Morgunblaðið - 23.11.2016, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.11.2016, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2016 ✝ SigríðurEiríksdóttir fæddist að Útverk- um á Skeiðum 11. október 1930. Hún lést á Sólvangi í Hafnarfirði 15. nóvember 2016. Foreldrar hennar voru Lilja Bjarna- dóttir frá Útverk- um og Eiríkur Ágúst Þorgilsson, f. á Sandlæk í Hrepphólasókn. Systkini Sigríðar eru 1) Karl, látinn. 2) Tryggvi, látinn. 3) Þor- gils. 4) Rósa, d. á fyrsta ári. 5) Bjarnþór, látinn. 6) Sighvatur og 7) Eydís Lilja. Sigríður giftist 1.11. 1952 Ás- mundi Eiríkssyni frá Ásgarði, Grímsnesi, d. 1984. Þau eign- uðust átta börn, fjóra syni og fjórar dætur en eina dótturina misstu þau á fyrsta ári. Börnin eru 1) Eygló Lilja, eiginmaður Hermann Brynjólfsson, 2) Gunn- Sigríður ólst upp í Langholti í Hraungerðishreppi með systk- inum sínum og foreldrum þang- að til hún flutti að Ásgarði í Grímsnesi 1952 og hóf þar bú- skap með eiginmanninum, Ás- mundi. Samhliða bústörfum og barnauppeldi tók hún virkan þátt í starfi kvenfélagsins, ung- mennafélagsins og í kórstarfi á vegum kirkjunnar. Árið 1990 söðlaði hún um og flutti til Reykjavíkur að Kjart- ansgötu 7 og þangað hélt fjöl- skyldan og vinir áfram að koma eins og þegar hún var húsfreyja í Ásgarði. Hún starfaði sem sundlaugarvörður við Seltjarn- arneslaug þangað til að hún lét að störfum 69 að aldri. Í Reykja- vík nýtti hún alla möguleika á þátttöku í félagsstarfi, söng með kór eldri borgara og Senjorít- unum árum saman, ferðaðist víða innanlands og utan í góðra vina hópi. Alltaf hélt hún tryggð við sveitina, hélt áfram að vinna í þágu kvenfélagsins og ræktaði þau vináttubönd sem hún hafði þar bundið. Sigríður verður jarðsungin frá Selfosskirkju í dag, 23. nóv- ember 2016, kl. 13. ar, hans börn og Þór- dísar Ásgeirsdóttur eru Dagbjört Nína, maki Ásgeir Rafn Erl- ingsson, Sigríður Lilja, maki Árni Falur Ólafsson, Ásmundur Ingi og Harpa Rún, maki Grímur Steinn Emilsson. 3) Eiríkur. 4) Guðmundur, maki Helga Guðlaugsdóttir og þeirra börn eru Hildur og Ásgrímur. 5) Margrét, dætur hennar og Björns Her- manns Hermannssonar eru Sigríð- ur Áslaug og Herdís Lilja. 6) Ás- laug, maki Björn Sigurðsson, synir þeirra eru Daði og Sigurður. 7) Kjartan Már, maki Auður Perla Svansdóttir, börn þeirra eru Kol- finna, Karitas og Eiríkur Friðjón. Langömmubörnin eru átta, þau eru Karlotta Sjöfn, Aþena Þórdís, Veronika Amý, Erling Aron, Bryndís Alma, Andrea Nótt, Rakel Kara og Kolbrún Ylva. Elsku hjartans móðir okkar, Sigga Eiríks, er látin 86 ára að aldri. Það væri lengi hægt að tí- unda kosti hennar en hún hefði ekki kært sig um slíka lofræðu. Þó verðum við að nefna að vand- fundin var jafn jákvæð, lífsglöð og ástrík kona og hún. Við eldhús- borðið lá alltaf dagbókin hennar opin og þar skráði hún niður alla atburði, stóra sem smáa, í hennar lífi og hennar nánustu. Áratuga skrif hennar segja frá óteljandi matarboðum fyrir fjölskyldu og vini, kórferðalögum og öðrum ferðalögum utanlands sem innan, tónleikum og leiksýningum þar sem hún var bæði áhorfandi