Morgunblaðið - 23.11.2016, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.11.2016, Blaðsíða 13
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Bóndinn Þórður er sjötti ættliðurinn sem tekur við búi, sem hefur verið í eigu sömu ættar frá árinu 1795. aðra vinnu sem sinna þarf af kappi og var að jafnaði með 99% mæt- ingu,“ sagði Þórður. Stýrimannsferilinn hóf Þórður síðan hjá Samskipum sem annar stýrimaður á Arnarfelli, sem sigldi á Evrópu en hann hefur ekki siglt á fiskveiðiskipum síðan hann lauk námi og hefur lítinn áhuga á því. Góður tími hjá Landhelgisgæslunni Þórður lætur vel af stýrimanns- ferli sínum hjá Landhelgisgæslunni þar sem hann var um tíma, fyrst við almennt eftirlit en fór svo árið 2012 á varðskipið Tý á vegum EFCA, Fisk- veiðieftirlitsstofnunar Evrópusam- bandsins, en sú stofnun hafði þá Tý á leigu við fiskveiðieftirlit á Flæmska hattinum með bækistöð í St. John’s á Nýfundnalandi. „Hjá Gæslunni er fagfólk á öll- um sviðum og mikið hægt að læra af þessum mönnum, mannskapur um borð er mjög samhentur, starfsand- inn er góður og stéttaskipting eng- in.“ Hann segist oft hafa óskað þess að hafa átt kost á því að sigla með einum af bestu mönnum landhelg- isgæslunnar, Guðmundi H. Kjærne- sted skipherra: „Ég er búinn að lesa allt sem ég hef náð í um þann merka mann en ég fæddist heldur seint á öldinni til að ná að vera honum samtíða á sjó,“ sagði Þórður. Síðustu árin hefur hann með hléum siglt á gámaskipum Eimskips til Bandaríkjanna og Evrópu þar sem hann hefur verið 2. stýrimaður og hleðslustjóri. Hann segist hafa góða vinnuveit- endur sem eru skilningsríkir varð- andi þörf hans á að vera í landi þegar annatími er mestur í sveitinni. „Ég hef verið heppinn á sjó- mannsferli mínum og sloppið við áföll, Evrópuhringurinn er ekki alltaf auðveldur yfir háveturinn en skip- stjórarnir eru hreinustu snillingar og lærdómsríkt að fá að vinna með þeim,“ sagði Þórður. Hann telur það einnig vera áber- andi hve íslenskar áhafnir vinna sem einn maður að sama marki og séu al- mennt góðir félagar en hann hefur siglt ýmist með íslenskum eða er- lendum áhöfnum. Eftirminnilegur Smugutúr Ýmislegt hefur á dagana drifið á sjómannsferli Þórðar og hann nefnir þar veiðitúr í Smuguna árið 1994 á Hágangi II: „Ég var þarna tvítugur strákur um borð, við veiddum í salt og þurr- söltuðum um borð. Man hvað veðr- áttan var leiðinleg þarna í Smug- unni, endalaus þoka. Eins og menn muna þá var á þessum tíma ágrein- ingur um veiðisvæði þarna, svo sem frægt var og norska strandgæslan var stöðugt á sveimi. Hún hafði afskipti af Hágangi sem þarna var á veiðum og þessum meiningarmun þjóðanna lauk með því að Gæslan tók þá ákvörðun að færa okkur til hafnar. Norðmenn, gráir fyrir járnum, yfirtóku Hágang og var siglt til Tromsö, þar sem skip- in lágu í þrjá daga meðan greitt var úr málunum. Eitt kvöldið þarna í höfninni í Tromsö ákváðum við að fara í land, tveir félagar af Hágangi og skoða bæjarlífið. Við fundum loks enskan pub og hugsuðum okkur gott til glóðarinnar enda vorum við allþyrstir eftir bæj- arröltið. Okkur brá heldur í brún þegar við sáum gestina á þessum enska bar. Þar voru tuttugu manns saman komnir, öll áhöfnin á norska varðskipinu. Það fór aðeins um okkur fé- lagana, þar sem við þóttumst nú undirmannaðir, tveir á móti tuttugu og mátum stöðuna þannig að nú væri flótti eina leiðin. Þarna vanmátum við þó frændur okkar Norðmennina því þeir tóku okkur með kostum og kynjum og við skemmtum okkur vel saman fram á nótt, þetta voru allt ungir og hressir menn og buðu okk- ur að koma í heimsókn í varðskipið um morguninn. Við þáðum glaðir boðið en eftir fjöruga nótt þarna á enska barnum vorum við félagarnir fremur seinir fyrir um morguninn. Þegar við vökn- uðum um hádegisbil voru vinir okkar á varðskipinu farnir úr höfn svo við misstum af tækifæri til að skoða okkur um í norsku strandgæslu- skipi.“ Góður starfsvettvangur fyrir konur Þegar blaðamaður spyr um kynjahlutföll á skipunum svarar Þórður því að enn sem komið er sé þetta fyrst og fremst vettvangur karlmanna, þar sem hann þekkir til. „Það hlýtur að breytast því starfið hentar báðum kynjum jafn vel og kynjamunur launa er enginn. Vissulega væri æskilegt að sjá kon- um fjölga í stéttinni og að þær sæktu í auknum mæli í rétt- indanám, t.d. í skipstjórnar- og stýrimannsréttindin,“ segir Þórður sem telur konur enga eftirbáta karlmanna. Búvörusamningarnir Hvort skyldi nú hafið eða landið eiga sterkari ítök í Þórði og mun hann að lokum velja alfarið annan hvorn vettvanginn eða jafnvel stækka búið? Þórður telur sig ekki þurfa að velja þarna á milli: „Ég hef verið kallaður „stýri- bóndinn“ af félögum mínum því ég er stýrimaður á sjó og bóndi á landi.