Morgunblaðið - 23.11.2016, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.11.2016, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2016 Rauðavatn Tvífætlingar og einn ferfætlingur nutu veðurblíðunnar í gær og hlupu eða renndu sér fótskriðu eftir ísnum á Rauðavatni, sem nú er fremur hvítt en rautt. RAX Ég hef skilning á því að það geti verið erfitt að sitja í meiri- hluta borgarstjórnar og taka til varna fyrir stefnu og störf meiri- hlutans. Jafnvel er hægt að hafa nokkra samúð með þeim sem nú horfa yfir síðustu sex ár og leita logandi ljósi að árangrinum. Magnús Már Guðmundsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, er ekki hress með skrif mín um fjárhagsstöðu Reykjavíkur. Honum finnst lítið til þess koma að í Hafn- arfirði hafi fyrstu skrefin verið stig- in í átt að lægri álögum á bæjarbúa um leið og unnið er að endurreisn Hafnarfjarðar, eftir langan valda- tíma skoðanasystkina Magnúsar Más. „Birtir yfir Hafnarfirði – þoka yf- ir Reykjavík“ var yfirskrift greinar minnar sem birtist hér í Morgun- blaðinu 9. nóvember síðastliðinn. Réttri viku síðar sendi borgar- fulltrúinn mér kveðjur og hann er pirraður yfir birtunni í Hafnarfirði. Ég ergi mig ekki yfir þjósti og yf- irlæti sem Magnús Már tileinkar sér – kannski eru fyrirmyndirnar ekki langt undan. Hann furðar sig á að „eitt af fyrstu verkum“ mínum sem kjörins þingmanns skuli vera að skrifa grein í Morgunblaðið „um hvað allt sé nú ömurlegt í Reykja- vík en ekki Hafnarfirði af því að þar séu sjálfstæðismenn í meirihluta“. Magnús Már spyr: „Hefði ekki verið eðlilegra að þingmaðurinn myndi nota tækifær- ið til að skrifa um helstu hugarefni sín, boða sitt fyrsta þing- mál og upplýsa um það sem hann ætlar að reyna að breyta sem þingmaður?“ Mér er til efs … Nú veit ég ekki hvort Magnús Már hefur, frá því hann hóf afskipti af stjórn- málum og settist í borgarstjórn, skrifað reglulega um málefni borgarinnar, sveitarfélaga almennt eða sam- félagsins í heild. Það kann að vera að hann hafi komið skoðunum sín- um á framfæri með skilmerkilegum hætti í ræðu og riti. Eftir því hef ég ekki tekið. Hitt liggur fyrir að sá er hér heldur um pennann hefur á undanförnum árum skrifað hundr- uð greina um stjórnmál, efnahags- mál, skattamál, almannatrygg- ingar, heilbrigðismál, og atvinnumál svo fátt eitt sé nefnt. Skoðanir og hugsjónir liggja fyrir. Og ég hef leyft mér að fjalla um höfuðborg okkar allra. Á síðustu liðlega tveimur árum hef ég talið ástæðu til að skrifa um Reykjavík- urborg, störf og stefnu meirihlut- ans, a.m.k. 12 sinnum. Mér er til efs að margir borgarfulltrúar hafi ritað oftar um fjárhagsstöðu borg- arinnar, álögur á íbúa og fyrirtæki, framkomu við einkafyrirtæki, þjón- ustu borgarinnar og (ó)ánægju borgarbúa. Samfylkingin – flokkur Magn- úsar Más Guðmundssonar – hefur borið ábyrgð á rekstri höfuðborg- arinnar frá 2010, fyrst í samstarfi við Besta flokkinn. Nú leiðir Sam- fylkingin fjögurra flokka vinstri- stjórn í Reykjavík og þeir eru til sem vilja að ný ríkisstjórn sæki þangað fyrirmynd. Ekki glæsileg afrekaskrá Magnús Már hefur engan áhuga á að rifja upp stóra kosningaloforð Samfylkingarinnar fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar: Bygg- ingu 3.000 leiguíbúða. Hann vill heldur ekki beina kastljósinu að síðustu sex árum sem samfylkingar hafa farið með völdin í Ráðhúsi Reykjavíkur. Engu að síður er rétt að draga fram nokkrar staðreyndir um A-hluta borgarsjóðs:  Langtímaskuldir A-hluta juk- ust um 137% að raunvirði frá árs- lokum 2009 (árið fyrir valdatöku Samfylkingar og ári eftir hrun fjár- málakerfisins) til loka árs 2015.  