Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2015, Blaðsíða 12
12 Fréttir Helgarblað 27. febrúar–2. mars 2015
„Fíkniefnalöggjöfin
mannréttindabrot“
n Að draga úr skaða meðal fíkla minnkar kostnað í heilbrigðiskerfinu
F
íkniefnalöggjöf víðast hvar í
heiminum brýtur á mann
réttindum fólks. Með ofur
áherslu á refsingar og
hræðsluáróður er ákveðinn
hópur jaðarsettur og býr ekki við
sömu mannréttindi og hinir. Ísland
er þarna engin undantekning.“ Þetta
segir Damon Barrett, írskur mann
réttindalögfræðingur og doktorsnemi
við háskólann í Stokkhólmi, sem kom
til landsins á dögunum á vegum Snar
rótarinnar, samtaka um borgaraleg
réttindi.
Damon hefur um árabil starf
að við fræðimennsku og ráðgjöf um
fíknilöggjöf og mannréttindi. Hann
vann í átta ár fyrir samtökin Harm
Reduction International í London, en
starf þeirra lýtur að því að kynna og
hvetja til aðgerða sem minnka skaða
vegna áhættuhegðunar ýmissa jaðar
hópa, sérstaklega fíkniefnanotenda.
„Yfirvöld voru lengi hrifin af hug
takinu „stríðið gegn fíkniefnum“ og ég
nota mest af mínum tíma til þess að
skoða áhrif þeirrar nálgunar á mann
réttindi. Vegna gagnrýni og þrýstings
frá samtökum sem starfa í mínum
geira er nú tilhneiging til þess að snúa
baki við hugtakinu – en það er í raun
ekki hægt fyrr en aðferðirnar breytast.
Það er ekki nóg að breyta orðræðunni
og halda því fram að þannig sé mála
flokkurinn færður á betri stað – við
ætlum ekki að leyfa það.“
Í fyrirlestri sínum fjallaði Damon
meðal annars um það hvernig mann
réttindabrot eru orðin hluti af kerfinu:
„Þá er ég að tala um löggjöfina, stofn
anir, umræðuna – allt það sem lýtur
að því hvernig við nálgumst fíkniefna
neytendur sem lögbrjóta, frekar en
veika einstaklinga. Umræðan snýst
iðulega um ógnina sem að okkur
steðjar af fíkniefnum, og ótrúlegum
fjármunum er varið í hræðsluáróður
og löggæslu í stað þess að veita þeim
í eitthvað sem raunverulega mundi
bæta líf þeirra sem þjást.“
Mannréttindi frekar
en refsingar
„Ég er talsmaður þess að byrja á allt
öðrum punkti en gert er í dag. Ég vil
snúa baki við þeirri hugsun að tilvist
fíkniefna sé það mikil ógn við sam
félagið að við þurfum lagasetningu,
lögregluaðgerðir, fangelsisvist og út
skúfun fíkla – þess í stað vil ég byrja
á mannréttindum, ganga út frá því
að þau séu mikilvægust fyrir alla, líka
fíkniefnanotendur sem eru veikir
vegna efnanna. Ef við getum verið
sammála um að mannréttindi fyrir
alla séu meira virði en löggjöfin og
stríðið gegn fíkniefnum, höfum við
forsendur til að breyta kerfinu.“
Damon heldur því fram að pen
ingum sem varið er í baráttu gegn
fíkniefnum væri mun betur varið í að
hjálpa þeim sem raunverulega þurfa á
hjálp að halda vegna fíknar: „Á sama
tíma og samfélög eyða ótrúlegum fjár
munum í lagasetningu, hræðsluáróð
ur og refsingar, eru heilbrigðismálin
í ólestri. Það væri nær að nota þessa
fjármuni í að hjálpa þeim örfáu sem
raunverulega eru veikir vegna fíkni
efna, tryggja aðgengi þeirra að heil
brigðisþjónustu og veita þessum litla
hóp þannig aukin mannréttindi.“
Breytingar á heimsvísu
Damon bendir á að ekki sé nóg að
skoða löggjöfina í hverju landi fyrir
sig, því í raun sé hér um að ræða af
leiðingar alþjóðalagasetningar frá
því um miðja síðustu öld sem eigi
því lítið erindi í nútímasamfélögum:
„Þetta þýðir að í mörgum löndum eru
breytingar á fíknilöggjöf mjög hægfara
og þeim þröngar skorður settar vegna
alþjóðlega rammans. Við höfum þó
séð breytingar á undanförnum árum
og ber þar helst að nefna Portúgal,
sum fylki Bandaríkjanna og nú síðast
Úrúgvæ.
