Morgunblaðið - 23.11.2016, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.11.2016, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2016 ✝ Sonja Valde-marsdóttir, verslunarkona, fæddist í Hafnar- firði 28. ágúst 1938. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Eir 14. nóvember 2016. Sonja var dóttir Olgu Laufeyjar Þorbjörnsdóttur, f. 14.3. 1910, d. 16.5. 1988, og Marinós Olsen, f. 8.10. 1907, d. 22.2. 1954. Systur Sonju eru: Ágústa Gunnhildur, f. 1930, d. 1934, Erla, f. 1932, Ágústa, f. 1934, d. 2008, Halldóra, f. 1940, og Ólöf, f. 1943. Kjörforeldrar Sonju voru Eg- ill Valdemar Egilsson, vél- smíðameistari frá Lambavatni á Rauðasandi, f. 6. mars 1902, d. 8. janúar 1968, og Guðríður Þor- steinsdóttir húsmóðir frá Há- holti í Gnúpverjahr., f. 26. mars 1897, d. 23. september 1968, þau bjuggu alla tíð á Lindargötu 30, Reykjavík. Sonja giftist 25.12. 1958 Er- lingi Herbertssyni (Erling Rein- Ramirez, barn Öglu Gauju er Efemía Britt, f. 2008. 2) Val- gerður, f. 4.2. 1958, gift Magnúsi S. Ármannssyni, f. 1956, börn: a) Ármann, f. 1981, b) Bergþóra, f. 1983, sambýlismaður Mikael Arnarson, f. 1985, barn þeirra er Ingunn Vala, f. 2014. 3) Ragn- ar, f. 4.2. 1960, kvæntur Þóru Björk Sigurþórsdóttur, f. 1962, börn: a) Sigurþór, f. 1980, sam- býliskona Ása Hrund Ottós- dóttir, f. 1980, barn þeirra er Júlía Gurrý, f. 2013, b) Sonja Björk, f. 1984, maki Jökull Jó- hannsson, f. 1984, c) Símon Pét- ur, f. 1993. Sonur Ragnars úr fyrra sambandi var Reinhold Páll, f. 1978, d. 1984. 4) Guð- ríður Dagný, f. 15.9. 1962, gift Ágústi J. Guðmundssyni, f. 1956, börn þeirra: a) Georg Walter, f. 1988, b) Sveinn Kristófer, f. 1990, c) Rebekka Dagný, f. 1998. 5) Sonja, f. 3.2. 1964, börn a) Hólmfríður, f. 1985, sambýlis- maður Kristján Óskar Ásvalds- son, f. 1986, barn þeirra er Helga Dóra, f. 2015, b) Birgitta, f. 1989, sambýlismaður Markús Eyþórsson, f. 1986, börn þeirra eru Katrín Emma, f. 2011, og Anton Brjánn, f. 2014, c) Merce- des, f. 2001. Sonja verður jarðsungin frá Bústaðakirkju í dag, 23. nóv- ember 2016, og hefst athöfnin kl. 11. hold Kummer) blikksmíðameist- ara, f. 18. júní 1937 í Leipzig í Þýska- landi, d. 24.8. 2011. Foreldrar hans voru Herbert Ernst Kummer blikk- smiður, f. 1910, d. í seinni heimsstyrj- öldinni 1944, og Kristín Þóra Krist- mundsdóttir Kum- mer, húsmóðir, f. 1912, d. 1940, frá Rauðsdal á Barðaströnd. Börn Sonju og Reinholds eru 1) Kristín, f. 14.7. 1956, börn henn- ar eru a) Ketill Valdemar, f. 1975, sambýliskona Birna S. Sigurðardóttir, börn þeirra eru Sigurður Reinhold, f. 2012, Katla Sif, f. 2015, barn Ketils er Sandra Björk, f. 1995, hennar barn er Katla Kristín, f. 2015, b) Þorkell Hróar, f. 1977, börn hans eru Venus Sara, f. 2004, Atlas Þór, f. 2007, c) Oddur, f. 1979, börn hans eru Björn Bene- dikt, f. 2002, Kría Dís, f. 2007, d) Erlingur Reinhold, f. 1981, e) Agla Gauja, f. 1988, gift Julio Elskuleg móðir mín hefur fengið hvíldina. Ég var svo lán- söm að geta verið hjá henni síð- ustu nóttina á Eir og finnst mér það alveg ómetanlegt. Það var svo yndislegt að getað annast hana, þakkað