Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2015, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2015, Blaðsíða 38
Helgarblað 27. febrúar–2. mars 201530 Fólk Viðtal vegna veikindanna, en ákváðu svo að láta krabbameinið ekki stjórna lífi þeirra lengur og blása til brúðkaups. Örvar beygir af þegar hann ræðir þetta. Hann afsakar sig og reynir að halda aftur af tárunum. Hann á stundum erfitt með að rifja upp tíma þeirra saman án þess að gráta. „Ég skammast mín ekki fyrir sorgina. Það er hollt að leyfa henni að koma. Ég skammaðist fyrir hana fyrst, og kannski geri ég það stundum ennþá. Ég tek oft grátköst heima hjá mér og í bílnum, en stundum meðal almenn- ings. Það er mannlegt að gráta.“ Stefnumót á líknardeildinni Það lá fyrir í nokkur ár að sjúkdóm- ur Berglindar væri ólæknandi og að hún myndi kveðja þetta líf langt fyrir aldur fram. Örvar segir það hafa verið mjög erfitt að lifa með því og hann var lengi í afneitun. „Ég vissi að það kæmi að þessu en ég vildi ekki trúa því. Ég óskaði þess að ég yrði alltaf með henni. Auðvitað hefði ég getað farið frá henni, mér bar ekki skylda til að vera með henni, en ég vildi klára þetta með sóma. Ég sagði við hana á hverj- um einasta degi hvað hún væri sæt en hún mótmælti alltaf. En eftir að hún var dáin þá sagði besta vinkona henn- ar mér að ástæðan fyrir því að hún hefði sig alltaf til á hverjum degi væri af því mér þætti hún svo falleg. Ég meinti þetta af öllu hjarta. Ég elskaði hana alveg þangað til hún dó og elska hana ennþá. Síðasta stefnumótið okkar var á líknardeildinni þar sem við lágum saman og hlustuðum á Celine Dion. Við fórum á stefnumót í hverjum einasta mánuði, en þetta var eitt besta stefnumót sem við fórum á,“ segir Örvar og brosir þó stutt sé í tár- in. Á þeim tíma hefði verið fullkom- ið fyrir þau að hafa aðgang að sýndar- veruleikaferðamennsku til að geta ferðast saman til Las Vegas á líknar- deildinni. „Það hefði breytt öllu. En við fórum saman til Las Vegas í hug- anum.“ Búin að upplifa það versta í lífinu Það var erfitt fyrir þau hjónin að þurfa að gefa alla sína drauma og fram- tíðarvonir upp á bátinn. Reyna að halda sínu striki og njóta þess að vera saman, en á sama tíma vita að tíminn var naumur. „Það var mjög erfitt að sjá ekki fram á fjölskyldulíf með Berg- lindi því hún hún hefði orðið svo góð móðir. Hún sagði líka oft við mig að ég yrði góður pabbi. Þó ég sé ekki að hugsa um barneignir í dag þá langar mig í framtíðinni til að ættleiða barn. Ég vil klára að koma fyrirtækinu á laggirnar fyrst, en langtímamarkmið- ið er að verða pabbi einhvers barns sem þarf á því að halda. Það verð- ur örugglega erfitt, en ég get tekist á við það. Það sem ég upplifði með Berglindi, að horfa á hana deyja í örmum mínum, það er það versta sem ég mun nokkurn tíma upplifa. Ég veit að það mun ekkert verða jafn erfitt og ömurlegt og það var. Það er gott veganesti fyrir mig út í lífið, að vita að sama hvað gerist, þá verður það aldrei jafn slæmt og það sem ég hef upplifað,“ segir Örvar hreinskil- inn og auðmjúkur. „Þetta gerir það að verkum að ég vakna brosandi á hverj- um degi og hugsa: „Ég ætla að breyta heiminum“.“ Örvar bendir á að aðstæður hans séu sérstakar, enda hafi hann verið byrjaður að syrgja konuna sína löngu áður en hún dó. „Ég fór að undirbúa mig sem ekkil mánuði áður en við giftum okkur. Ég var að hlaða niður upplýsingum fyrir ekkla á sama tíma og ég var að leita að stað fyrir brúð- kaupsveisluna okkar.