Morgunblaðið - 23.11.2016, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.11.2016, Blaðsíða 18
BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ríkisstjórn Framsóknar- ogSjálfstæðisflokks misstimeirihluta sinn í alþingis-kosningunum 29. október síðastliðinn. Strax daginn eftir gekk Sigurður Ingi Jóhannsson forsætis- ráðherra á fund Guðna Th. Jó- hannessonar, forseta Íslands, til að biðjast lausnar fyrir sig og ráðu- neyti sitt. Forseti féllst á lausn- arbeiðnina en óskaði þess jafnframt að stjórnin sæti sem starfsstjórn uns tekist hefði að mynda nýja. Síð- an eru liðnir 24 dagar og rík- isstjórnin er enn við völd. Í bók Ólafs Jóhannessonar heitins, prófessors og ráðherra, um stjórnskipan Íslands segir að all- mikil óvissa ríki um vald starfs- stjórna enda séu engin ákvæði fyrir hendi um starfsstjórn, hvorki í stjórnarskrá né almennum lögum. Af hálfu Alþingis og stjórnmála- manna sé gengið út frá því að völd starfsstjórna séu mun takmarkaðri en völd reglulegra ríkisstjórna. Til gamans má geta þess að þegar leitað er undir orðinu starfs- stjórn á vef Alþingis kemur upp eitt tilvik, þ.e. að Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, eigi sæti í starfs- stjórn INPaT 2009. Ólafur Jóhannesson segir í bók sinni að þegar forsætisráðherra biðjist lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt sé það föst venja að forseti fall- ist á lausnarbeiðni og riti á hana samþykki sitt, en jafnframt sé ríkis- stjórnin beðin að gegna störfum þar til ný stjórn hafi verið mynduð. Landið verði ekki stjórnlaust „Verður að telja ráðuneyti skylt að verða við þeim tilmælum um sinn,“ segir Ólafur, enda gangi ekki að landið sé með öllu stjórn- laust. Ráðherrar gegni áfram starfi sem æðstu embættismenn, hver á sínu sviði. Hins vegar gegni þeir ekki lengur pólitísku hlutverki með sama hætti og regluleg ríkisstjórn. Þess verði ekki krafist af starfs- stjórn að hún móti sérstaka stjórnarstefnu eða standi fyrir stjórnarframkvæmdum til úrlausn- ar aðsteðjandi þjóðfélagsvanda- málum nema þau þoli enga bið. „Eins og áður er sagt, má ætla, að starfsstjórn sinni daglegum stjórnarstörfum. Ráðherrar í starfs- stjórn geta því vafalaust skipað í embætti, veitt leyfi, úrskurðað stjórnleg kærumál og fleira þess háttar,“ segir Ólafur í bók sinni. Hins vegar verði þeim varla talið skylt eða heimilt að taka mikil- vægar pólitískar ákvarðanir. Hæpið sé til dæmis að starfsstjórn megi gera tillögu um þingrof. Segir Ólaf- ur að ef forseti ryfi þing með at- beina starfsstjórnar yrði þingrofið að vísu formlega gilt en ráðherrar gætu bakað sér ábyrgð. Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, skrifaði grein um þessi efni í Tímarit lög- fræðinga árið 1979, er hann gegndi starfi skrifstofustjóra í forsætis- ráðuneytinu. Þar lýsti hann stöðu starfsstjórna frá lýðveldisstofnun, sem höfðu lagt fram laga- frumvörp og þingsálykt- anir, sett bráðabirgðalög og reglugerðir, gert samn- inga við önnur ríki og skip- að í embætti. Þær hefðu hins vegar aldrei afgreitt fjárlög. Komst Björn að þeirri niðurstöðu að ráðherrar í starfsstjórnum hefðu ekkert tak- markaðra vald en ráðherrar endranær. Engar skráðar regl- ur um starfsstjórnir Morgunblaðið/Eggert Á fundi forseta Sigurður Ingi Jóhannsson gekk á fund Guðna Th. Jóhannessonar 30. október og baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt 18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2016 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Reglulegafáum viðfréttir af stíflum í starfsemi Landspítalans. Álagið á bráða- deildinni er slíkt að fólk er beðið um að leita til heilsu- gæslustöðva sé þess kostur. Legu- deildir eru yfirfullar. Ekki er hægt að útskrifa um 100 sjúk- linga um þessar mundir vegna þess að