Morgunblaðið - 23.11.2016, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.11.2016, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2016 ✝ Páll Stein-grímsson fæddist í Vestmannaeyjum 25. júlí 1930. Hann lést 11. nóvember 2016. Foreldrar hans voru Steingrímur Benediktsson skólastjóri, f. 20. maí 1901 á Sauð- árkróki, d. 23. nóv- ember 1971, og Hallfríður Ingi- björg Kristjánsdóttir húsmóðir, f. 14. desember 1899 á Ytri- Másstöðum í Skíðadal í Eyjafirði, d. 24. mars 1967. Foreldrar hans bjuggu fyrst á Sauðárkróki en fluttust árið 1928 til Vest- mannaeyja og byggðu sér hús við Hvítingaveginn, sem varð heimili þeirra upp frá því. Páll var þriðji elstur sjö systkina en þau voru: Benedikt Kristján, f. 1926, d. 1995, Björg, f. 1928, d. 1929, Jón Helgi, tónlistarmaður, f. 1932, d. 1951, Gísli, málarameistari, f. 1934, Svavar, pípulagn- ingameistari, f. 1936, og Bragi, plötusmiður, f. 1944. Árið 1954 giftist Páll Eddu Guðrúnu Sveinsdóttur, f. 26. mars 1935, d. 20. apríl 2002. Þau skildu. Foreldrar Eddu voru Gunnhildur Ólafsdóttir, sauma- kona og fiskverkakona í Vest- mannaeyjum, f. 1907, d. 1966, og Sveinn Benediktsson, f. 1905, d. 1979, framkvæmdastjóri í menntir og myndlist. Þá útskrif- aðist Páll frá kvikmyndadeild í New York-háskóla árið 1972. Páll var kennari í Vest- mannaeyjum þar til hann flutti til Reykjavíkur. Hann starfaði sem kennari og kvikmyndagerð- armaður. Páll stofnaði mynd- listaskóla í Vestmannaeyjum og starfrækti hann til margra ára. Páll stofnaði fyrirtækið Kvik sf. ásamt Ernst Kettler og Ásgeiri Long í upphafi árs 1973. Árið 1993 stofnaði Páll svo Kvik Film ásamt Rúrí. Páll var einn af stofnendum Félags kvikmynda- gerðarmanna og formaður fé- lagsins um skeið. Páll hlaut fjöl- margar viðurkenningar fyrir störf sín hér á landi og erlendis. Eldeyjan, fyrsta mynd Kvik sf., hlaut gullverðlaun á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Atlanta í Bandaríkjunum. Hann hlaut heiðursverðlaun Íslensku kvik- mynda- og sjónvarpsakademí- unnar árið 2004 og árið 2005 var Páll sæmdur fálkaorðunni fyrir störf sín að kvikmyndagerð. Fjöl- miðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins fékk Páll á Degi íslenskrar náttúru árið 2013. Páll starfaði að kvikmyndagerð í fyrirtæki sínu, Kvik, allt til dauðadags og var með nýjar myndir í smíðum þeg- ar hann féll frá. Síðustu árin starfaði hann mest með þeim Ólafi Ragnari Halldórssyni og Friðþjófi Helgasyni kvikmynda- tökumanni. Útför Páls fer fram frá Hall- grímskirkju í dag, 23. nóvember 2016, klukkan 13. Reykjavík. Börn Eddu og Páls eru: 1) Gunn- hildur, f. 1953, myndlistarkennari, eiginmaður Trausti Baldursson, f. 1956, líffræðingur. Synir þeirra eru: Smyrill, f. 1975, eiginkona Supanee Panalap, og Vífill, f. 1982, sambýliskona Íris Friðriksdóttir. Börn Smyrils eru Emil Trausti, f. 1999, barnsmóðir Cindy Abwao Opuge, og Sindri Panalap, f. 2008. Barn Vífils og Írisar er Viktoría Sól, f. 2013. 2) Steingrímur Dufþakur, Duffi, f. 1963, sölumaður, sambýliskona Hörn Gissurardóttir. Börn Duf- þaks eru: Edda Ósk, f. 1996, og Páll Fáfnir, f. 2000, barnsmóðir Þrúður Óskarsdóttir. 