“ Á búinu er um 340 fjár, auk hrossa og Þórður telur ólíklegt að hann muni stækka búið miðað við núverandi forsendur: „Það gengur ágætlega að sinna bæði búi af þessari stærð og sjó- mennskunni, enda bjóða nýju bú- vörusamningarnir ekki beint upp á það að fýsilegt sé að stækka búið. Þessir samningar eru að mínu mati óhagstæðir bæði fyrir bændur og neytendur og til að bæta gráu ofan á svart þá gilda þeir í næstu tíu ár. Þetta bú telst ekki stórt en með þessum nýju samningum tekur það á sig skerðingu um 15-20% svo það er ljóst að sífellt erfiðara verður að reka bú með þessum forsendum. Auk þess var lækkun á afurðarverði til bænda í haust um 10%.“ Þórður og hans fólk eru sam- mála um að við gerð búvörusamn- inganna hefðu fleiri þurft að koma að borðinu og að vantað hafi meiri sátt og samráð í málefninu. Draumurinn að sigla á skemmtiferðaskipi Þórður hefur nú lokið öllu skólanámi sem þarf til að öðlast rétt- indi sem yfirmaður á skipum. Nú síðast var 4. stig skipstjórnar, eða „lordinn“ sem hann kláraði vorið 2012. Til að starfa sem skipherra þarf hann að sigla sem yfir- stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni í ákveðinn tíma. „Ég sé framtíðina fyrir mér bæði á sjó og á landi. Þetta eru tveir ólíkir heimar sem ég kann afar vel við. Maður sér hlutina alltaf í nýju ljósi eftir fjarveru, hvort sem það er á landi eða úti á hafinu, sem mér finnst mjög gott. Draumurinn er svo að komast á skemmtiferðaskip sem er raunhæfur möguleiki því ég er með ótakmörkuð alþjóðleg réttindi og get því siglt hvar sem er, stefni bara ótrauður að því marki,“ sagði bóndinn og stýri- maðurinn Þórður Úlfarsson frá Syðri-Brekkum. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2016 HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI Hágæða vinnuföt í miklu úrvali Sérmerkjum fyrir fyrirtæki Verkfæri og festingar Mikið úrval af öryggisvörum Guðrún Ingólfsdóttir, dokt- or í íslenskum bók- menntum, flytur þriðja og síðasta erindi þessa miss- eris á vegum Félags ís- lenskra fræða, kl. 20 í kvöld, miðvikudaginn 23. nóvember, í Safnaðarheim- ili Neskirkju við Hagatorg. Fá handrit gefa gleggri inn- sýn í sjálfsmynd, hlutverk og heimsmynd manna en syrpur, handrit með fjöl- þættu efni. Elstu varð- veittu syrpurnar úr eigu kvenna eru frá 17. öld. Margar voru þær skrifaðar fyrir ungar konur skömmu áður en þær gengu í hjónaband eða stuttu eftir. Í erindi sínu fjallar Guð- rún um syrpu sem skrifuð var fyrir eyfirska húsmóður á síðari hluta 18. aldar. Hvað leyndist í syrpunni henn- ar? Trauðla uppskrift að franskri súkkulaðiköku eða snið að nýjustu tísku frá París. Hvers þurfti fyr- irmyndarhúsmóðir við á 18. öld til að reka menningarlegt heimili á þeirra tíma mælikvarða? Guðrún gaf nýverið út bókina Á hverju liggja ekki vorar göfugu kell- íngar? Bókin fjallar um bókmenningu íslenskra kvenna frá miðöldum fram á 18. öld. Fyrirlestur á vegum Félags íslenskra fræða Fyrirmyndarhúsmæður Trúlega hafa húsmæður á 18. öld þurft að hafa meira fyrir að reka fyr- irmyndarheimili en húsmæður á 20. öld. Handbók eyfirskrar húsmóður á síðari hluta 18. aldar Á Syðri-Brekkum er saga forfeðranna á hverju strái. Í bænum er að finna fornan kistil, sem geymir gamlar heimildir frá daglegu lífi í sveitinni, dagbækur Krist- jáns Halldórssonar, móð- urafa Þórðar, þar sem sú fyrsta hefst 1. janúar árið 1903. Eftir andlát Kristjáns tók Sólveig kona hans við og svo Kristín dóttir þeirra, móðir Þórðar, svo nú eru í kistlinum góða alls 66 dagbækur. En ætlar Þórður að viðhalda þessum sið í framtíðinni? „Ég er hræddur um að ég fari nú halloka í dagbókarskrifunum og þyrfti að fara í þjálfunarbúðir til þess,“ sagði hann kíminn, „ég hugsa að raf- ræna formið henti mér betur og þegar ég tek við boltanum held ég að það muni verða ofan á“. Dagbækur frá 1903 SAGA FORFEÐRANNA Maður sér hlutina alltaf í nýju ljósi eftir fjarveru, hvort sem það er á landi eða úti á hafinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.