Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2015, Blaðsíða 2
2 Fréttir Helgarblað 27. febrúar–2. mars 2015
Pókermeistarinn
fékk 2,6 milljónir
Heildarverðmæti vinninga á Íslandsmótinu í Stórbokka nam sjö milljónum
S
igurvegarinn í Íslands
mótinu í Stórbokka, eða
High Roller, sem var
haldið á Grand Hótel fyrr í
mánuðinum hlaut í verð
laun tvær milljónir og 650 þúsund
krónur. Næstu tvö sæti gáfu í kring
um eina milljón króna í vasann.
Heildarverðmæti vinninga nam sjö
milljónum króna.
100 manns á næsta ári
„Þetta gekk frábærlega,“ segir
Davíð Þór Rúnarsson, formaður
Pókersambands Íslands sem hélt
mótið. „Þetta endaði með því að 59
spiluðu. Við bættum við aukaborði
en samt komust færri að en vildu
á biðlistann. Við hefðum getað
verið miklu fleiri. Við stefnum á 100
manna mót á næsta ári. Við erum
rétt að byrja.“
Alls kostaði 115 þúsund krónur
að taka þátt og máttu þeir spilarar
sem duttu út kaupa sig aftur inn
fyrir 100 þúsund. Pókersambandið
hefur aldrei áður haldið mót með
svo háum fjárhæðum.
Alþingismaðurinn Willum Þór
Þórsson setti pókermótið. Hann
var einn þeirra sem lögðu fram
frumvarp um að heimila starfsemi
spilahalla á Íslandi og er hann því
mikilsmetinn á meðal íslenskra
pókerspilara.
Hátt í 40 íslenskir atvinnumenn
Að sögn Davíðs Þórs eru íslenskir
atvinnumenn í póker orðnir í kring
um 30 til 40 talsins og hafa þeir í
sig og á með því að spila á netinu
og fara á mót bæði hér heima og
erlendis. Á Íslandsmótinu í Stór
bokka voru 25 til 30 atvinnumenn á
meðal þátttakenda og þeir röðuðu
sér einmitt í efstu sætin. „Þeir áttu það sameiginlegt að vera atvinnu
menn og þekktir fyrir að vera góð
ir spilarar. Þetta sýnir og sannar að
það er getan sem stjórnar árangrin
um í þessu,“ segir Davíð Þór sem
bætir við að atvinnumennirnir séu
í öllum aldurshópum og að konum
fari fjölgandi í hópnum.
Alþjóðlega pókersambandið er
nýjasti meðlimur Sport's Accord,
sem heldur utan um sambönd eins
og FIFA og Alþjóðahandboltasam
bandið og alþjóðleg sambönd allra
löglegra íþróttagreina á Íslandi. Sam
kvæmt Sport's Accord er mótapóker
hugaríþrótt og því var Íslandsmótið í
Stórbokka með öllu löglegt.
Rúmur milljarður í veltu
Davíð Þór gat ekkert tjáð sig um
veltu pókeríþróttarinnar á Íslandi
en DV hefur heimildir fyrir því að
peningarnir sem rúlli hér í gegn
séu um 1,2 til 1,3 milljarðar króna
á ári. Þar spilar inn í hversu góð
ir íslenskir pókerspilarar eru orðn
ir á heimsmælikvarða og koma þeir
með aukna veltu inn í greinina. n
Freyr Bjarnason
freyr@dv.is
Í miðjum leik Einn þeirra sem tóku þátt í
Íslandsmótinu í Stórbokka.
Davíð Þór og Willum Þór Davíð Þór Rúnarsson og Willum Þór Þórsson á Íslandsmótinu í
Stórbokka fyrr í mánuðinum.
Einbeittur Þessi einbeitti
pókerspilari lítur ekki út fyrir
að vera að "blöffa".
Pókerspilari Vonandi truflaði ljósmyndar-
inn ekki einbeitinguna hjá þessum spilara.
Nudd Menn geta stífnað upp í pókernum
og þessi spilari fékk axlanudd er hann
íhugaði næsta leik.
Við matarborðið Pókerspilararnir snæddu þrigga rétta máltíð á meðan á mótinu stóð.
„Þetta sýnir
og sannar að
það er getan sem
stjórnar árangrin-
um í þessu
Viðskipta-
ráð styður
gjaldtöku
Viðskiptaráð Íslands hefur
skilað inn umsögn til atvinnu
veganefndar Alþingis vegna
frumvarps til laga um náttúru
passa. Meðal þess sem kemur
fram í umsögninni er að ráðið
styður hugmyndir um gjaldtöku á
ferðamannastöðum.
„Gjaldtaka er besta leiðin til
tekjuöflunar vegna uppbyggingar
ferðamannastaða, en veigamikl
ir gallar eru við aðra valkosti
sem nefndir hafa verið, það er
framlög úr ríkissjóði, komugjald
á flugferðir og gistináttagjald,“
segir viðskiptaráð. Þó telur ráðið
að æskilegra sé að gjaldtakan fari
fram í gegnum sjálfseignarstofn
un fremur en í gegnum ríkissjóð.
Þá segir viðskiptaráð að fyrir
liggjandi frumvarp sé betra en
óbreytt ástand.
„Brýnt er að gera breytingar á
núverandi fyrirkomulagi sem fyrst
til að náttúruperlur landsins liggi
ekki áfram undir skemmdum. Við
skiptaráð leggur því til að frum
varpið nái fram að ganga að teknu
tilliti til athugasemda ráðsins.“
Lýsa eftir bíl
Lögreglan á höfuðborgar
svæðinu lýsir eftir bifreiðinni
VG706, sem er Toyota Rav,
ljósbrún að lit, lögregla þarf að
ná tali af ökumanni hennar.
Þeir sem geta gefið upplýs
ingar um ferðir bifreiðarinnar
eru beðnir um að hafa sam
band við lögregluna í síma
4441000.
Fæst í apótekum, heilsubúðum, Krónunni og Celsus, Ægisíðu 121
Algjört orku- og næringarskot
„ Með því að taka Lifestream Spirulina og AstaZan
eykst krafturinn yfir daginn í vinnunni og æfingar
seinni part dags eru ekkert mál. Vöðvarnir eru
fljótari að ná sér eftir æfingar. Það að taka auka
Spirulina sem er lífrænt fjölvítamín, fyrir leik
er algjört orku- og næringarskot. Spirulina er
líka frábær vörn gegn kvefi og flensum.“
Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir
leikskólakennari og landsliðskona í íshokkí.
lífræn bætiefni fyrir alla - heilsa til framtíðar
TREYSTI Á
LIFESTREAM
BÆTIEFNIN!
Apótek, heilsubúðir, Krónan, Hagkaup, Viðir, N ttó og Fríhöfnin.