Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2015, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2015, Blaðsíða 16
16 Fréttir Helgarblað 27. febrúar–2. mars 2015 Sextán fyrirtæki til Boston Taka þátt í sjávarútvegssýningum sem verða haldnar um miðjan mars S extán íslensk fyrirtæki taka þátt í tveimur sjávarútvegssýning- um í Boston sem verða haldn- ar 15. til 17. mars. Sjávarafurðir eru í hávegum hafðar á annarri sýn- ingunni en á hinni eru vélar, tæki og þjónusta í forgrunni. Þetta eru stærstu sýningar sinnar tegundar í Ameríku og hafa þær verið í töluverðri sókn undanfarin ár. Á fyrrnefndu sýningunni taka þátt Íslandsstofa, Iceland Responsible Fisheries, HB Grandi, Menja, Iceland Seafood, Icelandic - Ný fiskur, Fjarða- lax, IceMar, NovoFood og Matís. Á hinni síðarnefndu verða Skaginn, 3X Technology, Valka, Optimar, Eimskip og Héðinn. Íslandsstofa aðstoðar fyrirtækin við að koma sér á framfæri á sýn- ingunni. Kostnaður við þátttöku er 200 þúsund krónur og innifalið í verðinu er meðal annars aðstaða á bás Íslandsstofu og markpóstur til um 400 sjávarútvegsfyrirtækja í Bandaríkjun- um og Kanada ásamt eftirfylgni. „Þessar sýningar standa alltaf fyrir sínu. Bandaríkjamarkaðurinn fer heldur stækkandi, alla vega fyrir okk- ur,“ segir Berglind Steinþórsdóttir hjá Íslandsstofu en sýningahaldararnir í Boston eru þeir sömu og standa fyrir sjávarútvegssýningunni í Brüssel sem fer fram í apríl. Mörg af sömu íslensku fyrirtækjunum sækja þá sýningu, sem er heldur stærri í sniðum en sú sem er í Boston. Á vefsíðu Íslandsstofu kemur fram að útflutningur á sjávarafurðum frá Íslandi til Bandaríkjanna hafi aukist um 22 prósent í tonnum og 13 pró- sent hvað varðar virði frá 2012 til 2013, eða úr 17 þúsund tonnum í tæplega 21 þúsund og 15,6 milljörðum króna í 17,7 milljarða. Stærstur hlutri aukn- ingarinnar er sala á ferskfiski. Útflutningur á sjávarafurðum frá Íslandi til Kanada á sama tímabili jó- kst um 54 prósent í tonnum og 58 pró- sent hvað varðar virði, eða úr rúmum 5.000 tonnum í 7.750 og úr 1,5 millj- örðum í 2,4 milljarða. Aukningin var einnig mest í sölu á ferskum fiski. n Eimskip Fulltrúar frá fyrirtækinu Eimskip verða á meðal Íslendinga á sjávarútvegs- sýningunum í Boston um miðjan mars. Í skýrslu sem alþingismaðurinn Brynjar Níelsson sendi stjórn- skipunar- og eftirlitsnefnd Al- þingis hætti hann við að setja kafla um að stofna ætti nýja nefnd. Hennar hlutverk átti að vera að athuga hvort stýrihópur þriggja ráðuneyta, sem átti að ganga til samninga við erlenda kröfuhafa slitabúa gömlu bankanna um verð- mæti yfirfærðra eigna til nýju bank- anna, hefði farið að lögum við störf sín. Leggur til að Alþingi skipi nefnd DV hefur undir höndum drög að skýrslunni þar sem kaflinn er enn til staðar og því ekki um ræða lokaein- takið sem stjórnskipunar- og eftir- litsnefndin fékk í hendurnar og fór á netið. Þar segir orðrétt: „Er því lagt til að Alþingi skipi nefnd í framan- greindum tilgangi, enda gífurleg- ir hagsmunir alls samfélagsins í húfi að vel takist til ef aðstæður sem þessar koma upp aftur. Evrópusam- bandið mun vera langt komið með endurskoðun á lagaumhverfi sínu sem tekur mið af hruni fjármála- fyrirtækja. Hugsanlegt er að hafa þá endurskoðun að einhverju leyti til hliðsjónar við nefndarvinnuna. Án nokkurs vafa mun einhver kostnaður fylgja slíkri endurskoðun og yfirferð en hún er engu að síður nauðsynleg að mati skýrsluhöfundar.