Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2015, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2015, Blaðsíða 26
26 Umræða Helgarblað 27. febrúar–2. mars 2015 Alltaf að græða Umsjón: Henry Þór Baldursson É g fór skemmtilega ferð til Selfoss síðastliðinn laugar­ dag. Þar stendur mjög fallegt gamalt hús við aðalgötuna – Austur veg – sem er partur af Suðurlandsveginum og þjóðvegi nr. 1. Húsið er stórt og reisulegt timbur­ hús, á vinstri hönd á austurleið; þar var til skamms tíma vídeóleiga og húsið merkt henni, en það heitir „Gamli bankinn“ og mun vera annað af tveimur elstu húsum byggðarlags­ ins og er verið að breyta í menningar­ setur. Þar er svona risloft, timbur­ klætt, eins og gömlu baðstofurnar, minnir á Söguloftið í Landnámssetr­ inu í Borgarnesi, en hvergi í heimin­ um er betra að segja sögur eða hlusta á sögur en þar. Og svipaðar hugmyndir eru uppi um notkun á þessu fallega lofti – að hafa þar sagnaskemmtan og leika einleik og annað gott. Og síðasta laugardagskvöld höfðu Selfyssingar fengið til sín Vestfirðinginn knáa og hugmyndaríka, Elvar Loga Hann­ esson, sem sló í gegn með verkinu um Gísla Súrsson hér um árið. Nú hefur hann gert lítinn einleik um enn magnaðri útlaga, sjálfan Gretti sterka Ásmundarson, og jafnframt höfðu þeir fengið mig til að vera með spjall um kappann og bókina um hann þarna á gólfinu hjá sér á und­ an einleik Elvars Loga, með lifandi og áhugasama áheyrendur á báðar hendur. Hetjur yngri áranna Ég hitti þarna í húsinu eldri heiðurs­ menn og þeir gátu frætt mig um það að á fyrri hluta síðustu ald­ ar hefði faðir minn búið um skeið í þessu merka húsi, en hann starfaði á Selfossi sem kornungur maður, hjá mjólkurbúinu og sem mjólkurbíl­ stjóri og hjá Kananum í Kaldaðar­ nesi. Og ekki var síður merkilegt að ég var þarna kynntur fyrir nýju Bobby Fischer­setri, sem þar hefur verið komið upp, með skákborðum og bókum og myndum og fleiru til minningar um þennan undarlega og sérvitra skáksnilling, sem dó eins og menn vita íslenskur ríkisborgari og var jarðsettur þarna við Selfoss. Bobby Fischer var ein af hetjum æsku minnar og alla tíð var hann auð­ vitað mikil og að sumu leyti heillandi ráðgáta. En minna heillandi að öðru leyti. Faðir minn sálugi var góður skákmaður og tefldi á firmamótum, og maður smitaðist af bakteríunni. Þá voru heimsmeistarar jafnan sov­ éskir og um titilinn keppti alltaf einn Sovétmaður við annan. Mikael Tal þótti mjög flottur en hann hafði ekki úthald í langan feril og á æskuárum mínum var jafntefliskóngurinn Pedrosjan heimsmeistari; þann titil hirti svo Boris Spasskí eftir að hafa teflt tvisvar einvígi við Perdosjan; mig minnir að í fyrra einvígi þeirra hafi orðið jafntefli í 21 skák, Spasskí unnið eina en Pedrosjan tvær, en dæmið svo snúist við í seinna skipt­ ið – einhvern veginn þannig var það – allavega ekkert rosalega fjörugt fyr­ ir dreng sem fylgdist með fréttum í blöðum og útvarpi. Á sama tíma heyrði maður að til væri ungur Ameríkani sem gæti rúllað öllum upp, töffari mikill og snillingur, en að alls konar sérviska háði honum mjög. Meðal annars að hann neitaði að tefla á laugardög­ um, sabbat­deginum, því hann væri gyðingur. Það út af fyrir sig er auðvit­ að stórundarlegt í ljósi þess hvern­ ig mál áttu eftir að þróast. En semsé, vegna alls kyns sérvisku og heimt­ ufrekju væru litlar líkur á að hann færi í heimsmeistaraslag, það strand­ aði alltaf á einhverju veseni. En ég held það hafi verið einu eða tveimur árum fyrir heimsmeistara einvígið í Reykjavík að það sáust teikn á lofti um að hann væri að verða meðfæri­ legri, farinn jafnvel að haga sér eins og fólk flest. Merki um það var að haldin var skákkeppni; Sovétríkin gegn restinni af heiminum – teflt á tíu borðum minnir mig, kannski tuttugu. Á efstu borðum Sovét voru auðvitað Spasskí og Pedrosjan, en á efsta borði Heimsins átti að hafa Bobby Fischer. En því andmælti Daninn og Íslands­ vinurinn Bent Larsen, taldi sig eiga tilkall til efsta borðsins. Og öllum að óvörum féllst Fischer á að vera færð­ ur á annað borð, bara til að geta ver­ ið með. Það var þá sem menn fóru að trúa því að hann myndi á endan­ um fást til að gera það sem þyrfti svo hann gæti teflt um heimsmeistaratit­ ilinn. Þannig sigurganga hefur ekki sést fyrr eða síðar Þannig fór að Fischer