“ „Örvar, ég elska þig“ Þrátt fyrir að hafa náð að undirbúa sig var andlát Berglindar honum mik- ið áfall. „Ég fór í hálfgert sjokk þegar hún dó. Ég man ekki einu sinni eftir jarðarförinni,“ segir Örvar og rifjar í kjölfarið upp dýrmætt augnablik sem sem þau áttu saman áður en hún varð meðvitundarlaus. „Hún kyssti mig al- veg eins og þegar hún kyssti mig fyrst. Berglind vissi að hún var að kveðja mig, en ég vissi það ekki. Daginn eftir, þegar ég kom á líknardeildina, þá var hún meðvitundarlaus og var þannig í þrjá daga. Þá opnaði hún augun og ég vissi að það var eitthvað mikil- vægt sem hún ætlaði að segja mér. Ég greip því í símann til að taka það upp. Hún fékk meðvitund, horfði í aug- un á mér og sagði: „Örvar, ég elska þig.“ Tveimur dögum síðar dó hún.“ Fyrstu vikurnar eftir andlátið horfði hann aftur og aftur á myndbandið með síðustu orðum Berglindar, en hann er hættur því í dag. Örvar seg- ir dauðann ekki alslæman þótt hann sé ógnvekjandi. Það hafi til að mynda verið ákveðinn léttir fyrir Berglindi að deyja eftir allt það sem hún var búin að ganga í gegnum. Fjölskyldan trúir ekki á hann Þrátt fyrir að Örvari líði vel og finnist hann tilbúinn að takast á við þau verk efni sem hann er að fást við, fær hann oft að heyra að hann sé að fara of geyst af stað. Bæði hvað fyrirtækið varðar og nýja sambandið. „Það er það leiðinlega í þessu öllu. Foreldrar mínir og systkini trúa til að mynda ekki á mig. Öll tengsl við þau eru rof- in. Við sjáum þetta ekki sömu augum. Þau halda að ég sé búinn að missa vitið. Fjölskylda mín verður auðvit- að alltaf fjölskylda mín og tíminn get- ur læknað flest sár. Þau eru ekki búin að jafna sig eftir andlát Berglindar, en ég er að jafna mig nokkuð vel, því Berglind er með mér í hjarta alla daga og mótar það sem ég er að gera. Ég er að gera þetta í hennar nafni. Ég læt engan stoppa mig í því sem ég er að gera. Ég ætla að standa og falla með þessu,” segir hann ákveðinn og von- ast til þess að fjölskylda sín komi til með að prófa Rymur-búnaðinn ein- hvers staðar í framtíðinni og átti sig á því hvað hugmyndin er góð. Erfitt að viðurkenna ástina Örvar skilur vel að fólk hafi ekki trú á hugmyndinni áður en það kynnir sér hana, enda hljómar sýndarferða- mennska eins og eitthvað sem á heima í vísindaskáldsögum, eða bíó- myndum sem gerast í framtíðinni. En það er ljóst að framtíðin er núna. „Það hrífast allir af þessu, allir sem prófa og allir sem kynna sér hugmyndina. Við höfum ekki rekist á einn einasta vegg ennþá. Þetta er auðvitað að ger- ast á miklum hraða og ég þarf að vera rólegur. En Anna passar mig, hún er jarðbundin.“ Sjálfum líður honum stundum eins og hann muni vakna inni á Kleppi einn daginn og átta sig á að þetta hafi allt verið ofskynjanir. Hann á erfitt með að trúa hve hratt og vel þróun fyrirtækisins og kynning Rym- ur-verkefnisins hefur gengið. Þá á hann líka erfitt með að trúa að hann sé kominn í annað samband. „Ég er ástfanginn og sé fyrir mér að þetta sé konan sem ég ætla að vera með. Það eru alveg hreinar línur. En að viður- kenna það fyrir sjálfum sér er ekk- ert auðvelt. Það sem skilur að ekkla og einstæða menn er að ekklarnir eiga erfitt með að vera einir, þeir eru eigin menn og þannig líður þeim best – sem makar. Og það er akkúrat það sem ég er.“ Alvarlegt einelti í æsku Þrátt fyrir að andlát Berglindar hafi verið það erfiðasta sem Örvar hefur gengið í gegnum, þá hafði hann feng- ið sinn skerf af erfiðleikum löngu fyr- ir þann tíma. Annars konar erfiðleik- um, sem mótuðu hann mikið framan af. Hann var alltof þungur sem barn og langt fram á fullorðinsár og leið fyrir það „Ég átti erfitt sem krakki og varð fyrir miklu einelti. Ég átti ömur- lega æsku og fékk í raun aldrei að njóta mín, fyrr en núna. Ég var ein- fari í mörg ár og átti enga vini. Ég er eiginlega að uppgötva sjálfan mig á nýjan leik, 38 ára gamall,“ segir Örvar og brosir. Hann er allt annar maður í dag en hann var fyrir tíu árum, þegar hann kynntist Berglindi. Þá var hann óöruggur með sig og hafði litla trú á sjálfum sér. Hann segir Berglindi hafa gert hann að þeim manni sem hann er í dag. „Hún leyfði mér að finna sjálfan mig og það þakka ég henni.