og einnig gjarnan þátttakandi. Þar segir frá gleði hennar yfir ný- fæddum barnabörnum og lang- ömmubörnum, öllum símtölunum við vini og vandamenn, öllum uppskriftunum sem hún prófaði að elda eða baka upp úr og skipti þá ekki öllu hvort hún ætti öll hrá- efnin til, þá prófaði hún bara að setja í þær eitthvað nýtt. Aldrei vafðist fyrir henni að finna nýja fleti á hlutunum eða fara út fyrir rammann. Hún segir frá þegar hún heldur barnabörnunum sel- skap eins og hún kallaði það þeg- ar við báðum hana svo margoft að passa þau, spilaði við þau, lék við þau, las fyrir þau og bakaði með þeim. Þar segir frá öllum Söng- dúfupartíunum, starfi með Senjorítunum og öðru kórstarfi. Svona mætti endalaust telja upp og þvílíkur fjársjóður er að eiga þessi skrif hennar. Það er und- ursamlegt hversu miklu hún áorkaði, alltaf hafði hún samt endalausan tíma fyrir fjölskyld- una en kunni svo vel að njóta lífs- ins gæða, njóta samvista við vini, elda góðan mat og gleðjast yfir öllu sem vel gekk og takast á við erfiðleika með jákvæðni og von um það besta. Undanfarin þrjú ár naut hún einstakrar umönnunar og vináttu starfsfólks og heimilisfólks hjúkr- unarheimilisins við Sólvang Hafnarfirði. Það verður seint full- þakkað hversu vel var að henni búið þegar hún tókst að síðustu við hið erfiða verkefni að missa heilsuna. Enn og aftur létti lífs- gleði hennar þann róður og alltaf reyndi hún að líta á björtu hlið- arnar. Nú er komið að kveðju- stund og söknuðurinn er sár. Okkur er þó efst í huga þakklæti fyrir að hafa átt hana fyrir móður, hún var einstök kona. Hún verður okkur fyrirmynd um ókomna tíð og minning hennar mun lifa. Fyrir hönd barna hinnar látnu, Áslaug Ásmundsdóttir. Hún tengdamóðir mín var al- veg einstök kona og ég tel mig af- ar heppna að hafa orðið þess heið- urs aðnjótandi að hafa átt með henni samleið í 32 ár. Hún tók ein- staklega vel á móti mér þegar í kom í fjölskylduna, þrátt fyrir að ég væri bara 18 ára stelpuskjáta, þegar ég fór að venja komur mín- ar í Ásgarð. Fyrir Siggu voru allir jafnir og hún gerði aldrei manna- mun. Hún fór sínar eigin leiðir og sá til þess að aðrir fengu að gera hið sama óáreittir. Það þýðir þó ekki að hún hafi ekki haft skoð- anir á hlutunum en aldrei reyndi hún að troða þeim upp á aðra. Það var því alltaf hægt að ræða málin og iðulega var umræðan upp- byggileg og hreinskilin þar sem hver og einn fékk að segja sitt. Ég lærði mikið af henni og hún var alltaf mér og okkur fjölskyldunni mikil fyrirmynd. Sigga var mikil fjölskyldu- manneskja og það var alltaf fjör þegar við hittumst hjá henni í mat eða bara í kaffi. Það var hennar líf og yndi að fá okkur til sín og fá að gefa okkur að borða. Hún var afar góður kokkur og það sem var líka svo skemmtilegt að óhikað fór hún nýjar leiðir í matargerð. Undantekningalaust varð úr gómsætur matur og alltaf nóg fyrir alla, þrátt fyrir að oft væri fullt hús af fólki sem borðaði vel. Hún gaf sér líka alltaf tíma til að vera með okkur og aldrei var ver- ið að stressa sig á að ganga frá. Mikilvægast var að njóta þess að vera