Heildarskuldir nær tvöfölduð- ust og voru tæplega 40 milljörðum meiri á föstu verðlagi.  Eigið fé minnkaði um 2,9 milljarða.  Heildartekjur voru 16,5 millj- örðum krónum hærri að raunvirði 2015 en 2009.  A-hluti hafði 113 þúsund krón- um hærri tekjur af hverjum borgarbúa 2015 en 2009 á föstu verðlagi. Rekstrargjöld voru hins vegar 199 þúsund krónum hærri.  Skuldir A-hluta jukust að raunvirði um 315 þúsund krónur á hvern íbúa. Eigið fé minnkaði á sama tíma um 45 þúsund.  Að raunvirði var veltufé frá rekstri 38% minna á síðasta ári en 2009. Veltufé er mælikvarði á stöðu grunnrekstrar A-hluta.  Í árslok 2009 var veltufjár- hlutfallið 2,12 en var komið niður í 1,18 við lok síðasta árs. Afrekaskráin er ekki sérlega glæsileg. Magnús Már vill því frem- ur benda á fögur fyrirheit um fram- tíðina en standa skil á kosningalof- orðum og afrekum liðinna ára: „Með aga og skipulögðum vinnu- brögðum kraftmikils starfsfólks, stjórnenda og meirihlutans í borg- arstjórn hefur tekist að leggja fram fjárhagsáætlun með afgangi sem sýnir góðan rekstur Reykjavíkur- borgar.“ Ósjálfbær rekstur og aukning skulda Hér verður ekki gert lítið úr því afreki að „takast“ að leggja fram fjárhagsáætlun. Það er eitt en ann- að og erfiðara að tryggja að áætl- unin gangi eftir og forsendur stand- ist. Þetta veit borgarfulltrúinn af biturri reynslu. Góð fyrirheit í fjár- hagsáætlun fyrir komandi ár eru ekki trúverðugri en reynslan kenn- ir og þá þarf ekki að fara lengra aft- ur en til fjárhagsáætlunar 2015. En Magnús Már er hreykinn af því að áætlun meirihluta borgar- stjórnar sýnir 1,8 milljarða afgang á næsta ári. Borgarfulltrúinn lætur í engu getið að bætt afkoma byggist á tekjum af söluhagnaði og sölu byggingarréttar. Vonandi verður rekstrarniðurstaðan jákvæð og grunur um að forsendur fjárhags- áætlunar séu þegar brostnar reyn- ist ekki á rökum reistur. Því miður er hins vegar töluvert í land að rekstur A-hluta sé sjálfbær. Magnús Már gleðst yfir því að á komandi ári verði fjárfest fyrir rúma 14 milljarða króna þar af 5,5 milljarða í gatnaframkvæmdum. Kominn tími til, segja líklegast flestir sem hafa horft á gatnakerfið grotna niður á síðustu árum. Í greinargerð með fjárhagsáætlun er hins vegar bent á að fjárfestingar séu töluvert umfram veltufé á næstu tveimur árum og að bilið sé „brúað með tekjum af gatnagerð- argjöldum og sölu eigna og bygg- ingarréttar. Þessar tekjur nema 7,6 milljörðum árið 2017 og 7,4 millj- örðum árið 2018. A-hluti stendur ekki undir brúttó fjárfestingum. Og þrátt fyrir að tekjur A-hluta verði um sex milljörðum hærri á næsta ári en reiknað er með á yfir- standandi ári, þá halda skuldir áfram að aukast. Það skiptir ekki aðeins borg- arbúa miklu hvernig til tekst við rekstur Reykjavíkur heldur er það hagsmunamál allra landsmanna. Þess vegna er Magnúsi Má og fé- lögum óskað velfarðar í vinnu fyrir Reykvíkinga. Ef til vill rennur upp sú stund að meirihluti borg- arstjórnar hættir að láta góðar fréttir af nágrannasveitarfélög- unum fara í taugarnar á sér. Að gleðjast yfir velgengni annarra og því sem vel er gert, hefur að minnsta kosti ekki gert mörgum illt. Sumir hafa lært ýmislegt – ekki síst af nágrönnum sínum. Eftir Óla Björn Kárason » Langtímaskuldir A- hluta jukust um 137% að raunvirði frá árslokum 2009 (árið fyr- ir valdatöku Samfylk- ingar og ári eftir hrun) til loka árs 2015. Óli Björn Kárason Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Pirringur borgarfulltrúa yfir góðum fréttum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.