Morgunblaðið - 23.11.2016, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.11.2016, Blaðsíða 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2016 Eyjasandi 2, 850 Hella - Víkurhvarfi 6, 203 Kópavogi, sími 488 9000 - samverk.is ÞEKKING - GÆÐI - ÞJÓNUSTA SÉRSMÍÐUM ÚR GLERI • Glerhandrið • Glerhurðir • Speglar • Glerveggir • Málað gler • Tvöfalt gler • Sturtuklefar Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Fall er fararheill. Ef einhver vill slást um molana á gólfinu er best að vera stór- lyndur og leyfa viðkomandi að vinna. Eitt- hvað innra með henni segir henni að láta það ógert. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú hefur enn ekki samþykkt vissar hliðar á persónuleika þínum. Sýndu fyr- irhyggju í fjármálum því óvæntir atburðir geta gerst. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú skalt varast óþarfa eyðslu í dag, að öðrum kosti áttu á hættu að lenda í skuld. Hugsaðu um hvað þú þarft að gera í þeim efnum og framkvæmdu það svo. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er alltaf gaman að blanda geði við aðra þótt tilefnið sé oft lítilfjörlegt eða ekkert. Enginn gerir það jafn vel og þú núna. Gerðu ekkert að óathuguðu máli. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú þarft að kunna að meta það góða við vináttuna, því engu eigum við að taka sem sjálfsögðum hlut. Bættu nú úr því annars áttu á hættu að góð sambönd lognist út af. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Frá og með deginum í dag munu hæfi- leikar þínir til að vekja aðdáun annarra ná há- marki og endast í mánuð. En þú þarft líka á einveru að halda til þess að skipuleggja þig. 23. sept. - 22. okt.  Vog Nú er lag til þess að staldra við og at- huga stöðu mála. Taktu við stjórnartaum- unum, þig langar alls ekkert til þess að láta aðra leiða þig. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú kannt að glæða gamla hluti nýju lífi og gætir gert þér mat úr því með því að kaupa gamla hluti og selja þá uppgerða. Sjaldan veldur einn þá tveir deila. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Vertu á varðbergi gagnvart öllum tilraunum til þess að draga úr áhrifum þín- um. Ef þér finnst eitthvað að þeim ættirðu að hugleiða, hvað kann að valda. 22. des. - 19. janúar Steingeit Hugur þinn er reikandi og því setja dagdraumar svip sinn á daginn hjá þér. Finndu lag til þess að vinsa úr það sem ein- hver veigur er í. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Sjáðu allt það besta í sjálfum þér og öðrum. Fólk veit að hún er klár, oftast vegna þess að hún þorir að segja: ég skil þetta ekki, ertu til í að útskýra það fyrir mér? 19. feb. - 20. mars Fiskar Ekki lofa fjölskyldunni einhverju sem þú veist að þú getur ekki staðið við. Sýndu þessari manneskju umburðarlyndi því að hún gæti verið að reyna að fela eigin mistök. Steinunn P. Hafstað sendi mérnetpóst: „Kerlingin (í Hvera- gerði, aths. mín) veit, að það er erf- itt að ætla sér að vera beittur í orði og færa um leið vinum sínum von á borði. En í gær gerði hún ráð fyrir að vera beitt í dag, en þó færa þeim, sem textann læsu, von, sem þeir ættu ekki von á. Víst er alltaf vont að teljast vera beittur. Vilja þannig vænghaf sýna, vináttu og samúð týna. Sá, er gagnvart slíkri ógn má sitja lengi, sækir meyrt og sært í hjarta sanna von um framtíð bjarta. Auðvitað þekkir kerling sárs- auka, vegna þess að einhver hefur snúið baki við henni, og hún hefur líka sært með því sama. En vonin var til staðar, vænt- anlega hjá báðum, að með þeirri beittu gjörð yrði áreitið minna. Hvort sem hann/hún snýr við þér baki, eða þú við þeim, þá er í það minnsta allrar virðingar vert að vilja reyna að lifa án áreitis, hvern- ig svo sem að er farið. Vonandi finnur þú, sem þetta lest, þína leið til þess áfangastaðar. Grýtt og torfær gatan sú gjarna af skriðum lokast. En berir von á baki þú, þá birtir, er fram þokast.