Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2015, Blaðsíða 55

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2015, Blaðsíða 55
Menning 47Helgarblað 27. febrúar–2. mars 2015 B laðamaður brá sér, ásamt ljósmyndara, á hinn ár­ lega Bókamarkað Félags ís­ lenskra bókaútgefenda sem haldinn er undir stúkunni á Laugardalsvelli. Markaðurinn stendur til 15. mars og opið er frá 10 til 18 alla daga. Heimsóknin var farin tveimur dögum áður en mark­ aðurinn var formlega opnaður og starfsfólk var önnum kafið við að raða og stilla upp bókum. Bóka­ útgefendur og aðrir sem koma að bókaútgáfu sáust bera inn kassa, þar á meðal voru Stefán Pálsson og félagi hans Ragnar Kristinsson, sem létu slæmt veður ekki aftra sér og mættu með nokkra kassa af Íslands­ söguspilinu sem þeir gáfu út fyrir tveimur árum. Bryndís Loftsdóttir er fram­ kvæmdastjóri Bókamarkaðarins. „Á markaðnum þetta árið eru um 7.500 titlar og auk þess bætast við mörg þúsund bækur sem eru í sér stöku bókahorni fornbókaverslunarinnar Bókarinnar og Bjarni Harðarson er með annan eins fjölda frá Sunn­ lenska bókakaffinu. Á markaðnum hefur aldrei áður verið jafn mik­ ið úrval af fornbókum á frábæru verði,“ segir Bryndís. „Þetta árið er sterk áhersla á barnabækur sem fá mikið pláss. Eins erum við með veg­ legan fræðibókagang þar sem er að finna bækur frá Hinu íslenska bók­ menntafélagi, Sögufélaginu, Há­ skólaútgáfunni og Forlaginu ásamt öðrum forlögum.“ Saknar fornbókaverslana Bjarni Harðarson var ekki á staðn­ um þennan morguninn, hugsan­ lega veðurtepptur á Selfossi, en veð­ ur þennan dag var með versta móti. Eiríkur Ágúst Guðjónsson var önn­ um kafinn við að raða upp bókum í fornbókahorn Bókarinnar en hann er afgreiðslumaður í þeirri rótgrónu verslun. „Bókin er eina verslunin sem er eftir í Reykjavík sem selur gamlar bækur, fyrir utan Kolaportið og litla búð sem er bak við Brynju á Laugaveginum. Fyrir mörgum árum, þegar ég var unglingur, voru fjórtán fornbókaverslanir í Reykja­ vík,“ segir hann. Spurður um það hversu margir titlar verði í bóka­ horni Bókarinnar segir hann: „Þegar allt er komið upp verðum við með um 12.000 titla á markaðnum. Þetta er bara gaman.“ Já, gleði fylgir því að fara á Bóka­ markaðinn eins og þeir vita sem hafa þann sið að skunda þangað á hverju ári og finna sér bækur við hæfi. Mikið úrval er í öllum flokkum og auðvelt að gera góð kaup. Sem dæmi má nefna vandaða ævisögu Jóns Leifs tónskálds eftir Árna Heimi Ingólfsson. Rómuð ævisaga Páls Valssonar um listaskáldið góða sem þjóðinni þykir svo vænt um, Jónas Hallgrímsson, fæst á 1.490 krónur, bók sem fékk Íslensku bókmennta­ verðlaunin og átti þau sannarlega skilin. Snert hörpu mína, ævisaga skáldsins yndislega Davíðs Stefáns­ sonar er á sama verði. Skáldalíf – Ofvitinn úr Suðursveit og skáldið á Skriðuklaustri eftir Halldór Guð­ mundsson er á sama verði og áður­ nefndar bækur sem og hin forvitni­ lega ævisaga Gunnars Thoroddsen eftir Guðna Th. Jóhannesson. Gæðaskáldskapur á góðu verði Ljóðabækurnar eru vitanlega á sín­ um stað. Hin marglofaða ljóðabók Gerðar Kristnýjar, Blóðhófnir, kostar 990 krónur og Nei eftir Ara Jósefsson sem er orðin ljóðaklassík er á sama verði. Ljóð Jóhanns Sigurjónsson­ ar eru í bók sem kostar 490 krónur – þar fá kaupendur sannarlega mikið fyrir peninginn. Ekki eru síður góð kaup í bók sem heitir Fjögur ljóð­ skáld og kostar 590 krónur. Þar er að finna ljóð eftir Sigurð Sigurðsson frá Arnarholti, Jóhann Sigurjóns­ son, Jóhann Gunnar Sigurðsson og Jónas Guðlaugsson. Skáldið Hann­ es Pétursson, sem er annálaður smekkmaður á skáldskap, valdi ljóð­ in og ritaði inngang. Þegar blaða­ maður skoðar þá bók kemur Eirík­ ur Ágúst aðvífandi og gefur stutta en ákveðna umsögn: „Frábær bók!