henni fyrir allt og kvatt hana. Og það er skrýtið að hugsa til þess að geta ekki farið í heimsókn til hennar oftar. Hún var svo heppin með herbergis- félaga á Eir, hana Kristínu Björnsdóttur. Þeim kom svo vel saman. Þegar mamma var sem veikust var hún flutt á aðra deild á Eir og þá sóttum við Vala systir Kristínu Björns svo hún fengi að kveðja vinkonu sína. Það var ynd- islegt að sjá þær saman á þessari kveðjustund. Hún var orðin svo veik, búin að vera með krabba- mein í sex ár. En samt sagði hún alltaf að það væri ekkert að sér. Alltaf sama jákvæðnin hjá henni, alltaf svo hjálpsöm, elskuleg og vildi öllum vel. Elsku mamma mín, takk fyrir allar yndislegu stundirnar sem við áttum saman, þær voru marg- ar og eru mér svo dýrmætar. Við áttum svo góðar stundir saman. Þegar ég kom í heimsókn til þín og þú spurðir: „Erum við að fara eitthvað.“ Það var ekki hægt annað en að svara: „Já, eig- um við ekki að fara á rúntinn. Langar þig ekki í rjómaís eða hamborgara“. Henni fannst svo gaman að fara og fá sér hamborg- ara og rjómaís í eftirrétt. Þess vegna ætlum við systkinin að hittast og fá okkur uppáhalds- matinn hennar mömmu eftir út- förina. Við fórum í margar heimsókn- ir enda áttir þú marga góða að. Heimsóttum systur þínar, mág- konu eða vinkonur og þegar við ákváðum einn daginn að renna austur fyrir fjall í heimsókn til vina. Svo vildir þú fara á Patró og heilsa upp á frænku. Við fórum til Ísafjarðar til að vera við skírn yngsta langömmubarnsins þíns, en það var skírt í Holti. Fórst til Egilsstaða til að vera við ferm- ingu yngstu dóttur minnar sem var í Möðrudal. Þér fannst svo gaman að sitja í bíl og keyra um og þig munaði ekkert um þó að kílómetrarnir væru margir. Það var líka svo gaman að heyra um húsbílaferðarnar sem þið pabbi höfðuð farið saman í um landið og þú bentir á staði þar sem þið höfðuð stoppað til að drekka kaffið. Það er svo stutt síðan að dætur mínar og ömmugullin mín komu í bæinn og við fórum í heimsókn til þín og við fengum okkur að drekka. Þarna sátum við öll og spjölluðum. Þú alltaf svo glæsileg um hárið og nýbúin í lagningu. Hvað ég er þakklát fyrir að þau skyldu hafa fengið tækifæri til að sjá þig hressa og getað knúsað þig og kvatt. Ég á svo margar góðar minn- ingar um þig. Takk fyrir allt, elsku mamma mín. Elska þig. Þín Sonja Erlingsdóttir. Elskuleg vinkona mín er látin eftir löng og erfið veikindi. Það er komið að kveðjustund eftir 75 ára vináttu. Mér er í fersku minni þegar Sonja flutti með foreldrum sín- um, Gauju og Valdemar, í húsið að Lindargötu 30. Ég sat við eld- húsgluggann og kallaði: „Amma, amma, það er komin ný stelpa í húsið“. Þarna vorum við aðeins um þriggja til fjögurra ára gaml- ar og höfum átt samleið alla tíð síðan. Báðar giftumst við ungar og áttum börnin okkar á svipuðum tíma. Sonja og Reinold, maður hennar, bjuggu sér heimili á Lindargötunni hjá foreldrum hennar. Þangað kom ég oft og var alltaf jafn vel tekið. Margs er að minnast frá æskuárum okkar á Lindargötunni, leikja krakkanna, litríku mannlífi og Reykjavík þess tíma. Minningum sem hafa fylgt okkur gegnum lífið. Sonja var einstaklega góð manneskja, alltaf tilbúin að rétta hjálparhönd, hæglát og trygg. Aldrei bar skugga á okkar vin- áttu og á þessari stundu er mér efst í huga þakklæti til hennar og alls hennar fólks, bæði fyrr og nú. Ég kveð kæra vinkonu með söknuði og þakklæti fyrir vináttu og tryggð. Börnum hennar, tengdabörnum og afkomendum öllum sendi ég innilegar samúð- arkveðjur. Guð blessi ykkur öll. