Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2015, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2015, Blaðsíða 50
Helgarblað 27. febrúar–2. mars 201542 Menning Magnea segir frá uppáhalds Flík: Kjóllinn minn frá íslenska fatamerkinu Kyrja Litur: Grár Stíll: Minimalískur og fyrirhafnarlaus Hönnuður: Jonny Johansson hjá acne Búð: Dover Street Market Borg: London Hönnunarhornið mælir með Nú eru aðeins tvær vikur þar til Reykjavík Fashion Festival 2015 hefst í Hörpu samhliða Hönnunarmars 2015 líkt og í fyrra. Þessa vikunna bendir Hönnunarhornið lesendum á að fylgjast náið með undirbúningi hátíðarinnar á Instagram-síðu Rff_is auk þess að fylgjast með Instagram-síðum þátttakenda. Þar má sjá ýmislegt sem er um að vera á þessum síðustu undirbún- ingsdögum. Segja má að þetta gefi manni svipaða tilfinningu og góð- ur „trailer“ fyrir frumsýningu bíó- myndar. Það finnst mér allavega. Danski apinn fær keppinaut Það kannast flestir hönnunar- aðdáendur við tréapann danska sem Kaj Bojesen bjó til. Hann hangir smekklega í hillum á ýms- um fallegum menningarheim- ilum. Færri vita þó að rúmlega 60 ár eru síðan þetta geysivin- sæla viðardýr var hannað. Til eru nokkrar tegundir af sams konar trédýrum frá vörumerkinu og er oft vitnað í trédýragarðinn þegar talað er um dýrasafnið. Nú er væntanleg endur- hönnuð útgáfa af viðardýri sem er enn eldri en apinn. Það er sebrahestur sem upprunalega var hannaður árið 1935. sebrahestur- inn var fyrsta exótíska viðardýrið sem Kaj hannaði og þótti afar framandi fyrir Skandinava á þess- um tíma. Menningarheimilin þurfa nú að fara að rýma til í hill- um og gera sér ferð í Epal til að sækja svarthvíta dýrið. M argir hafa eflaust haldið sér vakandi síðastliðið sunnudags kvöld til að fylgjast með stærstu verð- launaafhendingu í kvikmynda- bransanum. Persónulega var ég spenntust fyrir rauða dreglinum til að sjá hvaða hönnuðir urðu fyrir valinu hjá stjörnunum. Þetta kvöld er ekki bara einungis mikilvægt fyrir kvikmyndabrans- ann heldur alveg jafn mikilvægt fyrir Haute Couture-tískugeirann og er rauði dregillinn hápunktur ársins hjá þeim. Það er algengur misskilningur hjá fólki að halda að stjörnurnar fái að velja sér kjólana frá hönnuðum til að klæðast á slíkri hátíð. Málum er þannig háttað að hönnuðirnir velja sér vandlega stjörnur til að klæðast kjólunum sínum á dreglinum. Stærsta og mikilvægasta auglýsing ársins fyrir fatahönnuð er sennilega að Hollywood-stjarna klæðist hans hönnun á Óskarsverðlaunahátíð- inni. Þessi flík mun birtast í flest- um fjölmiðlum heims næstu daga í kjölfarið. Oft verða kjólamynd- irnar það frægar að þær festast við stjörnuna til frambúðar líkt og gerð- ist með Björk, en eins og kunnugt er mætti hún í svanakjól á Óskarinn árið 2001. Þess vegna eru hönnuðir afar vandlátir í vali hvað varðar þá sem skarta þeirra hönnun. Oft fá stjörnurnar himinháar greiðslur og þurfa að skrifa undir samninga við fatahönnuðinn fyrir slíkan viðburð. Á stjörnunni hvílir sú ábyrgð að láta þokkann geisla í kjólnum og koma nafni hönnuðar áfram til fjölmiðla- fólksins. Hönnuðir sem voru áberandi á há- tíðinni voru meðal annars Calvin Klein, Chanel, Givenchy og Ralph & Russo. Réttast er því að segja að að Elie Saab hafi val- ið Jennifer Lopez og Emmu Stone, Tom Ford valdi Reese Witherspoon og Valentino kaus Keiru Knightley. n Á rauða dreglinum Fatahönnuðir velja sér stjörnur í kjólana Valin í kjólinn Mikilvægt kvöld fyrir tískugeirann. Hönn- unar- Horn Kolfinna Von Arnardóttir kofinna@artikolo.is Stólarnir sem allir eru að tala um Daníel Magnússon hannar stóla sem munu verða áberandi á Hönnunarmars H efur þú rekið augun í þessa stóla? Þeir eru hvorki aug- lýstir né til sölu í búðum en líklegt er að þú hafir séð slíka stóla. Þeir hafa meðal annars birst nafnlausir í hönnunar- blöðum, þá er að finna á veitinga- stöðum og börum í Leifsstöð og prýða nokkur hugguleg heimili á höfuðborgarsvæðinu. Þessir stólar munu verða áberandi á Hönnunar- mars í komandi mánuði. Hönnuð- urinn heitir Daníel Magnús son og hefur hann sérstaklega smekklegt handbragð. Hann framleiðir fallega stóla á elsta smíðaverkstæði höfuð- borgarinnar sem er staðsett neðst á Skólavörðustíg. Stólarnir Parabóla og Kapla eru vinsælustu týpurnar sem Daníel býr til, en hann smíð- ar einnig fleiri muni, svo sem eikar- borð og ljósakrónur. Kallar sig ekki hönnuð Parabólustólarnir eru gerðir úr eik, leðri og ryðfríu stáli. Þrátt fyrir ein- staka framleiðslu á eigin hönnun, allt frá því að vera hugmynd í að verða full- kláraðir gripir, kallar Daníel sig ekki hönnuð og stendur vörð um það sem liggur að baki slíkum titli. Daníel er myndlistar- maður að mennt og segir Hönnunarhorninu hvers vegna hann kýs að kalla sig ekki hönnuð: „Ég hef ekki áhuga á að kallast hönnuður vegna þess að margra ára nám liggur að baki slíkum titli.“ Að- spurður um hönnun sína svar- ar hann: „Ég kalla þessa stóla smíðisgripi sem er gamalt íslenskt hugtak yfir smíði af þessu kalíberi. Ég hef sérstaklega valið að kalla þessa stóla smíðis- gripi af virðingu við hönnuði sem leggja annan metnað og forsendur í sína vinnu.“ Stóllinn á að duga eins lengi og tréð fékk að vaxa Innblástur- inn að stólunum sagði hann hafa komið frá endingargildi hlut- arins. „Húsgögnin mín eru öll smíðuð með góða endingu að leiðarljósi,“ segir Daníel og bætir við að meginmark- mið hans hafi verið að stólarn- ir hefðu það góða endingu að þeir entust allavega þann tíma sem tæki tréð sem notað er í smíðina að komast í nýtanlega vaxtarstærð og helst tvöfaldan þann tíma. n Fallegir Parabólu- stólarnir eru svo sannar- lega falleg íslensk smíð. Skemmtileg hugsun Stólarnir eiga að endast eins lengi og það tók sjálft tréð, sem notað er í þá, að vaxa. „Húsgögnin mín eru öll smíðuð með góða endingu að leiðarljósi Ný hönnun Kaplastólar, ný hönnun sem sjá má víða á Leifsstöð. Með baki Parabóla Squad er smekkleg útgáfa af Para- bólustólnum með baki. MyND DANieL MAgNuSSoN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.