saman. Sigga reyndist barnabörnun- um afskaplega vel og alltaf hafði hún tíma fyrir þau, við hvað eina þau vildu gera þegar þau voru hjá henni. Hún kenndi þeim margt um lífið og tilveruna og þau litu upp til hennar. Ég fékk tækifæri til að búa með henni tvisvar til skemmri tíma, ásamt fjölskyldu minni. Ég fullyrði að sambúðin gekk afar vel og við nutum þess að vera saman. Við ferðuðumst líka heil- mikið saman, hún heimsótti okk- ur til Bandaríkjanna 1991, við fór- um saman í hús foreldra minna á Spáni og svo kom hún til okkar í Sviss. Það var mjög gaman að ferðast með Siggu, alltaf jákvæð og kunni að njóta stundarinnar. Annað sem mér þótti afar vænt um var það að foreldrum mínum og Siggu varð mjög vel til vina og þau skemmtu sér vel saman þeg- ar við hittumst. Lengi vel var það föst venja hjá okkur að hittast annan í jólum, borða góðan mat og spila fram eftir kvöldi, eitthvað sem Sigga og mamma mín höfðu mikið gaman af. Að síðustu er ekki úr vegi að tala um það sem Siggu þótti allra skemmtilegast að gera, en það var að syngja. Hún söng eins og engill, kunni alla texta og hún ástundaði söng eins lengi og hún mögulega gat ýmist í kórum eða bara með góðum vinum. Hún söng líka í Söngdúfunum, sem heimsóttu hana oftar en einu sinni á Sólvang og sungu fyrir hana. Þá var hún í essinu sínu. Sigga skrifaði í dagbók í nær 40 ár, eða fram að þeim tíma sem hún gat ekki auðveldlega skrifað lengur. Þessar dagbækur eru án efa ómetanleg heimild sem mun fylgja fjölskyldunni um ókomna tíð. Elsku Sigga, takk fyrir mig og mína, minning þín mun lifa skært í hjörtum okkar. Núna ertu kom- in til Ása þíns og hann mun án efa taka þér fagnandi, elsku vinkona. Helga Guðlaugsdóttir. Elsku amma, nú ertu farin frá okkur, það sem ég mun sakna þín sárt. En ég veit þú ert á betri stað, örugglega hlæjandi og syngjandi eins og alltaf. Það er svo margt sem mig langar til að segja en ég vil helst segja hvað ég er þakklát. Ég er svo þakklát og svo stolt af því að geta sagt að þú hafir verið amma mín, það er eng- in eins og þú, alltaf svo góð, glöð og syngjandi. Þakklát fyrir allar stundirnar sem við áttum saman. Það var alltaf svo gaman þar sem þú varst, alltaf tilbúin að gera eitt- hvað með okkur krökkunum. Það helsta sem kemur upp í hugann eru spilastundirnar, þú hefur kennt mér helling af spilum, gönguferðir, ég man eftir þegar við vorum upp í bústað með pabba, Ása og Hörpu Rún, og þú fórst með okkur í gönguferð upp fjallið fyrir ofan þar sem lækur rann niður og þú varst að telja upp heitin á trjánum og blómun- um og mér fannst það svo ótrú- legt að þú skyldir vita þetta allt saman. Ekki má gleyma slæðunum þínum sem var æðislegt að leika sér með, hjá þér var alltaf nóg af mat og alltaf mikið sungið. Einnig er ég þakklát að stelp- urnar mínar hafi fengið að kynn- ast þér, þegar þú söngst fyrir þær „við skulum róa sjónum á“, með- an þú ruggaðir þeim í stóra stóln- um, stóllinn var svo bara færður til svo hann gæti ruggað almenni- lega. Fá að heyra þig fara með vísuna um köttinn í myrkrinu með glyrnurnar. Allar þessar dýrmætu