Morgunblaðið - 23.11.2016, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.11.2016, Blaðsíða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2016 Vertu viðbúinn vetrinum LÉTTAR – STERKAR – TRAUSTAR SNJÓKEÐJUR Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is „Áherslan að þessu sinni er á ung- linga, bæði sem þátttakendur og áhorfendur en hátíðin á þó vissu- lega að höfða til allra sem hafa einhvern tímann verið unglingar,“ segir Ásgerður G. Gunnarsdóttir, annar tveggja listrænna stjórn- enda Reykjavík Dance Festival. Yfirskrift há- tíðarinnar að þessu sinni er Únglingurinn í RDF og hefst fimmtudaginn 24. nóvember og stendur í þrjá daga, til og með laugardagsins 26. nóvember. Ásgerður segir að hana og list- rænan meðstjórnanda hennar, Al- exander Roberts, hafi í tvö ár langað til að tefla fram unglingn- um sem þema og nú hafi gefist tækifæri til að kýla á það, með því að bjóða upp á sýningar sem höfði til unglinga og þá eru táningar einnig þátttakendur. „Það er ekki svo oft sem maður rekst á unglingavæna viðburði í menningarlífinu, þar sem áherslan er á þennan aldurshóp. Þetta eru svo áhugaverðir krakkar og skemmtilegt tímabil í lífinu og okkur fannst spennandi að prófa að hafa unglinginn í brennidepli. Unglingsárin er tímabil sem stundum gleymist í listsköpun þar sem frekar er einblínt á að gera dansverk fyrir börn og svo dans- verk fyrir fullorðna.“ Þótt þau verk sem sýnd verða á hátíðinni séu ekki búin til sér- staklega fyrir táninga eiga þau það þó öll sameiginlegt að vera líkleg til að höfða sterkt til þeirra. Meðal þeirra sem koma fram á há- tíðinni er sviðslistahópur frá Kan- ada sem kallar sig Mammalian Diving Reflex. Uppsetning þeirra á verkinu Dare Night hverfist um „Sannleikann eða kontor“, sem flestir þekkja sem partíleik þar sem þátttakendur eru manaðir upp í að framkvæma eitthvað fyndið og stundum eitthvað ægi- legt. Verkið, sem sýnt er í Tjarn- arbíó á fimmtudagskvöld, er unnið í samvinnu með reykvískum ung- lingum en Mammalian-hópurinn ferðast um allan heim og sérhæfir sig í gerð verka með óþjálfuðum einstaklingum. Lýkur með listaþjóðfundi Dansverkið GRRRRLS eftir Ás- rúnu Magnúsdóttur er sýnt í Tjarnarbíó á föstudeginum en það verk samdi Ásrún árið 2015 og vann það með 15 unglingsstelpum. Það fjallar um hvernig það er að vera unglingsstelpa og samstöðu kvenna á þessum aldri. Erna Óm- arsdóttir og Valdimar Jóhannsson eru einnig með viðburð á hátíðinni sem unninn er með Íslenska dans- flokknum og tengist hann líka þessu millibilsástandi milli þess að vera barn og fullorðin. Þá eru ónefnd verk eftir danshöfundana Steinunni Ketilsdóttur og Katrínu Gunnarsdóttur en nánar má kynna sér dagskrána á heimasíðu hátíð- arinnar reykjavikdancefestival.- com. Nokkrir aðrir viðburðir í nóvember tengjast þá líka hátíð- inni. „Á laugardaginn verður svo, í samstarfi við Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhús, eins konar listaþjóð- fundur, þar sem möguleikar listar- innar til að breyta heiminum verða ræddir. Aktívistar og lista- menn úr ýmsum áttum halda stutta fyrirlestra og fjalla um verk sín í þessu samhengi og ungt fólk fær tækifæri til að fá innblástur, hugsa og tjá sig um listina sem hreyfiafl.“ Má bjóða unglingum með Yfirskrift þessa málfundar er Listmundur og hefst hann kl. 13, stendur í um þrjá tíma en mark- miðið er meðal annars að koma á framfæri hugmyndum ungs fólks og hvetja það til að láta rödd sína heyrast í umræðunni um list. Með- al þeirra sem koma fram eru Elín Hansdóttir, Andri Snær Magna- son, Ben Frost, Unnsteinn Manuel Stefánsson og Una Torfadóttir. „Svo viljum við auðvitað fá sem flesta unglinga á sýningarnar svo að með hverjum keyptum miða má bjóða með allt að fimm unglingum ókeypis. Okkur langar til að hafa unglingana áfram með í þema Reykjavík Dance Festival og þeirra þátttaka verði fastur liður. Það er svo gaman að vinna með þessum krökkum og það er gaman að geta boðið upp á dagskrá sem þessa því hún höfðar til svo margra.“ Unglingurinn í brennidepli  Yfirskrift Reykjavík Dance Festival í nóvember er Únglingurinn í RDF  Hefur verið draumur listrænna stjórnenda hátíðarinnar að fá táningana til þátttöku og sem áhorfendur Ljósmynd/Konstantin Block Táningakraftur 15 unglingsstelpur dansa í GRRRRLS en verkið fjallar um tilveru ungra kvenna. Ljósmynd/Steve Lorenz Áskoranir Umgjörð Dare Night er leikurinn Sannleikurinn eða kontor. Ásgerður G. Gunnarsdóttir Til minningar um nýafstaðin hryðju- verk í París gefur bandaríski mynd- listarmaðurinn Jeff Koons Parísar- borg og frönsku þjóðinni flenni- stóran skúlptúr, tíu metra háan, og verður hann settur upp fyrir framan Samtímalistasafnið í París og sýn- ingarhöllina Palais de Tokyo, skammt frá Eiffelturninum. Greint var frá gjöfinni í The New York Times og birt af verkinu tölvu- gerð mynd; skúlptúrinn er úr bronsi, ryðfríu stáli og áli – hann er einn sá stærsti sem listamaðurinn hefur gert – og sýnir hönd sem heldur á túlípanavendi. Vísar verkið í hönd Frelsisstyttunnar, sem Frakkar gáfu Bandaríkjamönnum á sínum tíma. Í samtali segist Koons vonast til að verkið hafi afgerandi áhrif á fólk, að „Túlipanavöndurinn“, eins og það kallast, gefi tilfinningu fyrir fram- tíð, bjartsýni, gleðinni við að gefa, tilfinningu fyrir því að eitthvað stærra og mikilvægara sé utan við sjálfið. Áhrif frá blómamálverkum Skúlptúrinn er gerður undir áhrifum blómamálverka eftir Fra- gonard, Picasso og aðra mikilvæga málara og segist Koons hafa valið túlípana í verkið vegna þess hvernig þeir þenjast út við að opnast en hann vonast til að það sé fjölskyldum fórnarlamba hryðjuverkanna hvatn- ing til að halda áfram að lifa lífinu. Skúlptúrar eftir Jeff Koons eru með dýrustu verka samtímalista- manna og hafa á síðustu árum skipt um hendur fyrir milljarða króna. Koons gefur verkið en framleiðsla og uppsetning þess kostar allt að hálfum milljarði króna. Fénu hefur verið safnað hjá einkaaðilum í Bandaríkjunum og í Frakklandi. Sendiherra Bandaríkjanna í Frakk- landi vonast til að verkið dragi fleiri ferðamenn til borgarinnar, en þeim hefur fækkað eftir hryðjuverkin. Jeff Koons gefur París skúlptúr Tölvumynd/Noirmontartproduction Blómvöndur Skúlptúr Jeff Koons.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.