“ Hann viðurkennir að það sé mjög góð tilfinning að fá hálfgerða upp- reisn æru með þessum hætti. „Þegar ég var feitur þá skipti það mig miklu máli að vera samþykktur. Það skiptir mig máli núna að fá viðurkenningu á því sem ég er að gera. Sú viður- kenning kemur í raun í hvert skipti þegar fólk setur gleraugun á sig og upplifir það sem við ætlum að bjóða upp á. Fólk virðist oft tengja offitu við heimsku. Ef ég væri feitur í dag þá fengi ég örugglega minni hljóm- grunn með hugmyndir mínar. Það eru svo miklir fordómar gagnvart feitu fólki,“ segir hann alvarlegur í bragði. Markmiðinu náð Örvar er mjög bjartsýnn á að vegur- inn fram undan haldi áfram að vera jafn beinn og breiður og hann hefur verið síðustu mánuði. „Það er líka bara svo gott að vita hvað maður vill gera í lífinu. Og það að hjálpa fólki, það er nákvæmlega það sem ég vil gera.“ Aðspurður hvort hann telji að hann verði ríkur af þessu, segir hann það ekki markmiðið. „Mark- miði mínu er þegar náð. Það var þegar ég heimsótti fatlaða drenginn um daginn og sá neistann í aug- unum á honum þegar gleraugun voru fjarlægð. Ég sá augun í honum glitra og þá fann ég að tilganginum var náð. Þetta gerir það að verkum að ég vakna brosandi og spenntur á hverjum einasta morgni.“ Ef hann verður hins vegar ríkur á þessu þá segist hann ætla að nýta peningana í þágu góðra málefna. Þá er honum mikið í mun að létta undir með fjöl- skyldu Berglindar, sem hann segist vera í góðu sambandi við. „Ég vil allt fyrir þau gera til að létta þeim lífið,“ segir Örvar að lokum. n Sýndarveruleiki Til þess að njóta þess hugbúnaðar sem starfsmenn Rymus eru að þróa þarf sýndar- veruleikahjálm og snjallsíma. Ódýrari útgáfa af hjálminum fylgir frítt með þegar fólk skráir sig sem notendur. Mynd Sigtryggur Ari „Ég er ástfanginn og sé fyrir mér að þetta sé konan sem ég ætla að vera með Saman í London Örvar og Anna kynntust á Tinder aðeins mánuði eftir að Berglind dó. Þau eru strax byrjuð að skapa sér minningar saman. Hvað er Rymur? Örvar Friðriksson stofnaði fyrirtækið Console Rymur Production Studios þann 28. nóvember síðastliðinn, en aðalverkefni þess er að þróa hugbúnað fyrir sýndarferðamennsku, sem hefur fengið nafnið Rymur. Í dag starfa sextán manns hjá fyrirtækinu um allan heim, en að sögn Örvars mun starfsfólki fjölga um rúmlega helming á næstunni. Örvar vill gera fólki, sem af einhverjum ástæðum á erfitt um vik að ferðast, tækifæri til að skoða heiminn. Eins og hann segir sjálfur, þá vill hann að fátæk börn geti farið í Disneyland á hverjum degi. Markmiðið er að taka upp myndefni með drónum víða um heim og þróa hugbúnað sem gerir fólki kleift að sækja efnið og njóta þess. Hugbúnaðar- og frumkvöðlateymi fyrirtækisins vinnur að því núna. Mörg stórfyrirtæki hafa sýnt áhuga á samstarfi við Rymur, eins og Google og Paramount Pictures. Þá hafa íslensk ferðaþjónustufyrirtæki mik- inn áhuga á samstarfi, enda býður verkefnið upp á mikla landkynningu. Örvar er aðaleigandi félagsins og hann vill halda því þannig, þrátt fyrir að margir fjárfestar hafi sýnt áhuga á að slást í hópinn. Hann gaf hins vegar þremur starfsmönnum hlut og gerði Önnu að varaformanni. Þá segir hann fyrirtækið vera skuldlaust.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.