Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2015, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2015, Blaðsíða 42
34 Neytendur Helgarblað 27. febrúar–2. mars 2015 LAGERSALA 80% „Hvers vegna er ríkið að skattleggja á mér legið“ n Meðalkona eyðir tæpum tíu þúsund krónum á ári í hreinlætisvörur vegna blæðinga Þ að er ekkert sem telst til lúxuss við það að vera með blæðingar. Hvers vegna er ríkið þá að skattleggja á mér legið,“ spyrja konur í Bretlandi. Þar hefur verið hafin undirskriftasöfnun til að hvetja for- sætisráðherrann, David Cameron, til að fella niður skatt á hreinlætis- vörum sem tengjast blæðingum kvenna. Konurnar telja ósanngjarnt að skattleggja hreinlætisvörurnar og benda á að það sé lítið sem þær geti gert til að stöðva blæðingar, nema með miklu inngripi lyfja eða læknavísindanna. Blæðingar eru hluti af heilbrigðari líkamsstarf- semi kvenna og flestar konur fara á blæðingar um það bil mánað- arlega frá kynþroska og fram að tíðahvörfum. Þær vísa einnig til þess að fjölmargar vörur lúti engri skattlagningu svo sem kengúru- og krókódílakjöt, þyrlur, áfengt sælgæti og sykurblóm. Er bent á að skatturinn valdi því að það sé dýrt að fara á blæðingar og hafa þær sem standa að undirskriftasöfnun- inni bent á að ef kassi af 20 venju- legum túrtöppum kosti um 643 krónur (3,14 pund) taki það konu, sem vinnur á lágmarkslaunum, 38 vinnudaga á ævinni að greiða fyr- ir lífstíðarbirgðir af túrtöppum. Meðal konan er sögð nota um ellefu þúsund slíka tappa á lífsleiðinni. 24 prósenta skattur hér Á Íslandi er talsverður skattur á dömubindi og túrtappa og eru vörurnar í efra skattþrepinu sem þýðir að 24 prósenta virðis- aukaskattur er lagður á vörurnar. Tökum dæmi. Box af sextán venjulegum túrtöppum frá OB kostar um 399 krónur í Hagkaup- um. Það þýðir að um 77 krónur fara til ríkisins af vörunni og án skatts- ins væri verðið því um 322 krón- ur. Ef konan notar tvo kassa af túr- töppum í mánuði er kostnaðurinn á mánuði um 798 krónur og á ári 9.576 krónur. Af því fara 1.848 krón- ur til ríkisins. Þá er aðeins gert ráð fyrir því að konan noti túrtappa og ekki dömubindi að auki, en kostn- aðurinn væri þá umtalsvert meiri. Ef verðið héldist óbreytt og kon- an notaði túrtappa frá 14 ára aldri og til fimmtugs, eða í 36 ár, greiddi hún 344.736 krónur fyrir túrtappa á lífsleiðinni. Kostnaðurinn er svipaður hjá konum sem aðeins nota dömu- bindi. Því skal haldið til haga að ekki allar konur nota slíkar hreinlætisvörur og fjölmargar leita annarra leiða og hrein- lætisvara þegar þær eru á blæðingum. Meiri álagning En það eru fleiri nauðsynjavörur sem bera þennan skatt. Hið sama má segja um aðrar nauðsynjavörur sem flestir þurfa á einum eða öðrum tímapunkti að nota í lífinu eins og salernispappír sem ber 24 prósenta virðisaukaskatt. Bleiur, hvort sem þær eru margnota eða einnota, bera hins vegar aðeins 11 prósenta virðisaukaskatt. Smokkar eru einnig í lægra skattþrepinu en sú krafa hefur oft verið sett fram að ríkið niðurgreiði að fullu eða hluta kostnaðinn við getnaðarvarnir eins og smokka. Það er meðal annars gert í Bretlandi. Munurinn á Bretlandi og Ís- landi er sá að álagningin er umtalsvert meiri hér- lendis eða 24 pró- sent en aðeins fimm pró- senta skattur er lagður á vörurnar í Bretlandi. Væri virðisaukaskattur- inn í dæminu hér að ofan aðeins fimm prósent væri hlutur ríkis- ins aðeins 16 krónur og kostnaður konunnar 338 krónur fyrir kassa af túrtöppum. Skilgreiningin á skattinum í Bretlandi er að ekki sé um nauðsynjavörur að ræða. „Það er ekki sanngjarnt að borga þennan skatt og það er ekki sanngjarnt að fara á túr,“ segir Natasha Perskey í grein á vefsíðu the Independent og bendir á að hreinlætisvörurnar séu alls engin munaðarvara held- ur lýðheilsulegur kostnaður. Ef til vill væri best að hreinlætisvörurnar væru niðurgreiddar að fullu. „Það er í alvöru verið að setja á þig sér- stakan skatt fyrir að vera með leg,“ segir hún. n Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is Mánaðarlegur kostnaður Tegund Verð Vsk. OB-túrtappar 16 stk. (Normal) 399 kr. 77 kr. Always-innlegg 52 stk. (Large). 670 kr. 130 kr. Natracare-dömubindi 12 stk. (Super) 581 kr. 112 kr. Libresse-dömubindi 10 stk. (Nætur) 449 kr. 87 kr. Tampax-túrtappar 20 stk. 453 kr. 88 kr. Euroshopper-dömubindi 14 stk. (Normal plus) 196 kr. 38 kr. „Það er ekki sanngjarnt að borga þennan skatt og það er ekki sann- gjarnt að fara á túr. Margs konar Hreinlætisvörurnar geta verið af ýmsum toga, gæðum og gerðum. Verð á kassa af túrtöppum er 399 krónur í dæminu sem tekið er hér til hliðar og er það aðeins viðmiðunarverð. Salernispappír Ætti salernispappír að vera skattfrjáls? Hann er líkt og margar hrein- lætisvörur nauðsyn. Bleiur bera 11% virðisaukaskatt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.