Morgunblaðið - 23.11.2016, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.11.2016, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2016 Þjóðlegt, gómsætt og gott hpflatkokur@simnet.is Framkvæmdir eru hafnar á svokölluðum Lands- bankareit, milli Laugavegar 77 og Hverfisgötu í Reykjavík. Verið er að fjarlægja malbik og við það hverfa nærri 100 bílastæði sem hafa verið mikið notuð. Húsið Laugavegur 77 var í eigu Landsbank- ans, sem var með útibú á jarðhæðinni. Áformuð er mikil uppbygging á svæðinu. Á lóðinni Hverfisgata 92-96, norðan við Laugaveg 77, verður samkvæmt gildandi deiliskipulagi heimilt að byggja tvö fjölbýlishús, fimm hæðir, auk bílakjallara fyrir 45 bíla. Gert er ráð fyrir verslunum og veitingahúsum á jarðhæð. Stærð aðalrýmis verður 7.178,2 fermetrar. Þakhæð byggingarinnar verður rúmir 30 metrar. Í skil- málum segir að ekki sé heimilt að vera með gisti- starfsemi né skammtímaútleigu á lóðinni. Fyrir- tækið SA Byggingar ehf. er skráð fyrir fram- kvæmdinni. Á lóðinni Laugavegur 73 á að rísa minni bygging, fimm hæða, þar sem þakhæð verður 33 metrar. sisi@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Framkvæmdir hafnar á Landsbankareit Umhverfisstofnun veitti á dögunum framkvæmdaleyfi fyrir byggingu hótels á Flatskalla í landi Gríms- staða innan verndarsvæðis Mývatns og Laxár. Er þetta eina leyfisveit- ingin sem Umhverfisstofnun hefur fengið til formlegrar meðferðar á svæðinu á síðustu fimm árum, sam- kvæmt upplýsingum frá stofnuninni. Fyrirhugað er því að reisa 5.000 fermetra hótelbyggingu á þremur hæðum á svonefndum Flatskalla í landi Grímsstaða en einnig verður reist skólphreinsistöð. Afrennsli berist í Mývatn Umhverfisstofnun leitaði umsagn- ar Náttúrufræðistofnunar Íslands og Rannsóknarstöðvarinnar við Mý- vatn, en helstu athugasemdir þeirra voru að framkvæmd og rekstur hót- elsins hefðu bein og óbein áhrif á verndarsvæðið, þ.e. mengun vegna frárennslis, áhrif á landslag og auk- inn ferðamannastraumur. Þá var Mývatn sagt vera að þolmörkum komið hvað varðar næringarefna- styrk í vatninu. Þótt hreinsistöð væri fyrir hótelið léki enginn vafi á að af- rennsli frá hreinsistöðinni bærist með tímanum í Mývatn. Leyfisveiting Umhverfis- stofnunarinnar er háð ákveðnum skilyrðum, m.a. að hreinsistöð skuli vera í samræmi við framlögð gögn sem Umhverfisstofnun og Heil- brigðiseftirlit Norðurlands eystra hafa samþykkt. Vakta skuli frá- rennsli til að tryggja að hreinsun verði eins og reglugerð kveður á um og ítarlegri en tveggja þrepa hreins- un. Þá skuli ytra byrði byggingarinn- ar falla sem best að næsta nágrenni, þegar kemur að vali á klæðningu. Ekki stækkað við Reykjahlíð Þegar Grímsstaðahótelið rís verða fimm starfandi hótel í Skútu- staðahreppi við Mývatn, að sögn Bjarna Reykjalín, skipulags- og byggingarfulltrúa Skútustaða- hrepps, en nýja hótelið verður um 100 herbergja. Óskað var eftir því í tillögu að breytingu á aðalskipulagi Skútu- staðahrepps í október 2016 að stækka hótel við Reykjahlíð úr níu herbergjum í 43 en Umhverfisstofn- un féllst ekki á það. Meðal ástæðna var að fyrirhuguð aðalskipulags- breyting væri til þess fallin að auka verulega álag á verndarsvæðið mið- að við fyrirliggjandi gögn og sam- ræmdist áætluð landnotkun ekki verndaráætlun fyrir verndarsvæð- ið. laufey@mbl.is Morgunblaðið/Birkir Fanndal Hótel Bygging hófst á hótelinu í landi Grímsstaða þann 25. maí síðastliðinn. Hótelið verður 100 herbergja. Heimild fyrir hóteli á verndarsvæði Mývatns  Skilyrði leyfis að hreinsistöð verði reist og frárennsli vaktað Málefni eldri borgara hafa verið til umræðu í Morgunblaðinu að und- anförnu og í gær var meðal annars fjallað um þá miklu þörf sem nú er fyrir hjúkrunarheimil eða önnur úr- ræði þar sem endurhæfing er hluti starfseminnar. Var í umfjölluninni vitnað í formann Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrennis, en sá gerði Vífilsstaði sérstaklega að umræðu- efni sínu og sagði t.a.m. enga þjálfun vera í boði þar. Ingibjörg Tómasdóttir, hjúkrunar- deildarstjóri á Vífilsstöðum, segir þetta alrangt og bendir á að tveir sjúkraþjálfarar séu þar í starfi. „Hér eru tveir sjúkraþjálfarar starfandi auk þess sem í gildi er endurhæfingaráætlun fyrir þá sjúk- linga sem geta nýtt sér slíka þjálfun,“ segir Ingibjörg og heldur áfram: „Hér er rekin sjúkraþjálfun hvern einasta virka dag og ég get fullyrt að á Vífilsstöðum fær fólk meiri sjúkra- þjálfun en nokkurn tímann inni á hjúkrunarheimilum,“ en á Vífils- stöðum er nú rekin öldrunardeild fyrir rúmlega 40 sjúklinga. Þjálfun í boði alla virka daga Hjúkrun Öldrunardeild er í húsinu. Að meðaltali eru árlega skráð 125- 135 mál á neyðarmóttöku þolenda kynferðisbrota á bráðadeild Land- spítalans. Í ár eru málin orðin yfir 150. Þetta kom fram í erindi Ey- rúnar B. Jónsdóttur, hjúkrunar- fræðings á bráðadeildinni, sem nú er að láta af störfum sem forstöðu- maður móttökunnar, en af því til- efni var haldið málþing henni til heiðurs. Þolendur sem á deildina koma eru á öllum aldri en langflestir 18- 25 ára. Brotin eru langflest um helgar og að næturlagi. Komur eru flestar yfir sumarmánuðina. Í fyrra leituðu 133 í móttökuna og af því enduðu 62 mál með kæru. Árið 2014 voru málin 123 og kærurnar 50. Til samanburðar má nefna að árið 1993 voru komur á neyðarmót- tökuna 46 og fóru 26 málana í kærumeðferð. Á árunum 1993 til 2015 komu sam- anlagt 2.585 mál til kasta neyðar- móttökunnar. Þar af leiddu 1.143 til kæru. „Neyðarmót- takan er orðin hluti af þeirri þjónustu sem al- menningur telur eðlilegt og nauð- synlegt að sé til staðar. Kröfur til okkar sem starfa við móttöku, með- ferð og réttargæslu fyrir brotaþola eru að fylgjast vel með og vera málsvarar þeirra,“ segir Eyrún í frétt á vef Landspítalans. sbs@mbl.is Meira en 150 á neyðarmóttöku í ár  2.585 mál frá stofnun árið 1993 Eyrún B. Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.