Morgunblaðið - 23.11.2016, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.11.2016, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2016 Vertu upplýstur! blattafram.is Á HVERJUM DEGI STUÐLUM VIÐ MÖRG AÐ KYNFERÐISOFBELDI MEÐ ÞVÍ AÐ LÍTA Í HINA ÁTTINA. Í HVAÐA ÁTT HORFIRU? N Ý F O R M H Ú S G A G N A V E R S L U N Komið og skoðið úrvalið Opið virka daga 10-18 laugardaga 11-15 Klassísk gæða húsgögn á góðu verði Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 A.m.k. 20% afsláttur af öllum vörum Við þjófstörtum Black Friday Miðvikudag, fimmtudag og föstudag Komið og gerið frábær kaup Laugavegi 63 • S: 551 4422 Allar vörur á 70% afslætti Opið 12-17 LAGERSÖLU lýkur á fimmtudag Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Bjarni Bjarnason, forstjóri Orku- veitu Reykjavíkur, segir að raf- orkuverð frá ON (Orku náttúrunn- ar) muni líklega hækka um næstu áramót en ekki sé ljóst hversu mik- ið. Á móti komi að verðlækkun verði hjá Veitum í dreifingunni. Í næstu viku verði tilkynnt hversu mikið verð lækki hjá Veitum í dreifingarhlutanum innanbæjar. „Við vitum ekki hversu mikið raf- orkuverð mun hækka, en það skýr- ist ekki fyrr en nær dregur áramót- um,“ sagði Bjarni í samtali við Morgunblaðið í gær þegar hann var spurður hvort rétt væri að raforku- verð til neytenda myndi hækka um 10% um áramót. Bjarni segir að alla jafna sé til- kynnt um verðbreytingar á raf- magni frá Orku náttúrunnar tvisv- ar á ári, þ.e. um mitt árið og aftur um áramót. Þær verðbreytingar séu yfirleitt til hækkunar, sem sé vegna verðhækkana frá Lands- virkjun og því ráðist hækkanir á raforkuverði ON mikið af því hverj- ar séu verðhækkanir hjá Lands- virkjun, vegna þess að ON kaupi stóran hluta af raforku sinni frá Landsvirkjun. Bjarni bendir á að þrjú fyrirtæki tengist OR; Landsnet, sem flytur rafmagnið, Orka náttúrunnar, sem er samkeppnishlutinn sem kaupir rafmagnið af raforkuframleiðend- um, einkum Landsvirkjun; og Veit- ur, sem er dreifingarhlutinn innan- bæjar. Bjarni var spurður hvernig stæði á því að hann sem forstjóri OR vissi ekki hver væru hækkunaráformin um raforkuverð til neytenda um áramótin: „Það verða breytingar um áramótin. Það hafa alltaf verið breytingar, bæði um áramót og um mitt ár, en við vitum ekki nú hversu miklar þær verða,“ sagði Bjarni. Hann segir að rafmagnsverð sé samsett úr þáttum eins og verð- bólgu, almennum verðhækkunum í landinu og verðbreytingum í inn- kaupum á rafmagni. „Okkur bar, samkvæmt „planinu“, að láta verð okkar fylgja vísitölunni. Við ger- um ráð fyrir að Landsvirkjun muni hækka verð sitt til okkar, þótt við vitum ekki nú hversu mik- ið, en við reiknum enn með að verðbreyting hjá okkur um áramót verði til hækkunar,“ sagði Bjarni. Raforkuverð frá OR hækkar mjög líklega  Hækkun á verði frá Landsvirkjun  Veitur lækka á móti Morgunblaðið/Árni Sæberg OR Rafmagn frá Orku náttúrunnar, samkeppnishluta Orkuveitu Reykjavík- ur, mun að öllum líkindum hækka um næstu áramót. Veitur lækka á móti. Íslenska rjúpan er athvarf og heimili 17 tegunda sníkjudýra, sjö innri sníkjudýra sem flest lifa í melting- arvegi og 10 tegunda ytri sníkjudýra. Þetta kemur fram í nýrri grein sem hefur birst í alþjóðlega vísindaritinu PLOS ONE. Ute Stenkewitz, doktorsnemi við Háskóla Íslands, hefur síðustu ár starfað að rannsóknunum og fjallað um áhrif sníkjudýra á stofnbreytingar. Í greininni