Morgunblaðið - 23.11.2016, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.11.2016, Blaðsíða 8
STÓRLÚÐUSTEIK STÓR OG FALLEG Sogavegi 3 Höfðabakka 1 Sími 555 2800 JÓLASÍLDIN ER KOMIN OG SALTSÍLDARFLÖK SJÓSIGINN FISKUR AÐ VESTAN 8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2016 Demókratar eru enn í sjokki útaf Donald Trump. Þeir höfðu spunnið af honum slíkar spásagnir að stórum hluta bandarísku þjóðar- innar datt ekki í hug að hann yrði kjörinn.    Aldrei fyrr hefurverið gerð önn- ur eins grýla úr for- setaframbjóðanda og gerð var úr Trump.    Senn rennur upptími Grýlu á Ís- landi. Barnvænni tímar hafa breytt Grýlu nútímans í eins konar uppi- standara sem mætir til hátíðabrigða.    Forðum tíð varð stundum aðvinda ofan af Grýlu eftir allan hræðsluáróðurinn svo börnin yrðu ekki andvaka á jólanótt.    Obama hefur að undanförnuundið ofan af Trump-óttanum eftir að hafa blásið sjálfur mynd- arlega í blöðru óhugnaðarins sem myndi fylgja kjöri hans.    En hvað sem öllu líður er gamanað fylgjast með tilþrifum Donalds. Hann og Farage, breska Brexit-hetjan, eru mátar. Donald, sem aldrei hefur smakkað vín og aldrei reykt, sér ekki sólina fyrir þessum bjórþambandi vindla- reykjara. Í gær lagði hann til að Farage yrði næsti sendiherra Breta í Washington.    Þeim brá mjög í Númer 10, þvíóþekkt er að gistiland velji sér sendiherra frá erlendu ríki. En svo kom skýringin. Lekið var leyni- skýrslu sendiherra Breta í Wash- ington þar sem hann talaði heldur ógætilega um frambjóðandann. Nigel Farage Óþægilegur leki STAKSTEINAR Donald Trump Veður víða um heim 22.11., kl. 18.00 Reykjavík 0 snjókoma Bolungarvík 0 snjókoma Akureyri -2 léttskýjað Nuuk -2 skýjað Þórshöfn 1 skýjað Ósló 2 rigning Kaupmannahöfn 8 þoka Stokkhólmur 8 þoka Helsinki 3 alskýjað Lúxemborg 9 skýjað Brussel 11 heiðskírt Dublin 7 skýjað Glasgow 5 alskýjað London 9 skúrir París 11 skýjað Amsterdam 11 heiðskírt Hamborg 11 heiðskírt Berlín 11 heiðskírt Vín 11 heiðskírt Moskva -5 heiðskírt Algarve 16 léttskýjað Madríd 8 rigning Barcelona 18 léttskýjað Mallorca 22 léttskýjað Róm 19 léttskýjað Aþena 14 léttskýjað Winnipeg 0 alskýjað Montreal -1 alskýjað New York 3 skýjað Chicago 1 heiðskírt Orlando 18 þoka Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 23. nóvember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:24 16:06 ÍSAFJÖRÐUR 10:54 15:46 SIGLUFJÖRÐUR 10:38 15:28 DJÚPIVOGUR 9:59 15:29 Spölur hefur keypt og tekið í notkun nýjan vélsóp til að draga úr ryk- mengun í Hvalfjarðargöngum. Rykmyndunin er sér í lagi mikil og hröð að vetrarlagi þegar margir fara um á nagladekkjum, segir í frétt á heimasíðu fyrirtækisins. Stórvirkir ryksugu- og þvottabílar eru notaðir til þrifa í göngunum á vorin og haustin. Það er gert að næturlagi og lokað á meðan fyrir umferð, eins og viðskiptavinir og aðrir landsmenn þekkja. Sú hugmynd kviknaði hjá Spalar- mönnum í vor hvort félagið sjálft gæti eignast tæki til að sópa þar sem vel aðgengilegt er á milli stóru vor- og haustþrifanna, ekki síst að vetri til þegar nagladekkin þyrla upp ryki margfalt á við það sem gerist í sumarumferðinni. Fengu Spal- armenn fregnir af væntanlegri sýn- ingu í München í Þýskalandi þar sem yrðu sýndir vélsópar af ýmsu tagi. Starfsmenn Spalar fóru utan og fundu álitlegan vélsóp sem félagið síðan keypti og fékk til landsins. Tækið var prófað eina nóttina og reyndist í samræmi við væntingar. Auðvelt reyndist að sópa upp ryki af vegöxlum og í útskotum og þetta er unnt að gera síðla nætur, þegar um- ferð er sáralítil, án þess að loka göngunum Starfsmenn Meitilsins ehf. á Grundartanga sjá um að sópa með þessum vélvædda vendi Spalar. „Þannig ætti að vera unnt að minnka rykmengunina umtalsvert, sem er bæði öryggisatriði og í þágu vegfar- enda á allan hátt að hafa sem hrein- ast loft í kringum sig á ferð undir fjörðinn,“ segir í fréttinni. sisi@mbl.is Minni rykmengun í Hvalfjarðargöngum  Spölur fjárfesti í öflugum vélsópi Ljósmynd/Spölur Sópað Starfsmenn Meitilsins gera andrúmsloftið betra í göngunum. Innflutningur á hráu kjöti er ógn við matvæla- öryggi. Þetta seg- ir Sindri Sigur- geirsson, for- maður Bænda- samtaka Íslands, í yfirlýsingu vegna dóms hér- aðsdóms frá í síð- ustu viku um að innflutningur á hráu, ófrosnu kjöti sé heimill. Sindri segir að í máli þessu séu viðskiptahagsmunir teknir fram yfir vísindaleg rök. Bændur haldi því fram með rökum að innflutningur á hráu kjöti sé óvarlegur af heilsufars- ástæðum. Við innleiðingu mat- vælalöggjafar ESB hér hafi þetta innflutningsbann verið fest í sessi. Verði leyft að flytja inn ófrosið kjöt aukist líkur á að smitefni berist til lands, sem sé ógn við heilsu manna og dýra. Notkun sýklalyfja í ís- lenskri búfjárrækt sé lítil, sem sé mikilvægt lýðheilsumál, því sýkla- lyfjaónæmi ógni lýðheilsu. Innflutn- ingur er ógnun Sindri Sigurgeirsson  Viðskipti tekin framar vísindum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.