Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2015, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2015, Blaðsíða 32
 27. febrúar–2. mars 20154 Bjór - Kynningarblað R ætur bjórbannsins á Íslandi má rekja aftur til ársins 1908 þegar þjóðaratkvæða- greiðsla fór fram um það hvort stöðva ætti innflutn- ing á öllum áfengum drykkjum til landsins. Karlmenn 25 ára og eldri höfðu einir rétt til að kjósa. Í sam- ræmi við niðurstöður umræddra kosninga bannaði Alþingi ári síðar allan slíkan innflutning. Bannið tók þó ekki gildi fyrr en heilum sex árum seinna, eða árið 1915, hugs- anlega vegna þeirra áfengisbirgða sem enn voru til í landinu. Fljót- lega kom þó í ljós áberandi áfeng- isneysla landsmanna þrátt fyr- ir bannið. Víðs vegar um landið var áfengi ýmist bruggað ólöglega í heimahúsum, því smyglað inn í landið eða höndum komið yfir svo- kallað læknabrennivín. Upphaflega bannið stóð aðeins yfir í sjö ár eða þar til Spánverjar gerðu við það athugasemd og hót- uðu að hætta að kaupa íslenskan, saltaðan þorsk ef Íslendingar vildu ekki kaupa af þeim léttvín. Sökum þess hve mikilvæg umrædd fisksala var okkur Íslendingum sá Alþingi sig knúið til að gera undantekningu frá lögunum árið 1922 og heimil- aði innflutning á víni, einungis frá Spáni. Þann 1. febrúar árið 1935 tóku gildi lög sem heimiluðu innflutning og sölu á öllum áfengum drykkjum nema sterkum bjór (yfir 2,5% alkó- hól). Þess ber að geta að áður en lögin tóku gildi höfðu hátt í tuttugu tillögur að lögleiðingu bjórs komið upp á Alþingi en öllum hafði ver- ið hafnað á einn eða annan hátt. Lagasetningin virðist einkennileg, sérstaklega vegna þess að með henni var gefið leyfi á alla mögulega áfengisdrykki nema þann veikasta, sjálfan bjórinn. Landsmenn skiptust í tvær fylkingar Bjórbannið varð heitara umræðu- efni með hverjum deginum þegar leið á seinni hluta tuttugustu aldarinnar. Sú spurning sem and- stæðingar bjórbannsins spurðu bæði sig og aðra í upphafi var af hverju í ósköpunum bjór var bann- aður þegar allir aðrir áfengir drykkir voru bæði löglegir og aðgengilegir. Fylgjendur bannsins höfðu fyrst og fremst áhyggjur af þeirri auknu heildarneyslu áfengis sem bjór- inn ætti eftir að hafa í för með sér. Lögleiðing bjórs ætti jafnframt eft- ir að hafa slæm áhrif á ungmenni landsins með tilheyrandi aukn- ingu á áfengisneyslu unglinga en einnig höfðu þeir áhyggjur af því að aldur áfengisneytenda ætti eftir að færast neðar. Þessar hugsanlegu afleiðingar ættu eftir að skilja eftir sig aukin vandamál í íslensku sam- félagi með tilheyrandi heilsutjóni landsmanna. Andbanningar báru aftur á móti fyrir sig frelsi einstaklingsins og voru því almennt á móti boðum og bönn- um hvað varðar aðgengi að áfengi. Afleiðingar bjórneyslu væru þar af leiðandi á ábyrgð einstaklinganna sjálfra og málið hefði þar af leiðandi ekkert með heildarneyslu áfengis að gera. Lögðu þeir jafnframt áherslu á að Íslendingar þyrftu að endurskoða hvernig þeir meðhöndluðu áfengi á grundvelli þess að velja og hafna, t.d. með því að velja frekar léttari drykki í stað þeirra sterku, en þar kæmi bjór- inn sér vel. Þar af leiðandi töldu and- banningar að ekki ætti að líta á bjór- inn sem hreina viðbót við það áfengi sem fyrir var aðgengilegt heldur lægi svarið í grundvallarbreytingu á hugsunarhætti fólks og viðhorfi gagnvart áfengi og áfengisneyslu. Einnig gagnrýndu þeir ósamræmið í sölu bjórs hér á landi og töldu þar fólki vera mismunað. Þar vitn- uðu þeir í sölu á hinum svokallaða ferðamannabjór sem ferðamenn gátu tekið með sér inn í landið eft- ir ferðir sínar í gegnum fríhöfnina á Keflavíkurflugvelli en á slíkum ferð- um áttu ekki allir landsmenn kost. Afstaða fólks tekur breytingum Afstaða fólks til bannsins fór hægt og rólega að taka breytingum. Fram að níunda áratugnum var lítið um skoðanakannanir á Íslandi og því nokkuð óljóst hver skoðun almenn- ings var á banninu. Þann 10. mars árið 1977 birti DV þó niðurstöður Bjórbanni aflétt 1. mars 1989 Landsmenn skiptust í tvær fylkingar. Algjört áfengisbann á Íslandi „Einnig gagnrýndu þeir ósamræmið í sölu bjórs hér á landi og töldu þar fólki vera mismunað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.