Í Portúgal var farin sú leið fyrir 12
árum, að afnema alla refsilöggjöf í
fíkniefnamálum og veita peningunum
í staðinn til heilbrigðismála – þannig
voru heilsa og mannréttindi sett ofar
refsingum og höftum. Bandaríkin
og Úrúgvæ hafa einblínt á kannabis.
Samfélög eru misjöfn og mismun
andi aðferðir virka í ólíkum löndum
– þannig er ég ekki talsmaður þess að
afnema allar refsingar á einu bretti á
heimsvísu, heldur hvet ég stjórnvöld
til að endurskoða löggjöfina með
mannréttindi að leiðarljósi.“
Skaðaminnkun á Íslandi
Frú Ragnheiður – skaðaminnkun, er
verkefni sem Reykjavíkurdeild Rauða
kross Íslands hefur rekið síðan 2009.
Tilgangur verkefnisins er að ná tengsl
um og samtali við einstaklinga sem
stunda áhættuhegðun. Stærsti hópur
skjólstæðinga Frúar Ragnheiðar er
fólk sem sprautar sig með vímuefn
um í æð, en mikilvægasti þáttur þjón
ustunnar er að veita þeim aðgengi að
hreinum sprautum og nálum og draga
úr líkum á að búnaði sé deilt.
Sjálfboðaliðar manna
Frú Ragnheiði
„Frú Ragnheiður er nafnið á gömlum
sjúkrabíl, sem segja má að sé mið
punktur verkefnisins. Bíllinn er
mannaður sjálfboðaliðum og fer
sama rúntinn fimm daga vikunnar á
fyrirfram ákveðna staði þar sem hægt
er að sækja þjónustuna. Þjónustan,
sem er notendum að kostnaðarlausu,
felst í aðgengi að hreinum búnaði,
sprautum og sprautunálum, móttöku
og förgun á notuðum búnaði, og sýk
ingavörnum, svo það helsta sé nefnt,“
segir Þór Gíslason, framkvæmdastjóri
Reykjavíkurdeildar RKÍ.
Hann bendir á að það mikilvæg
asta í starfinu sé traustið og tengslin
við einstaklingana: „Tengslin gefa
sjálfboðaliðum okkar færi á að veita
upplýsingar um skaðaminnkandi
neysluaðferðir og fleiri atriði sem
geta haft stórkostleg áhrif á lífsgæði
fólksins sem þiggur þjónustuna.“ Þór
bendir á að hópurinn sé alla jafna
ólíklegur til þess að sækja sér grunn
heilbrigðisþjónustu og því skipti starf
semi Frúar Ragnheiðar sköpum fyrir
hann. Oft er þetta fólk sem er jaðarsett
í samfélaginu og sækir skjól í gistiskýli
eða Konukot því það hefur ekki í önn
ur hús að venda.
Rúntur fimm daga vikunnar
Verkefnið, sem hófst í október 2009,
er mannað með 30% launaðri stöðu
verkefnastjóra en að öðru leyti er allt
starf unnið af sjálfboðaliðum Rauða
krossins: „Fimm daga vikunnar fer Frú
Ragnheiður sama rúntinn miðsvæðis
í Reykjavík þannig að skjólstæðingar
geta gengið að þjónustunni vísri á
ákveðnum stöðum. Við erum líka með
skjólstæðinga í úthverfum en þeim
býðst að hringja í símanúmer bílsins
og við mælum okkur þá mót þar sem
hentar. Sumir eiga ekki heiman gengt
og sveigjanleikinn skiptir þess vegna
miklu máli,“ segir Þór.