rúllaði upp sínum skákum í þessari skák­ keppni Heimsliðsins við Sovét, á meðan Larsen sótti ekki gull í greip­ ar Spasskís. Og svo hóf Fischer að tefla á þeim mótum sem til þurfti og í kjölfarið þau einvígi sem hann þurfti að sigra í til að fá að skora á heimsmeistarann. Og önnur eins sigurganga hefur aldrei sést fyrr eða síðar. Hugtakið „stórmeistarajafn­ tefli“ varð ekki til út í bláinn, heldur vegna þess að fremstu skákmeistar­ ar heims gerðu langoftast jafntefli sín í milli. En ekki Bobby! Fyrsta ein­ vígið, gegn stórmeistara úr fremstu röð sovésku akademíunnar, vann hann 6–0! Og næsta einvígi, gegn sjálfum Bent Larsen, sem hafði árið áður setið í sæti mesta skákmeistara utan Sovétríkjanna, tók Fischer líka 6–0! Og svo rúllaði hann upp fyrrver­ andi meistara, jafntefliskónginum Pedrosjan, og var þar með kominn með réttinn til að heyja einvígi við Spasskí. Svo hvarf hann af yfirborði jarðar Hér má fara hratt yfir þá sögu sem við öll þekkjum; einvígið var haldið í Reykjavík, ameríski töffarinn sigraði með yfirburðum en hvarf skömmu síðar af yfirborði jarðar, varði ekki titilinn og var flestum gleymdur og týndur. Það spurðist til hans í undar­ legum sértrúarsöfnuði, klæddum eins og utangarðsmanni, í ryskingum við lögregluna. Svo birtist hann ger­ breyttur maður mjög óvænt rúm­ um tveimur áratugum síðar, teflandi einvígi við Spasskí í Svartfjallalandi í miðju borgarastríði; hann braut þar viðskiptabann sem Bandaríkin voru mjög ströng á að þegnar þess fylgdu; hrækti á bréf þess efnis frá yfirvöld­ um í Washington sem honum var borið inn á blaðamannafund. Hann sendi út yfirlýsingar um að Banda­ ríkin verðskulduðu að vera þurrk­ uð af yfirborði jarðar, óskaði öllum óvinum og hatursmönnum USA vel­ farnaðar, fagnaði svo hryðjuverkun­ um 11. sept., og upp úr honum stóð slík buna af gyðingahatri að annað eins hafði ekki heyrst síðan á tím­ um helfararinnar. Bandarísk stjórn­ völd sviptu hann vegabréfi, kröfðust framsals. Einar Kárason rithöfundur skrifar Þér að segja Vinsæl ummæli við fréttir DV í vikunni Var það út af Bobby Fischer að bankarnir fóru á hausinn? Einvígið í Reykjavík „Ameríski töffarinn sigraði með yfirburðum.“ „Þetta er einmitt ástæðan fyrir því að ég tel það jaðra við glæpsamlega vanrækslu að bólusetja ekki börn. Óbólusettir einstak- lingar sem smitast geta verið ógn við þá sem ekki er hægt að bólusetja – ungbörn og sjúklinga á ónæmisbælandi lyfjum. Það eru því miður einstaklingar sem tala gegn bólusetningum – að því er virðist vegna samblands af sjúklegri eigingirni og gargandi fáfræði, en von- andi verður yfirstandandi umræða til þess að minnka þann hóp,“ segir Friðrik Skúlason en óhætt er að segja að umræðan um bólusetningar hafi verið fjörug þessa vikuna. „Framkoma þessa lögreglu- manns var honum sjálfum mest til skammar. Þarna var dauðadrukkin kona sem hafði dottið í götuna. Honum hefði verið nær að fara út úr bílnum og athuga með konuna,“ segir Guðmundur H. Sigurðs- son, en DV greindi frá því að lögreglumaðurinn Kristján Örn Kristjánsson, sem hlaut dóm í Hæsta- rétti fyrir líkamsárás og brot í starfi, yrði vikið frá störfum frá og með næstu mánaðamótum. „Gæti það ekki verið vegna þess að flestu eðlilegu fólki þykir barnaníð vera um það bil versti glæpur sem hægt er að fremja? Þótt menn steli peningum má alltaf bæta það tjón,“ segir Fríða Bragadóttir en umræða skapaðist um það í athugasemdakerfi DV hvort væri alvarlegra að vera dæmdur fyrir glæpi tengda peningum eða vörslu á barnaklámi. „Það er eitt sem mér finnst skondið. Misser- um saman hrópaði alþingi götunnar „í fangelsi með manninn“. Gott og vel … hann fékk sinn dóm og nú er hann kominn í fangelsi. Samt virð- ist það ekki nægja sumum,“ segir Hilmar Thor Bjarnason, en líkt og DV greindi frá hefur Ólafur Ólafsson hafið afplánun á Kvíabryggju vegna Al Thani-málsins svokallaða. „Maður spyr sig: Vatnslosandi lyf eru yfirleitt lyfseðilsskyld, ekki rétt? Hvaða læknir var að dæla þessum andskota í hana endalaust?“ spyr Ingi Gunnar Jóhannsson. Tilefnið er áhrifaríkt viðtal við Bjarnheiði Hannesdóttur í Kastljósi. Þar lýsti hún því hvernig ára- löng misnotkun á vatnslosandi lyfjum, til að halda henn grannri hafði mikil áhrif á líf hennar. 43 14 36 7 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.