minningar sem ég hugsa svo oft um og mun aldrei gleyma eru ómetanlegar og þakk- læti er mér efst í huga. Takk, elsku yndislega amma, takk fyrir allt. Þín Sigríður Lilja. Elsku amma kvaddi þennan heim 15. nóvember síðastliðinn. Amma sem tók mig strax sem sínu eigin barnabarni, þegar ég fékk þann heiður að koma og til- heyra fjölskyldu hennar, þegar mamma og Gunni pabbi fóru að vera saman. Í minningu minni fannst mér ég vera pínu óþekk, en nei nei, amma Sigga sagði það ekki rétt og alltaf gat hún sagt mér nýjar sögur um mig þegar við hittumst, og vá hvað hún var alltaf svo glöð og ánægð þegar hún sagði mér frá æsku minni og hvað ég var dugleg sem barn. Það var alltaf mikið hlegið þegar við hittumst, og þekki ég hana bara sem brosmildu og glöðu ömmu mína, en núna kveð ég með mikl- um söknuði frábæru ömmu mína með þessum orðum. Elsku amma: Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Ég elska þig alltaf. Þín Dagbjört Nína. Í dag kveðjum við kæra vin- konu, sómakonuna hana Siggu í Ásgarði. Sigríður Eiríksdóttir, ávallt kölluð Sigga var nágranni okkar í áratugi og góður vinur frá fyrstu kynnum. Sigga kom að Ás- garði 1952 og hún og eiginmaður hennar, Ásmundur Eiríksson, bjuggu myndarbúi alla tíð, með sinn stóra og fallega barnahóp og í Ásgarði var símstöð um margra ára skeið. Þau hjónin voru fé- lagslynd og lögðu mikið til sam- félagsins í sveitinni. Það var mik- ill fengur fyrir Grímsnesið að fá slíka konu í sveitina, jákvæða og duglega. Árið 1950 var stofnaður kirkjukór Búrfells- og Stóru- Borgarkirkju. Unga húsfreyjan í Ásgarði gekk seinna til liðs við kórinn, brosmild með mikla og góða söngrödd. Á þessum árum kom Kjartan Jóhannesson, organisti og kór- stjóri, á vegum söngmálastjóra þjóðkirkjunnar og var í mánuð og kenndi fjórraddaða söng. Á árum áður var mikil starf- semi hjá Umf. Hvöt og var Ás- mundur, eiginmaður Sigríðar þar aðaldriffjöðrin. Sjálfsagt þótti að vera með leikþátt á jólaskemmt- un ungmennafélagsins á Borg og áttu hjónin í Ásgarði stóran þátt í henni. Þegar við vígðum félagsheim- ilið Borg árið 1966 þótti við hæfi að setja upp viðamikil leikrit og varð Maður og kona fyrir valinu. Þar fór Sigríður í Ásgarði með hlutverk Staðar-Gunnu og fór aldeilis á kostum, 19 sýningar voru vítt og breitt um Suðurland. Sigga var mjög virk í kven- félagi Grímsneshrepps og for- maður um tíma. Þegar hreppur- inn gaf kvenfélaginu lóð í Ásgarðslandi var ákveðið að byggja sumarhús. Fóru kven- félagskonurnar ófáar ferðirnar til Reykjavíkur á Lækjartorg með brodd, flatkökur, kleinur o.fl. að selja. Það gekk alltaf mjög vel og var Sigga þar í fremstu röð. Það var gott að vinna með Siggu, við vorum oft að vinna saman að ýmsum verkefnum í sambandi við bústaðinn, Sigga var sérlega skapgóð og hafði góða nærveru. Við Sigga rifjuðum oft upp fyrstu utanlandsferð kvenfélags- ins sem var farin til London. Þá hafði Heiðar snyrtir nýlega verið hjá okkur að „litgreina“ okkur og fengum við litakort með okkar litum, sem var mjög skemmtilegt. Nema hvað, í Lond- on vildum við kíkja í búðir og fór- um við