 19:30 9.sýn Fim 29/12 kl. 19:30 2.sýn Fös 27/1 kl. 19:30 6.sýn Lau 7/1 kl. 19:30 3.sýn Lau 28/1 kl. 19:30 7.sýn Vesturport tekst á nýjan leik á við Shakespeare! Leitin að jólunum (Þjóðleikhúsið) Lau 26/11 kl. 11:00 Sun 4/12 kl. 13:00 Lau 17/12 kl. 11:00 Lau 26/11 kl. 13:00 Sun 4/12 kl. 14:30 Lau 17/12 kl. 13:00 Sun 27/11 kl. 11:00 Lau 10/12 kl. 11:00 Lau 17/12 kl. 14:30 Sun 27/11 kl. 13:00 Lau 10/12 kl. 13:00 Sun 18/12 kl. 11:00 Lau 3/12 kl. 11:00 Lau 10/12 kl. 14:30 Sun 18/12 kl. 13:00 Lau 3/12 kl. 13:00 Sun 11/12 kl. 11:00 Sun 18/12 kl. 14:30 Lau 3/12 kl. 14:30 Sun 11/12 kl. 13:00 Sun 4/12 kl. 11:00 Sun 11/12 kl. 14:30 Sívinsælt aðventuævintýri Þjóðleikhússins komið í sölu 11 leikárið í röð. Fjarskaland (Stóra sviðið) Sun 22/1 kl. 13:00 Frums Sun 5/2 kl. 13:00 3.sýn Sun 29/1 kl. 13:00 2.sýn Sun 12/2 kl. 13:00 4.sýn Nýtt íslenskt barnaleikrit eftir Góa! Lofthræddi örninn Örvar (Kúlan) Mið 23/11 kl. 9:00 Grindavík Lau 26/11 kl. 13:00 Mán 28/11 kl. 14:30 Akranes Mið 23/11 kl. 10:30 Grindavík Lau 26/11 kl. 15:00 Fim 24/11 kl. 10:00 Sandgerði Mán 28/11 kl. 13:00 Akranes Hrífandi einleikur fyrir börn um hugrekki. Yfir til þín - Spaugstofan (Stóra sviðið) Fim 24/11 kl. 19:30 34.sýn Fim 1/12 kl. 19:30 35.sýn Sprellfjörug gleðisýning fyrir alla fjölskylduna! Íslenski fíllinn (Brúðuloftið) Lau 4/2 kl. 13:00 Lau 11/2 kl. 13:00 Lau 18/2 kl. 13:00 Lau 4/2 kl. 15:00 Lau 11/2 kl. 15:00 Lau 18/2 kl. 15:00 Sýningum lýkur í nóvember! Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 23/11 kl. 20:00 Fös 25/11 kl. 20:00 Mið 30/11 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.