Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2015, Blaðsíða 10
Helgarblað 27. febrúar–2. mars 201510 Fréttir
Icesave
og kreppa
vInstrI
flokkanna
G
læstur sigur Framsóknar-
flokksins í alþingiskosn-
ingunum 2013 var jafnframt
sögulegur ósigur stjórnar-
flokkanna sem vart á sér
hliðstæðu í lýðveldissögunni. Því má
halda fram að Framsóknafrlokknum
hafi tekist að nýta sér til fulls nán-
ast fordæmalausar aðstæður og skil-
yrði íslenskra heimila sem grófu um
sig eftir hrunið. Icesave-deilurnar á
síðasta kjörtímabili urðu þar nán-
ast sem táknmynd um strauma þar
sem flokkslínur riðluðust og grasrót-
arhreyfingar urðu til. Vaxandi kreppa
vinstriflokkanna á rætur í sjálfu efna-
hagshruninu og þeirri staðreynd að
Vinstri græn og Samfylkingin tóku
við ólokinni neyðarstjórnun í sam-
vinnu við vinveittar nágrannaþjóð-
ir og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn sem
vörðu landið þjóðargjaldþroti með
lánveitingum.
Þegar græðgisvætt fjármálalíf
Vesturlanda riðaði til falls árið 2008
má segja að almenningur víða um
lönd hafi brugðist við úr grasrótinni
en einnig sýndu starfandi stjórn-
málaflokkar viðleitni. Bandaríski
hagfræðingurinn Joseph Stiglitz lýsti
ef til vill jarðveginum og ástandi fjár-
málaheimsins best allra þegar hann
sagði að allt snerist um að einkavæða
hagnaðinn en þjóðnýta tapið þegar
fjármálakreppan var skollin á.
„Óþekka“ Ísland
Um þetta er fjallað í nýrri fræðilegri
úttekt í tímaritinu Acta Sociologica
eftir Helgu Kristínu Hallgrímsdóttur
og Emmanuel Brunet-Jailly. Bæði eru
þau með doktorsgráðu í félagsfræði
og starfa við Háskólann í Victoria í
Kanada. Grein þeirra í fræðiritinu ber
heitið „Þrætustjórnmál, grasrótar-
hreyfing og Icesave-deilan: Hvers
vegna Ísland sýndi „óþekkt““. Athug-
un höfundanna byggist á stöðluðum
viðtölum við nokkra tugi einstak-
linga sem með einum eða öðrum
hætti voru á leiksviðinu eftir hrun,
bæði sem þingmenn, aðgerðar-
sinnar eða innan grasrótarhreyfinga
gegn Icesave-samningum. Allir njóta
þeir nafnleyndar, enda segir með-
al annars frá leynifundum stjórn-
arliða á síðasta kjörtímabili við þing-
menn þáverandi stjórnarandstöðu
um andóf gegn Icesave-samning-
um. „Við urðum að hitta þau á laun
… andstöðuna, sjálfstæðismennina
… til þess að geta barist á virkan hátt
gegn þessum [Icesave] samningum,
stöðvað þá …Þegar ég sat á þingi átti
ég leynifundi með þeim. Þingið hafði
ekki aðgang að neinum góðum lög-
fræðingum. InDefence hafði aðgang
að góðum lögfræðingum.“ (Þing-
maður stjórnar liða á síðasta kjör-
tímabili.)
Fullveldi, þjóðerni, sanngirni,
réttlæti
Höfundar telja að með Icesave-
deilunni hafi kjósendur tekið að
rekja sig eftir þremur samofnum
þráðum borgaralegra réttinda, þjóð-
ernishyggju og hugmynda um sann-
girni og réttlæti. Ríkisstjórn Vinstri
grænna og Samfylkingar, sem komst
til valda snemma árs 2009, hafði fög-
ur fyrirheit um allt þetta; réttlæti,
varnir fyrir þjóðina og varðstöðu um
borgaraleg réttindi og velferðar kerfið
á erfiðum tímum. Hún beitti sér
meðal annars fyrir gagngerri endur-
skoðun stjórnarskrárinnar og vilji
almennings fékk að koma fram í al-
mennri atkvæðagreiðslu um grund-
vallarréttlæti eins og þjóðareign á
auðlindum.
En allt kom fyrir ekki, því sú ríkis-
stjórn var flækt í milliríkjadeilur um
Icesave-skuldbindingarnar sem
sýndust geta kafsiglt þjóðina. Ekki
bætti úr skák að Samfylkingin taldi
hagsmunum þjóðarinnar best borg-
ið með aðild að Evrópusambandinu
og þrýsti umsókninni í gegn í óþökk
samstarfsflokksins, VG.