ekki eru til hjúkrunar- rými. Fyrir vikið bíður fólk eftir að komast í þjónustu á sjúkradeildum. Orðið fráflæðisvandi hefur verið notað til að lýsa þessu ástandi. Hann veldur erfið- leikum við að veita fólki til- hlýðilega aðhlynningu. Ein birtingarmynd hans er að fólk er látið dvelja á göngum yfir- fullra deilda og þess eru dæmi að skrifstofum sé breytt í sjúkrastofur á nóttunni. Fráflæðisvandinn skapar einnig þrýsting á að útskrifa sjúklinga með hraði, jafnvel þótt þeir séu ekki tilbúnir til að fara heim. Skorturinn á hjúkr- unarheimilum eða sambæri- legum úrræðum þar sem endurhæfing er hluti af starf- seminni er aðkallandi. Hafi sjúklingur ekki fengið nægilega mikla endurhæfingu þegar hann er sendur heim til sín get- ur það verið ávísun á að hann endi á bráðadeild á ný fyrr en varir. Það þýðir enn meira álag, sem ef til vill hefði verið hægt að koma í veg fyrir væri þrýst- ingurinn á að út- skrifa minni. Þann- ig vindur vandinn upp á sig. 500 hjúkrunarrými mun vanta á landinu. Í frétt í Morgunblaðinu í liðinni viku kemur fram að samið hafi verið um að bæta við 200 rýmum á næstu misserum. Tilefni fréttarinnar var er- indi fyrirtækisins Heilsuvernd- ar til ríkisins um að bjóða til ráðstöfunar hjúkrunarrými fyrir 100 manns með aðstöðu til endurhæfingar í Urðarhvarfi í Kópavogi þar sem til stendur að opna heilsugæslu á næsta ári. Viðræður Heilsuverndar við velferðarráðuneytið um þetta mál hófust í janúar. Til- boðinu hefur ekki enn verið svarað. Mál Landspítalans eru í bið- stöðu á meðan ekki er tekið af skarið með nýtt sjúkrahús. Sjúklingar gjalda fyrir það. Stíflurnar vegna skorts á hjúkrunarheimilum er þó ekki hægt að afsaka með því. Sá vandi sem hér er lýst hef- ur verið viðvarandi lengi. Það dregur ekki úr þörfinni á að bætt verði úr. Skortur á hjúkrunar- rýmum þýðir að legudeildir Land- spítala eru yfirfullar og erfitt er að sinna þeim sem á þurfa að halda} Spítalastíflur Aðeins tíu dög-um fyrir kosn- ingar var staðan sú að Sjálfstæðis- flokkurinn virtist mundu fara illa út úr þeim. Fram- sóknarflokkurinn einnig. En að Samfylkingunni frátalinni vænti vinstrislagsíðan ágætra úrslita (og er þá Viðreisn með- talin enda flokkar hún sig sem „frjálslynda“ eftir mælingu á stikkorðinu). En þá boðaði Birgitta til viðræðna fjögurra vinstriflokka. Staðan gjör- breyttist á augabragði þeim í óhag. Nú standa enn yfir fimm (!) flokka vinstriviðræður. Við- reisn er með eftir að DNA- rannsókn sýndi óvænt, daginn eftir kosningar, að Benedikt og Proppé væru pólitískir albræð- ur. Ekki liggur enn fyrir hvort þeir bræður séu af Engeyjar- eða Proppéættbálknum. Fyrri viðræður skiluðu eng- um öðrum árangri en að bjarga Sjálfstæðisflokknum fyrir kosningahornið. Hinar síðari gætu orðið honum miklu drýgri. Á fyrsta viðræðufundi „for- mannanna“ mættu 15. Hver maður gat talað í fáeinar mínútur og að sögn voru „um- ræðurnar“ mjög gagnlegar. Það er óneitanlega afrek. Píratar, sem þegar hafa boðist til að svíkja tvö af helstu loforðum sínum, án þess að fá sjáanlega neitt í staðinn, eiga eftir að hefja viðræður um svikin við „baklandið“ og kjósa um þau á netinu. Kannski er ekki útilokað að finna það út á þremur dögum hverjir séu helstu ásteytingar- steinar á milli fimm flokka og ná að breiða yfir þá í bili. En menn eru þó engu nær. Eins og allir vita sem þekkja eitthvað til stjórnmála segir þess háttar skoðun ekkert um framhaldið. Tveir vinstriflokkar mynd- uðu langþráða stjórn vorið 2009. Hana bar upp á sker að- eins tveimur árum síðar. Nokkru fyrir strandið hafði for- sætisráðherrann hvað eftir annað kallað helftina af sam- starfsflokknum „villiketti“. Nú virðist ætlunin að flytja stjórn- kerfið, eins og það leggur sig, upp í Kattholt. En gaman. Það eina sem líklegt er til að