Tóta og Sigga í stóra fata- búð og fundum ýmislegt fallegt. Við hlógum oft að þessari versl- unarferð okkar, þar sem litakort- ið var allsráðandi. Sigga var stórkostlegur leikari og var hún ógleymanleg, þegar hún flutti ljóðið „Föðurlandið“ eftir Böðvar Guðlaugsson. Þá var hún að sjálfsögðu klædd ekta föðurlandi, sem hún strauk um leið og hún flutti ljóðið. Við hjónin á Búrfelli þökkum Siggu áratuga vináttu, það var dýrmætt að eiga Siggu að vini og þau hjónin. Búrfellsfjölskyldan sendir börnum Siggu og Ása og ástvinum öllum innilegar samúð- arkveðjur. Guð blessi minningu merkrar og góðrar konu. Lísa og Böðvar, Búrfelli. Ég vil trúa því að þeir sem deyja séu ekki horfnir. Þeir séu aðeins komnir á undan. Jafnframt vil ég trúa því að skilnaðarstundin sé dagur samfunda í himnasal. Látin er Sigríður Eiríksdóttir frá Ásgarði í Grímsnesi. Sem barn var ég nokkur sumur í vist hjá henni og Ásmundi Eiríkssyni, sem lést fyrir mörgum árum. Sigga og Ási, eins og ég kallaði þau, voru samrýmd hjón og dvöl- in hjá þeim í sveitinni er tengd góðum minningum. Heimilið var mannmargt. Þeg- ar ég dvaldist hjá þeim voru fimm börn þeirra hjóna á heimilinu, Lilja sem var flytjast að heiman, Gunnar, Eiríkur, Guðmundur eða Mummi eins og kallaði hann og Margrét. Þá var auk þess Eiríkur sem var tengdafaðir Siggu og Guðbjörg sem sá um símamið- stöðina sem var staðsett í Ás- garði. Síðar bættist við barnahóp- inn Áslaug og Kjartan. Mestu tengslin mín voru alltaf við Mumma þar sem við vorum í nálægð í aldri. Ég minnist gleðistunda sem barn að leik með leggi, kindahorn og bein í kindabúi sem við köll- uðum og var eftirmynd í huga okkar Mumma á stórvirkum rekstri á búgarði og var okkar stolt. Hláturinn var aldrei langt und- an þegar Sigga var annars vegar. Hún var glaðvær, hláturmild og mikill búkona sem sá um stórt heimili af myndugleik. Á kvöldin var heilög stund þeg- ar Sigga gaf sér alltaf tíma til að lesa upp úr sögubókum fyrir okk- ur yngri börnin. Sjónvarpið var þá ekki komið til sögunnar. Fyrir valinu urðu oft bækurnar um Tarzan og ævintýrabækurnar um hin fræknu fimm eftir Enid Blyton. Lesturinn sem var fastur liður var ómeðvitað ein besta leið til að auka orðaforða, málskilning og máltjáningu barnanna. Bók- lesturinn auðgaði ímyndunaraflið og færðum við efnið yfir í leiki sem við bjuggum til í framhaldi. Eftir að ég hætti að dveljast hjá Siggu og Ása í sveitinni sum- arlangt fylgdist ég með úr fjar- lægð ævintýrasumarlandinu mínu sem var Ásgarður baðaður sól og góðum minningum. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að ganga lífsveginn sem barn í nálægð við Siggu og Ása sumarlangt um nokkurra ára skeið. Sigga lýsti upp umhverfið sitt með brosi sínu og jákvæðni. Ég er þakklátur fyrir það hvað þau hjónin voru mér góð. Ég votta fjölskyldunni dýpstu samúðar. Ég bið góðan Guð að blessa minningu Siggu og um leið Ása, minnugur þess að mannsandinn líður ekki undir lok, frekar en sól- in sem gengur til viðar en heldur alltaf áfram að lýsa. Með virðingu og þakklæti. Sveinn Guðmundsson. Sigríður Eiríksdóttir  Fleiri minningargreinar um Sigríði Eiríksdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Björk Gunn-arsdóttir fæddist 11. janúar 1958 í Reykjavík. Hún lést 16. nóv- ember 2016. For- eldrar hennar voru Jóhanna Margrét Jóhannsdóttir, hús- freyja frá Bakka- koti í Meðallandi, f. 16.12. 