Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2015, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2015, Blaðsíða 25
Umræða 25Helgarblað 27. febrúar–2. mars 2015 Sjálfur er ég mjög bjartsýnn fyrir þetta sumar Fráleitt að um sé að kenna fáfræði Vonin heldur í mér lífinu Ari Hermóður Jafetsson um laxveiðisumarið. – DV Gunnar Rafn Jónsson skurðlæknir tekur upp hanskann fyrir andstæðinga bólusetninga. – DV Bjarnheiður Hannesdóttir bindur vonir við stofnfrumumeðferð. – DV Myndin Með athygli Gestir á fundi stjórnarandstöðunnar í Iðnó á fimmtudag, þar sem hagfræðingar ræddu afnám gjaldeyrishafta, hlýða með athygli á framsöguræður. Mynd SiGtRyGGuR ARi 1 Ólafur Ólafsson kominn í fangelsi Ólafur Ólafsson hefur hafið afplánun vegna Al Thani- málsins svokallaða. Ólafur var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi í febrúar fyrir hlutdeild í markaðsmisnotkun. Hann hóf afplánun í Hegningarhúsinu og hefur verið fluttur á Kvíabryggju til afplánunar. Lesið: 31.460 2 Stunda sjálfsfróun í 10 til 15 tíma á dag Monika Emilsdóttir, íslenskur læknir við Herlev- sjúkrahúsið í Danmörku, tók þátt í rannsókn á karlmönnum þar í landi með „ofurkynlífslöngun.“ Til rannsóknar voru 156 danskir karlmenn sem allir eiga það sameiginlegt að vera með svo mikla kynlífslöngun að hún kemur í veg fyrir að þeir geti lifað eðlilegu lífi. Lesið: 31.374 3 Ingibjörg Ýr um heimilis-ofbeldið: „Hann rændi æsku minni“ „Ég mun aldrei tala við hann aftur en ég er búin að fyrirgefa honum þó svo að ég hafi ekki sagt það beint við hann,“ segir Ingibjörg Ýr Smáradóttir, tvítug kona af Suðurnesjunum í viðtali við DV. Þar greindi hún frá heimilis- ofbeldi sem hún bjó við frá tíu ára aldri. Lesið: 27.303 4 Dæmdur barnaníðingur með barnaklám og hlað- inn loftriffil Jón Sverrir Bragason, dæmdur barnaníðingur, var dæmdur í óskilorðsbundið fangelsi í tvö ár og átta mánuði á dögunum. Jón Sverrir hlaut dóm fyrir að hafa haft undir höndum 45 þúsund myndir sem sýndu börn á kyn- ferðislegan eða klámfenginn hátt. Eins var hann með 155 kvikmyndir. Þá kom í ljós að hann var einnig með hlaðinn loftriffil undir höndum. Lesið:20.647 5 „Það gera 84 dauðsföll af völdum mislinga“ „Maður hefur orðið var við ótrúlega margt fólk sem er þessu ekki sammála,“ segir Ketill Sigurður Jóelsson, löndunar- maður og fjögurra barna faðir á Akureyri. Ketill skrifaði pistil á Facebook um bólusetningar sem hefur hlotið miklar undirtektir. Ketill er í stuttu máli þeirrar skoðunar að það sé ábyrgðarlaust af foreldrum að láta ekki bólusetja börn sín. Lesið: 20.379 Mest lesið á DV.is S amanlagður hagnaður Ís- landsbanka, Landsbanka og Arion banka í fyrra nam um 80 milljörðum króna. Fyrir þann hagnað hefði á einu bretti mátt reisa Búðarhálsvirkjun, grafa Vaðlaheiðargöng, Norðfjarðar- göng, Héðinsfjarðargöng og bæta við Dýrafjarðargöngum á Vestfjörðum. Eða reisa nýjan Landspítala. Saman- lagður hagnaðurinn nam 222 millj- ónum króna á dag allt árið í fyrra, eða 9,3 milljónum króna á klukku- stund. Það gera 154 þúsund krónur á mínútu. Hagnaður bæði Íslandsbanka og Arion banka er meiri en helming- ur af heildartekjum hvors banka um sig. Þetta er vel af sér vikið þegar litið er til þess að hagnaður banka annars staðar á Norðurlöndum er mun minni sem hlutfall af tekjum. Þetta má sjá þegar rýnt er í árs skýrslur nokkurra þeirra af handahófi; Nordea, Skandinaviska Enskilda Bank og Danske Bank. Öruggur gróði Háir vextir er gamalgróið ráð ís- lenskra banka við óstöðugleika og vörn þeirra gegn áhættunni sem fylgir íslensku krónunni. En þeir búa ekki við sömu krónu og við sem erum hinum megin við borðið; þeirra króna er að stórum hluta verðtryggð á kostnað heimilanna. Ólíkt þeim lifa bankarnir enn í hægindum með belti, axlabönd og björgunarhring í formi verðtryggingarinnar. Stýrivextir hafa verið lækkaðir niður í ekki neitt í sumum þeirra landa sem við skiptum mest við. Hér hafa stýrivextir verið margfalt hærri. Þeir hafa þó lækkað án þess