kemur fram að 17 tegundir sníkjudýra herja á íslensku rjúpuna og nær allar rjúpur bera einhver sníkju- dýr. Sum henni að meinalausu en önn- ur eru meinbæg, að því er fram kemur á vef Náttúrufræðistofnunar. Marktæk tengsl við stofnstærð Ein tegund, hnísillinn Eimeria muta, sýndi marktæk tengsl við stofn- stærð rjúpunnar, frjósemi og afföll. Önnur sníkjudýr sem virtust hafa nei- kvæð áhrif á afkomu rjúpunnar voru naglúsin Amyrsidea lagopi (á frjó- semi) og iðraormurinn Capillaria caudinflata, á afföll ungfugla. Höf- undar auk Ute eru Ólafur K. Nielsen, Karl Skírnisson og Gunnar Stef- ánsson. Frá 2006 hefur Náttúrufræðistofn- un Íslands staðið fyrir rannsóknum á tengslum heilbrigðis og stofnbreyt- inga hjá rjúpum. Þetta er samstarfs- verkefni stofnunarinnar og fræði- manna við háskóla hérlendis og í Noregi, og í Bandaríkjunum, auk Náttúrustofu Norðausturlands. Á hverju ári er 100 rjúpum safnað í fyrstu viku október og gerðar mæl- ingar á ýmsum þáttum sem lýsa heil- brigði fuglanna. Rannsóknirnar fara fram á Norðausturlandi og standa í 12 ár, þannig að síðasta söfnun verður haustið 2017. aij@mbl.is 17 tegundir sníkju- dýra herja á rjúpuna Morgunblaðið/Sverrir Rjúpa Sníkjudýrin fara víða. Gengi krónunnar hefur styrkst um 17% frá upphafi árs og 26% frá upp- hafi síðastliðins árs gagnvart við- skiptaveginni gengisvísitölu. Hefur gengi krónunnar styrkst mest gagn- vart bresku pundi eða um 41% frá upphafi árs. Bretland er eitt af stærstu viðskiptalöndum Íslands og fara um 18% af heildarútflutnings- verðmæti sjávarafurða til Breta. Hef- ur gengislækkun pundsins gagnvart krónunni því talsverð áhrif á utanrík- isviðskipti okkar, að því er fram kem- ur í skýrslu um íslenskan sjávarút- veg, sem Greining Íslandsbanka hefur gefið út. Hækkun gengis krónunnar áskorun Í fyrra keyptu Bretar 12% af út- fluttum vörum og 11% af útfluttri þjónustu Íslands. Vöruútflutningur til Bretlands er að mestu leyti sjáv- arafurðir, en nokkuð er einnig flutt út af áli og öðrum iðnaðarvörum til landsins. Ríflega 18% heildarútflutn- ings sjávarafurða árið 2015 var til Bretlands. Veiking pundsins gagn- vart krónu lækkar því útflutnings- tekjur af sjávarafurðum umtalsvert í krónum talið, og hefur væntanlega töluverð neikvæð áhrif á afkomu sjáv- arútvegsfyrirtækja að öðru óbreyttu, segir í skýrslunni. Þar er fjallað um gjaldeyrishöft og gjaldeyrismarkað og gengisþróun þegar þeim verður létt af innlendum aðilum, Síðan segir í skýrslunni: „Í ljósi þess að toppi núverandi upp- sveiflu er ekki enn náð, og verður ekki náð fyrr en á næsta ári sam- kvæmt okkar hagspá, eru sterk rök fyrir því að gengi krónunnar hækki áfram. Að sama skapi er líklegt þegar aftur fer að draga úr spennunni í hag- kerfinu að gengi krónunnar komi til með að lækka. Hækkun gengis krón- unnar mun því að okkar mati vera áskorun fyrir fyrirtæki í sjávarútvegi líkt og í öðrum útflutningsatvinnu- greinum. Í þessu sambandi skiptir máli að vægi greinarinnar í gjaldeyrissköpun þjóðarbúsins hefur minnkað umtals- vert á síðustu árum og er sjávarút- vegurinn ekki lengur sá ráðandi þátt- ur í þeirri þróun sem hann var. Gengi krónunnar mun því síður nú en áður aðlagast versnandi rekstrarskilyrð- um greinarinnar.“ aij@mbl.is Veiking punds lækk- ar tekjur umtalsvert  18% útflutnings sjávafurða til Bretlands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.