“ Þetta er gott bréf og skemmti- legt og geymir gömul sannindi. Þessar kerlingar vita sínu viti! Sigurlín Hermannsdóttir var sér til gamans með „föstudagsflím“ á Leirnum: „Einn vina minna notar oft máltækið „að verða fjöðrum fenginn“. Það er mér ekki tamt en svo fannst mér tilvalið að viðra það í rjúpnavertíðinni. Hann kvaðst vera fjöðrum fenginn og flaug upp á gaddavírsstrenginn þar sat hann í ró og sönglaði og hló uns skytta ein dúndraði á drenginn.“ Fía á Sandi bað Leirverja að fara varlega um helgina: – „Þegar ég var sumarpart á Austurlandi kynntist ég fólki sem sagðist ekki fá gæsahúð af hryllingi heldur spruttu á því fjaðrir. Jórunn sæta á jaðri var jafnan dugleg í smjaðri. Ef heyrði ljótt hryllti hún sig fljótt og fékk á svipstundu fjaðrir.“ Magnús Halldórsson telur „lífs- mark framlínu Framsóknar“: Lítið virðist Lilju Alfreðs hefta, langar að koma Skotunum í EFTA, van er kannski Simmi dáldið svefta og sjálfsagt er með báða hnefa kreppta. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Kerling veit hvað hún segir Í klípu ÞAR FYRIR UTAN FÁ ALLIR STARFSMENN FYRIRTÆKISBÍL eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger SÁSTU HVERT ÞESSI FÓR? Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að þurfa aldrei að mæta nýjum degi einn LEIKFANGA- VERKSMIÐJA LAUS AR S TÖÐ UR VEIÐA ÞESSIR GAURAR EKKI BARA SELI OG HVALI? ÆTLI SPIK SÉ EKKI ALLTAF SPIK? GARÐSKRAUTFUGL! BRYÐJ BRYÐJ Discount Supermarket,“ stendurstórum stöfum framan á nýrri verslun Nettó í Hafnarfirði. Víkverji hefur haft erlendar nafngiftir á horn- um sér í þessum dálki. Hann á bágt með að skilja hvers vegna staður þarf að heita „Dirty Burger and Ribs“ eða „American Bar and Grill“. Í þessu til- felli er þó ekki nafnið á ensku, heldur upplýsingarnar sem fylgja. x x x Það kann að vera eðlilegt að látaupplýsingar fylgja á erlendu tungumáli um hvers konar verslun sé að ræða í þeirri miklu ferðamannatíð, sem nú stendur yfir. Gamanið kárnar hins vegar þegar engar sambæri- legar upplýsingar eru á íslensku. Ætla mætti að meirihluti þeirra, sem leggja leið sína í umrædda verslun, sé læs á íslensku. x x x Víkverji hefur einnig tekið eftir þvíað í kvikmyndahúsunum virðast menn hafa gefist upp á því að þýða heiti kvikmynda. Ensku heitin eru látin duga. Gildir þá einu þótt bækur, sem myndir eru gerðar eftir, hafi verið þýddar á íslensku. Þessa dag- ana eru til sýninga tvær myndi, sem þetta á við um, Stúlkan með náð- argjafirnar (The Girl With All the Gifts) og Konan í lestinni (The Girl on the Train). Í báðum tilvikum er notast við enska heitið. x x x Barnamyndir eru sem betur ferundantekning frá þessari reglu. Þrjár teiknimyndir með íslenskum heitum eru sýndar þessa dagana, Sjöundi dvergurinn, Tröll og Stork- ar. Þessar myndir hafa verið talsett- ar og í leiðinni voru nöfnin íslenskuð. Sami metnaður mætti vera til staðar þegar íslenskur texti er settur á er- lendar myndir. Það væri hægur vandi að þýða heiti myndarinnar í leiðinni. x x x Víkverji fann reynar aðra und-antekningu frá reglunni. Nú er verið að sýna mynd, sem heitir Flöskuskeyti frá P. Sú mynd er dönsk og greinilega hefur ekki þótt ganga að í auglýsingu stæði Flaske- post fra P. víkverji@mbl.is Víkverji En þú, Drottinn, ert miskunnsamur og líknsamur Guð, þolinmóður, gæskuríkur og harla trúfastur. (Sálm. 86:15)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.