Morgunblaðið - 23.11.2016, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.11.2016, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2016 Jólatilboðsverð kr. 149.639,- Með fylgir Vitamix sleif, drykkjarmál og svunta Fullt verð kr. 199.518,- Vitamix Pro 750 á sér engann jafningja. Nýtt útlit og nýir valmöguleikar. 5 prógrömm og hraðastillir sjá til þess að blandan verður ávallt fullkomin og fersk! Galdurinn við ferskt hráefni Rauðagerði 25 108 Rvk Sími 440-1800 www.kaelitaekni.is Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, sagði í fyrradag að eitt af fyrstu verkum sínum eftir að hann tæki við embættinu í janúar yrði að tilkynna þann ásetning að draga landið út úr fríverslunarsamn- ingi landsins við ellefu Kyrrahafsríki (e. Trans-Pacific Partnership, TPP). „Í staðinn ætlum við að ganga til við- ræðna um sanngjarna tvíhliða við- skiptasamninga sem færa störf og iðnað aftur til Bandaríkjanna,“ sagði hann. Trump hafði lofað þessu í kosn- ingabaráttunni og hamrað á því að fríverslunarsamningurinn myndi skaða efnahag Bandaríkjanna og fækka störfum í landinu. TPP-samningurinn var undirritað- ur í febrúar en Bandaríkjaþing hefur ekki fullgilt hann. Löndin tólf sem undirrituðu samninginn eru með samtals 800 milljónir íbúa, nær tvö- falt fleiri en aðildarríki Evrópusam- bandsins. Viðskiptin milli ríkjanna nema núna um 40% af heildarvið- skiptunum í heiminum, þannig að slíkur samningur um aukið viðskipta- frelsi hefði haft mikla þýðingu fyrir efnahag heimsins. Til að samningurinn geti öðlast gildi þarf að fullgilda hann í að minnsta kosti sex ríkjum með alls 85% af heildarframleiðslu landanna tólf. Þetta þýðir að hann getur ekki gengið í gildi nema Bandaríkin og Japan fullgildi hann. Shinzo Abe, for- sætisráðherra Japans, sagði að frí- verslunarsamningurinn væri „merk- ingarlaus“ án Bandaríkjanna. Leiðtogar APEC, Efnahagssam- taka Asíu- og Kyrrahafsríkja, komu saman í Líma um helgina og sendu Trump þau skilaboð að þeir hygðust halda áfram viðræðum um fríversl- unarsamninga, með eða án Banda- ríkjanna, að sögn dagblaðsins The Wall Street Journal. „Við þurfum að senda heimsbyggðinni þau skilaboð að viðskipti halda áfram að vera til góðs,“ hefur blaðið eftir Pedro Pablo, forseta Perú og fyrrverandi hag- fræðingi Alþjóðabankans. Hann bætti við að ríkin þyrftu að sigrast á „verndartollastefnu“. Uppreisn gegn stefnu Repúblikanaflokksins Reyndar er talið ólíklegt að Bandaríkjaþing hefði fullgilt samn- inginn ef Donald Trump hefði ekki verið kjörinn forseti. Ástæðan er vax- andi andstaða við samninginn á þinginu, m.a. meðal demókrata. Hillary Clinton var hlynnt samningn- um þegar hún var utanríkisráðherra en snerist gegn honum í kosninga- baráttunni, eins og Bernie Sanders og fleiri vinstrimenn í Demókrata- flokknum. Samningar um aukið frelsi í milli- ríkjaviðskiptum hafa hins vegar verið á meðal hornsteinanna í efnahags- stefnu Repúblikanaflokksins síðustu áratugi. Repúblikaninn George Bush eldri undirritaði t.a.m. fríverslunar- samning Norður-Ameríkuríkja, NAFTA, 17. desember 1992, rúmum mánuði áður en hann lét af embætti. Sonur hans, George W. Bush, undir- ritaði nokkra fríverslunarsamninga þegar hann var forseti á árunum 2001 til 2009 og var hlynntur TPP-samn- ingnum við Kyrrahafsríkin. And- staða Trumps við fríverslunarsamn- ingana er því uppreisn gegn stefnu Repúblikanaflokksins síðustu ára- tugi. Var góður fyrir Bandaríkin Í TPP-samningnum voru ákvæði sem Bandaríkjastjórn hafði beitt sér fyrir til að auka samkeppnishæfni bandarískra fyrirtækja gagnvart út- flutningsfyrirtækjum í löndum þar sem laun eru lægri, sögn Time. Tíma- ritið hefur eftir kínverskum hagfræð- ingi, Zhang Yansheng, að „einangr- unarstefna“ Trumps í efnahags- málum geti skapað ný tækifæri fyrir Kína og kínversk fyrirtæki. Simon Rabinovitch, ritstjóri og sérfræðingur tímaritsins The Econ- omist í efnahagsmálum Asíu, segir að það séu vonbrigði að Donald Trump skuli hafa gengið af TPP-samningn- um dauðum. „Þetta er kaldhæðnis- legt vegna þess að þótt Trump hafi sagt að samningurinn sé hræðilegur var hann í raun og veru góður