Verkefnið hefur að sögn Þórs
leitt til ákveðinna breytinga á menn
ingunni innan hópsins: „Í dag er fólk
miklu ólíklegra til að deila sprautum
og nálum, en áður en verkefnið hófst
var stór hópur að deila búnaði og
endurnýta.“ Þór ítrekar að traustið og
tengslin skipti öllu máli því annars
væri ekki forsenda fyrir verkefninu:
„Við mætum fólki þar sem það er statt,
við gerum ekki kröfu um að það breyti
neinu í sínu lífi en reynum að minnka
skaðann sem hlýst af áhættuhegðun.“
Sýnt fram á hagkvæmni
Rekstur Frúar Ragnheiðar kostar rúm
lega sex milljónir á ári. Þór segir að
það sé afskaplega lítill kostnaður mið
að við ávinninginn: „Þetta er mikill
sparnaður fyrir heilbrigðiskerfið. Ekki
eingöngu vegna færri smita HIV og
lifrarbólgu, heldur erum við að koma
í veg fyrir önnur alvarleg heilbrigðis
vandamál eins og sýkingar, og vissu
lega komum við í veg fyrir ótímabær
dauðsföll.“ Árið 2012 vann Elías Sæ
björn Eyþórsson BSverkefni við Heil
brigðisvísindasvið Háskóla Íslands
sem sýndi fram á hagkvæmni verk
efnisins sem forvörn gegn útbreiðslu
HIV meðal sprautufíkla. Greiningar á
árangri sambærilegra forvarnarverk
efna í nágrannalöndunum hafa ítrek
að sýnt fram á það sama.
Í dag er verkefnið fjármagnað af
velferðarsviði Reykjavíkurborgar en
einnig hafa velferðarráðuneytið og
landlæknisembættið veitt fé í það.
Rauði krossinn leggur svo til það sem
vantar upp á. Nokkur fyrirtæki styrkja
verkefnið í kyrrþey um ákveðna upp
hæð á mánuði, en einnig er talsvert
um framlög frá einstaklingum. n
Ferðaáætlun Frúar Ragnheiðar
Mánudaga – Þriðjudaga – Miðvikudaga – Fimmtudaga – Föstudaga
18.00–18.20 - Gistiskýlið Lindargötu. Bíl lagt í stæði við gistiskýlið.
18.30–18.50 - Eskihlíð. Bíll fyrir neðan Konukot, Eskihlíðar megin. Bankað upp á í Konu-
koti og á Miklubraut 20.
19.00–20.00 - Hlemmur. Bíll í stæði bak við Arion banka.
20.00–21.00 - Eftir samkomulagi.
Símanúmer Frúar Ragnheiðar 7887-123
**Hver sem er getur styrkt Frú Ragnheiði en hægt er að nálgast allar upplýsingar á
Facebook-síðu verkefnisins eða á www.raudikrossinn.is.**
Hér eru peningar
Lýðheilsusjóður veitir 80
milljónir á ári í forvarnarstyrki
Lýðheilsusjóður, sem
starfræktur er innan
landlæknisemb-
ættisins, ver um
80 milljónum
árlega í ýmis
forvarnarverkefni.
Lýðheilsusjóður er
fjármagnaður með 1% áfengisgjalds
og 0,9% af brúttósölu tóbaks, eins og
segir í reglugerð um sjóðinn (Reglugerð
nr. 1260 frá 2011).
Að sögn Rafns Jónssonar, verkefnis-
stjóra um áfengis- og vímuvarnir, eru
verkefnin af ýmsum toga en allir geta
sótt um styrk. „Styrkþegar eru skólar,
félagasamtök, einstaklingar og að
sjálfsögðu verkefni eins og Frú Ragn-
heiður. Sjóðurinn styrkir heilsueflingu
og forvarnir, en það er misjafnt milli
ára hversu miklu fé er veitt í ólíkar
tegundir verkefna. Við erum að sjá
ákveðna breytingu á eðli verkefna –
áður fyrr var mikil áhersla á fræðslu
en nú er almenn heilsuefling að gefa
betri árangur.“ Opið fyrir umsóknir
í Lýðheilsusjóð til 3. mars, en allar
upplýsingar er að finna á heimasíðu
landlæknisembættisins.
Ragnheiður Eiríksdóttir
ragga@dv.is
Frú Ragnheiður
Frúin er gamall
sjúkrabíll sem þjón-
ustar fólk á jaðrinum.
MyndiR SigtRygguR ARi
Sjálfboðaliðar Frúin er mönnuð sjálfboðaliðum Rauða krossins. Þjónustan er ókeypis.
Þór gíslason Framkvæmdastjóri Reykja-
víkurdeildar Rauða krossins
Mannréttindalögfræðingurinn
Damon Barrett kom til Íslands á dögunum á
vegum Snarrótarinnar. „Við mætum fólki
þar sem það er
statt, við gerum ekki
kröfu um að það breyti
neinu í sínu lífi en reynum
að minnka skaðann sem
hlýst af áhættuhegðun.