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Ruth Sörensen. Látin er kær vinkona eftir erf- ið og langvarandi veikindi. Kynni mín við Sonju hófust á unglingsárunum. Á þeim árum voru hún og eiginmaður hennar komin með þrjú börn og oft var farið í heimsókn til þeirra í frí- tíma frá námi til þess að eiga glaða stund og taka í spil. Seinna bættust við tvær dætur. Heimili hennar og eiginmannsins Rein- holds stóð ætíð opið gestum og gangandi. Þau bjuggu mestallan búskap sinn á Lindargötu fyrst í félagi við foreldra Sonju, sem voru þeim stoð og stytta í lífsbarátt- unni. Sonja var einkabarn foreldra sinna og var mjög náin þeim og þótti gott að eiga þau að og njóta stuðnings þeirra. Síðan fluttu þau í Grafarvoginn, en Reinhold lést fyrir nokkrum ár- um og missti Sonja þá mikið en reyndi að halda reisn eftir bestu getu. Sonja var dugleg kona, hún saumaði og prjónaði föt á börnin sín. Heimili þeirra hjóna var alltaf hreint og snyrtilegt. Heimilið prýddu ýmsir nytjahlutir, sem Reinhold smíðaði, eins og stólar og borð úr smíðajárni, einnig smíðaði hann lampa og ýmsa skrautmuni. Þó að samskiptin væru ekki mikil um miðbik ævinnar, þá var alltaf samband og kveðjur um jól. Þau komu í heimsókn í Reykholt þar sem við hjónin bjuggum um langt árabil. Eftir að við fluttum á höfuðborgarsvæðið þá jukust samskiptin til muna. Við hittumst um helgar um hátíðar og í afmæl- um. Þau hjón áttu húsbíl í mörg ár sem var óspart notaður til ferða bæði innan lands og utan. Marg- ar voru ferðirnar vestur á firði, til Danmerkur og Þýskalands, en tvær dætur þeirra bjuggu þar, hvor í sínu landinu og einnig var frændgarður Reinholds í A- Þýskalandi heimsóttur. Fyrir nokkrum árum fórum við Sonja til Tønder á Suður-Jótlandi að heimsækja Dagnýju, Ágúst og fjölskyldu þá vorum við báðar búnar að missa mennina okkar. Dóttir þeirra Rebekka var fermd um þessar mundir og við vorum í veislunni ásamt mörgum öðrum, bæði ættingjum og vinum. Þar áttum við góða daga. Það var far- ið með okkur í stuttar ferðir um nágrennið. Þess má geta að þau hjónin í Tønder sóttu okkur til Kaupmannahafnar og keyrðu aft- ur þangað þegar við fórum heim. Ævinlega þegar mig bar að garði hjá henni mætti fallegu brosi og hlýju faðmlagi, sem virkilega yljar manni um hjarta- ræturnar. Síðustu ár hafa verið erfið vegna veikinda, en þeim var tekið af æðruleysi og vilja til að reyna að þrauka og aldrei heyrð- ist hún kvarta. Ég og synir mínir sendum inni- legar samúðarkveðjur til Sonju, Kristínar, Valgerðar, Ragnars, Dagnýjar og Sonju yngri og allra afkomenda, sem sjá nú af ástríkri móður, ömmu og langömmu. Harmur ykkar er mikill. Blessuð sé minning hennar. Sigríður Bjarnadóttir. Sonja