fyrir Bandaríkin. Hann hefði veitt Banda- ríkjunum mikil áhrif varðandi reglur viðskiptanna milli Asíuríkjanna og Bandaríkjanna og lagt meiri áherslu á réttindi launþega og hugverkarétt- indi. Fall TPP-samningsins skapar nú tómarúm í Asíu. Mikið er talað um að Kínverjar reyni nú að fylla upp í það og gegni forystuhlutverki í því að móta viðskiptasamninga í þessum heimshluta. Það verður þó erfitt fyrir þá vegna þess að stjórnvöld í mörg- um öðrum löndum eru á varðbergi gagnvart útflutningsvél Kína,“ hefur fréttavefur breska ríkisútvarpsins eftir Rabinovitch. Í nýjasta hefti The Economist, sem kom út á laugardaginn var, segir að tómarúmið sem fall TPP-samn- ingsins skapi sé mikið áhyggjuefni og áfall fyrir efnahag heimsins. Mark- mið stjórnar Bandaríkjanna var að auka viðskiptin við helstu samstarfs- ríki landsins í Asíu og hún vildi halda Kína fyrir utan samninginn til að koma í veg fyrir að þarlend stjórn- völd gætu ráðið skilmálum hans. The Economist segir að hugsanlega hefði Kína verið boðin aðild að TPP-samn- ingnum síðar, en ekki fyrr en Banda- ríkjamenn hefðu sett leikreglur frjálsu viðskiptanna, m.a. varðandi réttindi launþega. Ekki er vitað hvernig leiðtogar hinna landanna ellefu bregðast við ákvörðun Trumps. Að sögn AFP er hugsanlegt að þau fullgildi samning- inn í von um að Bandaríkin samþykki hann síðar eða reyni að semja við Trump um breytingar á ákvæðum hans. The Economist telur hins veg- ar ljóst að TPP-samningurinn sé „dauður“. Hugsanlegt er að Kínverjar not- færi sér fall TPP til að beita sér fyrir öðrum samningi sem nefnist Frí- verslunarsvæði Asíu- og Kyrrahafs- ríkja, skammstafað FTAAP á ensku. Að sögn The Economist vilja Kín- verjar að 21 land eigi aðild að samn- ingnum, m.a. Bandaríkin, en engar líkur eru á að Bandaríkjaþing sam- þykki slíkan samning með skilmálum Kínverja úr því að samningur sem Bandaríkin beittu sér fyrir án þeirra náði ekki fram að ganga. Að sögn blaðsins Chicago Tribune hyggjast stjórnvöld í Kína beita sér fyrir viðskiptasamningi milli sextán ríkja, án aðildar Bandaríkjanna, og það gæti verið fyrsta skrefið í átt að Fríverslunarsvæði Asíu- og Kyrra- hafsríkja. Talaði ekki um refsitolla Carrie Gracie, ritstjóri BBC í Kína, segir að fall TPP-samningsins sé mikið fagnaðarefni fyrir Kínverja, enda hafi markmiðið með honum ver- ið að halda aftur af vaxandi efnahags- mætti Kína. Það séu einnig góð tíð- indi fyrir Kínverja að Trump minntist ekki á þá hótun sína að leggja 45% refsitolla á kínverskar út- flutningsvörur ef þeir féllust ekki á að hækka gengi júansins. Standi Trump við hótunina gæti það hæg- lega leitt til samdráttar í heimsvið- skiptum, að sögn The Economist. Hagnast Kína á stefnu Trumps?  The Economist telur að tómarúmið sem fall TPP-fríverslunarsamningsins skapi sé mikið áhyggjuefni og áfall fyrir efnahag heimsins  Andstaða Trumps við TPP sögð fagnaðarefni fyrir stjórnvöld í Kína Tólf ríki undirrituðu samninginn í febrúar en hann hefur ekki tekið gildi Fríverslunarsamningur ríkja við Kyrrahaf, TPP 17.947,00$ Banda- ríkin Landsframleiðsla í milljörðum dalaHagtölur frá Alþjóðabankanumfyrir árið 2015 1.550,54$ 13 318,86 Fjöldi íbúa í milljónum 35,54 Kanada 32 127,13 4.123,26$ 18 Japan Víetnam 90,73 193,60$ 90 Útflutningur (% af lands- framleiðslu) 5,47 292,74$ 177 Singapúr Brúnei 0,4215,49$ 76* 29,90 296,22$ 71 Malasía Heimild: USTR/Alþjóðabankinn *Gögn fyrir árið 2014 Ástralía 23,49 1.339,54$ 20 Nýja-Sjáland 4,51 173,75$ 29 17,76 240,22$ 30 Síle Perú 30,97 192,08$ 21 125,39 1.144,33$ 35 Mexíkó AFP 45. forsetinn Donald Trump við inngang húss golfklúbbs í New Jersey. Clinton ekki í fangelsi » Donald Trump hyggst ekki beita sér fyrir frekari rannsókn á tölvupóstamáli Hillary Clin- ton, forsetaefnis demókrata, að sögn talsmanns hans. » Fréttavefurinn Breitbart, sem hefur stutt Trump, lýsti þessari kúvendingu sem „sviknu loforði“. » Trump varð fyrsti frambjóð- andinn í sögu sjónvarpskapp- ræðna í Bandaríkjunum til að lofa því að fangelsa keppinaut sinn færi hann með sigur af hólmi í forsetakosningunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.