3) Sylvía, f. 1966, verslunarmaður, börn hennar eru Alexandra, f. 1990, og Eiður Örn, f. 1992, barnsfaðir Grétar Örn Valdimarsson. Páll giftist síðar Þuríði Rúrí Fannberg myndlistarkonu, þau skildu, hennar sonur er Draupn- ir Guðmundsson, f. 1972. Páll bjó í Vestmannaeyjum þar til rétt fyrir gos er hann fór að vinna við kvikmyndagerð og fjölskyldan fluttist til Reykjavík- ur. Páll lauk prófi frá Kenn- araskóla Íslands árið 1951 en var síðar við nám í Kaupmannahöfn og lagði stund á líffræði, bók- Palli Steingríms vinur minn er allur – og með honum hvarf skemmtilegur tónn úr hörpu til- verunnar. Og þó ekki alveg. Palli skilur nefnilega eftir sig óbrotgjarnari minnisvarða en margir aðrir menn. Ég held að þær séu 70 heimildarmyndirnar sem liggja eftir hann og mér er til efs að aðrir hérlendir menn hafi búið til fleiri. Myndirnar eru af öllum stærðum og gerð- um; allt frá viðkvæmnislegum og ljóðrænum náttúrustemning- um upp í dramatískar hrakfara- og náttúruhamfarasögur. Áratugum saman hef ég dáðst að einbeitni Palla við að búa til þessar myndir. Hann lét aldrei deigan síga þrátt fyrir þröngan kost – því síst safna menn auði með því að búa til heimildarmyndir á Íslandi. Samanburðurinn við samstofna myndir – gerðar fyrir hundrað sinnum meira fé hjá stærri þjóðum – kom ekki í veg fyrir að margar bestu myndir Palla hafa verið sýndar á sjónvarps- stöðvum víða um heim og sank- að að sér margskonar verðlaun- um og viðurkenningum. Það sem á kunni að vanta í pen- ingum var bætt upp með fölskvalausri og einlægri frá- sagnargleði ásamt óþrjótandi áhuga og virðingu fyrir við- fangsefninu. Það er þó ekki kvikmynda- gerðarmaðurinn sem er mér efstur í huga á þessari kveðju- stund heldur maðurinn sjálfur. Ég kynntist honum fyrst, þá barn að aldri, sem ungum nátt- úrufræðikennara mínum í Vest- mannaeyjum; óvenjulegur og eftirminnilegur sem slíkur. Það var ekki legið mikið yfir bók- unum heldur farið út á vettvang til að skoða fyrirbærin með eig- in augum hvenær sem færi gafst. Stundum var líka ein- hverjum kvikindum skellt á kennaraborðið og þau krufin til að öðlast skilning á viðfangsefn- inu. Palli var líka góður vinur foreldra minna og ég man eftir honum syngjandi og segjandi sögur í stofunni heima. Við endurnýjuðum kynnin svo hraustlega fyrir 30 árum eða svo þegar Palli fékk þá flugu í höfuðið að ég væri vel til þess fallinn að lesa inn á mynd- irnar hans. Það hef ég svo gert með glöðu geði allar götur síð- an; með því skilyrði þó að ekki kæmi greiðsla á móti. Ég gat þá skemmt mér við að svara öllum erindunum eins: „Æ, æ – hef- urðu ekki efni á neinu skárra núna, nafni minn?“ Sannleikur- inn var auðvitað sá að ég notaði þennan lestur sem yfirskin til að njóta reglulegra samvista við þennan vin minn; hlusta á sög- urnar hans, horfa í þessi glettnu og góðlegu augu og fá í leiðinni stutt námskeið í kúnstinni að lifa. En nú verður ekki hringt aft- ur með ávarpinu: „Palli minn, þetta er nafni þinn Steingríms- son.“ Ég mun sakna þess og ég mun sakna Palla Steingríms; með honum er genginn góður maður og góður vinur. Ástvinum hans og ættingjum sendi ég samúðarkveðjur. Páll Magnússon. Páll Steingrímsson var í hópi minna nánustu vina, samherja og samstarfsmanna. Hann var drengur ljúfur og góður. Ynd- isleg kynni okkar spönnuðu fjóra áratugi og urðu sífellt nánari og gjöfulli. Tilþrif hans í glímunni við Elli kerlingu síð- ustu æviárin voru einstök svo að minnti á glímu Þórs, sem var sterkastur ása, við það sem allir menn verða að lúta í lægra haldi fyrir að lokum. Afköst, eldmóður og úthald hans voru mikil; – hann var alvörumaður í því sem hann gerði og djúpt hugsandi, þótt húmorinn væri aldrei fjarri. Við vorum til dæmis axlarbrotnir á svipuðum tíma í fyrravetur en samræð- urnar voru samt allar á léttu