“ Unnendur íslenskra skáldsagna hafa úr nógu að velja og þarna eru ódýrar kiljur sem geyma góðan skáldskap. Hvunndagshetjan eft­ ir Auði Haralds er bók sem mjög margir hafa dálæti á enda afar fyndin og skemmtileg. Hún kostar einungis 790 krónur sem er ekki mikið fyrir bók sem fær lesandann til að skella upp úr hvað eftir annað. Hinn stórkostlegi Ofviti eftir Þór­ berg Þórðarson kostar 990 krónur og Tómas Jónsson metsölubók eftir Guðberg Bergsson, tímamótaverk í íslenskum bókmenntum er á 890 krónur og Músin sem læðist, fyrsta skáldsaga hans, á 690 krónur, afar merkileg og góð bók sem unnend­ ur hans verða að lesa hafi þeir ekki þegar gert það. Þeir sem unna heimsbókmennt­ um verða að eiga fallega útgáfu af Frankenstein eftir Mary Shelley sem kostar einungis 990 krónur, Reisu­ bók Gullivers eftir Jonathan Swift er nokkru dýrari, kostar 1.990 krón­ ur og Emma eftir Jane Austen er á 1.490 krónur. Allar eru bækurnar innbundnar og hinar fallegustu og bókasafnarar vita að það skiptir máli. Hin ljúfa skylda foreldra Fullorðnir ættu að gera það að ljúfri skyldu að fara með börn á bóka­ markaðinn og leyfa þeim að velja sér bækur. Það hlýtur líka að vekja ljúfar minningar hjá þeim fullorðnu að skoða hinar fjölmörgu barna­ bækur sem eru í boði á Bókamark­ aðnum. Blaðamaður sá til dæm­ is smábarnabókina um Stubb sem kostar einungis 380 krónur. Sumt í þeirri bók lærði blaðamaður utan að fjögurra ára gamall og man enn, setningar eins og: Stubbur er ekki stór. Hann er bara fimm ára gamall. Bræður Stubb segja alltaf við hann: Þú mátt ekki vera með okkur af því að þú ert svo lítill. – Það var ekki erfitt að lifa sig inn í þessa sáru út­ skúfun Stubbs litla. Já, þarna eru bækur sem voru lesnar upp til agna í gamla daga. Eins og bækurnar um Frank og Jóa og bækur Enid Blyton sem á sínum tíma voru skyldujólagjöf til bókel­ skra krakka. Þarna eru Tinnabækur og Andrésblöð á góðu verði og bæk­ ur eftir Astrid Lindgren og Tove Jan­ son, sem sagt tímalaus klassík. Og bækur íslenskra barnabókahöfunda eru svo vitanlega fyrirferðarmiklar og á góðu verði. Hugmynd frá foreldrum leikskólabarna Í ættfræðideildinni, sem sumir vilja kalla neftóbaksdeild, er líka ýmislegt að finna. Tvö bindi af Thorarensensætt kosta 6.000 krón­ ur, en þeim sem tilheyra þeirri ætt finnst það sennilega ekki mik­ ið. Longættin í þremur bindum er verðlögð á 8.990 krónur og eitt bindi er til af Klingenbergsættinni og kostar 2.990 krónur. Múraratal kostar 1.490. Þegar blaðamaður og ljós­ myndari kasta kveðju á Bryndísi Loftsdóttur, framkvæmdastjóra markaðarins, kemur hún því á framfæri að nú sé hægt að kaupa gjafabréf á Bókamarkaðinn. „Þetta gerum við vegna þess að við vor­ um beðin um það af foreldrum barna í leikskólum,“ segir hún. „ Foreldrarnir keyptu gjafabréf og gáfu starfsfólki leikskóla til að kaupa barnabækur fyrir leikskól­ ann. Gjafabréfin fást hér á mark­ aðnum og kaupandinn ræður vit­ anlega upphæðinni.“ Þess skal að lokum getið að hægt er að nálgast lista yfir bækurnar sem eru á bókamarkaðnum á heimasíðu Félags íslenskra bókaútgefenda, fibut.is n Gleði á Bókamarkaðnum Bókaunnendur hafa úr nægu að velja á hinum árlega Bókamarkaði Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is Bryndís Loftsdóttir, framkvæmdastjóri markaðarins Um 7.500 titl- ar eru á markaðnum þetta árið og við bætast mörg þúsund fornbækur. Mynd SiGtryGGur Ari Eiríkur Ágúst Guðjónsson Hann er afgreiðslumaður í Bókinni og man eftir því þegar fjórtán fornbókaverslanir voru í Reykjavík. Mynd SiGtryGGur Ari ragnar Kristinsson og Stefán Pálsson Þeir létu vont veður ekki á sig fá og báru inn kassa af Íslandssöguspilinu. Mynd SiGtryGGur Ari Bækur fyrir börnin Á markaðnum er að finna klassík fyrir börnin á góðu verði. Justin Bieber læddi sér í hópinn með Láka, Stubbi, Rúbert Hentzau, Kalla á þakinu og Halastjörnunni. Mynd SiGtryGGur Ari Gjafabréfið góða Gjafabréfið er nýjung á bókamarkaðnum og hugmyndin kom frá foreldrum leikskólabarna. Mynd SiGtryGGur Ari Gæðaskáldskapur í kilju Skáld- sögur þekktustu höfunda okkar fást í kiljubroti og kosta innan við þúsund krónur. Mynd SiGtryGGur Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.