1916, d. 16.1, 1988, og Gunnar Helgi Pálsson, verkamaður frá Siglufirði, f. 18.9. 1925, d. 27.7. 2013. Systkini Bjarkar eru 1) Margrét Ásta, f. 24.3. 1954, eig- inmaður hennar er Guðlaugur Sessilíus Helgason, f. 13.7. 1951. 2) Páll, f. 22.7. 1956. Björk var fædd og uppalin í Reykjavík og ólst hún upp á kærleiks- ríku heimili for- eldra sinna þangað til hún flyst að heiman í sambýlið Víðihlíð 5 og síðar á Lautarveg 18. Björk stundaði vinnu að Bjarkarási og síðar Lækjarási, sem rekið er af Ási, styrktarfélagi, fram að andláti. Útför Bjarkar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 23. nóv- ember 2016, kl. 15. Björk, frænka mín, var mér alltaf afskaplega góð. Hún var lengi framan af stóra frænka mín en svo minnkaði bilið á milli okkar og síðustu árin var ég orðin stóra frænka hennar. Björk var með eindæmum barngóð, hún fylltist aðdáun og lotningu í návist ungra barna og það gladdi hana mjög að fá þau í fangið. Jafnvel glaðari var hún að losna við þau ef þau byrj- uðu að emja eða lykta. Björk hafði ekki mikið umburðarlyndi fyrir rugli, nema því sem var á hennar forsendum og hún vissi upp á hár hversu langt henni var óhætt að ganga. Hún var þrjóskari en and- skotinn og aldrei tókst manni að lempa hana nema hún náðarsam- legast leyfði. Sem var reyndar næstum alltaf en gat vissulega tekið á. En þar sem hún var líka skemmtilegri og fyndnari en flest- ir í okkar fjölskyldu leyfðist henni ýmislegt. Skaftfellingar láta ekki mikið fyrir sér fara en uppruninn truflaði Björk hreint ekkert að þessu leyti og hún hafði sérstakt lag á að vera hjartað í partíinu þegar stórfjölskyldan hittist á jól- um. Hún var mikil pjattrófa, hafði unun af því að vera sæt og fín og fór helst ekki af bæ nema hlaðin skarti og með lakkaðar neglur. Þakklát og meyr minnist ég góðra stunda með Björk; þorra- blóta í Víðihlíð, bollukaffiboða hjá Þurý, ísbíltúra og síðast en ekki síst afmælis aldarinnar þegar hún varð fimmtug og bauð vinum og fjölskyldu að drekka kaffi og dansa í Sunnusal á Sögu. Þvílík veisla, þvílíkt stuð. Og Björk í ess- inu sínu, afmælisstjarna kvölds- ins. Því það var hún svo sannar- lega, stjarna, og fallega brúnu blikandi augun hennar sögðu manni að hún hugsaði meira en hún gat tjáð og skildi meira en mann grunaði. Björk naut þeirrar gæfu að búa flest sín fullorðinsár á yndislegu sambýli í Víðihlíð og Lautarvegi þar sem starfsfólkið elskaði hana og virti jafn heitt og hún það, þó að sjálfsögðu gerði hún mannamun eins og stjörnum einum leyfist. Ég þakka Björk, stóru frænku minni, samfylgdina og hlýjuna, skelmis- lega brosið og sífrið þegar ég var ekki eins og hún vildi hafa mig. Ég er betri manneskja því ég átti hana. Tinna Jóhannsdóttir. Björk Gunnarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.