Höfundar segja að úr gras-
rótinni hafi sprottið upp óformleg-
ir þrýstihópar sem beittu sér gegn
samningum við Hollendinga og
Breta um Icesave-skuldbindingarn-
ar. InDefence-hópurinn hafi verið
best skipulagður og sýnilegastur.
Einn viðmælenda höfunda lýsir
ástandinu svo að „fram til ársins
2008 hafi mörkin milli hægri og
vinstri verið skýr og hefðbundin. Eft-
ir það urðu línurnar óskýrar þar sem
hægrivængurinn lét til sín taka mál
sem snertu afkomu allrar þjóðar-
innar. Þetta var skrítinn viðsnúning-
ur þar sem vinstrivængurinn talaði
máli fjármagnseigenda og fyrir-
tækja. Teningnum hafði verið kastað
og enginn vissi hvað gerast myndi.
Traustið sem menn höfðu borið til
þingsins og stjórnmálamanna fjar-
aði út.“
Að lesa ástandið
Nokkrir viðmælenda töldu að Ice-
save-andófið hafi verið skipulagt og
kostað af hægri öflunum en flestir
neituðu öllu slíku. Að mati margra
var þarna komið upp óvenjulegt
pólitískt tómarúm. Því meir sem hit-
inn hækkaði í Icesave-málinu, því
verr leit ríkisstjórn VG og Samfylk-
ingar út. Þegjandi tók að myndast
bandalag milli manna þvert á flokka.
Óþarft ætti að vera að rifja upp
hversu mjög þingflokkur VG riðlað-
ist undir þessu álagi. Höfundarnir,
Helga Kristín og Emmanuel, segja að
ein grundvallarforsendan í fræðun-
um um félagslegar hreyfingar og
„innrömmun“ mála sé sú að hug-
myndir, gildi og forskriftir um þjóð-
félagsbreytingar verði að finna sér
viðnám á einhvern hátt í því hvern-
ig aðgerðarsinnar og áhangendur
hreyfingarinnar upplifi aðstæðurn-
ar. Aðeins þannig sé hægt að virkja
menn til samstöðu og mynda hreyf-
ingu. Þeir furða sig samt á mikilvægi
Icesave og segja að „þrátt fyrir það
hversu áberandi Icesave-deilan varð
í stjórnmálum og fjölmiðlum er erfitt
að rökstyðja tengsl og mikilvægi
hennar fyrir venjulegan Íslending.“
Höfundarnir telja sig geta sýnt fram
á hvernig samhljómur varð milli
Ice save-deilunnar annars vegar og
gríðarlegrar hækkunar skulda heim-
ilanna hins vegar og þess hugboðs
þjóðarinnar að sjálft hrunið mætti
rekja til skorts á lýðræði í landinu.
Sérstaða Íslands
Höfundar taka til þess að aðeins á
Íslandi var ábyrgð almennings á til-
teknum skuldum hafnað í tvígang
í almennri þjóðaratkvæðagreiðslu.
Þar hafi þjóðin öðlast ákveðinn
mælikvarða á heilbrigði lýðræðisins.
Icesave-deilan hafi jafnframt orðið
aðgöngumiði Ólafs Ragnars Gríms-
sonar, forseta Íslands, að endurkjöri
árið 2012.
Því má halda fram í anda Helgu
Kristínar og Emmanuels að sam-
felldur þráður liggi í gegnum hrunið,
Icesave-deiluna og úrslita síðustu
þingkosninga og forsetakosninga.
Þetta er þráður aukinnar þjóðern-
ishyggju eða þjóðrækni og baráttu
fyrir sanngirni og réttlæti fyrir heim-
ilin (skuldaleiðréttingin). Fram-
sóknarflokknum einkanlega en
einnig Sjálfstæðisflokki tókst að
virkja straumana sem riðluðu öll-
um hefðbundnum baráttumálum
vinstri- og hægriflokka eftir hrunið.
n Ný rannsókn á stjórnmálum eftir hrun n Stjórnarliðar á leynifundum
Jóhann Hauksson
johannh@dv.is „Þegar ég sat á
þingi átti ég leyni-
fundi með þeim. Þing-
ið hafði ekki aðgang
að neinum góðum lög-
fræðingum. InDefence
hafði aðgang að góðum
lögfræðingum.
Grasrótin Pólitíska mynstrið riðlaðist eftir hrun og skyndilega voru vinstri flokkarnir orðnir
málsvarar auðvalds og fjármálastofnana í umræðunni.