nótunum. Hann brotnaði fyrr en ég, og þegar ég spurði hann ráða, gaf hann þau góð, hafði hent fatlanum skömmu eftir slysið, löngu áður en nokkrum datt í hug að slíkt gerðu axl- arbrotnir menn á níræðisaldri. Nei, hann haggaðist ekki og við hlógum; eigi skal hætta að vinna hörðum höndum meðan báðir armar eru jafn langir! Já, einhenda sér í verkin! Nú er hann hniginn til þeirrar foldar sem hann elskaði og það er ekki aðeins að hoggið sé stórt skarð í nánasta vinahópinn, heldur í raðir þeirra sem fremstir hafa farið í því að nota kvikmynda- gerðarlist, ljósmyndun og rit- störf til að gefa þjóðinni verð- launaverk í þágu baráttunnar fyrir einstæðri náttúru Íslands, land og þjóð. Við sjáum á bak tveimur jöfrum á þessu sviði með fárra ára millibili, Páli og Guðmundi Páli Ólafssyni. En verk þeirra munu lifa og verða lýsandi kyndlar fyrir kynslóðir framtíðarinnar. Hrærður af þökk og virðingu votta ég hans nánustu samúð. Ómar Ragnarsson. Fegurð Eyjanna, stórbrotin náttúran og sérstætt mannlífið mótar hvern snáða og snót sem elst þar upp. Páll Steingrímsson drakk þetta einstæða samspil í sig með móðurmjólkinni og Vestmannaeyjar allar, eyjar og sker voru athafnasvæði hans ævina út. Hann velti sér í gras- inu í Hellisey, fetaði bergið, skúta fyrir skúta og syllu fyrir syllu og stakk sér til sunds af Steðjanum frjáls eins og fugl- inn. Hann skall í kaldan sjóinn og skaust upp á yfirborðið á Pollinum miðjum var hann eins og Palli einn í heiminum. Hann átti þetta allt, undur náttúrunn- ar, hugur hans og ástríða var náttúran og hann sjálfur mesta náttúruundrið og einn fárra sona Eyjanna sem lifað hefur samkvæmt lögmálum náttúr- unnar og helgað líf sitt og starf baráttunni fyrir lögmálum hennar og vernd. Hann hefur opnað augu umheimsins fyrir einstæðri náttúru Íslands og lífi sem fáir vissu að væri til með fræðslumyndum sínum sem hlotið hafa alþjóðlegar viður- kenningar. Ég kynntist honum 15 ára þegar hann tók mig í Myndlist- arfélag Vestmannaeyja og síðar í vinnuhóp við gerð klippimynd- araðar um Tyrkjaránið. Það var mögnuð upplifun og Palli prím- us mótor í einstakri stemning- unni sem var honum svo lík. Umhverfið og mikilfengleiki sögu okkar var yrkisefnið sem hann kenndi okkur að virða og nýta til listrænnar sköpunar. Svo var hann kennarinn okkar í Gagnfræðaskólanum. Ógleym- anlegur í náttúrufræðitímunum og svo öðruvísi en allir aðrir kennarar. Hann lagðist á kenn- araborðið og sagði okkur sögur. Tók okkur unglingana í 56 mód- elinu með sér inn í draumaheim og við öll, stödd í frumskógum Kanada með honum. Þar sem hann læddist eftir þröngum skógarstíg og við lækjarvað kom á móti honum bjarndýr. Við vöknuðum af draumnum þegar hann sagði ekkert að hræðast því bjarndýrið hefði verið tannlaust. Þannig var húmorinn, hann hræddist ekk- ert, skoraði jafnvel á Helga Ólafsson í skák á kennaraborð- inu en fljótlega þegar Helgi sýndi tennurnar og heimaskíts- mát blasti við stökk Palli frá skákborðinu og skipti um gír, hann kunni að koma með nýja vinkla á lífið og gera gott úr öllu. Jafnvel að tapa skák fyrir verðandi meistara varð eftir- minnileg athöfn. Palli Steingríms var frjáls í fasi, með einstaka nærveru, smitandi hláturinn og brosið sem fyllti umhverfið, haltur, með húfu á höfðinu sem skreytt var skeggi, hann sveiflaði hönd- unum, leit hátt og skimaði í kringum sig og átti heiminn skuldlausan. Sannur Eyjamað- ur. Hann var að hugsa hvað hann gæti gert meira til að þakka Guði fyrir að