lukkast hjá slíkri stjórn er kattarþvotturinn} Er komin kattartíð? N ý tækni skapar nýja tíma, en hún spillir líka mörgu sem eftirsjá er að, í það minnsta hjá þeim sem ólust upp við hætti sem af eru lagðir. Gagnrýni á nýja tækni snýst oftar en ekki um það að hún fjar- lægi okkur ímyndaðri sátt við náttúru og mannlegt eðli, eins og til að mynda þegar býsn- ast er yfir því að allir séu horfnir inn í símana og missi af öllu því frábæra sem ber fyrir augu og eyru utan snjallskjásins. Já, og svo finnst einhverjum sem allt verði ópersónulegra með farsímum, tölvupósti, spjallsíðum og fésbók- inni þó að megintilgangurinn með tækninni allri sé að hún auðveldar okkur að vera í sam- band við óteljandi fólk, jafnvel persónulegu sambandi, sem maður hefði annars aldrei kom- ist yfir eða átt kost á. Sýndarveruleiki er einmitt dæmi um nýja tækni sem auðveldað getur okkur lífið á óteljandi vegu og blasir við um leið og maður prófar slíkt apparat. Þannig er til að mynda hægt að standa á fjallstindi og dást að útsýni allan hringinn og niður fjallshlíðina, standa á hafsbotni og dást að sjávargróðri og sjávarskepnum, læra alls kyns verkleg fræði á nýjan hátt og svo má líka nota sýndarveruleikann til að nálgast fólk, þar með talda listamenn. Í viðtali sem birtist hér í blaðinu fyrir stuttu ræddi Björk Guðmundsdóttir meðal annars um sýndarveruleik- ann og það hvernig hún hefur nýtt hann til að færa tónlist sína í nýjan búning, hvernig hún nýtir hann til að deila þeirri heilun sem er að finna á nýrri plötu hennar, Vulnicura; sýndarveruleikinn gefur nýjan aðgang að heilanum, eins og hún orðar það. Hún hefur líka unnið að því undanfarna mánuði að gera sýndarveruleikamyndbönd með lögum af Vulnicura, enda sé platan „svo frumspekileg, það er í henni ákveðin heilun og hægt að deila henni á hátt sem ekki er hægt með YouTube-myndbandi“. Þessi nýju myndbönd Bjarkar eru í aðal- hlutverki á sýningunni Stafrænn heimur Bjarkar sem nú stendur yfir í Hörpu og er í senn sýnishorn af því sem hún er helst að fást við núna og eins konar sögulegt yfirlit yfir það hvernig myndmál hennar hefur þróast frá því fyrsta myndbandið af Debut var frumsýnt og fram til þess að sýndarveruleikinn tekur við. Sýndarveruleikamyndskeiðin sem boðið er upp á eru stórkostleg hvað tæknilega útfærslu varðar og myndmálið ævintýralegt. Að því sögðu var þó áhrifamest að sjá fyrsta sýndarveruleikamyndbandið, Stonemilker – það sem er líka einfaldast að allri gerð. Í því stendur Björk á ströndinni við Gróttu og syngur um upplausn ástarsambands á óþægilega opinskáan hátt, opinskáan vegna þess að hún stendur þétt við áheyrandann/ áhorfandann og syngur af svo mikilli einlægni og blíðu að maður viknar. Slíkri nálægð, svo persónulegu sambandi við listina, er ekki hægt að ná á tónleikum og ekki í tón- listarmyndbandi. Þar skapar ný tækni nýja upplifun. arnim@mbl.is Árni Matthíasson Pistill Ný tækni skapar nýja upplifun STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen „Ætla verður, að starfsstjórn eigi heimtingu á endanlegri lausn, ef stjórnarmyndun dregst mjög á langinn,“ segir Ólafur Jóhannesson í bók sinni. Engin dæmi eru um það að starfsstjórnir hafi óskað eftir að láta af völdum enda hafa þær á seinni áratugum setið stutt, kannski 2-3 vikur. En Ólafur nefnir tvö dæmi þar sem starfsstjórnir sátu í tæpa fjóra mánuði. Í báðum tilvikum var nafni hans Ólafur Thors forsætisráðherra. Ólafur baðst lausnar fyrir stjórn sína 27. mars 1956 en ný stjórn var ekki mynduð fyrr en 24. júlí 1956. Hinn 10. október 1946 baðst Ólafur Thors lausnar fyrir sig og ráðu- neyti sitt en ný stjórn tók ekki við fyrr en 4. febrúar 1947. Mislengi á valdastóli STARFSSTJÓRNIR Ólafur Jóhannesson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.