Valdemarsdóttir Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, SIGRÍÐUR RÓSA KRISTINSDÓTTIR frá Höfða, lést á hjúkrunarheimilinu Dyngju á Egils- stöðum 17. nóvember. Útförin fer fram frá Grenivíkurkirkju laugardaginn 26. nóvember klukkan 14. . Kristinn J. Ragnarsson, Halla Ósk Óskarsdóttir, Áslaug Ragnarsdóttir, Guðlaugur Sæbjörnsson, Sigurmundur V. Ragnarsson, Guðný H. Ragnarsdóttir, Jón Eiríkur Guðmundsson, Kristján B. Sigurðarson, Kristján Ragnarsson, Katrín Guðmundsdóttir, Sigrún R. Ragnarsdóttir, Hafdís Þóra Ragnarsdóttir, Júlíus Ingvarsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við fráfall HARÐAR GUÐMANNSSONAR frá Skálabrekku. . Guðrún Þóra Guðmannsdóttir, Óskar Arnar Hilmarsson, Guðmann Reynir Hilmarsson, Guðmann Ólafsson, Jón Ólafur Ólafsson, Hilmar Geir Óskarsson, Hilmar Guðmannsson, Þórey Erna Guðmannsdóttir og fjölskyldur. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA MARGRÉT EYSTEINSDÓTTIR, Hjarðartúni 3, Ólafsvík, sem lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands í Stykkishólmi föstudaginn 18. nóvember, verður jarðsungin frá Ólafsvíkurkirkju föstudaginn 25. nóvember klukkan 14. . Gunnar Jón Ólafsson, Steiney Kristín Ólafsd., Baldvin Leifur Ívarsson, Jóhanna Ósk Baldvinsd., Svani Hauksson, Ólafur Ívar Baldvinsson, Elín Jóhannsdóttir, Björn Ingi Baldvinsson, Steinunn Dröfn Þorvaldsd., Gunnar Bjarki Baldvinsson, Jökull Ívar Ólafsson, Mirra Dröfn Björnsdóttir. Ástkær eiginkona mín, dóttir, móðir, tengdamóðir og amma, MJÖLL ÁSGEIRSDÓTTIR, Skipagötu 8, Ísafirði, lést á hjúkrunarheimilinu Eyri Ísafirði 20. nóvember síðastliðinn. Útförin fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 3. desember klukkan 14. . Sæmundur Guðmundsson, Sigrún Guðbrandsdóttir, Ásgeir Sæmundsson, Heiðrún Björnsdóttir, Guðmundur E. Sæmundsson, Guðrún Jóna Sigurðard., Arna Björk Sæmundsdóttir, Steinþór Bragason og barnabörn. ✝ Okkar ástkæru, hjónin SIGRÍÐUR FRIÐRIKSDÓTTIR og SVERRIR SÍMONARSON, Boðaþingi 24, Kópavogi, létust mánudaginn 14. og miðvikudaginn 16. nóvember. Útför þeirra fer fram frá Lindakirkju, Kópavogi, mánudaginn 28. nóvember kl. 15.00. Guðrún Kristinsdóttir, Símon Sverrisson, Margrét og Hafsteinn Hjálmarsbörn, Erna Birna, Ægir Örn, Andrea og Karín Rós Símonarbörn og barnabarnabörn. Útför MARÍU BJARKAR ÁRELÍUSDÓTTUR, Lækjarbrún 8, Hveragerði, verður gerð frá Hveragerðiskirkju laugardaginn 26. nóvember klukkan 13. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. . Steinar Berg Björnsson, Skarphéðinn Berg Steinarss., Sigríður Jóhannesdóttir, Ingvar Berg Steinarsson, Arna V. Kristjánsdóttir, Sverrir Berg Steinarsson, Ragnhildur A. Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUNNAR H. EYJÓLFSSON, leikari og fv. skátahöfðingi, lést mánudaginn 21. nóvember. Sálumessa og jarðarför fer fram mánudaginn 28. nóvember klukkan 15 frá Kristskirkju, Landakoti. . Katrín Arason, Karitas H. Gunnarsdóttir, Kjartan Ólafsson, Þorgerður Katrín Gunnarsd., Kristján Arason, Gaukur, Gunnar Ari, Gísli Þorgeir, Katrín Erla, Guðmar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.