Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2015, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2015, Blaðsíða 15
Fréttir 15 S tóru viðskiptabankarnir þrír högnuðust um samtals 81,2 milljarða króna eftir skatta á síðasta ári sem var aukning um 16 milljarða milli ára. Til að setja þessar tölur í samhengi þá nam samanlagður hagnaður bankanna þriggja 222 milljónum króna á sólarhring. Það þýðir að fyrirtækin þrjú græddu samtals rúmar níu milljónir króna á hverri klukkustund síðasta árs. Með samanlögðum hagnaði bankanna væri hægt að greiða öll­ um 26.044 fullgildum félagsmönn­ um VR, stærsta stéttarfélags lands­ ins, lágmarkslaun upp á 206.203 krónur í heilt ár með 17,2 milljarða afgangi. Hagnaður Landsbank­ ans myndi einn duga til að greiða næstum öllum starfsmönnum Landspítalans, stærsta vinnustað landsins, laun í heilt ár. Landsbankinn græddi mest Hagnaður Landsbankans var mestur eða 29,7 milljarðar króna og jókst um 900 milljónir milli ára. Arion banki var hástökkvari síð­ asta árs með 28,7 milljarða hagn­ að samanborið við tæpa þrettán milljarða árið 2013. Íslandsbanki rak síðan lestina með 22,8 millj­ arða króna hagnað. Landsbankinn var síðastur stóru viðskiptabankanna til að kynna uppgjör fyrir síðasta ár en fyrirtækið sendi frá sér afkomu­ tilkynningu í gær. Í tilkynningunni kemur fram að heildareignir bankans lækkuðu um 53,1 millj­ arð króna milli ára og stóðu í árs­ lok 2014 í 1.089 milljónum. Bank­ inn greiddi samtals 10,5 milljarða í skatta á árinu sem var lækkun um 2,7 milljarða milli ára. Laun og launatengd gjöld bankans námu samtals 13,6 millj­ örðum og hækkuðu um átta pró­ sent milli ára en sú hækkun er sögð skýrast að hluta til af gjald­ færslum vegna starfslokasamn­ inga sem gerðir voru á árinu. Alls 1.126 manns störfuðu hjá bankan­ um í árslok 2014. Greiðir 24 milljarða í arð Samkvæmt tilkynningu Lands­ bankans ætla stjórnendur bank­ ans að leggja til við aðalfund að samþykkt verði að greiða hlut­ höfum arð að fjárhæð tæplega 24 milljarðar króna. Samanlagðar arðgreiðslur vegna síðustu þriggja ára muni því nema 53,5 milljörð­ um en íslenska ríkið er stærsti eig­ andi bankans með 98 prósenta hlut. Stjórn Arion banka hefur lagt til að 45 prósent af hagnaði samstæð­ unnar í fyrra, tæpir þrettán millj­ arðar króna, verði greidd út sem arður á árinu 2015. Tekin verður ákvörðun um arðgreiðslur Íslands­ banka á aðalfundi fyrirtækisins þann 25. mars næstkomandi. n haraldur@dv.is Helgarblað 27. febrúar–2. mars 2015 Bankarnir settu alls 900 milljónir í Bónusa n Kaupaukagreiðslur Arion banka og Íslandsbanka jukust um alls 135 milljónir króna í fyrra n Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, var með næsthæstu launin eða 3,2 milljónir á mánuði. Laun hennar hækkuðu milli ára en hún var með rúmar þrjár milljónir í mánaðarlaun árið 2013 samkvæmt ársskýrslu bankans. n Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, er með hæstu mánaðarlaun- in af bankastjórunum þremur. Í fyrra var hann með 4,3 milljónir í laun á mánuði miðað við 4,2 milljónir árið 2013. n Mánaðarlaun Steinþór Pálssonar, bankastjóra Landsbankans, voru 1,7 milljónir á mánuði. Heildarlaun Steinþórs innihalda 2,1 milljón sem hann fékk í hluta- bréfatengdar greiðslur í fyrra. Árið 2013 voru greiðslurnar samtals 4,2 milljónir og því lækkuðu laun Steinþórs milli ára. Bankastjóri Arion með langhæstu launin Bjarni Benediktsson, fjármála- og efna- hagsráðherra, lagði á síðasta ári fram frumvarp á Alþingi til breytinga á lögum um fjármálafyrirtæki. Töluverðar umræð- ur urðu um þann hluta frumvarpsins sem snýr að bónuskerfum innan bankageirans enda hafa árangurstengdar greiðslur til starfsmanna fjármálafyrirtækja sætt talsverðri gagnrýni í kjölfar alþjóðlegu fjármálakreppunnar haustið 2008. Í frumvarpinu, sem enn bíður fyrstu umræðu, er lagt til að hluthafa- fundir fjármálafyrirtækja geti greitt starfsmönnum bónusa sem nemur allt að heilum árslaunum. Í dag getur kaup- auki að hámarki numið 25 prósentum af heildarlaunum starfsmanna samkvæmt reglum FME og því verður hægt að fjórfalda bónusgreiðslur ef frumvarpið verður að lögum. Fjármálaráðherra hefur bent á að tveir þriðju hluthafa í hverju fyrirtæki þurfi þá að samþykkja hækkunina og að reglur um bónusa hér á landi séu þær ströngustu á Norðurlöndunum. Innan Evrópusambandsins (ESB) mega kaupaukagreiðslur ekki vera hærri en sem nemur tvöföldum árslaunum. Árslaun í bónus Græddu níu milljónir króna á klukkustund 81 milljarðs hagnaður bankanna dugar til að greiða öllum í VR lágmarkslaun í meira en eitt ár Myljandi hagnaður Samanlagður gróði allra viðskiptabankanna þriggja nam alls 81 milljarði og jókst um 16 milljarða milli ára. Mynd SiGtryGGur Ari 38,6 milljónir í árslaun Birna Einarsdóttir Höskuldur H. Ólafsson Steinþór Pálsson 52,2 milljónir í árslaun 18,5 milljónir í árslaun LEIKURINN OKKAR FYRSTI VINNINGUR STEFNIR Í 90 SÖGULEGAR MILLJÓNIR L AUGARDAGINN 28. FEBRÚAR POTTURINN SEM ALLIR ERU AÐ TALA UM E N N E M M / S ÍA / N M 6 7 6 0 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.