“ Engu bætt við í staðinn Í lokaeintakinu er þessi kafli með öllu horfinn og engu öðru hefur verið bætt við í hans stað. Í stað þess að leggja til að Alþingi skipi nefnd læt- ur Brynjar sér nægja í skýrslunni að óska eftir því að málið verði skoðað og að skýrslan geti nýst stjórnskip- unar- og eftirlitsnefnd og Alþingi til að taka frekari ákvarðanir um fram- haldið. Samræmdist ekki textanum Brynjar segir að kaflinn, þar sem hann skrifar um nefndina, hafi verið óþarfur. „Ég vil halda opnu hvaða leið menn geta farið – hvort sem það verður sérstök nefnd eða gert með öðrum hætti, til dæmis hópi eða að einn maður verði fenginn til þess,“ segir Brynjar og bætir við að það hefði samræmst textanum í skýrsl unni betur að taka kaflann um nefndina út. „Það skipti ekki máli hvort þetta héti nefnd eða eitthvað annað, því ég segi í setningunni á undan að það þurfi að skoða þetta.“ Enginn þrýstingur Spurður hvort einhver hefði beitt hann þrýstingi um að taka kaflann út segir Brynjar: „Nei, nei, enginn. Þetta var bara hluti af prófarkalestrinum sem var yfirfarinn.“ Veigamiklar ákvarðanir skoðaðar Í málsgreininni á undan kaflanum sem Brynjar tók út skrifar hann: „Þótt skýrsluhöfundur sjái ekki merki þess að við endurreisn bankanna þriggja hafi verið beitt svikum og blekking- um eða að með vísvitandi hætti hafi verið farið á svig við lög er eðilegt að skoðað verði, að minnsta kosti að einhverju leyti, hvort veigamiklar ákvarðanir hafi í öllum eðlilegum tilvikum verið eðlilegar á þeim tíma sem þær voru teknar og hvort mál- efnaleg sjónarmið hafi alltaf legið þar að baki.“ Vægara orðalag Haraldur Einarsson, varamaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Al- þingis, sat fund þar sem skýrsla Brynjars var lögð fram og rædd. Spurður hvort orðalagið í lokaeintaki skýrslunnar hafi ekki verið vægara en í fyrra eintakinu segist hann geta tekið undir það. „Þetta er vægara orðalag en þetta er hans ákvörðun. Hann einn þarf að standa skil á þessari skýrslu. Þetta kemur ekkert frá nefndinni. Persónulega skil ég ágætlega af hverju hann orðar þetta vægar. Það er annað sem þú seg- ir á lokuðum trúnaðarfundi en það sem þú birtir allri þjóðinni,“ segir Haraldur. Víglundur skrifaði opið bréf Málið á rætur að rekja rúmt ár aftur í tímann, eða til 23. janúar 2014. Þá ritaði Víglundur Þorsteinsson, fyrr- verandi stjórnarformaður BM Vallár, opið bréf til forseta Alþingis þar sem hann óskaði eftir því að Alþingi rannsakaði stýrihópana. Einnig óskaði hann eftir því að rannsakað yrði hvort Fjármálaeftirlitið og Seðla- bankinn hefðu farið að lögum í starf- semi sinni í tengslum við mál gömlu þrotabúanna. Úr varð að Brynjar, Karl Garðarsson og Valgerður Bjarnadóttir skipuðu nefndina. Val- gerður dró sig síðar út úr henni og á endanum var það Brynjar sem tók að sér einn að fara yfir erindi Víglundar og gefa nefndinni álit. n Hætti við kafla í skýrslu til Alþingisnefndar n Brynjar Níelsson féll frá hugmynd um að skipuð yrði nefnd, en vill að málið verði skoðað Freyr Bjarnason freyr@dv.is Brynjar Níelsson Alþingismaðurinn lagði nýlega fram skýrslu til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. MyNd Sigtryggur Ari Hólmaslóð 2 . 101 Reykjavík . www.tolli.is Opið þriðjudaga til laugardaga frá kl. 13-17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.