að bank- arnir hafi skilað þeirri lækkun til fulls til viðskiptavina sinna, fyrirtækja og einstaklinga. Ásgeir Jónsson hagfræðingur lýsti í stuttu erindi um afnám fjármagns- hafta fyrir helgina að Ísland væri eyja hárra nafnvaxta í vaxtalausu hafi. Já, hvernig er það: fara útlendir auð- menn ekki brátt að horfa til góðra ávöxtunarmöguleika á Íslandi líkt og fyrir hrun? Vaxtaokri bankanna má líkja við refsiskatt sem lagður er sérstaklega á fólk fyrir að búa hér á landi. Þeir sem verja vilja vaxtastefnu bankanna segja ef til vill sem svo að háir vext- ir (einnig stýrivextir) sé eina leiðin til þess að verja óstöðuga íslenska haftakrónu falli. Þeir segja sjálfsagt einnig að ekki sé annað í stöðunni en að velta vaxandi bankasköttum, til dæmis vegna skuldaleiðréttinga ríkisstjórnarinnar, yfir á herðar við- skiptavina bankanna í formi hærri vaxta. En hvað sem þessu líður; hagn- aður bankanna er mikill og vekur spurningar um vaxtaokur. Munur á vöxtum hér og í öðrum löndum er mikill. Nafnvaxtamunurinn hér á landi og í Þýskalandi, Bretlandi og Bandaríkjunum hefur verið á bilinu 4 til 6 prósentustig. Sama hvaðan gott kemur Þegar hagnaðartölur bankanna birt- ust bar svo við á Alþingi síðastliðinn miðvikudag að aðeins tveir þing- menn af fimmtán, sem tóku til máls um störf Alþingis, ræddu þennan ofsagróða bankanna. Þetta voru þeir Karl Garðarsson og Ásmundur Einar Daðason, Framsóknarflokki. Karl gagnrýndi hjal bankanna um samfélagslega ábyrgð og benti á vaxtaokur á kostnað heimilanna. Ásmundur sagði ofsagróðann renna beint til eigenda bankanna og hótaði frekari skattlagningu. Sama dag flutti Elizabeth Warren, þingmaður demókrata, enn eina eldræðuna vestur í Bandaríkjun- um um græðgisvæðingu hinna ríku á kostnað mergsoginna millistétta sem vart hafa efni á heilbrigðisþjón- ustu né menntun barna sinna leng- ur. Einkavædd námslán sliga æ fleiri nemendur og leggja á þá skulda- fjötra fyrir lífstíð. Hér er óhjákvæmilegt að leggja spurningar fyrir stjórnarandstöðuna á Alþingi. Hvenær nær hún vopn- um sínum? Illugi Jökulsson lét hafa eftir sér á samfélagsmiðlunum er hann hafði hlustað á ræðu banda- rísku baráttukonunnar: „Þessi ræða Elizabeth Warren er svona dæmi um það sem stjórnarandstaðan á Íslandi ætti að vera að tala um – en gerir ekki heldur svamlar í sinni ládeyðu.“ Einkennileg staða í stjórnmálum Til að gæta allrar sanngirni greip Helgi Hjörvar, Samfylkingunni, bolt- ann á lofti degi eftir að framsóknar- þingmennirnir höfðu haft í hótunum vegna bankagróðans. „Það verður að vekja athygli þing- manna Framsóknarflokksins á því að þeir eru ekki í stjórnarandstöðu. Þeir eru í stjórnarmeirihluta. Og þeir hafa haft tvö ár til þess að setja þessum bönkum skorður. Um þjónustugjöld, um vexti, um hagnað. Þessir bankar starfa meðal annars á ríkisábyrgð frá þeirra eigin ríkisstjórn.“ Hér er á að líta að bankarnir virð- ast að mestu hafa haft undirtökin gagnvart stjórnvöldum allar götur frá því þeir voru endurreistir. Hefð- bundin viðfangsefni vinstri flokka blasa við; að verja kaupmáttinn og velferðina og hemja vaxandi ójöfn- uð sem heimurinn er að vakna til vitundar um að ógna mun þjóð- skipulaginu og lýðræðinu í framtíð- inni. Það er því einkennileg staða að eldræðurnar gegn ofsagróða fjár- málaaflanna skuli nú koma úr röðum stjórnarliða sem stjórnarandstaðan hæðist að og kennir við silfurskeiðar. Það er erfitt fyrir kjósendur að trúa því að gagnrýnin sé innantómt lýð- skrum þegar hún kemur af vörum framsóknarmanna en málefnaleg þegar hún hrýtur af vörum stjórnar- andstæðinga. Eitthvað er einkennilegt við póli- tíkina þessa dagana og við blasir að núverandi stjórnarandstæðingar þurfa að líta í eigin barm. n Hvenær ná þau vopnum sínum? Jóhann Hauksson johannh@dv.is Kjallari „Það er því ein- kennileg staða að eldræðurnar gegn ofsa- gróða fjármálaaflanna skuli nú koma úr röðum stjórnarliða sem stjórnar- andstaðan hæðist að ...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.