hann fædd- ist í Eyjum, í fegurðinni sem fyllti líf hans endalausri gleði og uppátækjum sem hann á sinn einlæga hátt gerði samferða- menn sína þátttakendur í. Ein- stakri og ævintýralegri vegferð Páls Steingrímssonar er lokið og Hellisey stendur keik til minningar um góðan félaga. Palli Steingríms var frjáls þeg- ar hann hljóp um bergið, stakk sér brosandi af Steðjanum inn í algleymið sem beið hans með nýjum náttúrulögmálum, tæki- færum, og fegurð sem hann mun deila með öðrum, eins og hann gerði í því lífi sem hann hefur kvatt. Ég votta fjölskyldu Páls samúð. Ásmundur Friðriksson. Ég kynntist Páli Steingríms- syni fyrir tæplega fjörtíu árum. Leiðir okkar lágu saman þeg- ar ég var að byrja í kvikmynda- gerð og leitaði til hans og félag- anna Ernst Kettlers og Ásgeirs Long sem þá starfræktu kvik- myndagerðina Kvik. Allt frá fyrstu kynnum var viðmót Palla þannig að það var eins og ég hefði þekkt hann alla tíð. Hann var sögumaður af Guðs náð, kaffibolli og stóll dugðu og hann hóf að segja frá skemmtilegu fólki og atburðum. Það skipti ekki máli hvort það var á Skúlagötunni, í Garða- strætinu, á kvikmyndahátíð í Þýskalandi eða í djassklúbbi í Amsterdam, Palli sagði skemmtilegar sögur. Páll var afkastamikill kvik- myndagerðarmaður. Eftir hann liggja um 80 kvikmyndir af ýmsum toga. Heimildamyndir um náttúruna áttu hug hans umfram önnur viðfangsefni. Í kvikmyndum sínum vildi hann vekja menn til umhugs- unar um mikilvægi náttúru- verndar og auka þekkingu Ís- lendinga á dýralífi landsins. Hann gerði m.a. myndir um hrafninn, selinn, kríuna, spóann, skarfinn og íslenska hestinn. Síðasta myndin sem Palli vann að, myndin sem hann náði ekki að ljúka, er um stóra mál- ið: Mun mannkynið sjálft gera hnöttinn okkar óbyggilegan eða tekst okkur að finna leiðir til að lifa í sátt við náttúruna? En Palli gerði ekki bara kvik- myndir, hann skrifaði fjölda greina í blöð um mikilvægi nátt- úruverndar. Í blaðagreinum hans leyndi sér ekki hversu náttúran var honum hugleikin. Palli var Eyjapeyi, það var ljóst frá okkar fyrstu samræð- um. Þær eru líka ófáar kvik- myndirnar sem hann gerði um heimahagana, þar á meðal eru kvikmyndir um eldgosið í Heimaey og um tilurð Surts- eyjar. Páll vann til fjölda verðlauna fyrir kvikmyndir sínar og heim- ildamyndir hans voru sýndar um allan heim. Nú hefur hann kvatt okkur en verk hans lifa og þjóna áfram þeim málstað sem var honum svo kær. Ég sendi fjölskyldu Páls inni- legar samúðarkveðjur vegna andláts hans. Hjálmtýr V. Heiðdal. Þegar ég byrjaði í barnaskóla í Vestmannaeyjum var ég svo heppin að fá Pál Steingrímsson sem kennara. Hann mætti stundum með gítarinn og það var sungið og trallað milli þess sem við æfðum okkur í lestri og reikningi. Hann var líka iðinn við að segja okkur sögur. Palli var ekki maður sem sat fastur á einum kennarastól. Hann var líka myndlistarmaður og ljósmyndari sem ferðaðist um heiminn, t.d. til Kanada. Þegar ég fór upp í gagnfræða- skólann var Palli aftur mættur þar sem kennari. Hann kenndi okkur m.a. teikningu og nátt- úrufræði. Ég kynntist líka öðr- um hliðum á Palla því hann var mikill vinur pabba míns. Á miðjum aldri lærði Palli kvik- myndagerð og liggur eftir hann mikill fjöldi náttúrulífsmynda og annarra heimildamynda. Að leiðarlokum vil ég þakka honum góð kynni gegnum árin, því hann fylgdist alltaf með fyrrum nemendum sínum. Mest af öllu vil ég þó þakka honum ást hans og stuðning við íslenska náttúru sem sannarlega þarf á banda- mönnum að halda í baráttunni við eyðingaröflin hvaðan sem þau koma. Kristín Ástgeirsdóttir. Með örfáum orðum viljum við kveðja traustan vin og eftir- minnilegan samferðamann, Pál Steingrímsson. Þótt hann sé nú horfinn á braut munu hans fjöl- mörgu afrek á listasviðinu í sín- um margbreytileika lifa um ókomin ár. Páll var fylginn sér með eindæmum, bæði sem gef- andi og þiggjandi. Í góðri trú að vegur Páls verði áfram gæfuvegur kveðjum við hann með söknuði. Kári Bjarnason og Sigurgeir Jónasson. Hann var ævintýri, galdur. Hann var James Bond okkar uppvaxtarára, Tarsan, Salvador Dali, David Attenborough, Munchausen, Fats Domino, svo nokkrir séu nefndir. Páll Stein- grímsson var með ólíkindum, skapandi, gefandi, náttúruperla í mannlífinu. Hann var kennarinn okkar og félagi, endalaus burðarás já- kvæðra strauma og hafði al- deilis yndi af lífinu. Hann opn- aði dyr veraldarinnar upp á gátt og bauð öllum að ganga í bæinn, fordómalaus og flottur. Það hafa verið mikil hlunn- indi að eiga samleið með hon- um. Sækja orku í athafnir hans og viðfangsefni og lán þessarar veraldar sem hann spann var að hann fékk góða og snjalla menn til liðs við sig, meðal annarra Ernst Kettler og Friðþjóf Helgason snilling, sem kunni manna best að ríma hans hug- myndir í myndgerðinni. Palli var veiðimaður af Guðs náð, bjargveiðimaður, hug- myndaveiðimaður, athafnamað- ur, listamaður. Mörg verka hans á striga, í grjót og ljósmyndum eru mikil verðmæti fyrir íslenska menn- ingu og kvikmyndir hans um náttúruna og manninn eru á heimsmælikvarða. Ungur kennari í Eyjum rak Palli Myndlistarskóla Vest- mannaeyja með mörgum fær- ustu listamönnum landsins sem kennara. Skólinn skóp mikla reynslu og þroska. Nám í skóla Palla leiddi meira að segja til doktorsgráðu. Þannig var þessi góði vinur Guðs gjöf og minningin um hann mun hlaða batterí þeirra sem eftir lifa og halda stríðinu áfram, lífsleiknum þar sem bjartsýni og áræði eru lykil- atriði. Palli var einstakur sögumað- ur og lék sig svo vel inn í sagna- listina að hlustendur nötruðu af eftirvæntingu. Hann hikaði ekki við óvissuna, enda er það óvænta yfirleitt skemmtilegast. Megi góður Guð vernda þessa guðsgjöf, varðveita af- komendur hans og ættfólk sem allt ber merki ákveðinnar gerð- ar sem Palli speglaði svo vel, lífsgleði og lífsnautnar. Þegar Palli Steingríms sprangar inn í himnaríki í löngu riði í gamla sigbandinu úr Hellisey munu ævintýrin halda áfram. Árni Johnsen. 13. nóvember 2015 bankar Palli upp á hjá mér hér í Eiríks- búð, þáði te eins og hann gerði jafnan þegar hann var á ferð hér fyrir vestan. Hann var á leið í Djúpalón að taka myndir, á dálætis staðnum sínum. Staðnum þar sem hann fékk innblástur og varð líka ör- lagaríkur í hans lífi. Það leið ekki langur tími þangað til aftur var bankað upp á, voru það þá ferðamenn með Palla með sér. „Lydía mín, nú er ég í vond- um málum, held ég sé farinn úr axlarlið.“ Ég brunaði með hann á heilsugæsluna í Ólafsvík, þar sem tekin var mynd af hand- leggnum og kom þá í ljós hand- leggsbrot. Hann var sendur suður í sjúkrabíl, ekki alveg hans stíll, en lét sig hafa það, þó að honum þætti þetta óþarfa vesen í kringum sig. Þó ekki séu mörg árin sem við hjónin höfum þekkt Palla, þá voru þau ánægjuleg, tengd- ust myndatökum á hröfnum og þorskum. Takk fyrir kynnin, Lydía og Hjálmar, Eiríksbúð. Páll Steingrímsson  Fleiri minningargreinar um Páll Steingrímsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.